Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
menning
1
Þau leika meö Orkester Norden í ár. Fremri röö frá vinstri: María Huld Sigfúsdóttir, Hildur Ársælsdótt-
ir, Álfheiöur Hrönn Hafsteinsdóttir, Elfa Björk Rúnarsdóttir og Stefán Jón Bernharðsson. Aftari röö frá
vinstri: Sólrún Sumarliöadóttir, Guöjón Leifur Guðjónsson og Helgi Hrafn Jónsson. DV-mynd Pjetur
Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins
Uppeldi tíu ára
Á síðustu tlu árum hafa komið út 36
tölublöð af tímaritinu Uppeldi. „Við
búum því að frábærum upplýsingabanka,
tvö þúsund þrjú hundruð og sextíu síðum
af fróðlegu og skemmtilegu efni fyrir for-
eldra og aðra uppalendur,“ eins og segir í
afmælisheftinu. Uppeldismál einkennast
af því að einstaklingar eru alltaf að glíma
við sömu vandamálin sem þó eru alltaf
ný, eins og þar stendur, og það er vel til
fundið af ritstjórn Uppeldis að birta nú
úrval úr greinum frá liðnum árum, grein-
um „með reynslu", merkum, vel skrifuð-
um og skemmtilegum greinum sem eiga
jafnmikið erindi við lesendur nú og þeg-
ar þær birtust fyrst.
Sérstaklega er gaman að lesa kafla úr
Framtíðarpóstinum sem fór að birtast í
blaðinu 1991. Þar hafa verið kailaðir til
fjölmargir sem hafa ferskaj
sýn á uppeldismál; rithöf-i
undar, heimspekingar og/
fólk í ýmsum greinum.^
Meðai þeirra sem hér eru
birtar greinar eftir eru Pétur
Gunnarsson, Sjón, Guðbergur Bergsson,
Steinunn Sigurðardóttir, Hallgrímur
Helgason, herra Sigurbjöm Einarsson og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Af öðru efni í Uppeldi má nefna nokk-
ur góð ráð til helgarpabba og annarra
sem hafa böm reglulega í heimsókn,
skemmtilegar hugaræfmgar og færnis-
leiki til að fara í með 3-7 ára börnum og
greinar um skammir og skólafælni. Rit-
stjóri Uppeldis er Kristín Elfa Guðnadótt-
ir en bókaforlagið Una gefur tímaritið út.
„Við fáum bestu hljóðfæraleikar-
ana og við erum með besta hljóm-
sveitarstjórann, Paavo Járvi frá
Eistlandi, þess vegna er þetta topp-
hljómsveit," segir Martin Martins-
son framkvæmdastjóri Rikskonsert-
er í Svíþjóð sem einnig rekur hljóm-
sveitina Orkester Norden, sinfóníu-
hljómsveit ungs fólks á Norðurlönd-
um. Hljómsveitin hefúr starfað í 5
ár og leikið víðsvegar á Norðurlönd-
um en ekki hér á landi. Þessu vill
Martin bæta úr og gerir nú allt sem
í hans valdi stendur til að koma
henni til íslands í sumar.
„Allt er klappað og klárt í sam-
bandi við skipulagninguna, tími,
flug, tónleikasalur, efnisskrá,
stjórnandi - “
„10. júlí í Háskólabíó klukkan
nítján,“ skýtur Katrín Ámadóttir
fiðluleikari að, fylgdarmaður Mart-
ins.
„Það sem við erum að reyna núna
er að ná kostnaðinum niður á flugi,
hótelum, mat ... og næla okkur í
meira fé, fleiri styrki," heldur Mart-
in áfram. „Ég er afar bjartsýnn á að
það takist. Til þessa er ég hingað
kominn núna. En ég er líka hér til
að kynna hljómsveitina og segja frá
því að hún komi vonandi hingað í
sumar vegna þess að það er ekki
hálft gaman að koma henni alla leið
hingað og fá svo ekkert fólk í húsið.
Við viljum fylla salinn í Háskólabíó.
970 manns viljum við fá, ekkert
minna!“
Orkester Norden nýtur fastra
styrkja frá Norrænu ráðherranefnd-
inni og Martin segir aö ekkert ein-
stakt verkefni njóti eins mikilla for-
réttinda þar og hún. Hún hefur feng-
ið fastan stuðning frá Lions-hreyf-
ingunni og nýtur þar mikillar vel-
vildar, en þar fæddist hugmyndin
upphaflega að þvi að stofna hljóm-
sveit af þessu tagi. Þar að auki fær
hljómsveitin styrki frá Rikskonsert-
er í Svíþjóð, Norræna fjárfestingar-
bankanum, Norrænu félögunum,
ýmsum tónlistarráðum og öðrum fé-
lagasamtökum.
„Hljómsveitarmeðlimir eru nú
108 frá öllum Norðurlöndum, 15 til
25 ára,“ segir Martin, „og verða
betri og betri með hverju árinu.
