Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 T>V
2 kfáéttir
Böðvari Bragasyni lögreglustjóra veitt hálfs árs veikindaleyfi:
Átta af hverjum tíu
vilja afsögn Böðvars
- samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
DV vilja átta af hverjum tíu íslend-
ingum, 18 ára og eldri, að Böðvar
Bragason, lögreglustjóri í Reykja-
vík, segi af sér í kjölfar nýlegrar
skýrslu setts ríkislögreglustjóra,
Ragnars Hall. í skýrslunni var emb-
ættið m.a. gert ábyrgt fyrir því að
ekki tókst að útskýra hvarf 3,5 kg af
fíkniefnum úr vörslu lögreglunnar.
Þetta eru athyglisverðar upplýsing-
ar í ljósi þeirra tíðinda frá því í gær
þegar Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra veitti Böðvari hálfs árs
leyfi frá störfum vegna veikinda.
Nýskipaður varalögreglustjóri, Ge-
org Lárusson, mun gegna störfúm
Böðvars á meðan.
Skoðanakönnunin var gerð sl.
þriðjudags- og miðvikudagskvöld.
Úrtakiö var 1200 manns á kosning-
aaldri, jafnt skipt á milli höfuðborg-
arsvæðisins og landsbyggðarinnar
sem og kynja. Spurt var: „Ertu fylgj-
andi eða andvígur því að lögreglu-
stjórinn í Reykjavík, Böðvar Braga-
son, segi af sér í kjölfar skýrslu
setts ríkislögreglustjóra, Ragnars
Hall?“
Sé tekið mið af svörum allra í
könnuninni sögðust 65,3 prósent
vera fylgjandi því að Böðvar segði
Á Böðvar Bragason að segj
6/5'98
Svör allra
Óákv./sv. ekkl
Þeir sem tóku afstöðu
Andvígir
Andvlglr
Fylgjandl
Fylgjandi
af sér, 14,7 prósent voru því andvíg,
18,8 prósent voru óákveðin og 1,2
prósent vildu ekki svara spurning-
unni. Alls tóku því 80 prósent úr-
taksins afstöðu til afsagnar eða ekki
afsagnar lögreglustjórans, sem verð-
ur að teljast mikil þátttaka.
Ef aðeins eru teknir þeir sem af-
stöðu tóku þá voru 81,6 prósent
fylgjandi afsögn og 18,4 prósent
henni andvíg.
Afstaðan eins eftir búsetu
Athygli vekur að litlu breytti í
svörum fólks hvort það bjó á lands-
byggðinni eða höfúðborgarsvæðinu.
Skiptingin eftir búsetu er jöfn hvort
sem um er að ræða hóp fylgjenda af-
sagnar, andstæðinga hennar, óá-
kveðinna eða þeirra sem neituðu að
svara. Fyrirfram mátti kannski
reikna með annarri afstöðu á lands-
byggðinni, þar sem spurt var um
embætti lögreglustjórans i Reykja-
vík, en svo varð raunin ekki.
Þegar afstaða þátttakenda í könn-
uninni er skoðuð eftir kynjum kem-
ur í ljós að Böðvar nýtur meiri
stuðnings kynbræðra sinna. ívið
fleiri karlar en konur voru á því að
Böðvar ætti að sitja áfram í emb-
ætti. Mun fleiri konur voru hins
vegar óákveðnar í afstöðu sinni. í
hópi þeirra sem vildu afsögn var
kynjaskiptingin jöfn. -bjb
Sorgbitið söngfólk:
Bergljótu
ekki
haggað
DV, Ósló:
„Ég hef auðvitað fengiö mikla
gagnrýni fyrir að fella Bergensöng-
inn út af dagskránni en líka hrós,“
segir Bergljót
Jónsdóttir, lista-
hátíðarstjóri í
Bergen í Nor-
egi, eftir aö hafa
móðgað bæjar-
búa svo herfi-
lega að þess er
krafist að
stjómvöld grípi
inn í og beiti
valdi til að
koma þjóðsöng Bergen aftur á sinn
stað.
Bergljót hefur viðurkennt í sam-
tölum við fjölmiðla að viöbrögðin
hafi verið meiri en hún átti von á.
