Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 6
I lönd LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 Njósnamálið í Noregi eins og endurtekning á kaldastríðsnjósnum: Ekkert gleymt og ekkert lært DV, Ósló: Seinn Lamark, öðru nafni njósn- arinn Gunnar, ætlar að skrifa sögu sína sem fulltrúi í norska félags- málaráðuneytinu. Grámóskuleg til- vera fulltrúans var nefnUega krydd- uð með leynifundum í almennings- görðum og undir kirkjuveggjum; þungbrýnum Rússum á ryðguðum Lödum og peningum í brúnum um- slögum, alveg eins og í alvöru njósnasögum. Sveinn Lamark, öðru nafni njósnarinn Gunnar, var nefnUega gagnnjósnari og hefur nú valdið Rússum verstu skráveifunni á al- þjóðavettvangi frá faUi Sovétríkj- anna. Sveinn segir að Rússar hafi stuttar fréttir Njósnara leitað Leitin að Rússunum, sem stund- uöu njósnir í Noregi, fór meðal annars fram á fundi Norðurlanda- ráðs í Helsinki í nóvember síðast- liðnum. Einn eða fleiri Rússar voru mættir þar tU að hafa sam- band við norskan tengiliö. I Undarleg staða Fyrrum lögmanni Færeyja, Maritu Petersen, þykir það undar- legt og rangt að þingmenn Fær- eyja geti haft áhrif á hver verður forsætisráöherra í Danmörku. lörast ekki Rússneski þingmaðurinn Vla- dimir Zírínovskíj viðurkenndi i gær að hann hefði ekkiáttað skvetta vatni á félaga sína í þinginu. Hann kvaðst hins veg- ar ekki iðrast þess og sagðist hafa haft sínar ástæður fyrir aðgerðum sínum. Fórust í snjóflóði Gömul hjón fórust i snjóflóði í Skeljafirði í Lófóten f fyrrinótt. Um 300 metra breitt flóð skaU á húsi þeirra og sópaði því út í sjó. Lík hjónanna fundust í gær. Ráðherra rekinn Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, rak í gær aöstoðarráðherra sem grunaður er um mafiutengsl. Reuter I Olían ódýr Bensín- og olíuverð féU hratt í vikunni sem er að liða og hefur ekki verið lægra síðan 1973, eða skömmu áður en olíuríki Mið-Austurlanda settu oliusölubann á vesturveldin fyrir stuðning þeirra við ísrael í hernaði þess gegn Aröbum. VerðfaUið á olíu og bensíni hefur veriö nokkuð jafnt og stööugt frá ár- inu 1997. Þá var meðalverö olíu á heimsmarkaði 19,30 doUarar fyrir hverja tunnu sem er um 170 lítrar. Nokkur uppsveifla varð þó á síðasta vetri en þá steig verðið upp í 25 doU- ara en í gærmorgun var það komið niður í 12,25 dollara. Fahd, hinn 76 ára gamli konung- ur Saudi-Arabíu, stærsta olíufram- leiðsluríkis heims, hefur hingað til ekki vUjað ljá máls á því að draga úr olíuframleiöslu landsins tU að knýja fram hærra olíuverð. Vitað er að AbduUah krónprins hefur þver- öfuga stefnu. Þaö er því nokkuð komiö undir langlífi konungsins hvort hiö lága olíuverð helst stöðugt. Reuter/SÁ. fyrst haft samband við sig fyrir fjór- um árum og eftir tugi funda voru þeir farnir að treysta honum full- komlega. Njósnarinn Gunnar kom með skjöl en var harður í kröfum um greiöslur. Rússamir vUdu fá að vita um aUt sem gerðist á skrifstofu forsætisráð- herra Noregs. Þeir vildu vita allt um fyrirætlanir Norðmanna í Barentshafi og á Svalbarða og aUt um vamarsamstarf Norðmanna innan Nato. Þeir höfðu samband við fjóra tU fimm Norðmenn í von um að fá mikilvægar upplýsingar. Sveinn hafði aUan tímann náið samband við norsku leyniþjónust- una, POT, og afhenti Rússunum fólsk skjöl um leið og hann reyndi að komast yfir sem mestar upplýs- ingar um njósnanet Rússa í Noregi. Þetta er eins og í gömlu góðu njósnasögunum frá kaldastríðsár- unum og svo virðist sem KGB lifi enn og noti enn sömu njósnahand- bókina óendurskoðaða. Ekkert er gleymt og ekkert lært. Meira að segja njósnararnir eru þeir sömu. Höfuðpaurinn, Jevgeníj Serebrjakov, var fyrst afhjúpaður sem KGB-maður af Oleg Gordievskíj árið 1982. Sérgrein hans var og er Norðurlönd. Hinir fjórir í hópnum, sem nú hefur verið rekinn frá Nor- egi, eru minna reyndir. Njósnamálið er auðvitað alvar- legt áfall fyrir Rússland en það er líka mjög óþægilegt fyrir ríkisstjórn séra Kjell Magne Bondevik í Noregi. Bondevik ætlaði á þriðjudaginn til Moskvu, beinlínis til að leysa þar þrætuna um skiptingu landgrunns- ins í Barentshafi og væntanlega til að treysta vináttuna við Rússa vegna Smugudeilunnar við íslend- inga. Þetta er nú vonlaust. Margir hér í Noregi spyrja sig þess vegna þvers vegna njósnamálið kem- ur upp einmitt nú. Norska stórblaðið Verdens Gang hefur vitað um njósn- imar í hálft ár og gat sprengt