Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 . unglingar "h. ih' Uppfinningamenn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ: Keppt í hugviti Guömundur Andri, Garöar og Eva María hönnuöu mæli til aö mæla ferskleika fisks og tryggöi þaö þeim 1. sæti ásamt Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. DV-mynd E.ÓI. Undanfarin ár hefur það verið ár- viss viðburður að ungt fólk á aldr- inum 15-20 ára keppi í hugviti. í hugmyndasamkeppninni Hugvísi hafa margar góðar hugmyndir komið fram auk þess sem ungt fólk hefur fengið tækifæri til að sanna sig og færni sína. í ár eru það tveir skólar sem deila með sér fyrsta og öðru sæti. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum og er þetta ekki í fyrsta skipti sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vinnur þessa keppni. Keppendur þessara tveggja skóla fara utan i haust, FV til Þýskalands og FG til Portúgal. Blaðamaður DV hitti fulltrúa FG og forvitnaðist um verkefnið og framtíðaráætlanir. Ferskleiki fisks Hugmynd Garðbæinganna ungu var að búa til mæli sem mældi ferskleika fisks. Þau þrjú sem stóðu að verkefninu eru Garðar Þorsteinsson, Guðmundur Andri Hjálmarsson og Eva María Guð- mundsdóttir og eru þau öll á stærðfræðibraut. „Við notuðum koltvísýrings- skynjara til að mæla hversu mikið af koltvísýringi kæmi frá ílskinum til að meta hversu gamall hann væri,“ útskýrir Guðmundur Mn hliðin Andri. Það var kennarinn þeirra, sem þau bera mikið lof á, Guð- mundur Reinaldsson, sem sagði þeim frá möguleikanum að hægt væri að mæla ferskleika fisks með slíkum mæli. Hræðileg lykt Verkefnið hafði einn leiðinlegan fylgikvilla. „Lyktin var oröin dálit- ið vond eftir tvær vikur,“ segir Eva Maria. „Við vorum með flsk í 6° hita og hann var orðinn frekar yndislegur eftir dálítinn tíma,“ bætti Guðmundur Andri við. Af þessum sökum fengu þau inni hjá RF með tilraunirnar og þurftu því ekki að hafa skemmdan fisk í skól- anum. Hvetjandi og þroskandi Þau hafa orðið vör við mikinn áhuga á verkefninu og hafa þau til dæmis fengið viðurkenningu frá skólanum og Garðabæ. Þau segja að þeim hafi ekki borist neitt til- boð enn en þau hafi heldur ekki einkaleyfi. Áframhaldandi þróun komi samt til greina. í kringum þetta verkefni var bú- inn til áfangi sem gerir það að verkum að þau fá verkefnið metið sem hluta af námi. Þau segja að það sé mjög hvetjandi. Svona verk- efni sé mjög skemmtilegt og þrosk- andi auk þess sem þau hitti fólk með svipuð áhugamál og þau. Mikill tími fór i vinnuna við verkefnið en þau segja að það hafi ekki bitnað á náminu, frekar á frí- tímanum. „Það fór allur frítíminn í þetta!" segir Eva María. I víking til Portúgal í lok september fara þau til Portúgal þar sem þau kynna hönn- un sína á evrópskri hugmynda- samkeppni. Fyrir haustið þurfa þau því að þýða skýrsluna yfir á ensku og undirbúa sig vel því þau þurfa meðal annars að setja upp bás til kynningar. Búnaðurinn sem þau hönnuðu var nokkuð fyr- irferðarmikill, 3 mælar og einn kassi og ætla þau að reyna að koma honum í handhægara form áður en þau halda til Portúgal. Framtíðin En hvert stefna ungir uppfmn- ingamenn? Þau segja að nóbelinn gæti alveg eins komið til greina en stefna þó ekki að því. Þau stefna öll á lengra nám. Eva María segir þó að hún sé ekki viss um hvert skuli halda í náminu, hún eigi eft- ir að gera það upp við sig. Guð- mundur Andri ætlar að fara í tölv- unarfræði og Garðar í tölvuverk- fræði. Þau gætu öll hugsað sér frekari rannsóknir og nýsköpun á sviði tækninnar. -sm I sól og sumaryl Þau