Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Page 18
18 * ðlr' ★ mt íennmg MANUDAGUR 9. MARS 1998 Vænt og grænt í Ingólfsstræti 8 stendur nú yfir sýning á málverkum norðlenska listamannsins Sigurðar Áma Sigurðssonar. Ég bað hann að hitta mig í sýningarsalnum og þar spurði ég hann ögn út í myndimar hans. Hann sagði mér að hann hefði mestan áhuga á því að mála málverk, það væri í raun viðfangsefnið. Að mín- um dómi er ákveðin dirfska fólgin í því að fást við mál- verkið vegna þess hversu rót- gróið það er og að sumu leyti útjaskað þó sennilega megi endalaust fmna á því nýja fleti. Og einmitt það reynir Sigurður Ámi að gera. Hann málar landslag - sem vart getur talist nýtt af nálinni - en leitast við að finna á það nýtt sjónarhom, meöal ann- ars með því að hafha hinni fölsku fjarvídd á tvívíðum fleti. Hans myndir em flatar og eiga að vera það. Sigurður Árni hefur um nokkurt skeið málað skrýtnar myndir af ein- hverskonar skrúðgörðum og golfvöllum sem hann fletur út með því að láta ljósið koma eins og innan úr sjálfum myndfletinum og rúlla sér út til kantanna. í myndunum sem hér um ræðir þarf ekki að fletja neitt út, mó- tívin era algerlega flöt í sjálfum sér. Þetta era nokkurs konar loftmyndir af ffamræstum túnum og skurðum þar sem allt er nánast í einu plani. Sumir eiga kannski erfitt með að taka und- ir skilgreiningu hans á landslagi þar sem náttúran er ekki mjög fyrirferðarmikil í myndum hans. En auðvitað era tún og skurð- ir hluti af landslaginu, hinu manngerða landslagi. Og þó þessi form séu kannski ekki það sem helst einkennir landslagið hér hjá okkur er það ekki svo fjarri lagi í ýmsum öör- um löndum heimsins þar sem nánast hver Kanínan stfgur inn í þriðju víddina. Verk Siguröar Áma í Gallerf Ingólfsstræti 8. Myndlist Áslaug Thorlacius skiki er ræktaður. Það er heldur ekkert sem segir okkur að þetta eigi að vera íslenskt landslag en þó getur það allt eins verið - ný- slegin ljósgræn tún, jafnvel út í gult þar sem styst er síðan sláttuvélin fór um. Sigurður Ámi sýnir fjögur málverk, þrjú þeirra hanga að heföbundnum hætti lóðrétt á veggjunum og teygja sig út í víddimar sem við mælum í hæð og breidd. Eitt er hins veg- ar lárétt og liggur í lengd og breidd rétt nið- ur við gólfiö í galleríinu. Það stígur þó örlítið inn í þriðju víddina því undir því stendur uppstoppuð kanína sem stingur eyr- unum upp um gat á hin- um lárétta fleti. (Svona kanínur era kannski ekki það sem ís- lenskir bændur eiga helst von á að sjá þegar þeir skyggn- ast undir yf- irborðið á sínum túnum en þó er aldrei að vita því þetta er íslensk kan- ína.) Sigurður segist alls ekki líta á þessa sýningu sem innsetn- ingu heldur fiögur sjálfstæð málverk. Samt kæmi manni ekkert á óvart þótt þau væra hugsuð í sam- hengi hvert við annað, lárétta verkið bætir svo miklu við hin, eins og það skerpi hnit- punktinn í sýningunni sem mér finnst fialla að töluverðu leyti um vidd. Eins og maður fái í því að skyggnast undir myndflötinn, þessa fullkomnu flatneskju. Þeir sem skoða þessa sýningu ættu líka að leggja leið sína niður á Sólon íslandus þar sem Sigurður Ámi hefúr hengt upp málverk, teikningar og ljósmyndir sem era dæmi um aðeins eldri verk hans, auk þess sem ljós- myndimar verða uppistaðan í sýningu í Par- ís í júní næstkomandi. Syning Sigurðar Árna í Gallerí Ingólfsstræti 8 stendur til 29. mars. Opið fim.