Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998
9
PV Útlönd
Verkföll að
lama Noreg
DV, Ósló:
Pósturinn hrúgast upp og mjólkin
flýtur út um móa og mela. Norskir
atvinnubílstjórar eru i verkfalli og
vilja eina norska krónu meira í
tímakaup og styttri vinnutíma.
Vinnuveitendur neita og svo hef-
ur staðið frá því í siðustu viku. Bil-
stjóramir herða hins vegar takið
með hverjum deginum sem líður og
nú fær enginn Norður-Norðmaður
póst og austumorskir bændur verða
að hella niður allri mjólk.
í flestum fylkjum landsins liggja
ferðir strætisvagna og annarra áætl-
unarbíla niðri. í Ósló eru allir
strætóar stopp og allir sporvagnar
troðfullir út úr dymm nótt sem nýt-
an dag. í nágrannabyggðum höfuð-
borgarinnar verður fólk að treysta á
stopular lestarferðir til að komast í
kaupstaðinn.
í dag verður ofan í kaupið enn
dregið úr ferðum flutningabíla. Þá
byrja flsksalar að kvarta en mikið
af ferskum fiski, einkum laxi, er
flutt með bílum til Evrópu. Laxa-
bændur hafa því ástæðu til að óttast
um sinn hag og markaði sína. Litlar
líkur þykja á sáttum í bráð og vilja
bílstjórar fá krónuna sina en at-
vinnurekendur halda henni. -GK
Gríski vikmyndaleikstjórinn Theo
Angelopolous kyssir hér frönsku
leikkonuna Isabelle Huppert við
verðlaunaafhendinguna á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í gær.
Hann fékk hinn eftirsótta Gullpálma
fyrir mynd sína. Símamynd Reuter
Eilífð og einn
dagur til
Gríski leikstjórinn Theo Ange-
lopoulus hlaut Gullpálmann fyrir
mynd sína Eilífð og einn dagur á
kvikmyndahátiðinni í Cannes í gær.
Myndin, sem er í senn melankólísk
og drungaleg, þótti allra besta mynd.
Bretinn Peter Mullen var valinn
besti leikarinn fyrir leik sinn í Nafn
mitt er Joe og Elodie Bouchez og
Natacha Regnier voru valdar bestu
leikkonumar fyrir frammistöðuna í
belgísku myndinni Draumalíf Engla.
Er til eignaskipta-
yfirlýsing fyrir þitt hús?
Við viljum vekja athygli á, að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þarf að vera fyrir hendi
þinglýst eignaskiptayfirlýsing (eignaskiptasamningur) fyrir öll fjöleignarhús eigi síðar en
1. janúar 1999. Fjöleignarhús eru öll hús sem skiptast í sameign og a.m.k. tvo séreignarhluta
í eigu mismunandi aðila. I mörgum tilvikum liggur fullnægjandi yfirlýsing þegar fyrir og
þarf þá ekki að hafast frekar að. í öðrum tilvikum kann hún að vera úrelt, miðað við núverandi
eignaskipan í húsinu, eða hreinlega ekki fyrir hendi.
Hvoð fsarf að gera ?
Er til eignaskiptayfirlýsing fyrir húsið þitt? Ef þú ert í vafa um
hvort svo sé má leita upplýsinga hjá sýslumannsembættum.
Er hún fullnægjandi? Ef eldrí þinglýst yfirlýsing er til staðar er
vissara að fara yfir hana og ganga úr skugga um hvort hún sé í
samræmi við núverandi eignaskipan í húsinu. Ef hún er röng
eða ekki til þarf húsfélagið að bæta úr því.
Hverjir útbúa eignaskiptayfirlýsingar? Hópur manna hefur
löggildingu í gerð eignaskiptayfirlýsinga fyrir fjöleignarhús. Nánari
upplýsingar fást hjá Húsnæðisstofnun, húsnæðisnefndum
sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytinu.
@Hvað svo? Eftirað eignaskiptayfirlýsing hefur verið samin þurfa
eigendur að undirrita hana. Þá þarf að koma yfirlýsingunni til
byggingarfulltrúa til staðfestingar og loks að láta þinglýsa henni
hjá sýslumanni.
Hvað getur gerst eftir 1. janúar 1999? Ef fullnægjandi eignaskiptayfirlýsingu vantar eftir
1. janúar 1999 getur það valdið töfum í fasteignaviðskiptum, þar sem hún er gerð að skilyrði
fyrir þinglýsingu á eignayfirfærslum, svo sem afsölum, samkvæmt lögum um fjöleignarhús.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
- vinnur að velferð íþágu þjóðar
HÚS&GAROAR %,
Aukablað um hús og garða mun fylgja DV miðvikudaginn 6. júní.
Meðal efnis:
•sólpallar
• sólstofur
•þakskífur,
•Garðyrkjuskóli ríkisins
Umsjón efnis:
Þórunn Hrefna
Sigurjónsdóttir,
Auglýsendur, athugið!
Síöasti skiladagur auglýsinga
er föstudagurinn 29. maí.
•álfar o.fl.
•garðskraut
•tröpputré o.fl.
sími 550 5930
Umsjón auglýsinga:
Selma Rut Magnúsdóttir
í síma 550 5720
HVlTA HÚSIÐ / S(A