Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 Fréttir Vilhjálmur Vilhjálmsson: Maður kemur í manns stað - vona að flokksmenn verði sáttir við val á nýjum leiðtoga „Þetta eru vissulega vonbrigði, ég átti von á meiri stuðningi. En þetta er lýðræðið og við virðum það,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarfulltrúi sjáifstæðismanna, þar sem hann var tekinn tali á kosn- ingavöku sjálfstæðismanna skömmu eftir að úrslit voru orðin ljós í höfuðborginni. - En eru það ekki slæm tíðindi að tapa kosningunum og Árna Sigfús- syni, leiðtoga sinum, sama kvöldið? „Þetta er auðvitað verkefni sem við þurfum að leysa, sjálfstæðis- menn. En það er rétt að í þessum kosningum eru margir sem kusu bara um borgarstjóra, þetta virkaði sem borgarstjórakosningar frekar en borgarstjómarkosningar. Og það hefur augljóslega haft áhrif á úrslit- in. En þetta er ekkert erfíðara en mörg önnur verkefni sem þarf að takast á við í stjórnmálunum." - En nú er Árni ungur leiðtogi sem væntanlega á mikið eftir: „Það fer ekki eftir aldri hverjir eru leiðtogar. Hann hefur lýst því yfír sjálfur að hann muni ekki leiða listann í næstu kosningum og út af fyrir sig þá eru það flokksmenn sem munu ákveða hverjir leiða listann. Þetta er verkefni sem ekki aðeins borgarstjórnarflokkurinn þarf að taka á heldur eru fleiri flokksmenn sem koma þar að máli.“ - Sérð þú einhvem fyrir þér sem muni leysa Árna af hólmi? „Ég vil ekkert tjá mig um það á þessu stigi en maður kemur í manns stað.“ - Munt þú koma í stað Áma? „Mér finnst ekki rétt að ég tjái mig um það nákvæmlega á þessari stundu, hvorki um sjálfan mig né aðra. Við munum ræða þetta mál í okkar hópi og ég vona að nið- urstaðan, þegar hún verður kunn, verði í sátt viö flokks- menn.“ - Telur þú að umræðan um Hrannar Arnarsson hafi e.t.v. skaðað Sjálfstæðisflokk- inn meira en Reykjavíkur- listann? „Nei, ég held að hún hafi alls ekki skaðað okkur. Um- ræðan hefur dregið fram ákveðna grundvallarþætti sem eru til umræðu í þjóðfé- laginu um fjármálalegt sið- ferði og það er út i hött að við sjálfstæðismenn höfum staðið að einhverri ófrægingar- herferð. Það sem máli skiptir er að ræða kjarna málsins varðandi fjármálalegt siðferði en ekki að reyna að búa til ein- hvem pólitískan búning fyrir slíkt. Það er ekki heppilegt fyr- ir neinn að haga sér þannig. Ég held að þetta mál og ýmis önnur verði rædd áfram á næstunni," sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, annar maður á lista sjálfstæðismanna. -phh „Maöur kemur í manns staö,“ sagði Vilhjálmur Vil- hjálmsson, annar maður á lista sjálfstæðismanna, þeg- ar Ijóst var að borgin var töp- uö og Árni Sigfússon mundi ekki leiða Sjálfstæðisfiokkinn í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Viihjálmur og Árni takast hér innilega í hendur á kosningavöku sjálfstæðis- manna. „Ég vona að þegar val á nýjum leiðtoga liggur fyrir verði það í sátt við flokksmenn," sagði Vilhjáim- ur. DV-mynd Pjetur Davíö Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og Páli Magnússyni á Stöð 2. Davíð var vígreifur þrátt fyrir tap í höfuðborginni og spáir því að Reykjavíkurlistinn hverfi af vettvangi innan fárra ára. DV-mynd Pjetur Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: R-listinn hverfur innan fárra ára - vonast til að njóta krafta Árna sem allra lengst „Það er ljóst að A-flokkamir hafa tapað gríðarlega um allt land, þ.e.a.s. þar sem Framsóknarflokkur- inn er ekki með þeim. Sameiginleg framboð eru að hrynja, sama hvar á þau er litið. í Reykjavík höfum við