-sun. kl. 14-18. Þóra er stjarna Nú er lokið viðamiklum end- urbótum á sal og öðra gestarými Samkomuhússins á Akureyri. Salurinn er orðinn einstaklega fallegur og tónaflóðið úr nýju hljómsveitargryfiunni barst vel um húsið þegar hinn sívinsæli Söngvaseiður (Sound of Music) var ffumsýndur um helgina. Það er mikið lagt í þessa opn- unarsýningu en þó ber það hæst aö Þóra Einarsdóttir var fengin til að syngja hlutverk bamfóstr- unnar Maríu. Þóra sýndi í upp- færslu íslensku óperunnar á Cosi fan tutte í haust aö hún er ekki einungis óvenjulega hæfi- leikarík söngkona með gullrödd, heldur er hún líka skemmtilegur og líflegur leikari (ekki hvaö síst þegar kemur að kómíkinni) og hef- ur mikla útgeislun á sviðinu. í Söngvaseið reynir bæöi á leik og söng og Þóra leysir hlutverkið glæsilega. En hún fer jafnffamt varfæmislega með hæfi- leika sína og gætir þess að yfirskyggja ekki meðleikara sína og -söngvara. í söngleik blandast saman reyndir og óvan- ir, leikarar og söngvarar, og þar að auki er í Söngvaseið hópur bama sem gegnir stóru hlutverki í sögunni. Forsendumar eru þannig misjafnar en útkoman byggist á því hvemig þetta hristist saman. Auður Bjamadóttir leik- stjóri hefur unnið stórgott verk og hannað af- skaplega skemmtilega uppsett aðriði og tengsl sem valda því að sýningin er áferðarfaileg og rermur vel. Á ffumsýningu vantaði þó herslumun upp á léttleikann í ffamgöngu sumra leikend- anna, það var einhvem veginn eins og kvikn- aði ekki alveg í púðrinu og samhæfingin í söng og hljóðfæraleik var ekki alveg upp á tíu. En það á efalaust eftir að batna þegar Kafteinninn og barnfóstran ódauölega. Hin- rik Ólafsson og Póra Einarsdóttir í hlutverk- um sínum. sýningin fer að ganga oftar með áhorfendum. Leikmynd Messíönu Tómasdóttur er listi- lega útfærð, stílhrein og virkar vel. En búning- amir þóttu mér nokkuð misjafnir. Sumir kjól- amir vora sniðlausir og klæddu leikkonumar sérstaklega illa. Leiklist Auður Eydal Bömin, sem taka þátt í sýningunni, era auð- vitað aðaltrompið fýrir utan hana Maríu og óhætt er að segja að þau standa sig vel, bæði sem hópur og eins hvert fyrir sig. Audrey Freyja Clarke er til dæmis yndisleg Gréta og Hildur Þóra Franklín skemmtilega kotroskin Birgitta. Að undanskildu hlutverki Lísu, sem Jóna Fanney Svavars- dóttir leikur (hún syng- ur afbragðsvel), er tví- skipað í hlutverk bam- anna og skiptast krakk- amir á um að leika í sýningunum. Hinrik Ólafsson leik- ur kaptein von Trapp. Hann er myndarlegur á velliög syngur vel en mætti gefa sig af meiri innlifun í hlutverkið, þó að kapteinninn sé reyndar óttalegur tré- haus. Aðalsteinn Berg- dal er aftur á móti inni- lega skemmtilegur og lifandi Detweiler og hleypir fiöri í þau at- riði sem hann kemur ffam í. Þá koma þama ffam auk annarra Þráinn Karlsson í hlutverki þjóns, Guðbjörg Thoroddsen, ráðskona, Hjalti Valþórsson, vonbiðill elstu dótturinnar, Rósa Kristin Baldursdóttir, frú Schröder, og Hrönn Hafliðadóttir sem leikur og syngur hlutverk abbadísarinnar á tilkomumikinn hátt. Tónlistin er útsett fyrir þessa sýningu af Hákoni Leifssyni og hefur það tekist mjög vel. Hljómurinn er góður undir stjóm Guðmundar Óla og kóratriðin af- bragö, sérstaklega var söngur nunnukórs- ins fallegur. Það er óhætt að óska L.A. og Akureyring- um öllum til hamingju með sýninguna í „nýja“ Gamla Samkomuhúsinu. Leikfélag Akureyrar