Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 6
I lönd LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 Njósnamálið í Noregi eins og endurtekning á kaldastríðsnjósnum: Ekkert gleymt og ekkert lært DV, Ósló: Seinn Lamark, öðru nafni njósn- arinn Gunnar, ætlar að skrifa sögu sína sem fulltrúi í norska félags- málaráðuneytinu. Grámóskuleg til- vera fulltrúans var nefnUega krydd- uð með leynifundum í almennings- görðum og undir kirkjuveggjum; þungbrýnum Rússum á ryðguðum Lödum og peningum í brúnum um- slögum, alveg eins og í alvöru njósnasögum. Sveinn Lamark, öðru nafni njósnarinn Gunnar, var nefnUega gagnnjósnari og hefur nú valdið Rússum verstu skráveifunni á al- þjóðavettvangi frá faUi Sovétríkj- anna. Sveinn segir að Rússar hafi stuttar fréttir Njósnara leitað Leitin að Rússunum, sem stund- uöu njósnir í Noregi, fór meðal annars fram á fundi Norðurlanda- ráðs í Helsinki í nóvember síðast- liðnum. Einn eða fleiri Rússar voru mættir þar tU að hafa sam- band við norskan tengiliö. I Undarleg staða Fyrrum lögmanni Færeyja, Maritu Petersen, þykir það undar- legt og rangt að þingmenn Fær- eyja geti haft áhrif á hver verður forsætisráöherra í Danmörku. lörast ekki Rússneski þingmaðurinn Vla- dimir Zírínovskíj viðurkenndi i gær að hann hefði ekkiáttað skvetta vatni á félaga sína í þinginu. Hann kvaðst hins veg- ar ekki iðrast þess og sagðist hafa haft sínar ástæður fyrir aðgerðum sínum. Fórust í snjóflóði Gömul hjón fórust i snjóflóði í Skeljafirði í Lófóten f fyrrinótt. Um 300 metra breitt flóð skaU á húsi þeirra og sópaði því út í sjó. Lík hjónanna fundust í gær. Ráðherra rekinn Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, rak í gær aöstoðarráðherra sem grunaður er um mafiutengsl. Reuter I Olían ódýr Bensín- og olíuverð féU hratt í vikunni sem er að liða og hefur ekki verið lægra síðan 1973, eða skömmu áður en olíuríki Mið-Austurlanda settu oliusölubann á vesturveldin fyrir stuðning þeirra við ísrael í hernaði þess gegn Aröbum. VerðfaUið á olíu og bensíni hefur veriö nokkuð jafnt og stööugt frá ár- inu 1997. Þá var meðalverö olíu á heimsmarkaði 19,30 doUarar fyrir hverja tunnu sem er um 170 lítrar. Nokkur uppsveifla varð þó á síðasta vetri en þá steig verðið upp í 25 doU- ara en í gærmorgun var það komið niður í 12,25 dollara. Fahd, hinn 76 ára gamli konung- ur Saudi-Arabíu, stærsta olíufram- leiðsluríkis heims, hefur hingað til ekki vUjað ljá máls á því að draga úr olíuframleiöslu landsins tU að knýja fram hærra olíuverð. Vitað er að AbduUah krónprins hefur þver- öfuga stefnu. Þaö er því nokkuð komiö undir langlífi konungsins hvort hiö lága olíuverð helst stöðugt. Reuter/SÁ. fyrst haft samband við sig fyrir fjór- um árum og eftir tugi funda voru þeir farnir að treysta honum full- komlega. Njósnarinn Gunnar kom með skjöl en var harður í kröfum um greiöslur. Rússamir vUdu fá að vita um aUt sem gerðist á skrifstofu forsætisráð- herra Noregs. Þeir vildu vita allt um fyrirætlanir Norðmanna í Barentshafi og á Svalbarða og aUt um vamarsamstarf Norðmanna innan Nato. Þeir höfðu samband við fjóra tU fimm Norðmenn í von um að fá mikilvægar upplýsingar. Sveinn hafði aUan tímann náið samband við norsku leyniþjónust- una, POT, og afhenti Rússunum fólsk skjöl um leið og hann reyndi að komast yfir sem mestar upplýs- ingar um njósnanet Rússa í Noregi. Þetta er eins og í gömlu góðu njósnasögunum frá kaldastríðsár- unum og svo virðist sem KGB lifi enn og noti enn sömu njósnahand- bókina óendurskoðaða. Ekkert er gleymt og ekkert lært. Meira að segja njósnararnir eru þeir sömu. Höfuðpaurinn, Jevgeníj Serebrjakov, var fyrst afhjúpaður sem KGB-maður af Oleg Gordievskíj árið 1982. Sérgrein hans var og er Norðurlönd. Hinir fjórir í hópnum, sem nú hefur verið rekinn frá Nor- egi, eru minna reyndir. Njósnamálið er auðvitað alvar- legt áfall fyrir Rússland en það er líka mjög óþægilegt fyrir ríkisstjórn séra Kjell Magne Bondevik í Noregi. Bondevik ætlaði á þriðjudaginn til Moskvu, beinlínis til að leysa þar þrætuna um skiptingu landgrunns- ins í Barentshafi og væntanlega til að treysta vináttuna við Rússa vegna Smugudeilunnar við íslend- inga. Þetta er nú vonlaust. Margir hér í Noregi spyrja sig þess vegna þvers vegna njósnamálið kem- ur upp einmitt nú. Norska stórblaðið Verdens Gang hefur vitað um njósn- imar í hálft ár og gat sprengt