Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
13
Fréttir
Fljótin í Skagafiröi:
Þorskur veiðist
í Miklavatni
DV, Fljótum:
Síðustu þrjár vikumar hefur tals-
vert verið dorgað á Miklavatni í
Fljótum. Á köflum hefur veiðst
þokkalega en lítið á milli og stund-
um ekkert.
Það var sl. vetur sem reynt var að
dorga gegnum ísinn á vatninu og þá
fékkst ágætur þorskur. Það var al-
gjör nýlunda. Nú virðist það sama
vera upp á teningnum. Talsvert af
þorski er í vatninu þó veiðin sé ekki
alveg eins mikil og fyrir ári. Neta-
veiði hefur verið stunduð á vetrum
til flölda ára í Miklavatni. Oft hefur
veiðst vel af silungi en nú er mjög
lítið um hann. Þorskurinn hins veg-
ar allsráðandi.
Nokkuð af aðkomufólki hefur
skroppið dagstund í Fljótin til að
stunda veiðiskapinn en einkum er
það þó heimafólk sem stundar dorg-
ið. Nemendur á ferðamálabraut við
Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal
reyndu fyrir sér einn daginn með
þokkalegum árangri. Hafa þeir í
samráði við landeigendur nú ákveð-
ið að gangast tyrir dorgkeppni á
vatninu síðar í vetur. -ÖÞ
MeúáÆiSmi
Birgir framkvæmdastjóri og Jóhanna formaður.
DV-mynd Birgitta
Efling í Stykkishólmi:
Fjöldi umsókna um tónieika
DV, Stykidshólmi:
Jákvætt andrúmsloft ríkti á aðal-
fúndi Eflingar í Stykkishólmi sem
haldinn var nýverið. Starf félagsins
síðustu þrjú ár hefur verið öflugt og
gott. Körfuknattleiksmaðm-inn
kunni, Birgir Mikaelsson, hefúi- ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri þess.
Sumartónleikar í Stykkishólms-
kirkju og Danskir dagar eru meðal
verkefha sem félagið hefur sinnt og
virðist hvort tveggja hafa öðlast fast-
an sess í menningarlífi bæjarins.
í fyrrasumar bárust rúmlega 20
umsóknir um þá sex tónleika sem
fyrirhugaðir voru og nú þegar hefúr
borist fjöldi fyrirspuma um þá tón-
leika sem halda á í sumar. Danskir
dagar voru í fjórða sinn haldnir 3.
helgina í ágúst og sprengdi aðsókn-
in öll met. Ljóst er að framkvæmd
svo fjölmennrar hátíðar krefst mik-
ils af starfsmönnum félagsins.
Að sögn Jóhönnu Guðmundsdótt-
m, formanns felagsins, er rekstur
upplýsingamiðstöðvar fyrir ferða-
menn þó stærsta og umfangsmesta
verkefiiið sem Efling hefúr ráðist í.
Hún var opnuð formlega 14. júní sl.
og starfaði alla daga fram yfir miðj-
an ágúst. Rekstur hennar er sam-
starfsverkefiii bæjarfélagsins og Efl-
ingar og kom í ljós að full þörf er á
slíkri þjónustu. -BB
Mánudags
Alþingismenn og borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, auk frambjóðenda sjálf-
stæðismanna í borgarstjórnarkosningunum,
verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar
næstu jnánudaga.
I dag verða
Davíð Oddsson
forsætisráöherra
Guðrún Pétursdóttir
frambjóðandi
Kjartan Magnússon
frambjóðandi
í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 17-19
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla
Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast
á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Hafðu áhrif og láttu þínar
skoðanir heyrast.
VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNAIREYKJAVÍK
3-Diska geislaspilari • SUPER T-BASSI (3ja þrepa). • Hœgt er aö tengja
myndbandstæki við stæðuna. • KARAOKE hljóðkerfi • Tónjafnari með ROCK-
POP-JAZZ. • Hægt er að tengja hljóðnema við stæðuna. • 25 + 25 W RMS magnari
með surround kerfi. • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi.
Tvöfalt segulband. • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir. *Segulvarðir
hljómmiklir hátalarar.
3-Diska geislaspilari • 75 + 75 W RMS magnari með surround kerfi.* SUPER T-
BASSI (3ja þrepa). • BBE hljómkerfi (3ja þrepa). »Hægt er að tengja myndbandstæki
við stæðuna. • KARAOKE hljóðkerfi með DIGITAL ECHO og sjálfvirkum radddeyfi.
Hægt er að tengja 2 hljóðnema við stæðuna. • Tónjafnari meö ROCK-POP-
CLASSIC. • Nýr fjöllita skjári • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi.
Tvöfalt auto reverse segulband. • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir.
D.S.P .Digital signal proce3sor" fullkomiö surround hljómkerfi sem líkir eftlr
DISCO-HALL-LIVE. • Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER WOOFER).
Segulvaröir hátalarar með innibyggðu umhverfishljómkerfi (FRONT SURROUND).
Geislaspilari • Magnari og útvarp sór eining / geislaspilari og segulband sór eining.
37,5 + 37,5 W RMS magnari með surround kerfi. • SUPER T-BASSI (3ja þrepa)
BBE hljómkerfi (3ja þrepa) • Nýr fjöllita skjár.* Jog fyrir tónstillingar, lagaleitun
á geislaspilara og rósaleitun á útvarpi. • Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER
WOOFER). • Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna. • 32 stöðva minni
á útvarpi, klukka, timer, og svefnrofi. • Einfalt auto reverse segulband. • Fullkomin
fjarstýring fyrir allar aðgerðir. • 2-átta Bass Reflex segulvaröír hátalarar.
1998 hljómtækin frá alwa eru kraftmikil,
hljómgóö og nýstárleg í útliti. Taekin eru
hlaðin öllum taekninýjungum sem
t völ er á. Komið og kynnist
o'.. hljómtækjum í algjörum
sérflokkl.
ármúla 38 • Símí 5531133
UMBOÐSMENN AIWAUM LAND ALLT: Reykjávík: Heímskringlan Kringíunhi - Hafnarfjoröur Rafbúo Skuía - GniTdavík: Raféindaþjönustá'
Guðmundar - Keflavík: Sónar - Akranes: Hljómsýn - Borgarnes: Kaupfélag Borgfiröinga - Blönduós: Kaupfólag Húnvetninga
Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauöárkrókur: Skagfirðingabúð - Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar
Bolungarvík: Vélvirkinn - Isafjörður: Ljónið / Frummynd - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Tölvutæki Bókval - Húsavík: Ómur
Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind - Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjöröur: Rafvirkinn - Seyðisfjörður:
Turnbræður - Höfn: Rafeindaþjónusta BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Porlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradíó
LÆKKUN
LÆKKUN
frá aiwa