Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 9. MAI 1998
útlönd
DV, Gullna þríhymingnum:______
Hann brosir, hristir höfuðið og
hefur greinilega heyrt spurninguna
áður. „Nei, ekki ég, ekki ég,“ segir
hann á ágætri ensku. „Einhverjir
aðrir þá?“
Hann brosir enn breiðar en áður
og hristir höfuðið. „Ég hef ekkert
séð,“ svarar hann jafnsannfærandi
og áður.
Hefur ekkert séð og er þó búinn
að sigla upp og niður ána Kok árum
saman og veit hvað er bak við
næstu hæð og þá þarnæstu. Þarna
um fara allt að 2000 tonn af ópíum á
hverju ári en það veit enginn neitt
um það - allra síst þeir sem þekkja
bæði fjöllin og fljótin eins og eigin
buxnavasa.
Móti ópíumstraumnum
Leiðsögumaður okkar þekkir
Gullna þríhyrninginn vissulega
eins og vasana sína en hann flytur
ferðamenn - bara ferðamenn, ekki
ópíum. Hann gerir út leigubát á
fljótinu og flytur fólk inn í dalinn í
átt að landamærum Burma. Þangað
Gullni þríhyrningurinn - hér mætast
Taíland, Laos og Burma og hér hafa
ópíumsmyglarar lengi átt sín
stefnumót.
sig peningum.
Helsti vandinn er að það er ekki
hægt að flytja eitrið frá Burma. Eng-
inn tekur við varningi frá Burma
án þess að skoða hvort þar er eitur
að finna. Þá er gott að njóta frelsis-
ins í Taílandi og fleyta eitrinu nið-
ur einhverja af þverám Mekong á
bambusbátum eða láta filana silast
með það yfir fjöllin. Lögreglan í
Taílandi getur ekki fylgst með
hverri lækjarsprænu og hverjum
hól á öræfum Gullna þríhyrnings-
ins og því sleppa 2000 tonn af ópíum
út úr Burma og út í heim um
Tailand.
Toyota-þríhyrningurinn
Áður fyrr var gull gjaldmiðillinn
í Gullna þríhyrningnum. Enn er
gull eftirsótt en ýmis annar varn-
ingur hefur hækkað í verði eftir að
kreppan skall á í Austur-Asíu. Sagt
Helgarblað DV á smyglaraslóðum í Gullna þríhyrningnum:
Allir vita
liggur straumur ferðamanna en á
móti straumnum berst eitrið sem
selt er á götum stórborganna í
austri og vestri. í nær tvær aldir
hefur Gullni þríhymingurinn verið
ein helsta uppspretta eiturlyfja i
heiminum. Hér fékk ópíumvalmú-
inn að spretta óáreittur og afurðirn-
ar bárust um allan heim.
Svo var ákveðið að grípa í
taumana og uppræta eiturplöntuna
í eitt skipti fyrir öll - loka Gullna
þríhyrningnum og fá bændur til að
rækta grænmeti í stað eiturplönt-
unnar. Árangurinn er grátlega lítiU.
Eitur fyrir gull
Gullni þríhyrningurinn hlaut
nafn sitt af því að við eina af bugð-
um stórfljótsins Mekong koma sam-
an þrjú lönd; Taíland, Burma og
Laos. Þetta er hrjóstrugt land þar
sem óstýrilátt fjallafólk hefur öldum
saman farið sínu fram utan við lög
og rétt. Kínverjar komu með fyrstu
valmúaplönturnar á síðustu öld og
síðan hefur bæði lif og dauði í
Gullna þríhyrningnum snúist um
ópíum.
Gullinn er þríhymingurinn kall-
aður vegna þess að þarna skiptu
kaupmenn á ópíum og gulli meðan
eitrið var enn lögleg verslunarvara
og enginn vissi enn hvernig átti að
vinna heróín og önnur hættuleg
efni úr því.
Gósenland hippanna
Svo kom Víetnamstríðið og
hippamenning á Vesturlöndum.
Bandarískir hermenn slöppuðu af í
Taílandi milli orrusta og komust á
bragðið. Það var þá sem ráðamenn
fóru að hafa horn í síðu ópíumval-
múans. Taílendingar hafa alltaf
viljað gera öllum tU geðs; bæði óp-
íumsölum og vestrænum ríkis-
stjórnum. Þeir réðust af hörku í að
stöðva ópíumræktina og nú mun
það vera svo að ópíum er ekki
framleitt í Taílandi. Fjallafólkið,
sem áður sinnti ópíuvalmúanum,
stjanar nú við ferðamenn og rækt-
ar grænmeti eins og stjórnvöld
Stöðugur straumur fólks er upp og
niöur árnar við landamærin til
Burma. Með flýtur svo ópíum á leið
út í heim.
vilja. Aukabúgreinin er að smygla
eitrinu frá Burma og að einhverju
leyti frá Laos. Taílandsstjórn
skortir bæði vilja og getu til að
stöðva smyglið.
Raunar er það svo að ópíumval-
múinn blómstrar nú sem aldrei fyrr
i Burma. í Laos er allt þjóðfélagið að
sofna svefninum langa, og menn
hafa vart rænu á að framleiða
smyglvöru lengur hvað þá annað. í
landamærahéruðum Burma hafa
ættbálkar fjallafólks staðið í stríði
við stjórnvöld í
Rangoon undanfarna
áratugi og kostað
skæruhernaðinn
með ópíumsölu.