sprengj- una hvenær sem var. Ef það hefði gerst meðan Bondevik var í Moskvu hefði málið orðið að alvarlegri milli- ríkjadeUu. Þess vegna ákvað norska ríkisstjórnin að verða fyrri tU og sprengja sprengjuna sjálf. -GK Albanir geröu sigurtákn og hrópuðu að þeir gæfust ekki upp er þeir mótmæltu í gær hryðjuverkum Serba í Kosovo. Símamynd Reuter Tugþúsundir mótmæla Tugþúsundir Albana efndu tU mótmæla í gær i Pristina, höfuð- borg Kosovo, gegn hryðjuverkum Serba. Báðu Albanir þjóðir heims um aðstoð við að binda enda á ofbeldi serbnesku lögreglunnar. Um áttatiu manns hafa fallið fyrir hendi serbneskra lögreglumanna síðan 28. febrúar. Yfirvöld í Serbíu hafa reynt að lægja alþjóðlega gagnrýni gegn ofbeldisaðgerðum lögreglunnar í Kosovo með því að bjóða samn- ingaviðræður. En eftir að bandarísk yfirvöld lýstu því yfir að þau væru sammála Albönum um að um áróðursbragð væri að ræða ítrek- uðu leiðtogar Albana í gær að þeir hygðust ekki semja um neitt annað en sjálfstæði Kosovo. Forseti Júgóslavíu. Slobodan Milosevic, sem í raun ákveður stefnu Serba gegn Kosovo, sagði reiðilega í gær aö hann sæi enga ástæðu fyrir Albana að hafna viðræðum. Að loknum fundi með Leni Fischer frá Evrópuráðinu lýsti Milosevic þvi enn á ný yfir að deilan um Kosovo væri innan- ríkismál. Um fjórtán þúsund Albanir hafa hrakist frá heimkynnum sínum í Drenica af ótta við Serba. Kauphallir og vöruverð erlendis New York London Frankfurt Tokyo Hong Kong Bensín 95 okt. !■ Bensín 98 okt. Hráolía 2000 SSSSSSSS 1500 ö 10005 500 1 M o* £ | rnt $/t D J M 0 $/ tunnaQ J p M fTTOl Til borðs með njósnaranum DV, Ósló: Gamli KGB-refurinn Jevgeníj Serebrjakov var þreyttur mað- ur, grár og gugginn þegar fréttaritari DV sat til borðs með honum í Ósló á miðvikudaginn. Sem sérfræðingi um Barents- hafssvæðið var honum boðið til að vera við kynningu á mikilli kortabók um svæðið. Bókin fjallar að mestu um endalaust mengunarfenið sem Rússar eiga óhreinsað á Kólaskaga. Serbrja- kov sat niðurlútur undir lestr- inum. Hann var búinn að kaupa dýrum dómum allt sem í bók- inni stóð af norskum hjálpar- kokkum sínum og svo lá bókin hér gefins fyrir alla sem vildu. Daginn eftir var hann svo af- hjúpaður. -GK Dómsmálaráð- herra grunaður um afbrot ísraelska dómsmálaráðuneyt- ið hefur staðfest að fyrirskipuð hafi verið rannsókn á meintum afbrotum dómsmálaráðherra ísraels, Tsahis Hanegbis. Er ráðherrann grunaður um fjár- svik og mútuþægni þegar hann á árunum 1995 til 1996 var for- sfjóri fyrirtækis sem sá um um- ferðaröryggi. Hanegbis sat á þingi fyrir Likudflokkinn á þessum tíma. Dagblaðið Maariv skrifar aö lögreglunni hafi verið falið að rannsaka hvort Hanegbi hafi notað fiárframlög til fyrirtækis- ins í eigin þágu. Kynlíf með for- stjóranum leiddi til aukins starfsframa Meiri hluti bandariskra kvenna, eða 64 prósent, segir að ástarsamband við forstjór- ann hafi leitt til aukins starfs- frama. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem samtök- in Oasis Foundation gerðu. 12 þúsund konur tóku þátt í könn- uninni. 10,8 prósent viður- kenndu að hafa stundað kynlíf með forstjóra sínum. 55 prósent kváðust hafa velt þvi fyrir sér að tæla forstjórann. Aðeins 19,2 prósent töldu að Monica Lewin- sky hefði gert mistök ef satt væri að hún hefði staðið í ást- arsambandi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Bandaríski lögmaöurinn Rosalie Osias hefur lýst yfir stuðningi við Monicu. „Hún hugsaði alveg rétt og það á ekki að refsa henni fyrir það.“ Hefur Rosalie boðið Monicu fiárhags- lega aðstoö. Sjálf komst Rosalie áfram í lögmannsstarfinu með þvi að birta auglýsingar með myndum af sér í netsokkum, minipilsum og flegnum flíkum í tímaritum bransans. „Núna er ég fulltrúi 40 banka,“ segir hún. Einn snafs á dag kemur skrokknum í lag Konur á aldrinum 50 til 60 ára og karlar eldri en 40 ára geta dregiö úr hættunni að fá hjarta- og æöasjúkdóma drekki þau nokkra sentílítra af alkóhóli á dag, aö því er sænskir vísinda- menn halda fram. Áöur hafa vísindamenn sagt rauðvín vera heilsubót en sífellt fleiri rannsóknir sýna aö það er alkóhóliö sjálft sem í vissum til- fellum er heilsubætandi. Þeir sem drekka alkóhól í hófi eiga 1 síöur á hættu að fá kransæöa- j sjúkdóma en þeir sem eru bind- I indismenn. Jafnvel hættan á / blóðtappa og æðakölkun íj minnkar. I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.