Engu að síður hafi hún reiknað
með mótmælum. Mótmælin breyti
hins vegar engu um að söngurinn
sá ama verður ekki sunginn við
opnun listahátíðarinnar. Ástæðan
er sú að í ár er ætlunin að minnast
tónskáldsins Edvards Grieg sérstak-
lega og þá er ekki pláss fyrir aðra
tónlist við opnun hátíðarinnar.
Listafólk, jafnt sem allur al-
menningur, hefur síðustu tvo daga
óspart látið í ljós vanþóknun sína á
ráðabmggi Bergljótar. Jafnvel bæj-
arstjóminni er ofboöið og fólk raul-
ar nú sönginn umdeilda á götum
úti og er sem skelfingu lostið.
í fjölmiölum í Bergen er talað
um að menningararfur bæjarbúa
sé í hættu, andlegt líf fólks á hverf-
anda hveli og minnt á aö í 40 ár
hafi Noregskonungar kyijað með
þegnum sínum þennan söng við
opnun sinnar árlegu listahátíðar.
Um ágæti tónlistarinnar efast eng-
inn bæjarbúi - hvað sem aðrir
gera. GK
Bergljót Jónsdóttir.
ísaQaröarbær:
Danadrottning í
afmæli forseta
DV ísafjarðarbæ:
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, mun á afmælisdaginn
sinn, 14. maí, bjóða Margréti Þór-
hildi Danadrottningu í skoðunar-
ferð til Vestfjarða og kvöldverð í
Neðstakaupstað á ísafirði. Áætlað
er að flugvél þjóðhöfðingjanna og
fylgdarliðs lendi á Þingeyrarflug-
velli kl. 14:15 fimmtudaginn 14.
maí. Þaðan verður haldið að Þing-
eyrarkirkju, en Ólafur ólst að
hluta til upp á Þingeyri sem kunn-
ugt er. Eftir skoðun á Þingeyri
verður haldið að Holti í Önundar-
Ólafur Ragnar Margrét Þórhildur
Grímsson. Danadrottning.
firði til sr. Gunnars og frú Ágústu.
Þaðan veröur ekið út á Flateyri í
skoðunarferð. Þá verður haldið til
ísafjarðar, fæðingarbæjar forset-
ans, og einnig mun vera á döfinni
aö heimsækja Bolungarvík.
Óopinberri heimsókn Dana-
drottningar og forseta Islands til
Vestfjarða lýkur svo með kvöld-
verði í Neðstakaupstað á ísafirði
sem er jafnframt elstu húsaþyrp-
ing á íslandi. Þessi hús eru einmitt
frá þeim tímum er Dánir réðu yfir
íslandi og voru umsvifamiklir í
verslun og viöskiptum á ísafirði
sem þá var annar stærsti bær
landsins. Þjóðhöfðingjamir munu
síðan halda á brott með flugvél frá
ísafirði kl. 22.15.
-HKr.
Varnarlínur burt
Hagmunaaðilar í hestamennsku funduðu með yfirdýralækni í gær. DV-mynd ÞÖK
Samstaða náðist í helstu málum á
lokuðum fundi hagsmunaaðila í
hestamennsku, dýralækna og yfir-
dýralæknis í landbúnaðarráðuneyt-
inu í gær.
Fundarmenn skiptust á skoðun-
um um mörg málefni. Það kom þó
greinilega fram í máli allra fundar-
manna að vamarlínur væra orönar
óþarfar vegna þess að svæði innan
þeirra væra oröin sýkt. Menn vildu
láta dagsetja hvenær vamarlínur
yrðu teknar úr gildi. Lögð var
áhersla á að gera það sem fyrst.
Halldór Runólfsson yfirdýralækn-
ir sagðist ætla að vinna í þeim mál-
um um helgina og ákveöa hvenær
það yrði gert. „Við munum funda
um þetta í landbúnaðarráðuneytinu
um helgina," sagði Halldór.
Alger samstaða var á fundinum
um að halda landsmótið og gera
það með sem glæsilegustum hætti.