í Samkomuhúsinu: Söngvaseiöur Eftir Rogers og Hammerstein Þýöing: Flosi Olafsson Útsetningar: Hákon Leifsson Lýsing: Ingvar Bjömsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Tónlistar- og hljómsveitarstjórn: Guðmundur Óli Gunnarsson Leikstjórn: Auður Bjarnadóttir Fyrirlestur um myndlist Á hádegi í dag, kl. 12.30, heldur breski myndlistarmaðurinn Gary Hume fyrir- lestur um eigin verk og sýnir skyggnur í Málstofu í Myndlista- og handíöaskólan- um í Laugamesi. Gary er gestakennari við MHÍ um þessar mundir og tekur þátt S samsýningu í Nýlistasafninu sem verður opnuð um næstu helgi. Markaðssetning myndlistar Námskeið um markaðssetningu mynd- listar, myndlistarmarkað- inn og kennsla í gagnagerð verður haldið i fyrirlestra- sal Myndlista- og handíða- skóla íslands í Skipholti 1 frá 16. mars til 1. apríl. Fyr- irlestramir verða á kvöldin og um helgar. Kennarar og fyrirlesarar era: Halldór B. Runólfsson, Jón Proppé, Hrafhhildur Jón Proppé er Þorgeirsdóttir, Knutur Bra- meöal fyrlrles- un, Eiríkur Þorláksson, Þor- ara á nám- geir Ólafsson og myndlistar- skeiöinu. mennimir Rúrí, Hannes Lárasson og Tolli. Nánari upplýsingar fást hjá Fræðslu- deild MHÍ í síma 551 9811. Hitabylgja Hádegisleikrit vikunnar er eftir spennusagnafúrstann Raymond Chandler og heitir Hitabylgja. Aöalpersónan er sjálfúr Philip Marlowe og segir hér ffá því þegar hann verður vitni að morði á veit- ingastað og lendir í bráðri hættu viö rann- sókn málsins. Leikritið var ffumflutt 1992 og Philip Marlowe er leikinn af Helga Skúlasyni; með önnur helstu hlutverk fara Edda Björgvinsdóttir og Amar Jóns- son. Úlfur Hjörvar þýddi og Gísli Rúnar Jónsson leikstýrði. Leikritiö er flutt kl. 13.05 ffá mánudegi til föstudags og svo eru þættir vikunnar fluttir í heild á laugardegi kl. 14.30. Kvennabókmenntir í bókmenntaþættinum Skála- glamm á morgun kl. 13.20 verða teknar fyrir tvær skáldsögur eftir konur sem komu út siðastliðið haust; Hanami eftir Steinunni Sig- urðardóttur og Nema ástin eftir Friðriku Benónýs. Þátttakendur í umræðum um sögumar era Dag- ný Kristjánsdóttir og Jón Yngvi Jóhannsson en stjómandi er Sig- ríður Albertsdóttir. Vegna fjölda áskorana Námskeið Jóns Viðars Jónssonar leik- húsffæðings hjá Félagi íslenskra háskóla- kvenna og Endurmenntunarstofnun var svo vinsælt að ákveöið hefur verið að end- urtaka það nú þegar. Hefst nýja námskeiö- ið á morgun, 10. mars. Auk fyrirlestra Jóns Viðars verða tekin fyrir tvö leikverk af fiölum Borgarleikhússins auk þess sem farið verður í Skemmtihúsið og horft á Ferðir Guðriðar eftir Brynju Benediktsdóttur og í Kaffileikhúsið á Svika- myllu eftir Shaffer. Nám- skeiðið er opið öllum. Nánari upplýsingar fást hjá Geirlaugu Þorvaldsdótt- ur, formanni Félags ís- lenskra háskólakvenna. Ensk-íslensk stærðfræði- orðaskrá íslenska stærðffæðifélagið hefúr gefið út Ensk-íslenska stærðfræðiorðaskrá í samvinnu við Háskólaútgáfúna. Skráin er afrakstur tveggja áratuga vinnu ritstjóm- ar Orðaskrár félagsins undir for- ystu Reynis Axelssonar dósents í stærðffæöi. Bókin geymir 8282 ensk uppflettiorð með íslenskum þýðingum á sem flestum stærð- fræðioröum og orðasamböndum sem notuð era í skólum lands- ins, auk íslensk-ensks lykils og þýðingum á sérhæföum hug- tökum sem notuð era í stærö- ffæöi á hæsta stigi. Umsjón Sílja Aðalstelnsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.