Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Qupperneq 22
22
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
Fréttir
DV
5 kíló af hassi
- í thiKimKammi. Sítwr i sbrnmtu t.mci lM í Nkt>. fUfcviAt
.Uþlít ísjfiíU'ii!
| - /4?*1 ’iÉí
kiiL'JJJJJJ
81«. 2
I^MavanMr-
•vefnl *u*
hv*rfl*i«*
. *£*£
'O/
ÍVft U!í?í,sf ^>1'Uíí ivmttf ^»1:
flu
9r
^^haskif.
*‘ming
y® 0ifrei6 éh !
UÍS b fiugvéi 1
Mafn ni^urve^
»an* ttatt irt
• j; ....
■ í • : m i
Léttist um 48 kíló
Sagt upp eftir slys
U’t mta« U><wbiun ómwuwrWnle* viiuiulnrWl «•«» v.|<muiíVirtim, Ch- ’u '
..... ................~....."
Ihuga að kaupa
brauðverksmiðju
Starfsmenn a launum
en engin starfsemi
-,
K
W‘
Hinu ilk
Fréttaskot DV, sími 550-55-55:
í hverri viku greiðir DV tugi
þúsunda fyrir fréttaskot
sjö þúsund krónur greiddar fyrir besta fréttaskot vikunnar
Lesendur DV hafa verið mjög ötul-
ir við að senda ábendingar um frétt-
ir til blaðsins frá því að Fréttaskotið,
sími 550-55-55, hóf göngu sína 29.
mars 1984. Rúmlega 18.250 fréttaskot
hafa veriö skráð á þessum tíma sem
þýðir að þau hafa farið í vinnslu á
ritstjórn blaðsins. Fjöldi þessara
ábendinga hefur síðan birst sem
fréttir á síðum DV.
Nokkuð hefur borið á þeim mis-
skilningi þeirra sem senda fréttaskot
til blaðsins að þau séu tekin hrá og
sett í blaðið. Málið er flóknara en
svo. Þegar fréttaskot berst er það
skráð og fer síðan til fréttastjóra.
Hann úthlutar því til blaðamanns
sem gengur úr skugga um sannleiks-
gildi þess og fær upplýsingar um all-
ar hliðar málsins. Þá fyrst er fréttin
tilbúin til birtingar í DV.
Rétt er að taka fram að ekki er tek-
ið við fréttatilkynningum, smáaug-
lýsingum eða lesendabréfum í síma
Fréttaskotsins. Heldur ekki kvörtun-
um um að blaðið hafi ekki borist til
áskrifenda og hringjendur eru beðn-
ir að hafa ekki útvarp eða sjónvarp
hátt stillt þegar hringt er.
Eins og sjá má hafa margvíslegar
fréttir borist DV í gegnum símann
sem aldrei sefur, 550-55-55, á síðustu
vikum. Má þar nefna frétt um að sjó-
manni var sagt upp eftir slys og fékk
uppsagnarbréf útgerðar tveimur dög-
um fyrir jól; að húsmóðir á Höfn létt-
ist um 48 kíló á 15 mánuðum; starfs-
menn væru á launum í nýjum leik-
skóla í Hafnarfírði en engin starf-
semi þar vegna þess að keypt voru
ódýrari húsgögn en skólastjóri hafði
valið; um fjórtán ára flugnema sem
notar fermingarpeningana í námið
og frétt var um að Kópavogsbúar
hirtu stóru vinningana, bæði i happ-
drætti HÍ og SÍBS.
Frétt var um að Jóhannes Snorra-
son, fyrrum flugstjóri, hefði farið
með tveimur sonum sínum í áætl-
unarferð til Hamborgar. Sat hann í
flugstjómarklefanum þar sem synir
hans stjórnuðu flugvélinni og flugu
saman sem slíkir í fyrsta sinn; for-
ráðamenn Bónusar og Hagkaups
fóru saman til Danmerkur til að líta
á brauðverksmiðjur með það í huga
að kaupa eina slika til að rjúfa ein-
okun á brauðmarkaði í Reykjavík
og víðar; um frjósama hjúkrunar-
fræðinema á 3ja ári í hjúkrunar-
skólanum. Stúlkurnar eignuðust
sextán börn á einu ári og frétt var
um íslenskan exemáburð sem vekur
mikla athygli erlendis og vinnur á
hinu illræmda hestaexsemi.
Frétt var um að húsaleigan í fé-
lagslegum leiguíbúðum í Reykjavík
hækkaði um helming; íslending sem
handtekinn var vegna eiturlyfja-
smygls við landamæri Frakklands
og Spánar. Var hann með 5 kíló af
hassi í bakpokanum á leið til Ítalíu;
Akrahreppur vill tryggja fólksfjölg-
un 1 hreppnum og borgar fyrir bam-
eignir. 100 þúsund krónur fyrir
hvern nýbura í hreppnum; um nýj-
ar reglur um atvinnuleysisskrán-
ingu, verið að pína fólk til sveitar;
um íslenskan skipstjóra sem fór til
Argentínu til aö kenna heimamönn-
um handtökin á fiskibátum. Það
gekk mjög vel fyrir sig og skipstjór-
inn hitti forseta landsins og talaði
við hann á reiprennandi spænsku.
Frétt var um að hjólastól stúlku,
sem hefur verið spastísk frá fæð-
ingu, hefði verið stolið en fannst
fljótt eftir að fréttin birtist i DV. Sú
frétt var raunar valin fréttaskot vik-
unnar sem þýðir að sendandi varð
7000 krónum ríkari.
Það er rétt að rifja aðeins upp
leikreglur. Hafi einhver ábendingu
um frétt, sem hann óskar eftir að
koma á framfæri við DV, hringir
hann í síma Fréttaskotsins, 550-55-
55. Þar er tekið við fréttum allan
sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hringjandi gefur strax - i byijun
fréttaskotsins - upp nafn, heimilis-
fang, póstnúmer og síma, óski hann
eftir að fá greiðslu fyrir fréttaskotið.
Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist í
blaðinu, eru greiddar 3000 krónur.
Ef margir hafa hringt í síma frétta-
skotsins vegna sama efnis fær sá
greiðslu sem á fyrstu hringinguna.
Fyrir besta fréttaskotiö í viku
hverri eru greiddar 7000 krónur. DV
greiðir í hverri viku tugi þúsunda
króna fyrir fréttaskot.
DV heitir þeim sem senda inn
ábendingar um fréttir fullum trún-
aði og fullrar nafnleyndar er gætt.