Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Síða 44
52 MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 X>V onn Ummæli Jón Múli heiðursmaður „Orð fá ekki lýst þeim fógn- uði hjartans som greip mig og | hækkuöum « blóðþrýstingi þegar ég frétti * að hér ætti að ■ veita mér heið- ursverðlaun. Ég strengi j þess heit að það J skal verða heiðursmaður úr mér.“ Jón Múli Árnason, við af- hendingu íslensku tónlistar- verðiaunanna. Klippt og skorið „Ég er nýtekinn við sem bankaráðsformaður en ef þessi spuming kæmi upp aft- ur, að leigja laxveiðiá af bankastjórn bankans, þá segi ég: Klippt og skorið, alls ekki.“ Helgi S. Guðmundsson, form. bankaráðs Landsbank- ans, í DV. Meiri skítur „Því dýpra sem kafað er ofan í málefni bank- j annna því meiri j skítur virðist koma þar upp.“ Jóhanna Sigurð- ardóttir alþing- ismaður, í Degi. Draumurinn mikli „Draumsýnin um stóran jafnaðarmannaflokk sem kemst til mikilla valda helst meðan ekki er talað um mál- efhi.r I Jón Kristjánsson alþingis- maður, í DV. Sitt sýnist hverjum „Það er bæði ósvífið og ófor- skammað að ætla að taka braut á svæði þarsemenginn býr fram yfir tvöfoldun Reykjanes- brautar sem þjónar í j dag 20 þúsund manns og al- þjóðlegum flugvelli." Kristján Pálsson alþingis- maður, í DV. Fimmaurabisness Sú útgerð sem upphaflega stóð að því að fanga Keikó hér við land er sannkallaður „fimmaurabisness“ í saman- } burði við þá útgerð sem sköp- uð var með frægð hans.“ Óskar Þór Karlsson, fisk- verkandi með meiru, í Morg- unblaðinu. EETTR ER LRNPSgffNKINM, ötólN D». 1EL0R W VEMLEYF11 EIKMrTT. fl BP 3TÍLR ÉW5- UNINB fl Mö, 6RNKRÍTJ1IKI ? IR, MIKIL Ö5KÖP. VIUIS B® KRöffl? 51RLF----- SÖóf'U.Oé 6ÓBR skfmmtön, WERRW ( ISfMRMfiNNSj Hjörtur Magni Jóhannsson, verðandi fríkirkjuprestur: Fríkirkjusöfnuðurinn er samofinn sögu og mótun Reykjavíkur DV, Suðurnesjum: „Eg tel þetta vera afar spennandi viðfangsefni og nýja starfið leggst mjög vel í mig, það býður upp á marga starfsmöguleika," sagði Hjört- ur Magni Jóhanns- son sem hefur verið kallaður i embætti Míjður fríkirkjuprests við ________________ Fríkirkjuna í Reykja- vík. „Ég hef, eins og svo margir starf- andi prestar þjóðkirkjustofnunarinn- ar, fengið mitt trúarlega uppeldi í trúarsamtökum sem starfa í jaðri kirkjustofnunarinnar en þó á ná- kvæmlega sama trúargrundvelli. Það að starfa innan Fríkirkjunnar er ekki svo frábrugðið. í Fríkirkjunni er byggt á nákvæmlega sama játn- ingargrunni og í þjóðkirkjustofnun- inni og Fríkirkjusöfnuðurinn er svo samofinn sögu og mótun Reykjavíkur að þar verð- ur ekki sundur greint. Einn helsti munurinn á Fríkirkju- söfnuðinum og Þjóðkirkjusöfhuð- inum er sá að meðlimir eru ekki bundnir af landfræðilega skilgreind- um sóknarmörkum heldur er öllum frjálst að ganga í hann og vera með, óháð sóknarmörkum og búsetu." Hjörtur mun hefja störf við Fri- kirkjuna nú í vor, þegar vetrarstarfi í Útskálaprestakalli lýkur. Hjörtur vigðist til Útskálaprestakalls á Suð- urnesjum að loknum almennum prestskosningum haustið 1996. Út- skálaprestakalli tilheyra um 2500 manns, tvær sóknarkirkjur, Útskálakirkja og Hvalsneskirkja, þar sem Hallgrímur Pétursson þjónaði sín fyrstu prestsskaparár." Hjörtur er fæddur og uppalinn í Keflavík en hefur búið í Garðinum undanfarin ellefu ár. -------------- „Undanfarin ár hafa dao’cínc verið lærdómsrík og U<,°alMa gefandi og ég stend í þakkar- skuld við samstarfs- og safn- aðarfólk mitt. Ég mun vissu- lega kveðja fyrra starf með vissum söknuði um leið og ég horfi fram til þess nýja með eftirvæntingu." Hjörtur lauk embættis- prófi í guðfræði vorið 1986 með fyrstu einkunn, frá guð- fræðideild Háskóla íslands. Hann var einnig við háskólanám í tvö ár í Jerúsalem 1 ísrael, m.a. guð- fræði, hebresku og trúarbragða fræðum. Þá að- stoðaði hann við fermingarstörf í Fríkirkjunni í Reykjavík einn vetur með námi. Með sóknarprestsstörfum hefur Hjörtur stundað hlutanám í hagnýtri fjölmiðlun við félagsfræðideild Há- skóla íslands. Þá hefm- hann lagt stund á doktorsnám við Edinborgar- háskóla við samanburðarrann- sóknir á ímynd og samfé- lagsstööu