Aðspurður um hvort fara ætti
fram lögreglurannsókn eftir að
hitasótt kom upp á bæ í Skagafirði
sagöi Halldór:
„Dýralæknir fór á staðinn og tal-
aði við þennan mann. Það bendir
ekki til þess að þetta hafi verið
gert með vilja. Það eru komnar
fram kröfur um lögreglurannsókn.
Við biðjum lögfræðing okkar í
ráðuneytinu að skoða þau mál.“
-RR
stuttar fréttir
Vetnishópur
Hópur frá Benz-Chrysler og
1 kanadíska fyrirtækinu Ballard
í standa nú í samningum við ís-
lensk stjómvöld um umfangs-
mikla vetnisframleiðslu. RÚV
sagðifrá.
Félagsmálastjóraályktun
Samtök félagsmálasljóra hafa
lýst áhyggjum sínum af því að
fjöldi sveitarfélaga hafi ekki kom-
| ið á lögbundinni félagsþjónustu
; eða faglegri bamavemd. Þetta á
■' aðallega við um smærri þéttbýl-
; iskjama og lanbúnaðarhémð.
Óháðir mótmæla
Félag óháðra
I borgara mót-
mælir því að
| listabókstafn-
1 um H verði út-
| deilt til Hafhar-
fjarðarlistans
j þar sem Ellert
•| Borgar Þor-
ís vajdsson situr efstur. Félagið seg-
1 ir að það hafi notað listabókstaf-
j inn góða í kosningum fyrri ára.
Hljóðmengun
Umhverfisáhrif af breikkun
| Gullinbrúar munu aðallega felast
j í hljóðmengun í nágrenni götunn-
;; ar. Loftmengun mun verða innan
j þeirra marka sem sett em í meng-
I unarvamameglugerð. Þetta kem-
{ ur fram í athugun Skipulagsstofn-
í unnar.
Landinn í sund
Sunnudaginn 10. maí verður
Heilsuhúsið 25 ára og af því tilefni
j hyggjast aðstandendur fyrirtækis-
ins bjóða öllum landsmönnum í
| sund í Laugardal á afmælisdag-
l inn. Fjölbreytt dagskrá með tón-
I list og veitingum verður allan
? daginn í Laugardalslauginni.
Sjálfboðaliðar
Rauði Krossinn opnaði nýja
j sjálfboðamiðstöð á fóstudag en þá
I var alþjóðadagur Rauða krossins.
! Þar verða sjálfboðamiðlun, ung-
! mennastarf og Vinalinan til húsa
: í framtíðinni.
Hampiöjan seiur
Hampiðjan hefur selt öll hluta-
bréf sín i Haraldi Böðvarssyni hf„
í að nafhvirði 5,9 mibjarða króna!
Sölúhagnaður hlutabréfanna var
um 15 milljónir króna þegar tekið
j hefur verið tillit til tekjuskatts.
Viöskiptavefur Vísis sagði frá.
Ekki ég
Flugleiðir hafa sent frá sér yfir-
s lýsingu þar
í sem bent er á
að fyrirmæli
bandarískra
j flugmálayfir-
valda um að
sérstök skoðun
verði gerð á
raflögnum við
f eldsneytisgeyma Boeing 737-flug-
j véla sem eiga 50 þúsund flugtíma
j að baki. Engar flugvélar félagsins
af þessari gerð hafa náð 50 þúsund
í flugtimum.
Aöstoöarkaupfélagsstjóri
Þórarinn E. Sveinsson hefur
| verið ráðinn aðstoðarkaupfélags-
| stjóri KEA. Þórarinn verður því
■ staðgengill kaupfélagssfjóra og
j ráðgjafi um ytri og innri þróun
matvælaframleiðslu fyrirtækis-
' ins.
Gulli á Matthildi
Gunnlaugur Helgason útvarps-
maður hefur
ákveðið aö
:! fara yfir á út-
S varpsstöðina
: Matthildi en
!í hannhefurséð
um þætti á
!j Bylgunni að
j undanfómu.
s Gunnlaugur mun starfa að dag-
g skrárgerð og útsendingastjómun
j áMatthfldi.
Kennaraiaust
s: Um 90 grunnskóiakennarar
; hafa afhent bæjarstjóra Akur-
! eyrar uppsagnarbréf og vflja
i hærri kjör. Dagur sagði frá.-JHÞ