Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 48
60 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 DV bridge GENERAU-heimsmeistarakeppni í einmenningi 1998: Frakkinn Paul Chemla sigraði Fjórða Generali-heimsmeistara- keppnin í einmenningi var haldin á eyjunni Korsíku dagana 17.-20. apr- íl. Fimmtíu og tveimur stórmeistur- um var boðin þátttaka, fímm mættu ekki og rýrði það frekar en ekki þetta merka mót. Umsjón Stefán Guðjohnsen Jón Baldursson var fulltrúi ís- lendinga, vann enda mótið fyrir tveimur árum, en í þetta sinn gekk honum verr. Jón byrjaði illa, en skák náði risaskor í síðustu umferðinni og endaði í 18. sæti. Fyrir það fékk hann 3.000 franska franka í verð- laun, sem er alls ekki slæmt. Frakk- inn Paul Chemla nældi sér hins veg- ar í 50.000 franka í verðlaun fyrir fyrsta sætið. Hann er atvinnumaður í bridge, núverandi heimsmeistari í sveitakeppni og þetta er hans fjórði heimsmeistaratitill. í kvennaflokki sigraði Migri Zur- Albu frá ísrael. Hún er atvinnumað- ur í bridge og er að vinna sinn fyrsta heimsmeistartitil. Við skulum skoða eitt skemmti- legt spil frá mótinu, þar sem pólski stórmeistarinn Krzystof Martens er í aðalhlutverkinu. Reyndar byrjaði hann illa í mótinu og var um tíma í 52. sæti. Þegar spilið í dag kom fyr- ir var hann á góðri siglingu upp list- ann, en úrslit þess bundu enda á vonir hans um verðlaunasæti. * 109 V/AllU' v Q64 ♦ KD108532 * 7 * KDG73 * ÁK97 * 9 * 1092 ♦ 8642 W 103 ♦ -G6 * K8643 Með fyrrverandi heimsmeistara, Barry Westra frá Hollandi í norður, Kínverjan Zhong í suður, Frakkann Bompis í austur og Martens í vestur gengu sagnir á þessa leið : Vestur Norður Austur Suður 1 ♦ 3 + dobl pass 4 v pass 4 Gr pass 5 v pass 5 Gr pass 64 pass 7 * pass pass pass Martens er ekkert að slá af í sögn- unum, enda er alslemman ekki Frakkinn Paul Chemla. verri en laufasvining. Eins og spilið er þá er sú leið dæmd til þess að mistakast, en eftir allnokkra um- hugsun reyndi Martens aðra leið eftir tígulkóngsútspil norðurs. Hann drap á ásinn, trompaði tígul, lagði niður trompás, ef ske kynni að tía eða gosi kæmi í. Síðan fór hann inn á spaðaás, spilaði tígli og nú tromp- aði Zhong með tíunni. Martens yfir- trompaði með kóngnum og spilaði hjartaníu. Þegar lítið spil kom frá norðri þurfti hann að geta til hvort hann ætti að svína eða toppa. Þetta var ekki einfalt mál, bæði hafði norður sýnt sjö tígla og því líklegra að suður hefði byrjaö með þrjú hjörtu, en inn í þetta blandaðist einnig hvort suður hefði ekki reynt að villa fyrir, ef hann hefði byrjað með G 10 3 í trompi. Hann hefði þá trompað i þriðja tígulinn með gos- anum. Allt þetta þurfti Martens að glíma við. Að lokum valdi hann vit- laust og botninn blasti við. Aðeins tveir sagnhafar völdu rétt í hjartalitnum og unnu alslemmuna, en það að spila hálfslemmu og vinna sjö hefði gefið mjög góða skor. ♦ A5 V D852 ♦ Á74 ♦ ÁDG5 Landsmótið í skólaskák: Hjalti Rúnar og Dagur urðu meistarar Landsmótið í skólaskák er jafnan fjölmennasta skákmót ársins. Mótið hefst í skólum landsins þar sem teflt er í öllum styrkleikaflokkum án þess nauðsynlega mikil alvara sé á ferðinni. Þeir sem skara fram úr vinna sér svo sæti í glæsilegri úr- slitakeppni, sem að þessu sinni fór fram í Garðaskóla í Garðabæ. Teflt er í yngri flokki, nemenda í 1.