Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Side 25
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 Fréttir 33 Fiskiðjan Skagfirðingur hf. í Grundarfirði: Aukin rækjuvinnsla DV, Vesturlandi: Útibú Fiskiðjunnar Skagfirðings í Grundarfirði mun á þessu rekst- arári auka vinnslu á rækju úr 1800 tonnum í 2700 tonn, að sögn Árna Halldórssonar, rekstrarstjóra úti- búsins. Auk þess eru um 1100 tonn af hörpudiski unnin í útibúinu. Fiskiðjan kom í heild út með 12 milljónir króna í hagnað fyrir al- manaksárið. Verið er að breyta áramótunum þannig að þau fylgi kvótaárinu. Gerðir voru upp átta mánuðir og svo fjórir sér. Úr heildinni kom Fiskiðjan Skaga- firðingur með 12 milljónir í hagn- aö. Nú starfa á bilinu 30-40 manns hjá Skagfirðingi í Grundarfirði. Skapti SK er eini isfisktogarinn sem landar í Grundarfirði. Síðan hefur verið keypt rækja á mörkuð- um og segir Árni að verðið sé of hátt. Haukaberg og Farsæll landa hörpudiskinum. Síðan hafa komið 150 tonn úr Hvalfirðinum sem Stapafell á Akranesi hefur veitt fyrir Skagfirðing. Þvi verið ekið frá Akranesi og í Grundarfjörð. -DVÓ Bekkurinn hélt á miðvikudaginn lestraruppskeruhátíð en eins og sést þá eru þau á kafi í bókum. DV-mynd S Lestrarhestar í Laugarnesskóla Það er aldeilis kraftur í 10 ára lestrarhestum í Laugarnesskóla. Krakkarnir eru á stuttum tíma búnir að lesa 1100 bækur og það ekki neinar smábarnabækur. Það voru þrjár stelpur sem voru búnar að vera duglegastar. Guðrún Birna var búin að lesa 179 bækur og sagðist vera orðin svolítið þreytt. Hulda Rún Jóns- dóttir var búin að lesa 128 bækur og Birta Brynjarsdóttir 124. Kennari þessa duglega bekkjar er Hugrún Haraldsdóttir. -sm Sorp flokk- að á Vest- urlandi DV Borgarnesi Mörg sveitarfélög eru farin að flokka sorp og hafa staðið mynd- arlega að því svo sem Akranes- kaupstaður. Bæjarráð Borgar- byggðar ætlar ekki að verða eft- irbátar. Á síöasta fundi bæjar- ráðs var samþykkt að leita eftir samningum við Línuhönnun h/f um ráðgjöf og áætlanagerð fyrir flokkun og frágang sorps í Borg- arbyggð. Samningurinn taki til kynningarátaks og fram- kvæmdaáætlunar vegna sorp- hirðu, förgunar og jarðgerðar úr lífrænum úrgangi og hafi m.a að markmiði að draga sem mest úr sorpmagni sem þarf að urða og hugsanlegri mengun á urðunar- stað. „Það eru viðræður í gangi hjá okkur og við munum standa sam- eiginlega að þessu Borgarbyggð, Dalabyggð, Stykkishólmur, Grundafjöröur og Snæfellsbær. Þetta er sameiginlegt verkefhi sem Línuhönnun er að að byrja á fyrir okkur. Sorpmálin er mikil- væg og ég lit á það sem mikið framfaramál fyrir Vesturland þegar að sorpið verður flokkað og dregið úr því aö lífrænn úrgang- ur fari á urðunarstaðinn," sagöi Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Borgarbyggð. -DVÓ VINNUSKOLI REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir starfsmönnum í eftirtaldar stöður sumarið 1998: 1. Leiðbeinendur til að vinna með og stjórna vinnuflokkum unglinga. 2. Leiðbeinendur til að starfa með hópi fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðning í starfi. 3. Starfsmenn til að undirbúa og stjórna fræðslu- og tómstundastarfi Vinnuskólans. 4. Yfirleiðbeinendur sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum og vinnusvæðum. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára á árinu eða eldri og er æskileg uppeldis- eða verkmenntun og/eða reynsla af störfum með unglingum. Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. Ráðning leiðbeinenda er frá 1. júní og stendur í 8 -10 vikur. Vinnuskólinn býður sumarstörf unglingum sem verið hafa í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík (verða 14,15 eða 16 ára á árinu). Helstu verkefni eru: • Snyrting og viðhald á skólalóðum og íþróttasvæðum í borginni. • Garðaumhirða fyrir ellilífeyrisþega. • Gróðursetning og stígagerð á svæðum utan borgarmarkanna, s.s. Heiðmörk, Hólmsheiði og Nesjavöllum. • Létt viðhald á stofnanalóðum í borginni í samvinnu við garðyrkju- og gatnadeild borgarverkfræðings. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 27. mars. n.k. IEngjateigur 11 »105 Reykjavík Sími 588 2590 • Fax 588 2597 Netfang: vinnuskoli@rvk.is MMC Colt GLXi '92, ekinn 40 þús. km, hvítur, 5 g. Verð 740.000. , Kia Sportage '96, ekiun 37 þús. km, ssk., blár. Verð 1.770.000. VW Vento 1800 '93, ekinn 74 þús. km, ssk., vínrauður. Verð 1.060.000. Nissan Vanette '96, dísil, 8 manna, grænn, ekinn 28 þús. km. Verð 1.640.000. Hyundai Pony GLSi 1500 '94, ssk., grænn, ekinn 48 þús. km. Verð 650.000. Toyota Corolla St. 1600 '91, hvítur, ekinn 100 þús. km. Verð 670.000. Volvo 740 GL2000 '89, st. ekinn 133 þús. km, ssk., Verð 950.000. Boigartúni 26. ámai 561 7510 & 561 7511 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.