Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
Spurningin
Hvernig býstu viö að
vorið verði?
Sigurður Rúnar Gíslason raf-
virki: Ég býst við góðu vori.
Ágústa Gunnarsdóttir húsmóðir:
Ég er ekki svartsýn.
Þröstur Árnason sýningarstjóri:
Ég hugsa að það verði gott.
Lárus Sigurðsson nemi: Ég er
bjartsýnn og vona að það verði gott.
Marteinn Jóhannesson bygginga-
meistari: Það verður gott.
Fanney Steinþórsdóttir húsmóð-
ir: Ég held að það verði kalt.
Lesendur
Falinn fjársjóður
Kom á óvart hve mikið Kjalarnesiö hefur upp á bjóða, segir bréfritari.
Sigr. Hrólfsdóttir skrifar:
Við fjölskyldan höfum gefið okk-
ur tíma og farið í bíltúr eftir vinnu
eða um helgar. Þá höfum við m.a.
ekið í hverfin á höfuðborgarsvæð-
inu.
I september síöastliðnum ákváð-
um við að fara á Kjalamesið, sem
tilheyrir Reykjavík í dag. Þetta var
á miðvikudegi og veðrið var frá-
bært. Við keyrðum inn í hverfið.
Þar voru böm að leik. Það minnti
mig á gamla daga þegar við vorum
börn og þurftum ekki að hafa
áhyggjur af umferðinni og við gát-
um leikið okkur að vild. Við gerð-
umst forvitin og fórum að spyrjast
fyrir. Það kom okkur á óvart hversu
mikið Kjalanesið hefur upp á að
bjóða. Var okkur m.a. tjáð að þarna
væri mjög góður einsetinn skóli og
að skólastjóri ásamt kennumm
væru alveg einstakir og vel virkir í
sínu starfi. Þarna er líka gott
íþróttahús ásamt sundlaug og lík-
amsrækt. Þarna er einnig notalegur
hverfispöbb með veitingar og við
hliðina á honum er bensínstöðin
ásamt verslun sem hefur upp á að
bjóða, matvörur, mjólkurafurðir,
leikfóng o.fl.
Við spurðumst fyrir í versluninni
hvert vegurinn lægi frá bensínstöð-
inni því hann lægi greinilega ekki
inn í hverfið. Okkur var tjáð að
þama væri að rísa nýtt íbúðahverfi
svo við ákváðum að gera okkur
aðra ferð þangað í betri birtu. Við
höfum reyndar farið þarna nokkuð
oft þar sem þetta er ekki nema 15-20
mínútna akstursleið frá Reykjavík.
Við höfum einnig farið í skemmti-
lega göngutúra þama og gengið fjör-
una. Það er mjög fallegt að sjá snjó-
inn yfir öllu og þarna er greinilega
hægt að fara allra sinna ferða.
Fólkið þama er viðfelldið og gam-
an að ræða við það. Við fengum að
vita að byggðin þarna er að stórum
hluta Lykkjulóðir, Króksland ásamt
Hofslandi. Aðalgatan heitir Hofs-
braut og eftir því sem mér skilst þá
er Hofslandið elsta landið með nafni
og gatan fær nafnið þaðan. - Sér-
kennileg nöfn. Þarna em 15 einbýl-
ishús, 4 af þeim voru byggð á síð-
ustu 2 1/2 ári, síðan eru 3 einbýlis-
hús í viðbót í byggingu. Satt best að
segja er ég alls ekki hissa á að
þarna sé komið nýtt íbúðahverfi,
þetta er frábær staður og útsýnið al-
veg dýrlegt. Það má með sanni segja
að þetta er falinn fjársjóður og
finnst mér alveg sjálfsagt að leyfa
öðrum að njóta hans líka.
Valið í landsliðshóp
Friðbjörn Ó. Valtýsson skrifar:
Það er meira en undarlegt hvern-
ig landsliðsþjálfarar undanfarinna
ára hafa sniðgengið Sigmar Þröst
Óskarsson, besta markvörð 1. deild-
ar karla í handknattleik. Það hefur
alla vega verið mat leikmanna
sjálfra og mjög margra annarra.
Það er vitað að persónuleg ill-
kvittni Einars Þorvarðarsonar réði
mestu meðan hann var og hét. Ekki
tekur betra við núna hjá Þorbimi
Jenssyni. Eftirminnileg em um-
mæli hans er hann spáði í HM á ís-
landi á sínum tíma. - Þar sagði
hann nær orðrétt að Sigmar væri
svona „joker“, sem stæði sig best á
móti lélegum liðum.
Á þessum tíma var Sigmar Þröst-
ur markvörður KA. Frægar eru
einmitt úrslitakeppnir Vals og KA á
þessum sama tíma þar sem Sigmar
vakti landsathygli fyrir frábæra
frammistöðu. Hver var þjálfari Vals
á þessum tíma? Jú, einmitt þessi
sami Þorbjörn JenSson. Skrýtin um-
mæli. Varla taldi hann Val með lé-
legu liðunum, enda þá örugglega
einn um það.
Það voru álíka athyglisverð um-
mæli sem hann viðhafði í fréttum
um val á núverandi landsliðshóp.
Hann var inntur eftir því hvers
vegna enginn leikmaður væri úr
efsta liði deildarinnar, Aftureld-
ingu. „Þeir hafa ekki staðið sig
nógu vel að undanförnu, því miður,
það á enginn áskrift að landsliðs-
sæti.“ Nú er bara spurningin, með
sömu rökum: Hvaða markvörður
hefur staðið sig best að undan-
förnu?
Það skal auðvitað tekið fram að
ekki er verið að kasta rýrð á þá leik-
menn sem eru í náðinni og eru svo
heppnir að fá að keppa fyrir okkar
hönd. Gangi þeim allt í haginn. -
Áfram ísland.
