Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Side 42
50
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
Afmæli
Þorvaldur Ingi Jónsson
Þorvaldur Ingi Jónsson, viö-
skiptafræöingur og framkvæmda-
stjóri Þor ehf., til heimilis að Ein-
holti 2, Kópavogi, varð fertugur á
þriðjudaginn var.
Starfsferill
Þorvaldur fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Hvaleyrarholtinu í Hafn-
arfirði frá þriggja ára aldri. Hann
lauk stúdentsprófi frá VÍ 1978, við-
skiptafræðiprófi frá HÍ 1982, stund-
aði námskeið í uppgjöri á fjármál-
um hins opinbera hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum 1981 og hefur sótt ým-
is námskeið um upplýsingtækni,
fjármál og stjórnun.
Þorvaldur hóf starf í Ríkisbók-
haldi 1978 í hlutastarfi með námi og
starfaði þar til 1982. Hann varð
deildarstjóri og síðar forstöðumað-
ur yfir efnahags-, ráðgjafar- og leið-
beiningadeild ríkisbókhalds til 1991
og hafði þá umsjón og ábyrgð með
hönnun og gerð bókhalds- og áætl-
anakerfis ríkisins, BÁR, sem hefur
verið í notkun frá ársbyrjun 1987.
Jafnframt náminu og c^rfinu í
Ríkisbókhaldi var Þorvaldur
stundakennari í bókfærslu og hag-
fræði við VÍ, kenndi jafnframt á ai-
mennum bókhaldsnámskeiðum hjá
Stjómunarfélagi íslands og hafði
umsjón með kennslu á
námskeiðum hjá Stjóm-
sýslufræðslu ríkisins er
varða bókhald rikisins
og kynningu og kennslu
á BÁR.
Þorvaldur og fyrri eig-
inkona hans, Bergþóra
Árnadóttir, gáfu út
hljómplötur hennar á ár-
unum 1982-86.
Árið 1991 stofnaði Þor-
valdur ásamt eiginkonu
sinni fyrirtækið Þor ehf.
sem aðallega stundar
ráðgjöf fyrir opinberar
stofnanir í bókhaldi og
fjármálum.
Þorvaldur hafði umsjón með gerð
gjaldkerakerfis sem nú er notað hjá
stærri ríkisstofnunum frá 1994 og
umsjón með gerð kerfis fyrir skrán-
ingu og úrvinnslu vegna ökuprófa
hjá Umferðarráði.
Auk almennrar þjónustu hefur
Þorvaldur unnið að kynningu á is-
lenskum hugbúnaði í Ásíu frá 1994.
Þorvaldur sat I Háskólaráði
1980-82, var ritari félags Viðskipta-
fræöinga 1980-81, framkvæmda-
stjóri stjórnsýslufræðslu rikisins og
formaður hennar 1987-91, formaður
Bandalags háskólamenntaðra
stjómarráðsstarfsmanna 1988-91,
Þorvaldur Ingi
Jónsson.
INNKA Uf?ASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuveqi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavlk
Slmi 552 58 0<r- Fax 562 26 16 - Netfang: lsr@rvk.is
UTBOÐ
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjóra, Rafmagnsveitu og
Landssíma íslands er óskað eftir tilboöum í verkið: „Endurnýjun
gangstétta og veitukerfa - 4. áfangi 1998, Melar og Hagar“
Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu, leggja strengi fyrir Landsíma íslands
og annast jarðvinnu fyrir veitustofnanir í Reynimel, Grenimel, Einimel,
Ægisíðu, Kvisthaga, Tómasar-haga, Hjarðarhaga og Fornhaga.
Helstu magntölur:
Skurðlengd: 5.800 m
Lengd hitaveitulagna
í plastkápu alls: 8.700 m
Lengd plaströra fyrir LÍ: 3.600 m
Lengd strengja fyrir LÍ: 27.000 m
Steyptar stéttar: 600 m2
Hellulögn: 600 m2
Þökulögn: 10.00 m2
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: fimmtudaginn 19. mars 1998 kl. 11:00 á sama stað.
hvr 23/8
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskaö eftir tilboðum í
steypuviögeröir og málun utanhúss á Hlíöaskóla.
Helstu magntölur:
Múrviðgerðir á flötum 50 m2
Hraunun flata 990 m2
Málun flata 1.490 m2
Verktími: 2. júní til 15. ágúst 1998.
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn j0.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: miövikudaginn 25. mars 1998 kl. 14:00 á sama stað.
bgd 24/8
F.h. Gatnamálastjorans í Reykjavík er óskað eftir tilboöum í tilboöum í
eftirfarandi verk: „Sævarhöföi, lenging aö Tangarbryggju.“
Helstu magntölur:
Uppúrtekt 400 m3
Sprengingar 265 m3
Fylling 2.725 m3
Púkk 400 m3
Ræktun 1.800 m2
Verkinu skal lokið fyrir 15. júní 1998.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með mánudeginum 9.
mars n.k. gegn 10.000 kr skilatryggingu.
Opnun tilboða: kl 15:00 miðvikudaginn 18. mars 1998 á sama stað.
gat 24/8
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
rjrjÆWÆÆjrjrsjrsjrsÆÆjrjr
oilt mli» hirm„
Smáauglýsingar
FSga
550 5000
stjórnarmaður í Tölvu-
samskiptum 1988-94 og
stjórnarformaður Hótel
Hörpu 1992-97.
Fjölskylda
Þorvaldur kvæntist 14.4.
1990 Dís Kolbeinsdóttur,
f. 5.7. 1957, viðskipta-
fræðingi hjá Þor ehf.
Hún er dóttir Hlífar
Helgadóttur og Kolbeins
Jóhannssonar.
Stjúpdóttir Þorvalds og
dóttir Dísar er Erna Hlíf
Jónsdóttir, f. 15.10. 1980.
Sonur Þorvalds og Dísar er Ingi
Már, f. 14.2. 1990.
Stjúpbörn Þorvalds frá fyrra
hjónabandi, böm Bergþóru, eru
Birgitta Jónsdóttir, f. 17.4. 1967, og
Jón Tryggvi Jónsson, f. 1.4. 1975.
Hálfbróðir Þorvalds, sammæðra,
er Finnur Logi Jóhannsson, f. 22.1.
1956, starfsmaður Véladeildar
Reykj avíkurborgar.
Alsystkini Þorvalds em Helgi
Már, f. 15.9. 1961, d. 28.2. 1994, kenn-
aranemi í Reykjavík; Jóhanna Mar-
ín, f. 11.7. 1965, sjúkraþjálfari í
Reykjavík; Ingibjörg Agnes, f. 14.2.
1975, hárgreiðsludama í Reykjavík.
Foreldrar Þorvalds em Jón Már
Þorvaldsson, f. 9.12.1933, prentari er
starfar nú hjá heimilishjálp Reykja-
víkurborgar, og k.h„ Helga Finns-
dóttir, f. 17.12. 1930, d. 17.8. 1978,
starfrækti Húllsaumastofuna í
Hafnarfirði en þau bjuggu að Sval-
barði 3, Hafharfirði.
Ætt
Jón Már er sonur Þorvalds Áma-
sonar, skattstóra og ullarmats-
manns i Hafnarfirði, og Margrétar
Sigurgeirsdóttur.
Helga var dóttir Finns, b. í Eski-
holti, Sveinssonar, bróður Ásmund-
ar Sveinssonar myndhöggvara.
Finnur var sonur Sveins, b. í Eski-
holti, Finnssonar, og Helgu Ey-
steinsdóttur.
Móðir Helgu var Jóhanna, hálf-
systir Benedikts á Þorbergsstöðum,
afa Áma Björnssonar þjóðhátta-
fræðings, fóður Marðar málfræð-
ings. Benedikt var einnig langafi
skákmannanna Helga Áss og Guð-
nýjar Lilju Grétarsbarna. Jóhanna
var dóttir Kristjáns, oddvita á Þor-
bergsstöðum í Laxárdal í Dölum,
Tómassonar, og Jóhönnu Stefáns-
dóttur frá Reynikeldu, Sveinssonar.
Kaj Erling
Mnller
Kaj Erling Moller lag-
ermaður, Gyðufelli 16,
Reykjavík, er fimmtugur
í dag.
Starfsferill
Kaj fæddist í Svaneke
og ólst upp í Bomholm.
Hann lauk barna- og
gagnfræðaprófi I Svan-
eke og iðnskólaprófi í
Nexo á Bornholm.
Kaj stundaði lagerstörf
hjá 0ve Jul Christiansen í tiu ár og
öðmm þekktum fyrirtækjum í
Kaupmannahöfn. Hann flutti til
Reykjavíkur 1990 og starfar nú hjá
IKEA í Holtagörðum.