sprengj- una hvenær sem var. Ef það hefði gerst meðan Bondevik var í Moskvu hefði málið orðið að alvarlegri milli- ríkjadeUu. Þess vegna ákvað norska ríkisstjórnin að verða fyrri tU og sprengja sprengjuna sjálf. -GK Albanir geröu sigurtákn og hrópuðu að þeir gæfust ekki upp er þeir mótmæltu í gær hryðjuverkum Serba í Kosovo. Símamynd Reuter Tugþúsundir mótmæla Tugþúsundir Albana efndu tU mótmæla í gær i Pristina, höfuð- borg Kosovo, gegn hryðjuverkum Serba. Báðu Albanir þjóðir heims um aðstoð við að binda enda á ofbeldi serbnesku lögreglunnar. Um áttatiu manns hafa fallið fyrir hendi serbneskra lögreglumanna síðan 28. febrúar. Yfirvöld í Serbíu hafa reynt að lægja alþjóðlega gagnrýni gegn ofbeldisaðgerðum lögreglunnar í Kosovo með því að bjóða samn- ingaviðræður. En eftir að bandarísk yfirvöld lýstu því yfir að þau væru sammála Albönum um að um áróðursbragð væri að ræða ítrek- uðu leiðtogar Albana í gær að þeir hygðust ekki semja um neitt annað en sjálfstæði Kosovo. Forseti Júgóslavíu. Slobodan Milosevic, sem í raun ákveður stefnu Serba gegn Kosovo, sagði reiðilega í gær aö hann sæi enga ástæðu fyrir Albana að hafna viðræðum. Að loknum fundi með Leni Fischer frá Evrópuráðinu lýsti Milosevic þvi enn á ný yfir að deilan um Kosovo væri innan- ríkismál. Um fjórtán þúsund Albanir hafa hrakist frá heimkynnum sínum í Drenica af ótta við Serba. Kauphallir og vöruverð erlendis New York London Frankfurt Tokyo Hong Kong Bensín 95 okt. !■ Bensín 98 okt. Hráolía 2000 SSSSSSSS 1500 ö 10005 500 1 M o* £ | rnt $/t D J M 0 $/ tunnaQ J p M fTTOl Til borðs með njósnaranum DV, Ósló: Gamli KGB-refurinn Jevgeníj Serebrjakov var þreyttur mað- ur, grár og gugginn þegar fréttaritari DV sat til borðs með honum í Ósló á miðvikudaginn. Sem sérfræðingi um Barents- hafssvæðið var honum boðið til að vera við kynningu á mikilli kortabók um svæðið. Bókin fjallar að mestu um endalaust mengunarfenið sem Rússar eiga óhreinsað á Kólaskaga. Serbrja- kov sat niðurlútur undir lestr- inum. Hann var búinn að kaupa dýrum dómum allt sem í bók- inni stóð af norskum hjálpar- kokkum sínum og svo lá bókin hér gefins fyrir alla sem vildu. Daginn eftir var hann svo af- hjúpaður. -GK Dómsmálaráð- herra grunaður um afbrot ísraelska dómsmálaráðuneyt- ið hefur staðfest að fyrirskipuð hafi verið rannsókn á meintum afbrotum dómsmálaráðherra ísraels, Tsahis Hanegbis. Er ráðherrann grunaður um fjár- svik og mútuþægni þegar hann á árunum 1995 til 1996 var for- sfjóri fyrirtækis sem sá um um- ferðaröryggi. Hanegbis sat á þingi fyrir Likudflokkinn á þessum tíma. Dagblaðið Maariv skrifar aö lögreglunni hafi verið falið að rannsaka hvort Hanegbi hafi notað fiárframlög til fyrirtækis- ins í eigin þágu. Kynlíf með for- stjóranum leiddi til aukins starfsframa Meiri hluti bandariskra kvenna, eða 64 prósent, segir að ástarsamband við forstjór- ann hafi leitt til aukins starfs- frama. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem samtök- in Oasis Foundation gerðu. 12 þúsund konur tóku þátt í könn- uninni. 10,8 prósent viður- kenndu að hafa stundað kynlíf með forstjóra sínum. 55 prósent kváðust hafa velt þvi fyrir sér að tæla forstjórann. Aðeins 19,2 prósent töldu að Monica Lewin- sky hefði gert mistök ef satt væri að hún hefði staðið í ást- arsambandi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Bandaríski lögmaöurinn Rosalie Osias hefur lýst yfir stuðningi við Monicu. „Hún hugsaði alveg rétt og það á ekki að refsa henni fyrir það.“ Hefur Rosalie boðið Monicu fiárhags- lega aðstoö. Sjálf komst Rosalie áfram í lögmannsstarfinu með þvi að birta auglýsingar með myndum af sér í netsokkum, minipilsum og flegnum flíkum í tímaritum bransans. „Núna er ég fulltrúi 40 banka,“ segir hún. Einn snafs á dag kemur skrokknum í lag Konur á aldrinum 50 til 60 ára og karlar eldri en 40 ára geta dregiö úr hættunni að fá hjarta- og æöasjúkdóma drekki þau nokkra sentílítra af alkóhóli á dag, aö því er sænskir vísinda- menn halda fram. Áöur hafa vísindamenn sagt rauðvín vera heilsubót en sífellt fleiri rannsóknir sýna aö það er alkóhóliö sjálft sem í vissum til- fellum er heilsubætandi. Þeir sem drekka alkóhól í hófi eiga 1 síöur á hættu að fá kransæöa- j sjúkdóma en þeir sem eru bind- I indismenn. Jafnvel hættan á / blóðtappa og æðakölkun íj minnkar. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.