Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 28
28 ^kamál LAUGARDAGUR 9. MAI 1998 Leitin stóð allan daginn og fram í myrkur en bar engan árangur. Hún hófst snemma næsta morgun og leitað var daglangt. En sömu- leiðis án árangurs. Og þannig gekk það til í heila viku. Þá fannst lík Claudiu Obermeier í skógar- þykkni, nokkuð frá veitingahús- inu sem hún hafði átt ásamt manni sínum, Júrgen, og móður hans. Ljóst var að hún hafði orðið fyrir árás en ekki haft við árás- armanninum. I raun þótti það mikil óheppni hvernig farið hafði. Það var ekki annað að sjá en skyndiákvörðun um að hætta við að fara í leigubíl til vinkonu að lokinni vinnu og fara þess í stað gangandi til henn- ar hefði leitt Claudiu í dauðann. Ýmislegt fannst á vettvangnum þar sem hún hafði orðið að láta í minni pokann fyrir árásarmannin- um en tæknimönnum lögreglunn- ar tókst ekki að nýta neina af þeim vísbendingum sem þar fundust til þess að fmna morðingjann. Tók morðið nærri sár Eins og áður segir áttu Obermeiers-hjón veitingahús ásamt móður eiginmannsins, hinni eldri frú Obermeier. Þar hafði Claudia unnið ásamt eiginmannin- um. Hann tók morð hennar mjög nærri sér og skömmu eft- ir það lýsti hann þvi yfir að hann vildi taka sér frí til þess að jafna sig. Hann tók út líf- tryggingarfé konu sinnar sem var ekki mikil upphæð, aðeins jafnvirði um einnar milljónar króna. Svo hélt hann til Brasil- íu til þess að skipta um um- hverfi í bili og komast yfír sorg sína. Þegar Júrgen sneri aftur til Þýskalands, þar sem þessir atburð- ir gerðust, sagðist hann vilja breyta dálítið um lífsstíl. Hann keypti sér fallegan bíl en barst að öðru leyti lítið á. Og nú leið heilt ár. Lögreglan hélt málinu opnu en varð ekki frekar ágengt en við upphaf rannsóknarinnar. Voru líkur á því að það yrði upplýst ekki taldar miklar. Irena. hafði unnið í veitingahúsinu Floraheim langt fram á kvöld þennan síðasta dag sem hún lifði. Það var sunnudagur. Hún sagðist ekki vilja fara að hátta strax, og hringdi á leigubíl. Með honum ætl- inum nokkru utan vegarins var ljóst að hún hafði verið kyrkt. Flest benti til þess að morðinginn væri kynferðisaf- brotamaður því honum hafði tekist að ná gallabuxum og nærbuxum af henni áður en hann tók hana kverktakinu. Á vettvangnum fann lögregl- an úr sem hafði orðið fyrir hnjaski, og spor sýndu að morðinginn hafði verið í Ree- bok-skóm. Enginn vafi lék á að Claudia hafði barist ákaft fyrir lífi sínu og þótti lítill vafi á að morðinginn væri með skrámur eða áverka eftir hana. Enginn sem lögreglan yfirheyrði þekkti hins vegar nokkuð til neins sem ætti Reebok-skó af þessari tegund og tengst gæti málinu. Eng- inn sem þótti hugsanlega geta tengst því fannst með skrám- ur eða áverka. Rannsóknarlögreglan birti beiðni til almennings um aðstoð en enginn gat komið með neinar þær upplýsingar sem nýst gátu. Reyndar var leigubílstjórinn sá eini sem séð hafði til Claudiu eftir að hún fór úr veitingahúsinu og Hvar var morðingjans að leita? Því fékkst ekki svarað, eins og fyrr sagði, og tekið var að fyrnast yfir málið þegar Júrgen gekk að eiga Irenu ári eftir að hann var ekkjumað- ur. Enginn gat með vissu sagt til um hvenær þau höfðu kynnst. Sumir sögðu að kynni þeirra hefðu hafist áður en Claudia var myrt og hefði Irena þá verið orðið ástkona Júrgens. Aðrir vildu ekki fullyrða slíkt. Væri hægt að tengja svona sögusagnir morði? spurði fólk. Tæpast. frekari útgjöld. Svo sagðist hún vera ung og ekki geta ímyndað sér hvað ætti að koma fyrir hana. „Hvað ætti svo sem að gerast?" spurði hún.“ Svo mörg voru þau orð frú Obermeier. Hann hafði betur Reebok-skór af þeirri tegund sem spor fundust eftir. Árin líða Þau Júrgen og Irena hófu bú- skap og næstu árin gekk allt vel hjá þeim. Morð Claudiu var næst- um því fallið í gleymsku, en þó ekki alveg. Rannsóknarlögreglu- mennirnir sem höfðu fengið það armur laganna aði hún til vinkonu sinnar til þess að fá sér í eitt eða tvö glös áður en hún færi í háttinn. En þegar leigu- bíllinn staðnæmdist fyrir framan Floraheim, sem var í útjaðri bæj- arins, skipti Claudia um skoðun. Hún sagði bílstjóranum að hún hefði ákveðið að ganga. Ferska loftið myndi gera henni gott. Leigubílstjórinn sagði síðar að var þar með sá síðasti sem vitað var til að hefði séð hana á lífi. Fjarvistarsönnun Að sjálfsögðu voru allir þeir sem unnið höfðu með Claudiu yfirheyrð- ir, þar á meðal eiginmaður hennar, Júrgen, og móðir hans. Hann var beðinn að gera grein fyrir þvi hvar Ný kona Rúmu ári eftir morð Claudiu til- kynnti Júrgen að hann hefði fundið sér nýjan lífsföru- naut, tuttugu