íslensku og skosku þjóðkirkjunnar i fiölmiðlasamfélaginu. En hver eru áhugamál Hjartar? „Þau eru fjöl- skyldan, starfið, rann- sókn mín á stöðu og hlut- verki kirkjunnar í nú- timasamfélagi." Eiginkona Hjartar er Ebba Margrét Magnúsdóttir læknir sem starfar nú sem deildar- læknir á Kvenna- deild Landspít- alans. M Þau eiga tvö böm, Aron Þór, 11 ára, og Ágústu Ebbu, 6 ára. Þau eiga von á þriðja barni sínu í aprfl. -ÆMK Hjörtur Magni Jóhannsson. Eitt málverka Gunnhildar í Gallerí Horninu. Skammdegi Á laugardaginn var opn- uð sýning í Gafleri Horninu á verkum eftir Gunnhildi Björnsdóttir. Em myndir hennar unnar með bland- aðri tækni og ber sýningin yfirskriftina Skammdegi. Gunnhildur stundaði list- nám viö Myndlistarskóla Reykjavíkur og við Mynd- lista- og handíða- skóla íslands 1992-1996. Enn fremur var hún í framhaldsnámi við Myndlistarakadem- íuna í Helsinki 1995 og við Listaháskól- ann Valand í Gauta- borg 1996-1997 Gunnhildur hefur tekið þátt i samsýningum, meðal annars í Japan, Makedóníu, Finnlandi og Svíþjóð, en þetta er fyrsta Sýningar einkasýning hennar. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 11-23.30 og stendur til miö- vikudagsins 25. mars. Á þaö skal bent að sérinngangur gallerísins er eingöngu op- inn kl. 14-18. Matfiskur. Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingaroröi. Desire N’Kaoua leikur á pínaó f Digraneskirkju í kvöld. Frönsk píanó- tónlist Tónleikaröðin í Kópavogi held- ur áfram og nú er komið að síð- ustu tónleikunum af þrennum sem helgaðir era franskri tónlist. Verða þeir í Digraneskirkju í kvöld kl. 20.30. Franski píanósnill- ingurinn Désiré N’Kaoua leikur verk eftir Debussy og Ravel. Tónleikar N’Kaoua var átján ára þegar hann vann fyrstu verðlaun í sam- keppni frönsku tónlistarakademí- unnar og fékk á sama tíma boð um að leika einleik með Fílharm- oníuhljómsveitinni í Berlín. Næstu árin vann hann til margar effirsóttra verðlauna og var út- nefndur Heiðurssólóisti ítölsku tónlistarakademíunnar í Sienna. N’Kaoua hefúr haldið tónleika um allan heim og frábær leikur hans hefur orðið til þess að hann hefúr margsinnis verið einleikari með mörgum af þekktustu sinfóníu- hljómsveitum í Evrópu. Auk mik- ils tónleikahalds kennfr hann við tónlistarháskólann í Versölum og heldur námskeið viðs vegar innan og utan Frakklands. Bridge Árlegt minningarmót Guðmund- ar Jónssonar á Hvolsvelli fór fram laugardaginn 7. mars. Guðmundur, sem lést árið 1992, langt um aldur fram, var mikill drifkraftur bridgel- ífsins á Hvolsvelli. 29 pör mættu tfl leiks, þar af nokkur sterk pör af Reykjavíkursvæðinu. Sigurvegarar í mótinu urðu Hermann Friðriks- son og Vilhjálmur Sigurðsson yngri en þeir skutust upp í fyrsta sætið í síðustu umferð og „stálu“ sigrinum Eif Guðmundi Sveinssyni og Jóni Ingþórssyni sem höfðu verið í for- ystu lengi vel. Aðeins munaði tveimur stigrnu í lokin á milli fyrsta og annars sætis. Mörg skemmtileg spil komu fyrir í keppninni og hér er eitt þeirra úr 4. umferð mótsins. Sagnir og spilamennskan gengu þannig fyrir sig á einu borðanna, suður gjafari og allir á hættu: 4 D43 44 653 ♦ G83 * ÁG85 v A ♦ K1062 s * 92 4 ÁG8 * K94 4 Á954 * D104 Suður Vestur Norður Austur 1 grand pass pass pass Grandopnun suðurs lofaði 12-14 punktum. Vestur hóf vömina á því að spila út hjartagosa sem austur yfirdrap á ás. Hann spilaði næst hjartadrottn- ingu sem fékk að eiga slaginn og síðan þriðja hjartanu. Sagnhafi svínaði nú lauftíu, síðan laufdrottningu, spilaði laufi á gosann og tók slag á ásinn. Austur henti fyrst tígultvisti og síðan spaðatvisti (lág köll hjá AV). Næst var spaðagosanum svínað og síðan spilaði sagnhafi tígulásnum og meiri tígli. Vestur átti slaginn á drottningu og þegar hann tók slag á fjórða hjartað varð austur óverjandi þvingaður í spaða og tígli. Hann valdi að henda tíg- ulkóng og tígulnía sagnhafa varð 9. slagurinn. Sagnhafi bjóst við að fá ná- lægt toppskori fyrir 150 en það nægði aðeins i 15 stig af 28 möguleguml? ísak Öm Sigurðsson 4 1096 44 G1082 ♦ D7 4 K763

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.