Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 9. MAI 1998 lönd 27 Opinber útgáfa voðaverkanna í páfagarði ekki alls staðar tekin trúanleg: Sonur minn missti ekki vitið - segir múðir unga svissneska lífvarðarins sem myrti yfirmann sinn „Of fullkomin útgáfa." Þannig kemst ítalska dagblaðið La Repubblica að orði á miðvikudag í fyrirsögn greinar um morðin á yf- irmanni svissnesku lífvarðasveitar- innar í páfagarði og konu hans. Talsmaður páfagarðs, Joaquin Navarro-Valls, sagði strax eftir morðin á mánudagskvöld að hinn 23 ára gamli undirforingi í lífvarða- sveitinni, Cédric Tornay, hefði skot- ið nýskipaðan yfirmann sinn, Alois Estermann, og eiginkonu hans, Gladys Meza Romero, til bana og síðan svipt sig lífi. Hann hefði gert það í stundarbrjálæði. Á miðviku- dag sagði Navarro-Valls að krufning líka hinna látnu hefði staðfest þetta. í greininni í La Repubblica á mið- vikudag er farið lofsamlegum orð- um um hæfni talsmanns páfagarðs, en síðan segir: „Svör hans eru of ná- kvæm, þau koma of fljótt, þau eru of fullkomin, of ótvíræð.“ Ekki allir jafnvissir Opinber skýring á ódæðisverkun- um i páfagarði á mánudagskvöld er sú að Cédric Tornay hafi verið reið- ur út í yfirmann sinn, meðal annars vegna þess að Cédric átti ekki að fá orðu við hátíðlega athöfn á mið- vikudag, 6. maí, helgasta degi í sögu svissnesku lífvarðanna. En einmitt þann dag árið 1527 féllu 147 lífverð- ir á borgarmúrum páfagarðs fyrir hendi spænskra og þýskra her- manna sem sendir voru af Karli 5. keisara. Á hverju ári þennan dag eru 40 nýliðar teknir inn í lífvarða- sveitina. Þessar skýringar páfagarðs á verknaði lífvarðarins unga komu mörgum í opna skjöldu. Móðir hans var ein þeirra. í viðtali við dagblað- ið Blick segist hún hafa rætt við son sinn á mánudag. „Sonur minn missti ekki vitið,“ sagði hún. Rannsókn málsins er alfarið í höndum páfagarðs. Á ítalíu eru þeir þó nokkrir sem bera brigður á rann- sóknina. „Páfagarður segir ekki satt,“ segir þjóðfélagsfræðingurinn Ida Magli í viðtali við svissneska dag- blaðið 24 heures. Hún skýrir þó ekki á hverju hún byggir þennan dóm sinn. Lagður í einelti Systir Cédrics sagði í viðtali við áðurnefnt dagblað, Blick, að bróðir sinn hefði mátt þola miklar raunir vegna strangs aga sem Estermann hélt uppi. „Cédric fannst Estermann leggja DAUÐII PAFAGARÐI Nýr yfirmaöur hinna svissnesku lífvarða páfa, sem skýldi Jóhannesi Páli þegar tilraun var gerö til aö myrða hann 1981, var skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni á mánudagskvöld. Bana- maður þeirra svipti sig lífi á eftir. Morðin á mánudags- kvöld voru framin aðeins 10 klukkustundum eftir að Alois Estermann var skipaður yfirmaður lífvarða páfa. PÁFAGARÐUR @ Varöstöðvar lífvaröanna Safn páfa- garös Moröin voru framin í íbúö Estermanns fyrir innan Porta Sant'Anna Liðsmenn verða aö vera kaþólskir og svissneskir Þeir gæta meðal annars ■ vistarvera páfa og inngönguleiða páfagarðs Sagt að endurreisnar- listamaðurinn Michelangelo hafi hannað búningana i Óeinkennisklædd' ir lífverðir qæta páfa á feroum hanfe Heimild Eyewilness Travel Guides, Rome, Dorling Kindersley Æ sig í einelti. Ef hann og félagar hans komu fimm mínútum of seint var hann sá eini sem hlaut refsingu," sagði systirin í viðtalinu við Blick. Kvöldið örlaga- ríka afhenti Cé- dric einum félaga sinna bréf sem hann bað um að ' komið yrði til Qöl- skyldu sinnar ef eitthvað kæmi fyr- ir. Innihald bréfsins hefur ekki enn verið gert opinbert. ítalska blaðið La Stampa sagði hins vegar á fimmtudag að í því hefði Cédric