Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Qupperneq 10
10
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
Fréttir
DV
Marcelo De Sousa Vasconcelos, sjávarútvegsráöherra Portúgals, segir fisk-
veiöistefnu Evrópusambandsins vera aö þróast á jákvæöan hátt fyrir íslend-
inga.
DV-mynd Pjetur
þá átt að hún ætti að falla vel að
hagsmunum ríkja eins og íslands,
að minnsta kosti hvað varðar
ákveðin lykilatriði. Það verður þó
að hafa í huga að þessi vinna er
skammt á veg komin,“ sagði portú-
galski sjávarútvegsráðherrann að
lokum.
-JHÞ
Samvinnuháskólinn:
Kennt á
ensku
DV, Vesturlandi:
Kennsla í rekstrarfræðadeild II
við Samvinnuháskólann á Bifröst
fer á vorfjórðungi fram á enskri
tungu. Kemur það til af því að
nokkrir erlendir skiptinemar
verða við nám í deildinni.
Gert er ráð fyrir að í framtíð-
inni fari öll kennsla í þessari deild
Samvinnuháskólans fram á ensku.
Rekstrarfræðadeild II tekur yfir
síðasta námsár nemenda Sam-
vinnuháskólans til BS-prófs. í
hana eru teknir nemendur sem
lokið hafa tveggja ára námi í
rekstrarfræðum við Samvinnuhá-
skólann eða sambærilegu námi
við aðra háskóla.
Samvinnuháskólinn hefur gert
samninga við fjóra evrópska há-
skóla innan menntaáætlunar Evr-
ópusambandsins. Nemendur skól-
ans hafa þegar farið til námsdval-
ar við tvo þessara skóla og kenn-
ari frá skólanum hefur flutt fyrir-
lestra við þýskan háskóla í haust.
Samvinnuháskólinn hefur að
undanförnu lagt vaxandi áherslu á
alþjóðleg viðhorf og viðfangsefni í
námi í samræmi við stefnuyfirlýs-
ingu skólans. Bandarískur kenn-
ari á vegum Fulbright-stofnunar-
innar kenndi við skólann á haust-
misseri. Að sögn Jónasar Guð-
mundssonar rektors mun skólinn
vinna áfram að því að styrkja
þennan alþjóðlega þátt í skóla-
starfinu.
Sjávarútvegsráöherra Portúgals:
Sjávarútvegur
á íslandi til
Frosin fjallatár
fyrirmyndar
„íslenskur sjávarútvegur er vel
skipulagður og í honum starfar há-
menntað fólk sem hefur skýra fram-
tíðarsýn," segir Marcelo De Sousa
Vasconcelos, sjávarútvegsráöherra
Portúgals, sem kynnti sér íslenskan
sjávarútveg í síðustu viku.
Ráðherrann hefur meðal annars
ferðast um Suðurnes og til Vest-
mannaeyja, auk þess sem hann
hefur rætt við íslenska embættis-
menn. Að hans sögn eiga þeir sem
starfa í sjávarútvegi í löndunum
tveimur það helst sameiginlegt að
lífsbarátta þeirra er hörð. „Það
skortir ekki fagfólk í portúgölsk-
um sjávarútvegi en hann mætti
vera betur skipulagður," sagði
hann.
Þó Portúgalar séu öflug sjávar-
útvegsþjóð vildi ráðherrann lítið
gera úr áhrifum þeirra á mótun
hinnar sameiginlegu sjávarútvegs-
stefnu Evrópusambandsins. Nú
stendur yfir endurskoðun hennar
en þeirri vinnu á að vera lokið
árið 2002. „Þegar Evrópusamband-
ið er gagnrýnt fyrir sjávarútvegs-
stefnu sína verður að hafa í huga
að hún er afrakstur málamiðlana
milli 15 aðildarríkja sambandsins.
Mér hefur sýnst að stefnumótunin
í þessum málaflokki sé að þróast í
f Bílrúðufilmur A
Setjum litaða filmu í bílrúður.
Sun-Gardfilma m/ábyrgð.
Vönduð vinna.
Ásetning með hitatækni.
Öryggis (og sólar) filma,
glær eða spegill.
Gerir glerið 300% sterkara.
Vörn gegn innbrotum- fárviðri-
jarðskjálfta.
Tryggingafélögin mæla
með filmunni.
sólar (og öryggisfilma)
á rúður húsa
Stórminnkar hita, glæru og upphitun
Eykur öryggi gegn innbrotum, fárviðri
og eldi.
GLÓI hf.
sólar- og öryggisfilma.
Dalbrekku 22,
^lmar 544 6770 & 544 5990/
í kuldanum undanfarna daga hafa klettar og fjallshlíöar tekiö á sig nýjar myndir. Þessir klettar hjá Vik í Mýrdal eru
meö klakastykki þar sem vatniö vætlar úr þeim daglangt í sólinni. Frosin fjallatár um nætur.
DV-mynd Njöröur Vik
Siglufjörður:
Loftlínan í skarðinu
varð bjargvættur
DV, Fljótum:
„Þetta var mjög erfið viðgerð, veðr-
ið með því versta sem gerist hér,
norðan hvassviðri með snjókomu og
hörkufrosti,“ sagði Sverrir Sveinsson,
útibússtjóri RARIK á Siglufirði, eftir
að starfsmönnum tókst að koma aftur
á straumi á loftlínuna um Siglufjarð-
arskarð á sunnudagskvöld.
Rafmagn fór af Siglufirði að kvöldi
27. febrúar. Fljótlega varð ljóst að bil-
un væri á jarðstreng sem lagður var
sl. haust. Ekki hafði tekist að finna
nákvæmlega hvar bilunin er en vitað
er að hún var Fljótamegin við Siglu-
fjarðarskarð.
Það var hins vegar brugðið á það
ráð að setja aftur straum á loftlínuna
yfir Skarðið sem jarðstrengurinn átti
að leysa af hólmi. Það kom sér vel að
línan var í lagi þrátt fyrir að hún sé
verulega komin til ára sinna. Líklegt
er að við þetta verði látið sitja tii vors,
að minnsta kosti þykir ekki fýsilegt
að berjast um vegleysur og snjó eins
og nú er til að gera við strenginn.
Meðan viðgerðin stóð yfir höfðu Sigl-
firðingar rafmagn frá dísilstöð.
-ÖÞ
______________-DVÓ
Stykkishólmur:
Vilja samn-
inga um
minjavörð
DV, Vesturlandi:
Á síðastliðnu ári var samþykkt
hjá Þjóðminjasafni íslands að
minjavörður fyrir Vesturland og
Vestfirði yrði í Stykkishólmi. Á síð-
asta fundi bæjarráðs Stykkishólms
var skorað á stjóm Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi að ganga nú
þegar til samninga við Þjóðminja-
safn íslands um starf minjavarðar
fyrir Vesturland og Vestfirði, þar
sem liggur fyrir vilji og áhugi Þjóð-
minjasafnsins á að minjavörður
veröi ráðinn til svæðisins.
-DVÓ