sneru aftur síðasta laugar- dag, englarnir á Malibu-ströndinni. Enda komið vor á Kaliforníströnd- um líkt og í Laugamesinu. Margar öldur hafa brotnað á bergi síðan þessir þættir kviknuðu fyrst á skjálömpum íslendinga en lítið hafa þeir breyst. Breytingin er helst fólgin í að sumar persónur eldast en aðrar hverfa. Á sínum tíma ríkti mikil sorg í augnbotnum vorum þegar hún Pamela okkar Anderson hvarf af skjánum til að geta sinnt betur rustanum og óberminu honum Tommy. Nú hefur önnur augna- perla horfið en það er Jasmine Bleeth og er það miður. Eins og áður sagði eldast flestar persónurnar eftir því sem þær eru lengur í briminu. Það gildir þó hvorki um leiksnillinginn og virtúósinn David Hasselhof en það er kannski vegna þess að hann framleiðir þættina. Hins vegar er Hobie (fullt nafn gæti verið Hopeless) sífellt að eld- ast. Hann er okkur því miður einnig til sifelldra vonbrigða. Við minnumst hans fyrst sem dökk- hærðs hnokka á spretti um sand- inn. Síðan varð hann kynþroska og lét hann mjög á sjá við það og virð- ist fara versnandi. Það er bara að vona að sú þróun snúist við og við fáum að líta fagurri fýr í næstu syrpu. -sm Framarinn Daði Hafþórsson á leið í atvinnumennsku í handbolta: Leiðinlegast að vaska upp Daði Hafþórsson, handknattleiks- maður í Fram, gerði í vikunni atvinnu- mannasamning við þýska félagið Dor- magen til næstu tveggja ára. Daði er þar með þriðji íslendingurinn hjá liö- inu en fyrir eru Héðinn Gilsson og Ró- bert Sighvatsson. Daði lék mjög vel með Safamýrarstrákunum í vetur og verður spennandi að fylgjast með hon- um í þýska handboltanum næsta vet- ur, hvort sem það verður í 1. deildinni þar ytra eða 2. deild, en Dormagen berst fyrir lífi sínu i einni sterkustu handboltadeild heims. Daði sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Haraldur Daði Hafþórsson. Fæðingardagur og ár: 4. janúar 1975. Maki: Dagbjört Rut Bjamadóttir. Böm: 1 mánaðar gamall sonur. Bifreið: Toyota Corolla. Starf: Sölumaður. Daði Hafþórsson á fleygiferö í leik meö Fram í 1. deildinni. DV-mynd BG Laun: Sæmileg. Hefur þú unnið f happdrætti eða lottói? 100 kall í Happaþrennu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?Vera heima með fjölskyldunni og spila golf. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt með öllu. Uppáhaldsdrykkiu-: Kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremst- ur í dag? Tiger Woods. Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Það er spurning. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Tiger Woods til að kenna mér smá í golfl. Uppáhaldsleikari: A1 Pacino. Uppáhaldsleikkona: Cameron Diaz. Uppáhaldssöngvari: Bono I U2 og Sig- urpáll Ámi Aðalsteinsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Davíö Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Stjáni blái. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og Fóstbræður. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús: Argentína. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Mein Kampf eftir Adolf Hitler. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans í Tvíhöfða. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Get ekki gert upp á milli Fóstbræðranna. Uppáhaldsskemmtistaður: Astró. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Að bæta mig sem hand- boltamaður og lifa i sátt og samlyndi við lífið og tilveruna. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ætli ég verði ekki að æfa handbolta og undirbúa flutning til Þýskalands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.