verið á uppleið en ég lít á úrslitin í Reykjavík sem stóran persónulegan sigur fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og óska henni til hamingju. Mér finnst Árni hafa staðið sig afar vel í kosn- ingabaráttunni og ég vona að við njótum krafta hans sem allra lengst,“ sagði Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra, þegar úrslit borgar- og sveitarstjómarkosninganna voru orðin ljós sl. laugardagskvöld. Davíð sagði einnig að fjölmiðla- dýrkun á R-listanum undanfarin fjögur ár hefði verið með ólíkind- um. „Það hefur enginn flokkur feng- ið slíkt og ég efast um að svo verði áfram. Reyndar er fyrirsjáanlegt að mínu mati að það verði enginn R- listi til hér eftir nokkur ár,“ sagði Davíð Oddsson. -phh Árni Sigfusson: Hættur sem leiðtogi - annar mun leiöa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík næst og fer ekki á þing „Ég hef sagt að ég sé reiðubúinn að leggja pólitíska framtíð mína að veði og ég hef alltaf lagt áherslu á að standa við orð mín og það gildir í þessu. Ég er hins vegar oddviti list- ans, sem þýðir að mér ber skylda að fylgja málum eftir, en ég mun hins vegar leggja það til þegar þar að kemur að annar einstaklingur leiði baráttuna fyrir borginni eftir fjögur ár. Ég lít á þessi úrslit þannig að það sé komið að öðrum að leiða sjálfstæðismenn í Reykjavík," sagði Ámi Sigfússon, aðeins örfáum mín- útum eftir að fyrstu tölur höfðu birst í borgarstjómarkosningum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Aðspurður um hvort þetta þýddi að hann væri hættur öllum pólitísk- um afskiptum, sagði Árni að hann „hefði ekki hug á að sækjast eftir störfum á Alþingi. Þannig að það er í sjálfu sér um litiö annað að ræða. Ég er hins vegar sjálfstæðismaður og mun alltaf styðja sjálfstæðisstefn- una og Sjálfstæðisflokkinn og það góða fólk sem þar er.“ Um það hvort sjálfstæðismenn hefðu haft rangar áherslur í kosn- ingabaráttunni sagði Árni að þetta hefðu verið „sínar áherslur, sín málefni. Ég er hugsjónamaður og trúi enn á okkar málefni og hug- myndir, en það er ljóst að meiri- hluti Reykjavíkur hefur valið ann- að.“ - En hvað með mál Hrannars sem baráttan gekk öðrum þræði út á, „Niöurstööur eru Ijósar. En sam- kvæmt þessum úrslitum er ég vara- maöur og við erum sterk í Grafar- vogi. Ég er aldeilis ekki hættur, ég er rétt að byrja. Mér finnst það leitt að Árni skuli ætla aö hætta, hann er mjög hæfur maöur. En þaö kemur maður í manns stað,“ sagði Snorri Hjartarson, frambjóöandi Sjálfstæð- isflokksins, eftir að úrslit voru Ijós á laugardagskvöldið. DV-mynd Pjetur áttir þú þátt í þeim áherslum? „Við höfum ítrekað sagt að við er- um ekki upphafsmenn að því. Við kynntum okkar málefni, en R-list- inn hafði aðeins eitt mál á dagskrá og það var Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Og þeirra aðferð skilaði sér. Við áttum ekki upphafið að málum Hrannars, en við höfum hins vegar krafist svara. Margt af því er komið upp á yfirborðið, sem við teljum lýð- ræðislega skyldu okkar til að liggi skýrt fyrir," sagði Ámi Sigfússon að lokum. . phh Samkvæmt skoöanakönnunum haföi dregiö saman með Reykjavíkurlistan- um og Sjáffstæðisflokknum í Reykjavík síðustu dagana fyrir kosningar og báöir forystumenn flokkanna höfðu lagt höfuð sitt að veöi. Fylgisaukning Sjálfstæðisflokks á síðustu stundu gat því sveiflað Ingibjörgu Sólrúnu út og Árna Sigfússyni inn. Spennan var því mikil þegar myndin var tekin, augna- bliki áður en fyrstu tölurnar birtust á skjánum. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.