Kaj stundaði íþróttir í mörg ár.
Hann varð þrisvar borðtennismeist-
ari Bornholm. Auk þess var hann í
hópi þekktustu og markahæstu
knattspyrnumanna eyjarinnar en
hann lék knattspyrnu með Vanlose
og fleiri knattspymuklúbbum í
Kaupmannahöfn.
Fjölskylda
Kaj Erling Moller.
Kaj kvæntist 9.5. 1992
Maríu Ragnarsdóttur, f.
9.6. 1942, ritara. Hún er
dóttir Ragnars Bjömsson-
ar, húsgagnabólstrara í
Hafnarfirði, og Jónu Hall-
dórsdóttur húsmóður.
Stjúpdóttir Kaj er María
Jóhannsdóttir, f. 26.8.
1966, aðstoðarstúlka tann-
læknis, gift Berki Valdi-
marssyni rafvirkja og eru
böm þeirra íris, f. 10.6.
1989, og Róbert, f. 14.2. 1992.
Systkini Kaj em Else, búsett í
Hvidover í Kaupmannahöfn;
Henný, búsett á 0sterbro í Kaup-
mannahöfn; Inge, býr í Tomp á Jót-
landi; Birget, búsett í Svaneke á
Bornholm; Bent, býr á Svaneke á
Bornholm; Kute, býr á Svaneke á
Bornholm.
Foreldrar Kaj vom Jens Meller, f.
7.6.1912, d. 1.5.1996, og Hedvig Mar-
ía Moller, f. 6.2. 1910, d. 25.12. 1978.
7////////,
staðgreiðslu-
og greiðslukortaafslóttur
og stighœkkandi
birtingarafslóttur
%
%
Smáauglýsingar
550 5000
Tll hamingju
með afmælið
9. mars
85 ára
Jónína Þorgrímsdóttir,
Hrafnistu, Hafnarfiröi.
80 ára
Ásdís Mogensen,
Bogahlíð 11, Reykjavik.
75 ára
Margrét Björnsdóttir,
Bláhömrum 2, Reykjavík.
70 ára
Sigurður Skúlason,
Oddabraut 16, Þorlákshöfn.
50 ára
Auður Gústafsdóttir,
Háaleitisbraut 34, Reykjavík.
Gerður Guðmundsdóttir,
Granaskjóli 86, Reykjavík.
Guðjón Ómar Hauksson,
Borgarvegi 33, Njarðvík.
Gunnar H. Loftsson,
Suðurhólum 26, Reykjavik.
Kristín Bjamadóttir,
Eyktarási 4, Reykjavík.
Margrét Kolbeinsdóttir,
Breiðvangi 6, Hafnarfirði.
Ólafur Rúnar Ámasoon,
Beykihlíð 1, Reykjavik.
Soffía Svava Daníelsdóttir,
Logalandi 36, Reykjavík.
Sveinbjörn O. Sigurðsson,
Eyrarlandsvegi 31, Akureyri.
40 ára
Alda Gunnarsdóttir,
starfsmannahúsi 8 við
Vífilsstaði, Garðabæ.
Bragi Egilsson,
Hrisalundi 4 C, Akureyri.
Edda Kjartansdóttir,
Lambastaðabraut 9,
Seltjarnarnesi.
Elín Reynisdóttir,
Lindarbyggð 12, Mosfellsbæ.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Hofgeröi 5, Vogum.
Guðjón Gíslason,
Hlíðarhjalla 66, Kópavogi.
Hulda Skúladóttir,
HeOuhóli 7, Hellissandi.
Jón Birgir Ármannsson,
Strandaseli 9, Reykjavík.
Jón Haraldur Ólafsson,
Karlsrauðatorgi 12, Dalvík.
Magnús Ingi
Kristmannsson,
Njarðarholti 6, Mosfellsbæ.
Sigríður Högnadóttir,
Vesturbraut 7, Hafnaifirði.
Sigurður Jónsson,
Stuðlabergi 58, Hafnarfirði.
Sigurður Thorarensen,
Bakkahjalla 10, Kópavogi.
TZMiJjrm s
2S52S2 ÆllfraOivefur DV ET
•*«> -v - j
* - r— |
■IT- L
Ættfræðigreinar síðustu 10 ára eru á www.dv.is