-7. bekk og eldri flokki, nemenda í 8.-10. bekk. Keppnin var æsispennandi í báð- um flokkum og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu mínútunum. í yngri flokki sigraði Dagur Am- grímsson, Reykjavík, en hann er að- eins 11 ára gamall - heilum tveimur árum yngri en margir keppinaut- anna í yngri flokki. Dagur hlaut 9,5 vinninga úr 11 skákum en næstir komu Helgi Egilsson, Reykjanesi, og Guðjón Valgarðsson, Reykjavík, sem fengu 9 vinninga. Síðan kom Bjöm ívar Karlsson, Suðurlandi, með 8,5 vinninga, Guðmundur Kjartansson, Reykjavik, fékk 7,5 v., Heimir Einarsson, Vesturlandi fékk 6.5 v., Víðir S. Petersen, Reykjanesi, fékk 5,5 v., Gunnar Baldvin Björg- vinsson, Reykjanesi, fékk 4 v., Hall- veig Karlsdóttir, Austurlandi, fékk 2.5 v., Egill Steinar Ágústsson, Vest- fjörðum, og Ágúst Bragi Björnsson, Norðurlandi eystra, fengu 2 v. og Jón Ragnar Guðmundsson, Norður- landi eystra, rak lestina. í eldri flokki hreppti Hjalti Rúnar Ómarsson, Reykjanesi, íslands- meistaratitilinn með 9,5 vinninga. Stefán Kristjánsson, Reykjavík, sem fyrirfram var álitinn sigurstangleg- Umsjón astur, varð að lúta í lægra haldi fyr- ir Hjalta Rúnari í síðustu umferð. Hjalti Rúnar býr í Kópavogi og mun vera fyrsti Kópavogsbúinn sem nær þessum áfanga. Stefán varö í 2. sæti með 9 vinninga, jafnmarga og Andri H. Kristinsson, Reykjavík, sem varð lægri að stigum og fékk því þriðja sætið og Guðni Stefán Pétursson, Reykjavík, sem varð í 4. sæti. Ólaf- ur Kjartansson, Reykjavík, kom næstur með 7,5 v., síðan Halldór Brynjar Halldórsson, Norðurlandi eystra, með 6 v., Birkir Örn Hreins- son, Reykjanesi, fékk 5,5 v., Björg- vin Reynir Helgason, Suðurlandi, fékk 4 v„ Sigfús Fossdal, Norður- landi eystra, fékk 3 v., Bergvin Snær Andrésson, Austurlandi, fékk 2 v., Harald Bjömsson, Vesturlandi, fékk 1,5 v. og Rögnvaldur Magnús- son, Vestfjörðum, rak lestina. Topalov réð ekki við Kasparov Milli fimm og sex hundmð áhorf- endur fýlgdust með fjögurra skáka atskákeinvígi Garri Kasparovs og Veselin Topalov, sem fram fór í Sof- íu, höfuðborg Búlgaríu, um síðustu helgi. Auk þess vora skákimar fjór- ar sýndar í beinni útsendingu í búlgarska ríkissjónvarpinu. Topalov hefur verið í fremstu röð stórmeistara síðustu ár og hefur tekið við hlutverki Kirils Georgievs, sem öflugasti skákmaður Búlgara. Fyrir tveimur áram glímdi hann við Anatoly Karpov í samsvarandi keppni og skildu þeir jafhir, 3-3. En Topalov réð ekki við Kasparov. í öll- um fjórum skákunum varð hann að játa sig sigraðan - lokastaðan varð 4-0, Kasparov í vil. Kasparov vann báðar skákimar af öryggi fyrri keppnisdaginn, en í þriðju skákinni var hann hætt kom- inn þegar hann lék af sér biskupi. Topalov var hins vegar orðinn afar naumur á tíma og