Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Síða 20
20 qfenmng
wjc"ii
Barbara teiknar eina mynd viö hvern sálm.
Pessi er viö hinn þriöja, Um herrans Kristí
dauöastríö í grasgaröinum.
un sem hefði fremur
mátt búast við áratug
seinna, en Barbara var á
undan sinni samtíð eins
og títt er um góða lista-
menn.
Ég segi af meira en 30
ára reynslu af þessari
bók að myndirnar getur
maður skoðað endalaust,
þær tæmast aldrei af
merkingu, halda áfram
og áfram að gefa skoð-
andanum upplýsingar,
reynslu og fagurfræði-
legan unað. Eins og
sálmamir.
Þessi útgáfa á Passíu-
sálmunum í máli og
myndum hefur verið
prentuð hvaö eftir annað
síðan 1960. í nýju útgáf-
unni er texti sálmanna
búinn til prentunar að
Gott dæmi um táknræna útfærslu Barböru. Þessi mynd á viö 15. sálm,
Um ráöstefnu prestanna yfir Kristó.
I / •
manninn
Ein af
perlunum
í sögu ís-
lenskrar
bókaút-
gáfu er
komin
út í
nýrri út-
gáfu en með sama
glæsilega útliti og áður. Þetta eru
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar með óvið-
jafnanlegum teikningum Barböru Ámason sem
fyrst komu út saman hjá Menningarsjóði 1960.
Barbara Árnason (1911-1975) var fædd í
Englandi en það varð hamingja íslands að hún
fluttist ung hingað til lands með eiginmanni
sínum, Magnúsi Ámasyni myndlistarmanni.
Hún myndskreytti á gifturikum ferli íjölda
bóka, gerði veggskreytingar og altaristöflur,
málverk og teikningar sem allt ber einstöku
handbragði hennar og næmu auga fagurt vitni.
Óhætt er þó að segja að ekkert hafi hún gefið
sinni fósturþjóð sem jafnast á við myndirnar
sem hún teiknaði við Passiusálmana. „Það er
fyrsta passía í myndum, sem vér höfum eign-
ast,“ segir herra Sigurbjörn Einarsson í formála
útgáfunnar, „en hitt er þó meira, að hún er gerð
af frábærri list. Myndir frú Barböru munu jafn-
an taldar meðal merkustu tíðinda á ferli Passíu-
sáimanna."
Með myndum sinum býr Barbara sálmunum
umgjörð viö hæfi en þó óvænta og ögrandi. Fyr-
ir íslendinga sem þekktu sígild málverk af per-
sónum og atvikum biblíunnar eða alþýðlegar
„biblíumyndir" hljóta myndir Barböru að hafa
verið nýnæmi - að ekki sé sagt áfall. Það sem
hún gerir til dæmis er að flytja persónur sálm-
anna beint inn í samtíð sína. í stað hins skeggj-
aða, skikkjubúna Krists með jörpu lokkana á
herðar niður er hér ungur maður með herra-
klippingu, í ljósri peysu og dökkum buxum, lif-
andi og einn af okkur - eins og hann verður að
sínu leyti líka í sálmum HaUgríms, bróðir okk-
ar og vinur. Þjáning hans er djúp á þessum
myndum, dregin skýrt fram en væmnislaust
með svörtu bleki á hvítan pappír.
Túlkun Barböru er líka myndræn og bein-
skeytt í táknum sinum eins og hjá HaUgrími.
Hún notar krossinn sem uppistöðu i ótal mynd-
ir og stundum afar nýstárlega. Hún lætur Krist
og lærisveinana standa frammi fyrir kirkjunni,
venjulega menn, umkomulausa og vanmáttuga,
gagnvart voldugri stofnun. Þetta er róttæk túlk-
„Son þinn líttu þar, kvinna" - mynd Barböru viö
37. sáim. Kannski þurfti konu til að túlka þjáning-
ar Maríu á þennan einfalda og áhrifaríka hátt.
Hér iðrast Pétur í 12. sálmi.
nýju og annaðist Mörður Árnason það verk og
miðaði við eiginhandarrit HaUgríms. Þetta telst
84. útgáfa sálmanna frá því að þeir komu fyrst
út á Hólum árið 1666. Mál og menning gefur
bókina nú út og hægt er að fá hana bæði í
svörtu og hvítu bandi.
Minna má á að fram að páskum les SvanhUd-
ur Óskarsdóttir Passíusálmana á rás 1 á eUefta
tímanum á kvöldin. Það er gott að hlusta á
hana, röddin björt og tónninn einlægur og hún
fer afar vel með efnið.
Ný ítölsk endurreisn
Á Ítalíu hefur verið gert átak í menningar-
málum undanfarin tvö ár. Menntamálaráðherra
stjórnar miöju- og vinstrimanna sem þar hefur
verið við völd síðan kosið var 1996, Walter Vel-
troni, er stoltur af árangrinum, að sögn Politi-
ken:
Söfn hafa verið opnuð aftur eftir að hafa ver-
ið lokuð árum saman vegna viðgerða sem dróg-
ust endalaust á langinn. í fyrrasumar höfðu
mörg söfn opið fram eftir á kvöldin - það var
nýjung sem mæltist vel fyrir. Mörg söfn hafa
komið sér upp minjagripaverslunum og kaffi-
stofum sem bæta fjárhaginn. Safngestum hefur
Qölgað geysiiega eða um helming og þar yfír hjá
stærstu söfnunum.
Kvikmyndir höfðu ekki verið vel sóttar á
Ítalíu um árabil en einnig það breyttist hratt;
á einu ári voru 500 nýir kvikmyndasalir tekn-
ir í notkun í landinu. Menntamálaráðherrann
er sjálfur kvikmyndaáhugamaður og lét lækka
miðaverð á öllum síðdegissýningum og líka á
miðvikudagskvöldum. Einkum hefur aðsókn-
in aukist að nýjum ítölskum og öðrum evr-
ópskum kvikmyndum. Til dæmis fékk ný
ítölsk gamanmynd fjórum sinnum betri að-
sókn en nýja James Bond-myndin.
Walter Veltroni vill kalla þetta menningar-
lega endurreisn, almenna vakningu, og nefnir
til sannindamerkis að smekkur sjónvarpsnot-
enda hafi líka breyst. Fyrir örfáum árum var
eiginlega eingöngu sýnt amerískt afþreyingar-
Myndin sýnir vel varöveitt veggmáiverk úr
heimahúsi í Pompei. Borgin grófst undir ösku-
lagi úr Vesúvíusi áriö 79 en hefur veriö grafin
upp aö hluta.
efni og suðuramerískar sápur í ítölsku sjón-
varpi en núna er búið til heilmikið ítalskt
leikið efni sem hefur orðið vinsælt. Og áhug-
inn hefur líka aukist á heimildarmyndum.
En áratugavanræksla verður ekki bætt upp
á tveimur árum. Margar fomminjar eru illa
famar og ekkert hefur verið gert i forn-
leifagreftinum í Pompei í mörg ár. Aðeins
0,67% af ríkisútgjöldum fara til menningar-
mála og það er ekki mikið í landi sem á eins
volduga fjársjóði í byggingum og öðmm minj-
um frá síðustu árþúsundum og Ítalía. Það sem
hefur hjálpað upp á er lottópeningar en á ítal-
íu eins og víðar rennur drjúgur hluti þeirra til
ákveðinna menningarmála, til dæmis viðhalds
menningarverðmæta. Mættu íslendingar taka
sér þetta til fyrirmyndar. Einnig hefur stjóm-
in tekið upp samvinnu við einkaaðila og boð-
ið skattaafslátt í staðinn. Til dæmis gerði hún
samning við samtök atvinnurekenda í landinu
um að laða einkafjármuni í fomleifauppgröft-
inn í Pompei.
Fortíðin virðist vera í góðum höndum hjá
nýju stjóminni en ítölskum listamönnum þyk-
ir lítið gefið fyrir nútímalist. Menntamálaráð-
herrann er á öðm máli. „Við eigum fræga
hljómsveitarstjóra, kvikmyndaleikstjóra, leik-
húsmenn og myndlistarmenn. Það er enginn
skortur á hæfileikum, málið er bara að þeir
em ekki metnir að verðleikum.“
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 IjV
PS...
