Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 60
i ÍFRÉTTASKOTIÐ Hi SÍMINN SEM AIDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ1998 Esra gengur í hjónaband Esra Pétursson mun ganga í hjónaband um næstu helgi. Hann ætlar aö ganga að eiga Eddu. V. Scheving. Athöfnin fer fram í Hallgrímskirkju. Þetta er fyrsta hjónaband hennar en annað hjónaband Esra. -Ótt Fyrsta síldin sem tveir tugir íslenskra skipa eru og hafa verið að veiða í norsk-íslensku síldarsmugunni kemur til Austfjarða í dag. Guðrún Þorkelsdóttir mun landa á Eskifirði. Síldin veiddist á þremur kvöldum. Á myndinni er Klara Sveinsdóttir f Síldarvinnslunni á Neskaupstað með síid sem kom með dönsku sfld- arskipi fyrr í vikunni. Hún og fleira fiskvinnslufólk á Austfjörðum bíður nú átekta eftir síld úr um 20 skipum þó svo að ýmsir, eins og hún, telji að síldarver- tíð eigi ekki að vera á sumrin. DV-mynd BG Urgur vegna greiðslna banka til ríkisendurskoðanda: Tekið að hitna undir ríkisendurskoðanda - Kjaradómur vísar frá sér aukagreiðslum til Sigurðar Þórðarsonar Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi hefur síðan 1986 þegið ár- lega fast að 600 þúsund krónum í laun frá Búnaðarbankanum sem embætti hans endurskoðar. í lögum er þó skýrt tekið fram að starfsmenn embættisins skuli „í einu og öllu óháðir ráðuneyt- inu og stofnunum sem þeir vinna að endurskoðun hjá“. Þingmenn, jafnt úr liði stjómar og stjómarandstöðu, sem DV ræddi við í gær töldu greiðslur af þessu tagi mjög óviðeigandi. Þær græfu undan sjálf- stæði embættisins gagnvart þeirri stofnun sem innti slíkar greiðslur af hendi og töldu þeir óhjákvæmilegt að þingið tæki á málinu með einhverjum hætti. Ríkisendurskoðun heyrir irndir Alþingi og ríkisendurskoðandi er lög- um samkvæmt ráðinn af forsætis- nefnd Alþingis til sex ára í senn. Þegar DV spurði Sigurð Þórðarson í gær út í greiðslur til hans og hugs- anlega annarra starfsmanna embætt- isins frá bönkum hafnaði hann að ræða málið og sagði: „Ég vísa öllum spumingum um starfskjör og launa- kjör mín til formanns Kjaradóms." Garðar Garðarson, hæstaréttarlög- maður og formaður Kjaradóms, sagði hins vegar að slíkar greiðslur féllu ekki undir Kjaradóm. „Við úrskurð- um honum einungis laun fyrir hans föstu vinnu og yfirvinnu. Ef hann er að vinna eitthvað fyrir utan sitt venjulega verksvið heyrir það ekki undir okkur. Hann hefúr hins vegar gert okkur ítarlega grein fyrir þeim greiðslum sem hann hefur fengið fyr- ir störf sin hjá Búnaðarbankanum, síðast stuttu eftir áramót.“ Aðspurður hvort þær væru ekki partur af þeim kjörum sem Kjaradómur ákvarðar svaraði Garðar Garðarsson: „Nei.“ Hann kvaðst jafnframt ekkert geta sagt um það hvort aðrir starfsmenn embættisins heföu fengið einhverjar greiðslur frá öðram bönkum. Ástæð- an væri sú að Kjaradómur fjallaði ekki um starfskjör annarra starfs- manna embættisins en sjálfs ríkisend- urskoðanda. -JHÞ/-rt Veðrið á morgun: Rigning vestan til Á morgun verður sunnanstrekkingur og rigning vestan til á landinu en hæg suðvestlæg átt og þykknar smám saman upp austan til. Hiti verður 5 til 12 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðrið á mánudag: Rigning um allt land Á mánudaginn býst Veðurstofan við sunnanstrekkingi og rigningu á landinu öllu. Hiti verður á bilinu 6 til 12 stig, hlýjast norðan til. Veðrið í dag er á bls. 65. Sunnudagur Hrannar B. Amarsson: Óvænt innlegg „Þetta era að mestu leyti gömul mál '■MPfeern hafa verið til opinberrar umfjöll- unar áður. Þetta er óvænt innlegg í kosningabaráttuna. Ég mun skoða þetta í heild sinni og gefa síðan út yfírlýsingu um þetta mál á næstu dögum. Þetta er vel valinn tími hjá þeim sem vilja klekkja á okkur," segir Hrannar B. Hrannar B. Arn- Amarsson, fram- bjóðandi á R-listan- um, aðspurður um ásakanir á hendur sér um fjármála- óreiðu. Hrannar, sem skipar 3. sæti listans, _jQg félagi hans, Helgi Hjörvar, sem er " 'oddviti listans fyrir borgarstjóraar- kosningamar, eru sakaðir á heima- síðu á Netinu um mikla óreiðu í fíár- málum á undanförnum árum. Þar ER staðhæft að þeir hafi svikið fólk um launagreiðslur og skilið fyrirtæki og einstaklinga eftir með tugmilljóna króna tapaðar kröfur. Aðstandendur heimasíðunnar eru þeir Gísli Bjöms- son og Hlynur Jón Michelsen. „Það er nú orðið hálft sjöunda ár frá því að ég hætti rekstri sameignarfé- lags okkar Hrannars. Ég verð að játa V -sö mér þykja þessar launakröfur frek- ar seint fram boraar en tímasetning þeirra er athyglisverð," segir Helgi Hjörvar, oddviti listans. -RR arsson. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PO RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA V£RÐUR PA SAI^UMESSA BRUÐGUMA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.