nokkram leikjum síðcir féll hann í einfalda gildra og varð mát í 2. leik. Þá vora úrslitin í einvíginu ráðin en fjórðu skákina tefldu þeir samt. Aldrei þessu vant gerði Kasparov mistök snemma tafls og Topalov átti þess kost að skipta upp í endatafl með peði meira. Hann valdi hins vegar aðra og mun lakari leið, og Kasparov náði að snúa taflinu við. Þeir Kasparov og Topalov munu heyja annað einvígi í Leon á Spáni í næsta mánuði, sem verður með óvenjulegu sniði. Þeir munu njóta aðstoðar tölvu meðan á skákunum stendur og geta því flett upp í öllum þeim skákum sem tefldar hafa verið fr£un á þennan dag, auk þess að riija upp eigin rannsóknir. Með þessu vonast Kasparov til að meiri tími gefist til þess að skapa eitthvað nýtt, í stað þess að rifja upp gömul af- brigði en það verður fljótgert með nýju aðferðinni. Fyrsta einvígisskákin: Hvítt: Veselin Topalov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð. 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 Afbrigði Tartakowers, sem Ka- sparov gjörþekkir frá einvígi sínu við Karpov í Moskvu 1984. 8. Be2 Rbd7 9. cxd5 exd5 10. 0- 0 Bb7 11. Hcl c5 12. Da4 a6 13. dxc5 bxc5 14. Hfdl Db6 15. Db3 Da7 16. Bg3 Had8 17. Hd2 Fram að þessu hafa þeir fylgt ná- kvæmlega 31. skák Karpovs við Ka- sparov í Moskvu. Karpov lék 17. Rel og lauk skákinni með jafntefli eftir 35 leiki. Topalov teflir næstu leiki ráðleysislega og von bráðar hrifsar Kasparov til sín frumkvæðið. 17. Hfe8 18. Ddl Bf8 19. Bh4 Da8 20. Rel Be7 21. Bg3 RfB 22. Rf3 Re6 23. Bh4 d4! 24. exd4 cxd4 25. Ra4 Rf4 26. Rc5 Bxc5 27. Bxf6 27. - d3? Lítur vissulega vel út en eftir skákina viðurkenndi Kasparov að hann hefði misst af einfaldri vinn- ingsleið: 27. - gxfB 28. Hxc5 Hxe2! 29. Hxe2 Bxf3 30. gxf3 Dxf3! og svartur er ekki að leika af sér drottning- unni, því að ef 31. He8+ Hxe8 32. Dxf3 kemur auðvitað 32. - Hel mát. Ekki ber svo á öðra en að önnur vinningsleið sé 27. - Bb4, t.d. 28. Bxd8 Bxd2 29. Bfl Bxcl 30. Dxcl Rxg2 o.s.fi*v. 28. Bxd3 Bxf3 29. gxf3 Hd5 30. Bh4? Að sögn Kasparovs var 30. Hc4 eini möguleiki hvíts í stöðunni og þá er taflið alls ekki ljóst. Einnig virðist 30. Be4!? koma vel til greina. 30. - Bb4 31. Hc3 Bxc3 32. bxc3 Hfd8! - Og Topalov gafst upp, því að 33. Bxd8 Dxd8 er vonlaust. Voratskákmót Hellis Árlegt voratskákmót taflfélagsins Hellis fer fram næstu tvö mánu- dagskvöld, 11. og 18. maí. Tefldar verða sjö umferðir á þessum tveim- ur kvöldum, með 25 mínútna um- hugsunartíma á skákina. Mótið fer fram í Hellisheimilinu í Mjóddinni (gengið inn hjá Bridgesambandinu) og era allir velkomnir til leiks. Bíldshöfða 16 (Rafbúðarhúsinu) erútsalan Borðlampar - Gólflampar - Loftljós Vegglampar - Ljóskastarar - Halógenljós ýmsar gerðir Flúrlampar mikið úrval. fjöltengi o.fl. smóvörur. Rllt ó að seljast - ótrúlegt verð - Síðasti dagur - lokum eftir helgi s. 567 39 54 hvað er Bill Gates eiginlega ri hur? www.fjolnet.is/svarid Smelltu þér á netiö UÚ islandia internet Einstaklingsþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.