Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 26
34 MANUDAGUR 9. MARS 1998 T.S. Eliot Hið fræga breska ljóð- skáld, T.S. Eliot, er með heimasíðu eins og margir aðrir mætir menn. Slóðin er http://virtu- al.p- ark.uga.edu/~232/eloit.taken. html Lágmarkslaun Hvernig hafa lágmarkslaunin þróast í heiminum síðan 1938? Svarið við því fæst á http://www.gettysburg.edu/ -S352079/wage.html Swasíland Swasíland er land sem menn þekkja ekki svo vel en þar er meira líf en margan grunar. Hægt er að kynnast því nánar á http: //www.sas.upenn.edu/Afric- an- Stu- dies/Country-Specific/ Swazi- land.html Saga tölvunnar Tölvumar eiga sér langa og merkilega sögu. Hægt er að kynnast henni aðeins á http://yoyo. cc.monash.edu.au/~mist/Fol- klore Foreldrasíða Heimasíða þar sem foreldrar geta kynnst öðrum foreldum og rætt við þá um barnauppeldi er á http://www.geocities.com/He artland/9530 Afmælisdagar íþróttamanna Þeir sem vilja vita hvaða íþróttamenn eiga afmæli í dag eða einhverja aðra daga geta fræðst Um það á http://oeonl- ine.com/~edog/sport.html Vínsmökkun Þeir sem vilja fræðast um hvaða vín sé best eða jafnvel leggja eitthvað til málanna á þeim vettvangi geta skoðað http: //www .agt. net /public/w- ine/vert- bk.html Tölvuþrjótar gera mörgum lífið leitt: Fyrirtæki oft illa varin Tölvuglæpir eru orðnir lygilega al- gengir, hvort sem litið er til íslands eða útlanda. í stuttri frétt hér á síð- unni er t.d. sagt frá unglingspiltum sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í tölvukerfi bandaríska varnar- málaráðuneytisins. Þó þeir hafi ekki valdið tjóni þarf engan sérfræðing til að átta sig á að þeir hefðu getað eyði- lagt mikið af gríðarlega verðmætum upplýsingum. Hér verður aðeins reynt að tína til hverjir það eru sem stunda slík inn- brot og hvemig þeir fara að því. Tek- ið skal þó fram að óvarlegt er að al- hæfa út frá því sem sagt verður hér á eftir því líklegt verður að teljast að fleiri hópar stundi þetta en þeir sem nefndir verða hér á eftir. Unglingar að leika sér Algengast er að unglingar sem hafa mikinn töluváhuga og tölvuþekkingu brjótist inn í tölvukerfi. Þetta eru yf- irleitt strákar sem em mjög lengi í tölvunni og hafa lært af því að prófa sig áfram og fikta fremur en að sækja einhver námskeið. Það má því draga þá ályktun að margir þessara ung- linga séu í raun tölvufræðingar fram- tíðarinnar. Það er mjög misjafnt hvernig menn fara að því að brjótast inn í kerfin. Einfaldasta aðferðin er hreinlega að giska á leyniorðið. Ef það er eitthvað sem er mjög augljóst, t.d. nafn fyrir- Orfiréttlr Auglýsingavöm Fyrirtækið Cybersitter hefur sent frá sér nýtt forrit sem heldur öllum netauglýsingum frá manni þegar maður er aö flakka um vefinn. Margir eru mjög pirraðir á einhverjum aukagluggum sem eiga til að birtast á sumum síöum og eru ekki annaö en auglýsing frá styrktaraöilum. Slíkir borðar eru einnig oft efst á stðum. í staðinn fyrir slíka borða kemurtómt box með tákn sem er eins og brotin mynd. Talsmenn fyrirtækisins segja þennan búnað auka frelsi netnotenda. Þetta fyrirtæki hefur áöur gert skynjunarhugbúnað sem kemur í veg fyrir að börn skoði efni sem er ekki við þeirra hæfi. Táningar grunaðir í síðustu viku sögðum viö frá því að tölvuþijótar hefðu brotist inn t tölvukerfi bandartska varnarmálaráðuneytisins. Nú eru tveir táningar í Kaliforntu grunaöir um að hafa staðið að innbrotinu. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimilum þeirra en vill ekkert láta uppi um hvað hún fann. Heimildir dagblaöa í Bandaríkjunum herma þó að einn lögreglumaður hafi komiö að öörum drengum þar sem hann var aö reyna að brjótast aftur inn t kerfið. Þess má geta að þrjótarnir komust ekki t nein trúnaöarskjöl hjá ráöuneytinu. HP í samstarf við IBM Fyrir nokkru samþykktu bandarísk stjórnvöld nettækni Hewlett Packard til aö brengla skilaboö á Netinu. Þar er einkum átt við hugbúnaðinn VerSecure sem brenglar skilaboö á mjög öruggan hátt. Fyrirtækiö hefur nú tilkynnt að það ætli t samstarf við IBM um að breiöa frekar út verslun um Netiö. Þetta leyfi sem Bandaríkjastjórn gaf verður til þess aö Bretland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk og Ástralía fá aðgang að þessum brenglunarkóða HP. Ætlunin er að VerSecure og sams konar forrit frá IBM, sem kallast KeyWorks, veröi innifalin í búnaði beggja fyrirtækja. Tóbaksgögn á Netið Nokkrir stórir tóbaksframleiðendur settu nýlega á Netið gögn um iðnaðinn sem áöur voru trúnaðarmál. Þessi gögn væru nokkur hundruð þúsund blaðsíöur ef þau væru prentuö út. Þetta er gert aö kröfu saksóknara og annarra sem standa að lögsóknum á hendur tóbaksframleiðendum. Ekki hafa þó öll gögn veriö gerð opinber sem saksóknari hefur krafist. Hluti • þessara skjala verður aftur á móti notaður sem sönnunargögn í málinu gegn framleiðendunum. Apple lækkar G3 Apple hefur lækkað verðiö á nýju Power Macintosh G3 tölvum um allt að 17%. Búist hefur verið viö þessu útspili Apple í nokkurn tíma og nú er það loksins komið. Þessartölvurvoru fyrst kynntar í nóvember og hefur verið vel tekið af Macintosh-notendum. Hin mikla sala á þeim hefur hjálpað Apple við aö rétta úr kútnum eftir mörg mögur ár. Apple tilkynnti einnig að væntanlegur væri nýr samskiptapakki fyrir G3, 233 mhz Mini Tower tölvurnar. Asamt hefðbundnum samskiptabúnaði er í honum innbyggt 56K mótald. rrr>a Brotist var inn á heimasíðu Sjónvarpsmarkaðarins í desember. Þetta eru al- gengustu verk tölvuþrjóta. Ekkert eyðilagt, aðeins skilin eftir verksummerki. DV-mynd Pjetur tækis eða kennitala, nafn forstjóra eða eitthvað slíkt. Einnig er til í dæm- inu að notuð séu sérstök forrit til að komast að leyniorðunum. Slíkt er þó flóknara í framkvæmd. Sumir halda kannski að eini til- gangurinn með þessum innbrotum séu skemmdarverk. Samkvæmt upp- lýsingum DV er þetta ekki alls kostar rétt. Oft eru engin alvarleg skemmd- arverk unnin. Þrjótamir skilja aðeins eftir sig ummerki svo að einhver viti af vist þeirra inni á kerfinu. Dæmi um slíkt er þegar brotist var inn á heimasíðu Sjónvarpsmarkaðarins í desember síðastliðnum. Þá hafði verið bætt inn á síðuna: „Sjónvarpsmarkað- urinn: verslunarmáti hálfvitanna." Annað dæmi er heimasíða Péturs Kr. Hafsteins sem var uppi meðan hann var í forsetaframboði. Einn morguninn uppgötvaðist það að ein- hver hafði farið inn á heimasíðuna og tekið myndina af Pétri í gegn. Búið var að teikna á hann yfirskegg. En hvað er til ráða tfi að verjast þrjótunum? Það er í raun aðeins eitt verulega gott ráð sem hægt er að nota annað en að reyna að gera kerfið tæknUega öruggara með einhveijum ráðum. Besta ráðið er að hafa nógu flókin leyniorð á kerfunum. Langbest væri að hafa einhverja stafarunu sem ekki er nokkur vitglóra í. Þá er vita vonlaust að reyna að finna út hvert leyniorðið er. Slíkt gerir tölvuþrjótum alltaf erfitt fyrir. -HI Þrautin þyngri á vef Nýherja í dag hleypir Nýherji af stokkunum bráðskemmtilegum leik á heimasíðu sinni fyrir lengra komna tölvuáhugamenn sem nefndur hefur verið „Þrautin þyngri". Spurningarnar sem lagðar verða fyrir verða öUu þyngri en í leiknum „Leikandi létt“ sem Nýherji kynnti fyrir stuttu á vef sínum. Sá leikur hefur að sögn Nýherjamanna fengið frábærar móttökur. Þrautin þyngri er leikur sem stöðugt er í gangi og innifelur eina nýja spurn- ingu á dag. Spurningar hverrar viku safnast upp dag frá degi og er hægt að svara aUa daga vikunnar. Á sunnudagskvöldi kl. 11.30 er lokað fyrir svarað- gang. Á þeim tíma er öUum sem svarað hafa lll*91llin spurningum vikunnar sendur tölvu- ÉllEftftll póstur sem tilkynnir árangur, þ.e. hve margar spumingar voru réttar og hve margar rangar. í upphafi þarf hver þátttakandi að skrá niður upplýsingar í gagnagrunn með nafni og lykUorð. Við endurkomu á vefurinn að þekkja notandann og hafa á skrá aUt sem hann hefur áður gert. Þannig geta þátttakendur breytt svörum sínum fyrir yfirstandandi viku. Einnig er mögulegt að skrifa nýtt svar yfir eldra. í lok vikunnar, kl. 11.50 á sunnudagskvöldum, safn- ar agent saman nöfnum þeirra sem svöruðu rétt og sendir listann tU umsjónar- manns leiksins. Annar agent sendir öUum þátttakendum póst sem tilkynnir ár- angur. Þeir sem eru skráðir en taka ekki þátt í ákveðinni viku geta valið um að fá póst um lyktir leiksins þá vikuna. -HI yngn v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.