Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 5 I>V Eskifjöröur: Loðnuskipin veiddu kvótann DVIEskifirði: AUs bárust að landi hér á Eski- firði 49.600 tonn af loðnu frá áramót- um. 44.864 tonn fóru i bræðslu en um 4.800 tonn í frystingu. Loðnuskip Hraðfrystihúss Eski- fjarðar náðu að veiða aUan sinn loðnukvóta á vertíðinni, þrátt fyrir verkfaU. Afli Hólmaborgar eftir ára- mótin var 25 þúsund tonn en Guð- rúnar Þorkelsdóttur 12 þúsund tonn. Mikið var um að vera meðan á loðnufrystingu stóð og unnið á vökt- um aUan sólarhringinn. Reyndist loðnufrystingin gott búsflag fyrir margan manninn. Liðlega tvítugur systursonur tengdadóttur minnar kom úr atvinnuleysinu í Reykjavík, vann hér í 10 daga og hafði 150 þús- und krónur upp úr krafsinu. Já, AUi riki greiðir sínu fólki góð laun.Regina Húsavík: Aðalsteinn efst- ur hjá Framsókn DV, Akureyri: Aðalsteinn Skarphéðinsson bygg- ingameistari skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjóm- arkosningamar í vor. Framboðslisti flokksins var samþykktur samhljóða á fundi fuUtrúaráðs flokksins. Næstu sæti listans skipa: 2. Anna Sigrún Mikaelsdóttir húsmóðir, 3. Gunnlaugur Stefánsson fram- kvæmdastjóri, 4. Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir húsmóðir, 5. Sveinn V. Aðalgeirsson sölustjóri, 6. Sólveig Sveinbjörnsdóttir fiskvinnslumaður, 7. Karl Hreiðarsson nemi, 8. Hulda Salómonsdóttir sjúkraliði, 9. Bene- dikt Kristjánsson húsasmíðameist- ari, 10. Ævar Ákason bókari. -gk Landbrot: Viðgerð hafin DWik: „Þeir komu í gærmorgun frá Vegagerðinni til að meta ástandið og fóm svo í aðgerðir strax. Þetta horf- ir til betri vegar i bfli,“ sagði Ámi Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, í viðtali við DV. Endurbætur á veginum niður í Landbrot neðan við Kirkjubæjar- klaustur hófust í gær eftir að DV birti frétt af veginum. „Þessi vegur flokkast til svokafl- aðra tengivega og fjárveitingar til þeirra hafa verið vægast sagt skelfi- lega lágar. Ekki í samræmi við ástand þessara vega og umferðar- þunga og í svona tíð eins og hefúr verið undanfarið verður ástandið á þeim óviðundandi. Vegurinn niður í Landbrot hefur verið á forgangslista af þessum tengivegum hér í upp- byggingu en fjárveitingar hafa veriö svo knappar að þetta hefúr gengið allt of hægt,“ sagði Árni Jón. Gylfi Júlíusson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, sagði að ekið heíði verið í verstu hvörfin en það væru bara bráðabirgðaviðgerðir. I dag á að strjúka yfir þetta með hefli. í næstu þíðu má reikna með að þetta fari i sama farið aftur. NH HvaLfjaröargöng: Tveir kærðir DYAkranesi: Tveir ökumenn hafa veröir kærð- ir fyrir að aka í gegnum Hvalijaröar- göng í leyfisleysi. Þeir em kærðir fyrir innbrot, - fyrir að hafa brotist inn á lokað vinnusvæði í Hvalfirði. Málin fara sína leið í dómskerfmu og ættu að vera þeim til vamaðar sem hyggja á að stelast í gegnum göngin. Mikfl ásókn var í að fara undir Hvalfiörð að nóttu sem degi. Verktakinn í göngunum hafði i nógu að snúast við að koma í veg fyrir að óviðkomandi vegfarendur hreinlega træðu sér í gegnum göngin. Settir vom tálmar beggja vegna ganganna en þeir dugðu skammt. Dæmi vom um að þeir frekustu hreinlega óku á slár, sem loka vegin- um, og fóm þannig í gegntun hindran- imar. Tveir ökumenn vora staðnir að- verki og kærðir til lögreglu. DVÓ Fréttir Kosningabaráttan aö heQast á Akureyri: Akureyringar kjósa ekki síður um menn en mál DV, Akureyri: Eins og staðan er í dag geta Ak- ureyringar valið á milli þriggja lista þegar þeir ganga til kjörklefanna við bæjarstjórnarkosningar í lok maímánaðar. Það kann þó að breyt- ast og valkostunum að fjölga. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hefgur ákveðið framboð ásamt hópi manna og þá hefur Pétur Jósefsson fast- eignasali enn ekki kveðið upp úr með það hvort hann og „fleiri óánægðir" í kringum hann blása til framboðs en Pétur hefur þó ítrekað gefið slíkt í skyn. Áhugi Akureyringa, sjálfra kjós- endanna, virðist þó takmarkaður og skiptir sennilega litlu máli hvort framboðslistamir sem þeir geta val- ið á milli verða þrír, fjórir, eða fimm talsins. Það er reyndar ekki ný bóla á Akureyri að þar sé lítill áhugi þegar pólitíkin er annars veg- ar, það hefur lengi viljað loða við bæinn og i skoðanakönnun á dögun- um vildi aðeins um helmingur allra sem talað var við gefa upp hvað þeir hygðust kjósa í vor. Einhver kann að segja að það sé allt í lagi að fólk sé óákveðið, flokkarnir hafi ekki enn kynnt stefnuskrár sínar og nægur sé tíminn fyrir fólk að taka ákvörðun. Mér segir hins vegar svo hugur að það breyti ekki mjög miklu þótt lagðar verði fram stefnu- skrár sem væntanlega verða ekki svo frábrugðnar hverri annarri. Ekki mikill ágreiningur Og það er e.t.v. mergurinn máls- ins að svo virðist sem málefnaá- greiningur sé ekki mikill milli „gömlu flokkanna" og það er i sjálfu sér ekki svo mikil breyting þótt tveir þeirra, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag, fari nú fram saman ásamt Kvennalista undir merkjum Akureyrarlistans. Þetta hafa fulltrú- ar framboðanna staðfest og eins það að kjósendur, margir hverjir a.m.k., séu allt eins að velja á milli manna en ekki málefna þegar þeir koma í kjörklefann. Það er borð- leggjandi að stór hluti ráðstöfunar- tekna bæjarins á næstu árum mun fara til skóla- mála, bæði til áframhaldandi uppbyggingar grunnskólans og til reksturs. Um þetta verður ekki deilt. Það verður heldur ekki deilt um hefðbundin fjárframlög til menningarmála, áframhaldandi vinnu við frá- veitukerfi bæjar- ins, framlög til umhverfismála, atvinnumála og áfram mætti telja hina hefðbundnu málaflokka sem ávallt taka sitt. Svo furðulega sem það kann annars að hljóma þá er ekki ólíklegt að það mál sem aðal- lega verður tekist á um í kosninga- baráttunni verði uppbygging íþróttamannvirkja í bænum. Tekist á um knattspyrnuhús? Það fer ekki leynt að mörgum finnst sem íþróttirnar taki sífellt til sín stærri bita kökunnar sem til skiptanna er, og þá sérstaklega bygging íþróttamannvirkjanna. Talsmenn þess að draga saman segl- in hvað þetta varðar gerast sífellt háværari en hinir eiga einnig sína talsmenn. Bygging knattspyrnuhúss er það DV-mynd EJ Frá Akureyri. mál sem sennilega mun bera hæst. Svo virðist sem íþróttafélagið Þór hafi gefist upp á að reyna að knýja í gegn byggingu íþróttahúss á félags- svæði sínu með löglegum völlum fyrir handbolta og körfubolta með aðstöðu fyrir áhorfendur, þótt áður hafi mikið verið rætt um nauðsyn þess. Það sem Þór á að fá í staðinn hefúr til þessa