Island og Evropusambandið
Karl Karlsson skrifar:
Enginn vafi leikur á því að við ís-
lendingar höfum litla sem enga
möguleika til að koma sjónarmiðum
okkar á framfæri í samstarfi Evr-
ópuþjóða nema við göngum í Evr-
ópusambandið. Skýrsla Samtaka
iðnaðarins er mikill fengur að því
leyti að þar eru þessi mál reifuð
með skýrum hætti og lagt til að við
göngum í ESB sem fullgildir aðilar.
Oftar en ekki nægir EES-samn-
ingurinn okkur ekki og því þurfum
við að leita ásjár Evrópusambands-
ins. Því má segja að við séum orðn-
ir háðir sambandinu. Almenningur
hér á landi hefur ekki hugmynd um
hvaða þættir það eru sem við sækj-
um í dag til ESB og í hvaða þáttum
EES-samningurinn nægir okkur. Ég
mmm Þjónusta
- eða hringið í síma
IL^íSSÖ 5000
milli kl. 14 og 16
Fá íslendingar að velja um stööuna: utan eða innan Evrópusambandsins?
er viss um að margir ráðamanna
okkar vita það ekki heldur.
Sameiginlegt myntkerfi Evrópu-
landanna verður brátt að veruleika
og þá vitum við heldur ekki í hvorn
fótinn við eigum að stíga. Ætlum
við að nota verðlausu krónuna
áfram? Er ekki timi til kominn að
þjóðin fái að segja til um vilja sinn
um aðild að Evrópusambandinu?
Hjá því veröur ekki komist að bera
aöildina undir vilja þjóðarinnar
hvort sem er. - Nema við kjósum
frekar að tengjast NAFTA-ríkjun-
um. Það er einnig góður kostur.
Líklega sá besti.
DV
Tommur
en ekki
gæsalappir
Gunnar Ólafsson hringdi:
Það er furðulegt hvemig margir
mgla saman alþjóðlegum merking-
um á tommum og gæsalöppum.
Þetta á einkum viö í raftækjageir-
anum þegar sýndar eru stærðir á
sjónvarpsskjám. Þar eru oftast sett-
ar gæsalappir (“) í stað tommu-
merkinga („). Þetta er því hvim-
leiðara sem fleiri ástunda svona
flaustm-svinnubrögð. Vonandi fer
þessu að linna eftir að á það hefur
verið bent.
Umferðar-
hnútar
R-listans
Þorkell skrifar:
Eins sérkennilegt og það nú er
hefur lítið verið fjallað um rót
vandans í umferðarmálum Reyk-
víkinga, t.d. Gullinbrú og aðra um-
ferðarhnúta. Stundum virðst þeir
sem leiða umræðuna halda að
vandinn stafi af fjárskorti borgar-
innar eða viljaleysi ríkisvaldsins.
Hvorugt er þó rétt. Rótin er sú að
einhverra hluta vegna er R-listinn
þeirrar skoðunar að „umferðar-
rýmd“ skuli vera sem minnst.
Þannig hefur forseti borgarstjórnar
ítrekað haldið fram þeirri skoðun
sinni að þessa umferðarrýmd megi
ekki auka. Þegar skoðanir meir-
hluta borgarstjórnar eru þessar
þarf engan að undra þótt ekki sé
tekið til hendi við að leysa umferð-
arhnúta í borginni.
Þingmanna-
fjöldi lands-
byggðarinnar
Pétur Ólafsson skrifar:
Nú er loks farið að ræða í alvöru
hugmyndir um breytta kjördæma-
skipan. Það hefur lengi verið stórt
mein í kjördæmaskipaninni að
landsbyggðarþingmenn skuli hafa
meira vægi hlutfallslega en þing-
menn þéttbýlisins hér sunnan-
lands. Stjórnarskrárbreytinga er
þörf og þótt fyrr hefði verið. Ef allt
væri með felldu neituðu kjósendur
að taka þátt í kosningum fyrr en
ný kjördæmaskipan liggur fyrir.
Stjórnarlaun
í fyrirtækjum
Guðjón hringdi:
Mörgum blöskrar hve stjórnar-
menn í sumum fyrirtækjum eru
stórtækir er þeir leggja fram til-
lögu um laun stjómarmanna og
jafnvel varamanna í stjórn. Oft
hefur stjómin í raun lítið sem
ekkert gert annað en að koma
saman og skeggræða og þá mest
um væntanlegan aðalfund og
hvernig verja skuli tillöguna um
laun stjómar. Dæmi era um að
stjómir í litlum fyrirtækjum, sem
nánast engin umsvif hafa, geri til-
lögu um að stjórnarmönnum séu
greidd laun sem nemur tugum,
jafnvel á annað hundrað þúsund
krónum hverjum og varamönnum
eitthvað ívið minna. Ég hvet hlut-
hafa í fyrirtækjum, einkum hin-
um minni, til að láta í sér heyra
þegar bornar eru upp slíkar tillög-
ur til samþykktar.
Leiðrétting frá
borgarstjórn
Gunnar Eydal, skrifstofustj.
borgarstjórnar, skrifar:
Á lesendasiðu DV 18. febrúar sl.
er að finna stuttan pistil eftir Gísla
Guðmundsson. Þar er sagt að for-
seti borgarstjórnar hafi bíl til um-
ráða sem útsvarsgreiðendur borgi. -
Hið rétta er að forseti borgarstjórn-
ar hefur ekki bíl tU umráða, hvorki
núverandi né fyrrverandi. Forseti
borgarstjómar getur hins vegar átt
rétt á akstursþjónustu ef um opin-
berar erindagjörðir er að ræða.