og tveggja ára stúlku, Irenu Mantik. Henni var ljóst með hvaða hætti verðandi eigin- maður hennar hafði orðið ekkill. Hún ræddi stundum mál- ið við hann en hugs- anlega sjaldnar og í færri orðum en hún hefði kosið þvi hann varð aumur að sjá þegar minnst var á Claudiu og oftar en einu sinni felldi hann tár þegar um hana var rætt. En sagan sem hann sagði Irenu var í öll- um atriðum eins og sú sem hann hafði sagt rannsóknarlög- reglunni og saksókn- aranum á sínum tíma en við hann hafði hann einnig rætt. Þau Obermeiers-hjón höfðu búið í Röthenbach en þar var árlega haldin blómahátíð. Hún var rétt afstaðin þegar Claudia var myrt. Þessi unga kona, sem þótti lagleg, Júrgen og Claudia á góðri stund. hann hefði séð hana ganga út á veg sem lá í átt að skógi við bæjar- mörkin. Mikil átök Þegar lík Claudiu fannst í skóg- hann hefði verið þegar kona hans var myrt og vafðist það ekki fyrr honum. Hann sagðist hafa setið heima hjá móður sinni og staðfesti hún það. „Júrgen var hjá mér þegar Claudia var myrt,“ sagði hún. til meðferðar litu af og til á máls- gögnin ef vera kynni að eitthvað i þeim tengdist einhverju nýju sem gæti komið þeim á sporið. Og sjö árum eftir morðið eygðu þeir möguleika á að komast á slóð morðingjans. Á fötum Claudiu hafði fundist blóðblettur sem ekki hafði tekist að greina með þeim tækjum og tækni sem vísindamenn höfðu yfir að ráða á þeim tíma. En nú höfðu bandarískir vísindamenn fundið upp greiningartæki sem var mun næmara en hin eldri og gat unnið úr minna blóði en áður haföi þekkst. Skömmu eftir að tækið barst til Þýskalands var blóðblett- urinn sendur til greiningar í því. Þá urðu þau þáttaskil í málinu sem rannsóknarlögreglumennirn- ir höfðu beðið eftir í sjö ár. Niöur- staðan vakti mikla athygli. Blóðið kom heim og saman við blóðsýni sem tekið hafði verið úr Júrgen er málið var á frumstigi. Vörnin brestur Það fyrsta sem rannsóknar- mennirnir gerðu eftir að í ljós kom að blóðið var úr Júrgen var að fara á fund frú Obermeier eldri. Hún hafði gefið syni sínum íjar- vistarsönnun, en þegar gengið var á hana núna viðurkenndi hún að hafa logið. „Já, ég sagði ekki satt,“ sagði hún, „en sonur minn bað mig um að segja ósatt. Ég hef aldrei vitaö hvar hann var þegar ódæðið var framið en ég hafði samt mínar grunsemdir og þær hafa oft valdið mér hugarangri." Frú Obermeier var nú tekin til frekari yfirheyrslu og viðurkenndi þá að hafa verið viðstödd þegar sonur hennar baö Claudiu um að líftryggja sig. „Hún var á móti því,“ sagði móður Júrgens. „Hún taldi enga þörf á því og sagði að ið- gjöldin væru nokkuð há og engin þörf fyrir þau hjón að taka á sig Það fór hins veg- ar svo að Júrgen hafði betur í um- ræðunni um líf- trygginguna og var sæst á að upphæð- in skyldi vera jafn- gildi einnar milljóna króna en það þykir ekki há líftrygingarupphæð og hafði því ekki vakið sérstakar grunsemdir lögreglunnar. Lík- legra væri að sá sem hygði á morð til að komast yfir tryggingarfé stefndi að því að fá margfalda þá upphæð í hendurnar. Hver gat þá ástæðan verið til þess að Júrgen hefði viljað ryðja konu sinni úr vegi? Jú, í raun gat hún aðeins verið ein. Hann hlaut að hafa verið orðinn leiður á konu sinni eftir að hafa stofnað til kynna við Irenu. Með því að myrða hana gæti hann komið tvennu til leiðar í einu. Hann gæti kvænst konunni sem hann elskaði nú og jafnframt komist yfir hlut konu sinnar í veitingahúsinu en hreinni eign í því yrði hann að skipta upp ef hann færi fram á skilnað. Yfirheyrslan Júrgen var tek- inn höndum og færður til yfir- heyrslu. Gögnin í málinu þóttu nú svo sterk að hann myndi eiga í miklum vandræð- um með að verja sig. Hann reyndi það, en tókst ekki betur en svo að hann var úrskurð- aður í varðhald. Og þar situr hann enn. Irena, konan sem hann kvæntist ári eftir morðið á Claudiu, var jafnframt yfirheyrð. Hún sagðist ekki nokkru sinni hafa fengið grunsemdir um að maður hennar hefði myrt fyrri konu sína. Hún játaði að vísu að hafa kynnst hon- um meðan hún var enn á lífi en hann hefði aldrei hegðað sér þannig að hún hefði fengiö neinar grunsemdir, enda erfitt að ímynda sér að hann hefði fyrirvaralaust nýtt sér til morðs þá skyndiá- Claudia. kvörðun fyrri konunnar um að hætta við aö stíga upp í leigubíl og ganga þess í stað til vinkonu sinn- ar. Saksóknari fékk málið til sín og niðurstaöa hans er sú að blóðrann- sóknin sýni að það hafi verið Júrgen Obemeier sem tókst að við Claudiu þetta síðkvöld í skóginum á bæjarmörkum Röthenbach. Mál- ið kemur fyrir rétt innan tíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.