a.m.k. átt að vera yfirbyggt knatt- spymuhús, en á fundi bæjar- stjómar á dögun- Þarna fara þrír „þungavigtar- menn“ í sveitar- stjórnarmálum og kosningabaráttan á Akureyri mun án efa bera þess mikinn svip að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra- efni Sjálfstæöisflokksins, ef flokkur- inn fer í meirihluta. Fréttaijós ............. Gylfi Kristjánsson Ásgeir Magnússon, oddviti Akureyr- arlistans og einn bæjarstjóranna þriggja sem bjóöa sig fram á Akur- eyri. þarna era menn sem ætla sér mikið. Frammistaða þeirra kann einnig að ráða úrslitum fyrir flokkana því það er altalað á Akureyri að þar verði ekki síður kosið um menn en málefni að þessu sinni. Framsókn sigraði 1994 Framsóknarflokkurinn var ótví- ræður sigurvegari kosninganna fyr- ir fjórum áram og nutu framsóknar- menn þess mjög þá að óeining og ósætti var mikið í Sjálf- stæðisflokknum að undangengnu próf- kjöri þar. Stuðn- ingsmenn Jóns Kr. Sólness sættu sig ekki við það sem fram fór og niður- stöðuna og svo fór að Jón tók ekki sæti á lista flokksins. Altalað var að stuðningsmenn hans ætluðu flestir að kjósa Framsóknarflokkinn og Framsókn vann stórsigur og fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Framsóknarflokkurinn myndaði svo meirihluta í bæjarstjórn með eina bæj- arfulltrúa Al- þýðuflokksins. Segja má að það samstarf hafi gengið stóráfallalaust en þó hrikti í stoðunum þeg- ar ÚA-málið svokallaða var í brennidepli snemma á kjör- tímabilinu en þar var tekist á um sölumál Út- gerðarfélags Akureyringa. Þetta var mikið hávaðamál en þó var ekki þegar allt kom til alls svo mik- ill ágreiningur um endanlegu niðurstöðuna, að SH fengi áfram að annast sölumál ÚA en ÍS sat eftir þótt það væri vilji framsóknarmanna að færa ÍS þessi viðskipti. Nýtt fólk í stólana Sjálfstæðismenn mæta með lítið breyttan framboðslista frá kosning- unum 1994 hvað varðar efstu sætin. Björn Jósef Arnviðarson sem var í 2. sæti gerðist þó sýslumaður á yfir- standandi kjörtímabili og hvarf úr pólitík og Kristján Þór kemur í fyrsta sæti listans. Hjá Framsókn verða þrír bæjar- fulltrúar af þeim fimm sem nú sitja í framboði áfram í efstu sætunum. Akureyrarlistinn skartar hins vegar „nýju fólki“. Bæj- arfuUtrúar Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokks draga sig aUir til baka og hleypa nýju fólki að, fólki sem ekki hefur setið í bæjarstjórn áður. Og svo liggur ekki fyrir hvort Akureyringar fá fleiri framboðslista tU að velja á miUi. -gk Jakob Björnsson bæjarstjóri. DV-mynd, gk. um var feUd tU- laga bæjarfuU- trúa úr þremur flokkum um að ráðist yrði í byggingu slíks húss þegar á þessu ári. Þetta, sem og önnur fram- lög tU íþróttamála í bænum, verða að öUum líkindum fyrirferðarmikið í kosningabaráttunni á Akureyri. Prír bæjarstjórar takast á Annað sem mun vekja athygli er sú staðreynd að þrír fyrrverandi og núverandi bæjarstjórar verða í eld- línunni sem oddvitar sinna fram- boða. Þetta eru Jakob Björnsson, Framsóknarflokki og núverandi bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins en hann er fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði og á Dalvík, og Ásgeir Magnússon, sem leiðir Akureyrar- listann er fyrrverandi bæjarstjóri á Neskaupstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.