Auk þess legg ég til...
Sjálfsagt má flokka það undir síf-
ur en ég er hjartanlega sammála
Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Degi og
Jóni Kalman Stefánssyni í Morgun-
blaðinu um vítur á úthlutun-
arnefnd starfslauna rithöfunda
vegna niðurskurðar á launum til
Gyrðis Elíassonar. Starf þeirra þre-
menninga er erfitt og vanþakklátt,
það er vitað; umsóknir þrisvar
sinnum fleiri en fengið geta og
erfitt valið milli manna oft á tíðum.
En það er jafnmikið hneyksli að
skera launaðan starfstíma Gyrðis
við tölvuna niður um helming og
þegar Jónas frá Hriflu skar Halldór
Kiljan og Jóhannes úr Kötlum og
fleiri niður
við trog á
timum
pólitísks of-
stækis.
Jónas hafði
þó þá af-
sökun að
honum
fannst þeir
félagar
vera að
vinna ís-
lensku
þjóöfélagi
mein; ekki
getur það átt við í tilviki Gyrðis.
Rödd Gyrðis kom á óvart strax í
fyrstu ljóðum, og áhugamenn um
skáldskap spurðu hissa: Hvaðan
kemur þessi drengur sem hefur
slíkt vald á íslensku? Er hægt að ná
þessu valdi á tungunni í hraðfleygu
margmiðlunarsamfélagi samtím-
ans eða kemur drengurinn úr ein-
hverri annarri vídd fyrir atbeina
yfimáttúrulegra afla? Textum hans
fjölgaöi. Ljóðin sýndu samtímann í
nístandi birtu en opnuðu líka sýn
inn í margræðan, oft óhugnanlegan
innri veruleika; skáldsagan Gang-
andi íkorni kallaðist áreynslulaust
á við íslenskar barnabókmenntir
allrar aldarinnar á undan sér en
undirtextinn gaf til kynna aðra
hlið á bernskunni en þar sjást;
smásögurnar birtu veruleika sem
bæði var og var ekki og náðu um
allar aldir íslandsbyggðar án þess
að þykjast nokkum tíma fara út
fyrir þorpið. Eitt lag í flóknum text-
um hans er ævinlega fyndnin -
Gyrðir er vanmetinn sem
húmoristi.
Gyrðir Elíasson er fágætlega
vandvirkur og djúphugull höfund-
ur. „Sú hugsun verður áleitnari
með hverri bók Gyrðis að verk
hans séu öll einn samfefldur vefur,
þar sem ýmsar tengingar, bæöi
augljósar og duldar, liggja mflli
einstakra texta," segir Jón Yngvi
Jóhannsson í umsögn um síðustu
bók Gyrðis í DV. „Þetta smásagna-
safn er þannig eins konar völund-
artexti og þaðan getur lesandinn
ratað eftir rangölum í óvæntar átt-
ir.“
Úthlutunamefndin - með sömu
aðilum - ákvað í fyrra að ástæöu-
laust væri að Gyrðir fengi vinnu-
frið til skáldskapar nema í hálft ár.
Það mátti líta á það sem óhapp;
nefndinni heföi orðið fótaskortur í
öUu stressinu. Ákvörðun hennar í
ár er ekki óhapp, heldur skemmd-
arverk á íslenskum bókmenntum.
Hver er hún?
í beinu framhaldi af ofannefndu
birtist hér (án leyfis höfundar) jóla-
gáta Böðvars Guðmundssonar sem
lesendur PS geta glímt við með
morgunkaffinu:
Hundarnir láía hana lafa,
lœrðir um hana skrafa,
að hún sé hartnœr að deyja
hafa þeir löngum spáó um,
og skarnió af henni skafa,
samt bögglast hún enn í báóum;
og bœndur i henni heyja
og skálkar binda hana í skónum
og skáldin um hana segja
aö hún sé ástkœr og ylhýr.
Án hennar mundum við þegja.