Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
'★ *'
Iguriim
Góðviðrísdagur í lífi Ara Trausta Guðmundssonar veðurfréttamanns á Stöð 2:
Nýtt og betra veður
„Athuganir á nýju fyrirkomulagi
veðurfrétta á Stöð 2 hafa staðið
lengi yfir. En um leið og búið var að
semja við bandaríska fyrirtækið
Earthwatch um tölvuforritin og
finna kostandann, Tal, fór allt á fúll-
an skrið; eiginlega allt of mikla ferð.
Þá var farið í „íslenska haminn" og
allt gert á mettíma. Það sem venju-
lega tekur 4-6 mánuði var fram-
kvæmt á 4-6 vikum; hlaupið allt
einn endasprettur. Þess vegna var
fjórði maí annasamur dagur og þó
nokkur spenna í loftinu.
Áreynsla allra meina bót
Ég skutlaði stráknum mínum í
frönskuna í Háskólanum. Enda
þótt ég kunni enn svolitla Vigdís-
arfrönsku úr MR töluðum við
samt saman á móðurmálinu um
sumarvinnu hans. Svo skellti ég
mér i morgunpuð í GYM80, þann
góða stað, glingraði þar við lóð og
togaði í blakkir. Ég hef verið
þarna að frá byrjun og held að
svona áreynsla í hófi sé allra
meina bót.
Allt of margir dagar fara í fund-
arhöld hjá einyrkjum eins og mér
og þessi var engin undantekning.
Bara einn fundur þó. Hjá Saga
Film þurfti að ræða hvemig lenda
á gerð heimildarmyndar um
Vatnajökul og umbrotin þar sem
unnið hefúr verið að síðan 1995.
Þarna hitti ég líka samstarfsmenn
í fjölda ára sem vildu vita sem
mest um nýja veðrið og þannig
tryggði ég að minnsta kosti
nokkra áhorfendur um kvöldið.
Æft við bláa vegginn
Ég skaust svo upp á Stöð 2 fyrir
að tæknimálunum á Stöðinni, Pál
fréttastjóra, sem fylgdist spenntur
með framvindunni, og Þór Freys-
son sem er einn af útsendingar-
stjórum frétta og hefur unnið að
málinu. Allt sýndist okkur vera
„undir kontról“ eins og danskurinn
segir. Spennan hjaðnaði dálítið.
Heilsað upp á afa-
drenginn
Mér tókst að ná heim í hádeginu
og heilsa upp á afadrenginn, hann
Andra Dag, sem er í pössun hjá
ömmu og afa, fara í vinnugallann
(með hálstaui og öllu saman), deila
áhyggjum með Maríu konu minni
og mæta aftur á staðinn upp úr
klukkan tvö.
Tappatog og nasl
Við vorum að breyta og bæta
þessar fjórar og hálfa mínútu til
útsendingar fram eftir síðdeginu;
fundum meira að segja tvær villur
og Unnur reddaði spá morgun-
dagsins svolítið fyrr en ella áður
en hún kom til að vera til halds og
trausts eftir vinnu á Veðurstof-
unni.
Það sem eftir lifir sögunnar um
fyrsta veðurfféttatímann með full-
komnasta kerfi sem enn er hér í
notkun þekkja þeir sem sáu. Eftir-
leikurinn fór svo fram í stúdíóinu
með tappatogi og nasli, þremur dá-
góðum ávörpum og nokkrum skál-
um. Allir virtust ánægðir og þeir
þrír áhorfendur sem hringdu á
Stöð 2 voru það líka, nema hvað
einum fannst að veðurfréttatíminn
ætti að vera helmingi lengri.
Merkilegt fólk, íslendingar."
Ari Trausti og Gestur Guðmundsson graffker undirbúa nýja veðriö.
hádegi til þess að fara yfir stöðuna.
Við Unnur Ólafsdóttir vorum búin
að æfa okkur nokkuð oft dagana á
úndan fyrir ffarnan bláa vegginn
og fara með einhverja skáldþulu
undir myndum úr tölvunni hjá
Gesti Guðmundssyni grafiker sem
hefur haldið utan um lokahönnun-
ina á veðurfréttatímanum (sem er
tvískiptur í 19-20). Núna var hins
vegar komið að því í fyrsta sinn að
setja alvöruspá og gögn ffá Veður-
stofunni inn í kerfið og búa til „sög-
una“ fyrir kvöldið.
Gestur sat við græjurnar, furð-
anlega afslappaður, og þau voru
mætt eina ferðina enn, Halla Björg,
tölvumeistari af Veðurstofunni, og
Guðmundur Hafsteinsson af þjón-
ustusviðinu þar. Veðurtungla-
myndir, loftrakaspá i 950 millíbara-
fleti, langtímaspá, færsla á skilum
DV-mynd E.OI.
og breytingar á jafnþrýstilínum:
allt varð þetta aö rata rétta leið í
tölvunni svo kalla mætti fram
hreyfimyndir í fféttatímanum. Og
ekki er þá allt upptalið þvl staða
veðurs klukkan 12, heima og heim-
an, birtist ekki fyrr en um eittleyt-
ið og sjálf spáin fyrir næsta sólar-
hring (kl. 12) enn síðar.
Mér tókst að skjóta inn smá-
spjalli við Alfreð sem hefur stjóm-
fímm breytingar
Ý< . ......... .....
Finnur þú fimm breytingar? 462
Nafn: _
Heimlli:
Vinningshafar fyrir getraun nr. 460 eru:
1. verölaun: 2. verölaun:
Víglundur Jóhannsson, Anton Kristvinsson,
Kötlufelli 9, Sólvallagötu 3,
111 Reykjavfk. 630 Hrísey.
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í Ijós að á myndinni til hægri hefúr
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja viö
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjón-
varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að
verðmæti kr. 3.490.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagiö meó lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 462
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík