Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 32
'imm
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 JE3>"V
44
10 íslendingar tóku þátt í London maraþoni:
Skipulagning í hlaupinu til fyrirmyndar
- segir Pétur Frantzson, einn hlauparanna
Ánægöir hlauparar aö afloknu London maraþoni, frá vinstri eru Pétur Frantzson, Magnús Guömundsson,
Ingvar Garðarsson, Jón Sigurðsson og Bjarni Sæmundsson.
London maraþon-
hlaupið er fjölmennasta
hlaup sinnar tegundar á
ári hverju, en þátttak-
endur í því hlaupi hafa
undanfarin ár verið um
40.000. íslendingar eru
smám saman að upp-
götva þetta skemmti-
lega hlaup og í ár voru
10 íslendingar meðal
þáttakenda, fleiri en
nokkru sinni fyrr.
Hlaupararnir 10 sem
þreyttu London mara-
þon voru Jón Jóhanns-
son, Sighvatur Dýri
Guðmundsson, Pétur
Helgason, Trausti
Valdimarsson, Ingvar
Garðarsson, Jón Sig-
urðsson, Bjami Sæ-
mundsson, Magnús
Guðmundsson, Gunnar
Geirsson og Pétur
Frantzson. Ingvar er frá
Selfossi, Jón úr Grinda-
vík en hinir átta eru all-
ir búsettir á höfuðborg-
arsvæðinu. Pétur
Frantzson, formaður Félags mara-
þonhlaupara á íslandi, sagði skipu-
lagið hafa verið með eindæmum
gott þrátt fyrir gífurlegan fjölda
keppenda.
„Nýliðinn vetur á Islandi var okk-
ur sérlega hagstæður og hið góða
tíðarfar gerði það að verkum að við
sem stefndum að þátttöku gátum
haldið okkur í mjög góðri æfingu.
Prófraun okkar fyrir London mara-
þon (LM) var Marsmaraþonið sem
heppnaðist alveg einstaklega vel. Á
þeim tímapunkti æfðu 12 hlauparar
mjög markvisst með þátttöku í LM í
huga. Síðan gerðist það að tveir
hlauparar heltust úr lestinni vegna
meiðsla, þannig að þegar til kom
vorum við 10 frá íslandi sem tókum
þátt í LM,“ sagði Pétur.
Úkeypis nudd
„Sumir okkar voru svo harðir að
þeir tóku þátt í ÍR-hlaupinu fimmtu-
daginn 23. apríl, aðeins 3 dögum fyr-
ir LM. Þeir sem tóku þátt í ÍR-hlaup-
inu fóru nánast beint þaðan upp í
flugvél til London. Við gistum allur
hópurinn á mjög glæsilegu hóteli
sem var að sama skapi mjög dýrt.
Strax daginn eftir komuna til
London fórum
við á æðis-
gengna sýn-
ingu á íþrótta-
vörum og þar
voru sjúkra-
nuddarar sem
buðu upp á
nudd. Við
skelltum okkur
allir upp á
bekk og létum
nudda okkur
án þess að
þurfa borga
neitt fyrir þjón-
ustuna. Fólk
virtist hafa
gaman af því að
sjá okkur Islendingana á brókinni
einni saman.
Hótelið sem við dvöldum á var
fyrsta flokks. Þar voru gufuböð og
góðir æfingasalir með hlaupabrett-
um. Sennilega hefur hótelið verið
valið sérstaklega fyrir hlaupara í
LM, því það voru engir minibarir á
herbergjunum! Á þessu hóteli voru
örugglega á annað hundrað hlaup-
arar. Þeir voru allir orðnir góðir
kunningjar þegar hinn örlagaríki
morgunn rann upp, sunnudagurinn
Umsjón
ísak Öm Sigurðsson
26. apríl. Rútur komu á vettvang og
keyrðu allan hópinn að startlín-
unni.
Það vakti sérstaka eftirtekt mina
hve allt skipulag var fyrsta flokks,
allt í röð og reglu þó að þarna væru
um 40.000 manns saman komin.
Keppendur fengu keppnisnúmer í
samræmi við þann tíma sem þeir
höfðu náð best áður á ferlinum. Ef
ég man rétt fékk ég númerið 4590 og
endaði númer 4650. Ég var því mjög
nálægt því sem reiknað hafði verið
með, bætti reyndar minn besta tíma
um einar 3 mínútur. Það er mjög
uppörvandi að hugsa
til þess að 35.000
hlauparar komu á eft-
ir mér í mark!
Það var lærdóms-
ríkt að fylgjast með
skipulagningu móts-
haldaranna. Þrátt fyr-
ir þennan mikla fjölda
tók það mig ekki
nema rúma mínútu að
komast að upphafslín-
unni eftir aö hlaupið
var ræst og það var
aldrei þröngt um
þennan mikla mann-
fjölda. Ég var mjög
hrifinn af því að
hlaupararnir gátu
hlaupið í gegnum
sturtu á leiðinni ef
þeir vildu, þéttan
vatnsúða sem ég nýtti
mér óspart til kæling-
ar og hressingar.
Drykkjarstöðvar með
orkudrykkjum voru
með reglubundnu
millibili alla leiðina
og annað er vert að
nefna sem var ekki lítils virði. Hefð
er fyrir því að Lundúnabúar taka
virkan þátt og hvetja keppendur
alla leiðina með hrópum og köllum.
Þó ótrúlegt sé voru áhorfendur
miklu fleiri en keppendurnir í
hlaupinu. Maður á því ekki að venj-
ast hér á íslandi að fá þvílíka hvatn-
ingu frá áhorfendum og hún var
mikils virði. Veðrið gat ekki verið
betra í hlaupinu, sólarglæta ein-
staka sinnum en annars skýjað stillt
veður og 12 stiga hiti. Þegar líða tók
á hlaupið fór að bera á krökkum
sem buöu upp á brjóstsykur, enda
er maraþonhlaupurum nauðsyn að
innbyrða sykur í lokin til að fá
orku. Einnig bar nokkuð á því að
fullorðnar konur kæmu út með
hægindastóla sína og byðu kex með
súkkulaði."
Úlýsanleg stemning
„Stemningin var ólýsanleg þegar
endamarkið nálgaðist. Þegar ég sá
markið og vissi að ég var að bæta
mig, þá lyftist ég allur upp og hljóp
greitt í lokin undir hvatningarhróp-
um áhorfendanna. Nánast allir ís-
lendingamir bættu tíma sinn í LM,
en Jón Jóhannsson, sem var fyrstur
okkar (2:52) bætti sig um einar 8 eða
9 mínútur. Bjarni Sæmundsson var
samt sá okkar sem bætti sig mest,
London maraþonið er fjölmennasta hlaup sinnar tegundar
á ári hverju, en þátttakendur í því hlaupi hafa undanfarin
ár verið um 40.000.
Samningur um Miðnæturhlaup
Samningur hefur tekist á milli
Sólar Víkings hf. og Reykjavíkur
maraþons um hið vinsæla Miðnæt-
urhlaup á Jónsmessu sem fram fer í
6. sinn þriðjudaginn 23. júní nk. kl.
* 23. Gatorade er aðalsamstarfsaðili
hlaupsins og mun gefa öllum þátt-
takendum bol, drykk og fleira.
Vegalengdir eru tvær, 10 km með
tímatöku og flokkaskiptingu þar
sem keppt er í flokkunum 18 ára og
yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára
og 60 ára og eldri; síðan er 3 km
skemmtiskokk án tímatöku og
flokkaskiptingar. Hlaupið er eftir
stígum og gangstéttum um Laugar-
dalinn, frá sundlauginni í Laugar-
ded þar sem skráning fer fram þann
23. júni og eru hlauparar beðnir um
y að mæta tímanlega til skráningar
sem hefst kl. 16. Einnig fer forskrán-
ing fram á skrifstofu Reykjavíkur
maraþons. Þátttökugjald er kr. 800
og kr. 600 fyrir 12 ára og yngri, inni-
falið í gjaldinu er verðlaunapening-
ur, bolur, svaladrykkur, útdráttar-
verðlaun og fleira. Eftir hlaup er öll-
um þátttakendum boðið í sund. Þessi mynd var tekin við undirskrift samningsins. Frá vinstri eru Knútur Oskarsson, form. Reykjavíkur maraþons,
Friðþjófur A. Ólason, markaðsstjóri Sól-Víking, og Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkur maraþons.
um rúmar 20 mínútur (3:24), en
hann hafði aöeins hlaupið einu
sinni heilmaraþon áður.
