Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 I lV fréttir Forsetahjónin í opinberri heimsókn í V-Skaftafellssýslu: Á bernskuslóðum Guðrúnar Katrínar Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grimsson, og kona hans, Guörún Katrín Þorbergsdóttir, komu í tveggja daga opinbera heimsókn í V-Skaftafellssýslu í gærmorgun, Héraösnefnd V-Skaftafellssýslu tók á móti þeim við Jökulsá á Sól- heimasandi og sýslumaður V- Skaftfellinga bauð þau velkomin. Ung stúlka, Ingveldur Anna Sig- urgeirsdóttir, færði Guðrúnu Katrínu blómvönd frá Skaftfell- ingum og lúðrasveit Tónskólans í Vík lék fyrir forsetahjónin. Frá Jökulsá héldu forsetahjónin að Kirkjubæjarklaustri þar sem þau dvelja fyrri dag heimsóknarinn- ar. í Hrífunesi Á leið sinni i Kirkjubæjarklaust- ur komu forsetahjónin við í Hrífu- nesi í Skaftártungu en þar var Guð- rún Katrín Þorbergsdóttir í sveit hjá ættingjum sínum í 6 ár þegar hún var lítil stúlka. „Það kemur við mann að koma hingað, þetta var svo stór hluti af lífi mínu,“ sagði Guðrún Katrín. Hún sagði að í Hrífunesi heföi ver- ið mikið myndarbú og hún nefndi það að allar ábreiður voru handofnar. „Okkur líður mjög vel og það er gaman að koma á þessar Sýslumaöur V-Skaftfellinga, Siguröur Gunnarsson, tekur á móti forsetahjónunum. Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir færir forsetafrúnní blómvönd. Lúörasveit Tónskólans í Vík lék fyrir forsetahjónin. DV-myndir Njöröur slóðir og sérstaklega fyrir Guðrúnu Katrínu. Hér var hún svo lengi í sveit þegar hún var bam. Það var ánægjulegt hve náttúran heilsaði okkur skemmtilega og hve and- stæðurnar í litunum vora miklar og sýnin til jöklanna og fjallanna falleg," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að Guðrún Katrin hefði sagt sér frá þvi þegar hún þurfti að fara á kláf yfir Kúðafjót neðan við Hrífunes. Hann hafi verið úr kassa- fjölum og í botninum voru þær svo gisnar að það sást niður í straum- vatnið. „Ég man að mér þótti svo skemmtilegt að fara yfir á kláfnum þó að ekki hefði öllum þótt það gamanferð," sagði Guðrún Katrín. Á Kirkjubæjarklaustri Forseti íslands og kona hans komu í blíðskaparveðri til Kirkju- bæjarklausturs um hádegi í gær. Þar tók á móti þeim sveitarstjóm Skaftárhrepps og bauð þau velkom- in. Forsetahjónin dvöldu á Klaustri allan daginn og heimsóttu skólana, dvalarheimili aldraðra, Kirkjubæj- arstofu og Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar eldklerks. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður og eftir hann dagskrá fyrir forsetahjón- in og alla íbúa V-Skaftafellssýslu. -NH Peter Angelsen úthúöar íslendingum: Eini höfuðverkurinn DV, Álasundi: „Deilan við íslendinga vegna veiðanna í Smugunni er einn versti höfuðverkurinn fyrir norskan sjávarúrveg. Sömu sögu er að segja af deilunni sem nú er uppi um skiptingu loðnustofns- ins,“ sagði Peter Angelsen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, á al- þjóðlegum blaðamannafundi í Álasundi í gær. Þar voru saman komnir 22 blaðamenn úr öllum heimshomum og fengu að heyra hvers slags náungar þessir ís- lendingar væru. Angelsen dró upp fagra mynd af norskum sjávarútvegi. Landið væri fremst þjóða í stjórnim fisk- veiða, ábyrgð og gætni væri við- höfð í umgengni við náttúmna og veiðar og vinnsla væm til meiri fyrirmyndar í Noregi en í öðrum löndum. í þessari paradís væri bara einn þjófur: ísland. Eftir fundinn sagði Angelsen við DV aö deilan um skiptingu loðnustofnsins væri vissulega mikið áhyggjuefni þótt hann vildi ekki úttala sig um málið í smáatriðum meðan enn væri reynt að ná samkomulagi. „Ég get bara sagt að Norð- menn vom sáttir við skiptinguna eins og hún var í hundraðshlut- unum 78-11-11. Það voru íslend- ingar sem sögðu þessum samn- ingi upp og þeir bera því einir ábyrgð á að nú er málið komið í hnút,“ sagði Angelsen. „Nú sem stendur em allir aðil- ar að fara yfir stöðuna og reyna að finna út hvar sé hægt að gefa eftir. Síðan munum við væntan- lega hittast í Reykjavík 18. maí en frá mínum sjónarhóli séð eru líkurnar á samningum ekki miklar," sagði ráðherrann. Angelsen sagðist alltaf reyna að vera bjartsýnn en þó væri ekki mikil ástæða til bjartsýni þegar kæmi aö hugsanlegum lausnum á deilum íslendinga og Norðmanna í sjávarútvegsmál- um. „Það helsta sem við getum gert er að stjómmálamenn frá lönd- uninn haldi áfram að tala saman. Við vitum að það em sterk öfl í íslenskum sjávarútvegi sem eru á móti öllum samningum við Norðmenn og á meðan svo er veit ég ekki