Þetta unga fólk kemur frá bestu tón-
listarskólum Norðurlanda og er úr-
valsnemendur sinna skóla. Þau
koma saman á sumrin og æfa í tíu
daga í Ingesund tónlistarskólanum í
Arvika sem er skammt frá Karlstad
í Svíþjóð. Síðan fara þau í tónleika-
ferð um Norðurlönd - en hingað til
hafa þau aldrei komist til íslands."
Þó hafa alltaf verið margir hljóð-
færaleikarar frá íslandi í Orkester
Norden, fleiri en eðlilegt væri hlut-
fallslega, og alltaf kemst hátt hlut-
fall að af þeim sem sækja um. Um-
sækjendur senda upptöku af leik
sínum á bandi með umsókninni,
upptökurnar eru merktar með núm-
eri og þeir sem velja úr þeim vita
ekkert á hvem þeir eru að hlusta,
hvort það er stúlka eða drengur og
frá hvaða landi. Jafnrétti er algert
og enginn kvóti. Flestir voru íslend-
ingarnir 18 árið 1995; í ár verða níu
íslensk ungmenni í hljómsveitinni.
Þrír eru að fara aftur, sex í fyrsta
skipti. Fimm íslendingar eru á vara-
mannabekk. Einnig era islendingar
meðal kennaranna á æfingatíman-
um i Arvika.
„Það hefur vakið athygli hvaö ís-
lensku umsækjendumir eru góðir
og hve margir þeirra komast að.
Þetta hefur verið góð auglýsing fyr-
ir tónlistarnám á íslandi og til er að
krakkar hafi komið hingað til náms
eftir að hafa leikið með hljómsveit-
inni,“ segir Katrín. „Til dæmis er
finnsk stúlka að taka einleikarapróf
á flautu frá Tónlistarskólanum i
Reykjavík núna í vor.“
Hljómsveitarstjórinn Paavo Jarvi
hefur einu sinni komið hingað og
stjómað Sinfóníuhljómsveit islands.
Það var árið 1993. Þegar hann var
beðinn að koma aftur sagðist hann
skyldu gera það ef Vorblótið eftir
Igor Stravinsky yrði sett á efnis-
skrána. Það gekk ekki upp og Paavo
hefur ekki komið hingað aftur. En
nú eru allar líkur á að hann komi
hingað í sumar með Orkester Nor-
den - sem leikur þá Vorblót Stravin-
skys undir hans stjóm.
Það eru allar líkur á því
að þú finnir kæliskáp hjá okkur við þitt hæfi
Kœliskónar
/ ótrúlegu úructli ú tjoöu verði!
Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Lítrar Frystirými Lítrar Frystir Staðsetning Staögreitt
85x50x60 AEG SANTO 1502TK 136 L 8 L Innbyggður 27.900,-
85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 32.945,-
85x51x56 INDESIT RG 1145 114L 14 L Innbyggður 29.900,-
85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 29.900,-
85x55x60 General Frost SCR160 147 L 29.900,-
85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 45.464,-
85x60x60 General Frost C 175 158 L 17 L Innbyggður 31.900,-
109x60x60 General Frost C225 208 L 28 L Innbyggður 35.900,-
117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 44.995,-
127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,-
127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 63.900,-
127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 63.900,-
130x60x60 General Frost C 275 222 L 28 L Innbyggður 38.900,-
139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 49.900,-
140x50x60 INDESIT RG 2240 181 L 40 L Uppi 48.995,-
144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 65,849,-
147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 46.900,-
149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 68.990,-
150x55x60 General Frost SCD 260 186 L 59 L Uppi 44.900,-
150x55x60 INDESIT CG 1275 175 L 56 L Niðri 61.950,-
152x55x60 INDESIT RG 2255 183 L 63 L Uppi 52.900,-
155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 69.989,-
162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,-
164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 56.900,-
165x55x60 General Frost SCD 290 225 L 62 L Uppi 47.900,-
165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 69.990,-
170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 59.900,-
170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 79.487,-
177x60x60 AEG SANTO 3633 KG 238 L 90 L Niðri 104.900,-
185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 78.540,-
185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 92.929,-
186x60x60 General Frost SCB340 207 L 88 L Niðri 68.900,-
195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,-
AEG
u
m
#índesít BBeneral frost
o ö s m e n n
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 ■ Sími 533 2800
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búöardal.
Vestfirölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirðl. Rafverk, Bolungarvfk.Straumur.ísafirði.Norðurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga,
Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufirði Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urð, Raufarhöfn. Austurland:
Sveinn Guðmundsson, Egilsstððum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell,
Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubœjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Alvöru
ITLRtnRl
á fjölda notaðra bíla
Vegna gífurlegrar sölu á nýjum bílum hjá
Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við
fjölda notaðra bíla og jeppa með alvöru afslætti.
Þú kemur og semur
50 íyrstu kaupendurnir fá Sælulykil
á eitthvert Lykilhótelanna.
Innifalið er ein nótt, þríréttaður kvöldverður og morgunverður.
JÍLAHÚSIÐ
(í húsi ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík
Símar; 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605