Við voru að vonum ánægðir með
góðan árangur og ætluðum að verð-
launa okkur með því að fara á flott
steikarhús um kvöldið. Aðstoðar-
fólk okkar átti að sjá um skipulagn-
ingu matarveislunnar og velja góð-
an veitingastað. Við vorum 18 ís-
lendingarnir sem mættum á veit-
ingastaðinn um kvöldið. Allt hafði
gengið alveg snurðulaust fyrir sig
fram að þessu, en nú vildi svo til að
allt fór í handaskolum. Ég fékk mat-
inn um klukkan átta um kvöldið, en
ég held að Sighvatur Dýri hafi feng-
ið matinn síðastur um klukkan 11,
en þá var ég sofnaður uppi á hóteli.
Til þess að kóróna allt saman var
maturinn vondur.
En við létum þessa reynslu okkar
ekki eyðileggja fyrir okkur ánægj-
una í ferðinni og eftir því sem ég
best veit erum við allir búnir að
panta far á næsta London mara-
þon,“ sagði Pétur.
Framundan. . .
10. maí:
Neshlaup TKS og Gróttu
Hlaupið hefst klukkan 11 við
sundlaug Seltjarnamess. Vega-
lengdir: 3,25 km án tímatöku og
| flokkaskiptingar, 7 km og 14 km
með tímatöku. Flokkaskipting,
bæði kyn: 16 ára og yngri (7 km),
17-34 ára, 35-49 ára, 50 ára og
eldri. Verðlaun fyrir þijá fyrstu i
öllum flokkum. Upplýsingar gef-
ur Kristján Jóhannsson í síma
561 1594.
10. maí:
Smárahlaup
Hlaupið hefst kl. 13.00 við
Smáraskóla. Vegalengdir 2,5 km
og 7 km með tímatöku. Allir sem
ljúka keppni fá verðlaunapening
og T-bol. Upplýsingar eru gefnar í
Smáraskóla í síma 551 6100.
16. maí:
Breiðholtshlaup Leiknis
Hlaupið hefst kl. 13.00 við sund-
laugina við Austurberg. Vega-
lengdir 2 km án tímatöku og
flokkaskiptingar, 5 km og 10 km
með tímatöku. Flokkaskipting,
bæði kyn: 12 ára og yngri (2 km),
13-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára og
50 ára og eldri. Upplýsingar gefur
Ólafur I. Ólafsson í sima 505 0189.
23. maí:
Landsbankahlaupið
ÍLandsbankahlaupið fer fram
um land allt. Það hefst klukkan
13.00 í Laugardal. Rétt til þátttöku
hafa böm fædd 1985,1986, 1987 og
: 1988. Skráning fer fram í útibúum
; Landsbankans.
30. maí:
Húsasmiðjuhlaup
Almenningshlaup Húsasmiðj-
unnar og FH. Keppni í hálfmara-
| þoni og 10 km með tímatöku hefst
I við Húsasmiðjuna v/Helluhraun,
IHafnarfirði, kl. 12.15. Flokka-
skipting, bæði kyn: 15-39 ára,
40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og
| eldri. Keppni í 3,5 km án tíma-
töku hefst á sama stað kl. 13.00.
Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára
og yngri, 15 ára og eldri. Allir
sem ljúka keppni fá verðlauna-
pening. Sigurvegarar í hvetjum
flokki fá verðlaunagrip til eignar.
Skráning í verslunum Húsasmiðj-
unnar frá kl. 10.00. Upplýsingar
; gefur Sigurður Haraldsson í síma
: 565 1114.