Þannig hefur Burma-
stjóm alltaf getað af-
sakað sig með að
hana skorti herstyrk
til að stöðva ópíu-
ræktina. Héraðshöfð-
ingjar eins og Khun
Sa eða öðru nafni
Chan Shi-Fu hafa
farið með öll völd i
landamærahéruðun-
um og stjórnað eitur-
lyfjasölunni. Hér er
nóg úrval af smá-
kóngum og héraðs-
höfðingjum. Sumir
ættbálkanna lúta
en enginn sér
raunar stjórn kvenna, en það gerir
þá síst friðsamari.
Köld kvennaráð
Leiðsögumaður okkar segir að
konur af ættbáli akka séu skæðast-
ar allra. Þær eigi marga eiginmenn,
reyki ópium og snúi körlunum i
kringum sig. Eiginlega skelfilegt
ástand. Hann hlær. „Þetta er allt
öðruvísi fólk en við. Það býr eigin-
lega utan við þjóðfélagið og hefur
aldrei heyrt um fyrirbæri eins og
lýðræði og frelsi. Valdamesti karl-
inn eða konan ræður og setur lögin
eftir geðþótta, segir hann og fordóm-
arnir skína í gegn.
15.000 manna einkaher
Enn er það svo að einstakir
skæruliðaforingjar hafa allt að
15.000 menn undir vopnum en nú
ríkir friður. Skæruliðar em hættir
að berjast við stjómarhermenn og
sameinast nú um aö brenna flótta-
mannabúðir og hrekja eignalaust
fólk úr landi.
Þetta fólk hrekst yfir til Taílands
þar sem það verður kaupahéðnum
og ferðamálafrömuðum að bráð.
Taílendingar hafa meira að segja
fundið upp á að selja ferðamönnum
aðgang að flóttamannabúðum.
Ríkisrekinn skæruliði
Skæruliðaforinginn Khun Sa sit-
ur í höfuðborginni Rangoon undir
vernd stjórnvalda, og í fiöllunum
em settar á svið sýningar þar sem
ópíumakrar eru brenndir í augnsýn
alþjóðlegra sendimanna. Tilgangur-
inn er að láta líta svo út sem stjórn-
völd ætli sér að stöðva ópíumrækt-
ina til að blíðka ráðamenn í ríku
löndunum. Nú er kreppa í Austur-
Asíu og það vantar fiármagn til fiár-
festinga. Það er bara til á Vestur-
löndum.
En vestrænir fiárfestar halda að
sér höndum. Burmastjóm er enn
sem fyrr alræmd fyrir mannrétt-
indabrot og spillingu. Efnahagurinn
er í molum og það er búið að banna
útflutning á hrísgrjónum til að
koma í veg fyrir hungursneyð.
Uppspretta fjármagns
Það kemur þvi ekki á óvart þótt
vestræn stórfyrirtæki leiti með pen-
ingana sína á tryggari mið en
Burma hefur upp á að bjóða. Banda-
ríkjamenn hafa lengi viljað hafa
hendur í hári Khun Sa en ná ekki
til hans fyrir Burmastjórn. Enn er
samt von um að næla í peninga á
þessum krepputímum. Burma getur
Fflarnir hafa enn verk að vinna í Taílandi. Þeir eru seigustu burðardýrin í fjöll-
unum og bera enn ótalin tonn af ópíum frá Burma til Taílands.
DV-myndir Gísli Kristjánsson
enn boðið upp á eina framleiðslu-
vöru sem heimsbyggðin tekur við.
Það er ópíum og eitur unnið úr því.
Nú er m.a. komið á markaðinn í
Asíu nýtt eiturlyf sem kallast
Vinnuhesturinn og er unnið úr ópí-
um. Og í Burma eru enn menn sem
kunna listina að framleiða og selja
ópíum. Það eru gömlu höfðingjarnir
i fiöllunum. Þess vegna hefur
Burmastjórn samið frið við höfð-
ingjana.
Vonlaust með gæslu
Höfðingjarnir fá að ráða því sem
þeir vilja bara ef þeir nota gróðann
af ópíumsölunni til að fiárfesta í
landinu í stað þess að kosta skæru-
hernað. Þess vegna sitja gamlir
skæruliðar nú undir lögregluvernd
í höfuðborginni Rangoon og strá um
er að réttnefni væri að kalla Gullna
þríhyrninginn Toyota-þríhyrning-
inn vegna þess að æ oftar er skipt á
eitrinu og stolnum japönskum jepp-
um.
í Burma gengur notaður, stolinn
Toyota HiLux nú á 12 til 16 milljón-
ir íslenskra króna. Það er enginn
gjaldeyrir á lausu til að kaupa þessa
bíla löglega og þvi eru þeir taldir
gulls ígildi á vegleysum landsins.
Þegar jepparnir duga ekki lengur til
taka filarnir og bambusbátarnir við;
þriggja sólarhringa ferð með báti
frá landamærum Burma og í vegar-
samband í Tailandi. Leiðsögumaður
okkar hefur oft farið þessa leið og
líka inn í Laos en flytur bara ferða-
menn og hefur aldrei heyrt um ann-
an „varning“.
Gísli Kristjánsson