hvemig á að semja,“ sagði Angelsen. „Það er kannski eina vonar- glætan að nú er íslenski fjár- málaráðherrann hálfnorskur og formaður utanríkismálanefndar líka,“ sagði Angelsen, en taldi þó eftir nánari umhugsun að þessi von væri líka veik. -GK Esra og Ingólfur dæmdir: Stórfellt brot og mjög ámælisvert Esra Pétursson var í gær dæmdur fyrir brot á lögum um friðhelgi einka- lífs og þagnarskyldu lækna með því að hafa skýrt frá sjúkdómum, sjúlóra- sögu og einkamálum Áslaugar heit- innar Jónsdóttur, fyrrum sjúklings síns, í ævisögubókinni Sálumessa syndara. Honum er gert aö greiða 350 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Ingólfur Margeirsson, höfundur og út- gefandi, var dæmdur fyrir hlutdeild- arbrot. Honum er gert að greiða 450 þúsund krónur í ríkissjóð. Þriggja manna dómur Héraðsdóms Reykjavíkur telur brot ákærðu gegn persónufriði og einkalífi Áslaugar heitinnar stórfellt og siðferðislega mjög ámælisvert. Við ákvörðun refs- ingar Esra var m.a. höfð hliðsjón af því að „uppljóstrun hans var alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart Áslaugu heit- inni“. Á hinn bóginn var litið til þess að hann er aldraður maður og þess að hann hefur verið sviptur lækninga- leyfi. Að því er varðar refsingu Ingólfs var þaö virt til þyngingar aö hann gerði sér grein fyrir því að brot hans gæti raskað tilfmningum bama Ás- laugar Jónsdóttur. Hann bar ábyrgð á birtingu og dreifingu samkvæmt lög- um um prentrétt. Hann telst því hafa gerst sekur um hlutdeild í broti Esra. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari var dómsformaður. Héraðsdómaram- ir Steingrímur Gautur Kristjánsson og Auður Þorbergsdóttir dæmdu mál- ið með honum. -RR Á hausnum Miklum sögmn hefur farið af fjár- málum þeirra Helga Hjörvars og Hrannars Bjöms Amarssonar að undanfómu. Sögur þessar hafa nú komiö upp á yfirborðið með því að slóð þeirra félaga er rakin á Net- inu. Það var reyndar Guðrún Pétursdótt- ir, frambjóðandi D- lista, sem opnaði málið i viðtali við Mannlíf þar sem hún sagði ýmsa frambjóö- endur R-listans hafa skrautlegan feril í þessum efnum. Þetta hefur farið fyrir brjóst margra sem benda á að þekktir íslendingar hafi í gegn- um tíðina farið á hausinn með rekstur sinn og risið upp aftur tví- efldir. Þannig hafi Thor Jensen lent í slíkum hrakningum í fjórgang en teljist þó með merkari mönnum í sögulegu ljósi... Tíkarsynir Á dögunum mætti ágætur maður á ritstjórn DV með grein um fram- gang Sverris Hermannssonar bankastjóra. Greinin var með óvenju hvössu orða- lagi og var í henni vegið harkalega að æm bankastjórans sem m.a. var kallað- ur „tíkarsonur". Skýrt var þó tekið fram aö í því orði væri ekki vegið að móður Sverris eða öðrum for- feðrum heldur væri hnykkt á ákveðnu eðli hans. DV hafhaði birt- ingu greinarinnar og herma heim- ildir aö hún sé nú á borði Mogga- manna sem eflaust velta grannt fyr- ir sér hvort kalla megi Sverri tikar- son á síðum blaösins sem reynst hef- ur í seinni tíð frjálslyndara í orða- vali en gamli Spegillinn ... Pabbi með áróður Hún er skrítin pólitíkin og þaö getur sem best átt við um pólitíkina í Skagafirði. Þar kom fram framboð „Vinsældalistans" sem er framboð ungs fólks og em þrjú systkyni frá S-Ingveld- arstöðum á listanum, Aðalheiður í 1. sæti, Sveinn í 2. sæti og Dagný í 11. sæti en þau eru Úlfarsbörn. Úlfar, faðir þeirra, skipar heiðurssætið á Skagagarðarlistanum þannig að umræðurnar í fjölskyld- unni hljóta að snúast um pólitík. Það vekur hins vegar athygli að Úlf- ar pabbi lagði áherslu á það við DV að framboð bamanna hans væri til komiö vegna óánægju með fram- sókn og þá sérstaklega Herdísi Sæ- mundardóttur í 1. sæti. Aðalheiður dóttir hans gerir minna úr þessu, segir ungt fólk óánægt með alla flokka en sjálf er hún flokksbundin framari... Tommi og myndin Enn era bankastjórar í umræð- unni, ekki bara Sverrir Hermanns- son heldur einnig sumir aðrir „minni spámeim". Þannig mun það hafa gerst við starfslok Tómasar Ámasonar, fyrrverandi seðla- bankastjóra, að hon- um fannst sem bank- inn yrði endilega að eiga mynd af sér, ekki bara ljósmynd, heldur veglegt málverk. Og auðvitað keypti bankinn málverk af Tómasi sem hann átti í fómm sín- um og hefur heyrst að fyrir myndina hafi verið greiddar litlar 300 þúsund krónur. Þá varð til þetta vísukom og vill höfundur nafnleynd. 1 Öllu fer nú aftur hér, enginn mokar flórinn, gamla mynd af sjálfum sér seldi bankastjórinn. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.