sagt að hann yrði að koma í veg fyrir frekara óréttlæti. Erlent fréttaljós í sama blaði var sagt að ein systra Cédrics væri furðu lostin yfir frásögninni af atburðunum á mánudagskvöld. * ; v „Páfagarður segir * hér ekki allan sann- leikann," var haft eftir systurinni i La Stampa. Bara venju- legur strakur Cédric Tornay hafði verið í lífvarðasveit páfa í þrjú ár, árinu lengur en upphaflegur samningur hans gerði ráð fyrir. Einn félaga hans lýsti honum sem „ragazzo normalissimo" eða ósköp venjulegum strák. „Mér finnst því erfitt að trúa því að æði hafi runnið á hann. Enginn veit þó hvað gerðist," sagði þessi fé- lagi Cédrics í lifvarðasveitinni. Henri Salina, áhóti í klaustri heilags Maurice í Sviss, þar sem Cé- dric var nemandi í þrettán ár, var sem þrumu lostinn þegar hann heyrði fréttirnar. í minningu hans var Cédric Tornay „síbrosandi og ljúfur drengur," eins og ábótinn orð- aði það í viðtali við svissneska blað- ið 24 heures. En lífið í búðum svissnesku líf- varðanna í páfagarði er enginn dans á rósum. Aginn er strangur, kaupið lélegt og frelsið lítið. Við slíkar að- stæður getur allt gerst. Byggt á La Repubblica, Reuter, 24 heures og Guardian. liistahátíð í Reykjavík AMLIMA. Afrískir dans- og tónlistamenn. Borgarleikhúsinu. 16.5. kl. 20 og 17.5. kl. 14 og 20. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR. Danski útvarpskórinn og Caput. Frumflutt nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson. Þjóóleikhúsinu 17.5. kl.20. LE CERCLE INVISIBLE. Victoria Chaplin og jean-Babtiste Thierrée. Þjóðleikhúsinu i9.,2o.,2i.og 22.5. kl.20 og 21.5. kl. 15. STRAUMAR. Tríó Reykjavíkur, Martial Nardeau og félagar. Frumfiutt nýtt tónverk eftir Jón Nordal. Iðnó. 20.5. kl. 23 og 24.5. kl.17. CAPUT og Sigrún Eðvaldsdóttir. Iðnó. 22.5. kl.20. IRINAS NYA LIV. Leikstjóri Suzanne Osten. Unga Klara. Borgarleikhúsinu. 24.,25. og 26.5. kl.20. JORDI SAVALL, Montserrat Figueras og Rolf Lislevand. Hallgrímskirkju. 25.5. kl. 20. CHILINGIRIAN STRING QUARTET og Einar Jóhannesson. íslensku óperunni. 27.5. kl. 20. NEDERLANDS DANS THEATER II og III. Borgarleikhúsinu. 28. og 29.5. kl.20. VOCES THULES: Þorlákstíóir. Kristskirkju, Landakoti, 31.5. kl.18 og 24. 1.6. kl. 12,18 og 20. GALINA GORCHAKOVA, sópran. Háskólabíói, 2.6. kl.20. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. Hljómsveitarstjóri Yan Pascal Tortelier. Fiðluleikari Viviane Hagner. Háskólabfói, 5.6. kl.20. SEIÐUR INDLANDS. Indverskir dans- og tónlistarmenn. Iðnó. 6. og 7.6. kl. 20. CARMEN NEGRA og ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN (sjá séraugtýsingar) 0 í Upplýsingamióstöð feróamála í Reykjavík, Bankastræti 2. Sími: 552 8588. Fax: 5623057. Opin virka daga frá kl. 9.00 - 18.00, frá kl.10.00 - 14.00. Frá 11. maí er opió alla daga frá kl. 8.30 - 19.00. Greiðslukortaþjónusta. HEILDARDAGSKRÁ liggur frammi í miðasölu # ; t 16. MAItil 7.JÚNÍ E-mail: a r t f e s t @ a r t f e s t. i s Website: www.artfest.is ALLIR SUZUKt BÍLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. SUZUKI AFL OG ÖRYGGl SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur 6. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. SUZUKI BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4 Góður í ferðalagið Baleno Wagon er einstaklega rúmgóður og þægilegur í akstri, hagkvæmur í rekstri og hefur allt að 1.377 lítra farangursrými. Baleno Wagon gerir ferðalagið enn ánægjulegra. Baleno Wagon GLX 4X4: 1.595.000 kr. Baleno Wagon GLX: 1.445.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.