Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 25. MAI 1998
15
Það var sterkur leik-
ur hjá ASÍ að efna til
ráðstefnu um fæðing-
arorlof á dögunum.
Rétti tíminn til að ræða
kjaramál er einmitt þeg-
ar kjaramál eru ekki á
dagskrá. Enginn tekur
mark á því sem sagt er
þegar samningaviðræð-
ur standa yfir, í samn-
ingum þurfa báðir aðil-
ar að slá af til að mætast
á miðri leið.
í því máli sem brýn-
ast er að ræða á íslandi
í dag er hins vegar eng-
in málamiðlun möguleg,
það er annað hvort eða.
Mannsæmandi lif eða.
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
Takmörkuö þörf
á lífinu...
Hvað er það sem sérkennir lífið
á íslandi og gerir það áreiðanlega
einstakt í okkar heimshluta? Mér
dettur í hug að það sé hvað við
sættum okkur við að það sé skorið
við nögl.
Það er frægt þegar við gerum
„Islendingur aftur á móti tekur
yfirvinnunni fagnandi, hún er
hans leiö til að vera hlutgengur í
lífinu. Neyðarbrauð hefur þróast í
náðarmeðal.“
samanburð á lifsskilyrðum hér og
í grannlöndunum, þá virðist það
fullnægja okkur ef við eigum
sömu hluti og viðmiðunarþjóðirn-
ar: bUa, sjónvörp, farsíma, tölv-
ur... en hitt látið mæta afgangi
hvað það tekur okkur langan tíma
að vinna fyrir því!
Það er eins og við höfum mjög
takmarkaða þörf fyrir að lifa líf-
inu, okkur nægir að vita að það er
þarna, ef á þyrfti að halda. Líkt og
við til dæmis látum gott heita að á
íslandi sé áhugamannaknatt-
spyma, atvinnuboltann getum við
alltaf horft á i sjón-
varpinu.
Fermál hrings-
ins
ASÍ-ráðstefnan um
fæðingarorlof
leiddi enn einn
ganginn í ljós hve
óralangt við stönd-
um siðmenntuð-
ustu þjóðum að
baki. Þegar fæðing-
arorlof á íslandi er
borið saman við
Norðurlöndin
mætti halda að af-
kvæmi íslendinga
væru mýs, eða ein-
hver þau dýr sem
taka út mjög skjót-
an þroska. Og það
litla orlof sem mönnum býðst er
svo lágt að foreldrar hafa jafnvel
ekki efni á að taka það!
Á íslandi jafngildir það fermáli
hringsins að laun eigi að duga til
framfærslu. Það væri atvinnu-
mennska. Á íslandi er það yfir-
vinnan sem á að brúa bilið og þar
sem menn geta
ekki komið við
yflrvinnu, eins
og t.d. í fæðing-
arorlofi, þar tek-
ur við frjálst
fall.
Ef Evrópubúa
er boðin yfir-
vinna, virkar
það á hann eins
og einhver forneskja, svipað og
hann ætti að notast við kamar í
stað vatnssalernis. íslendingur aft-
ur á móti tekur yfirvinnunni fagn-
andi, hún er hans leið til að vera
hlutgengur í lífinu. Neyðarbrauð
hefur þróast í náðafmeðal.
Önnur eölisþyngd
Grannar okkar á Norðurlönd-
um eru komnir heim úr vinnu kl.
fjögur og búnir að lifa töluverðu
fjölskyldulífi þegar sest er aö
kvöldmat. Maður botnar ekkert í
því hvað þeir eru að gera, senni-
Lífið er annars
staðar
Mættum við biðja um fleiri ráðstefnur samtaka launþega þangað til líf
sæmandi mönnum er orðið sjálfsagt mál, segir m.a. í grein Péturs.
lega eiga þeir böm og virðast eitt-
hvað fikta í uppeldi þeirra í stað
þess að leyfa því að hafa sinn
gang.
í ofurvinnuástandi íslendinga
er álíka fjarlægt að móta uppeldi
barna og segjum að fikta í sjálf-
virkri þvottavél. Það þykir gott ef
fjölskyldan hittist í mýflugumynd
á meðan fæðan er innbyrt.
Það sem einkennir lífið á ís-
landi er að því er stöðugt slegið á
frest. Það er líkt og hér ríki önnur
eðlisþyngd eða sólarhringurinn
innihaldi ódrýgri stundir. Ástand
sem helgast af því að á íslandi
dugir vinnan ekki til framfærslu.
Það er hreinlega ekki ætlast til
þess.
Mættum við biðja um fleiri ráð-
stefnur samtaka launþega þangað
til líf sæmandi mönnum er orðið
sjálfsagt mál.
Pétur Gunnarsson
Bra bra og me me
Það hefur lengi vafist fyrir mér
hvað það er að vera umhverfis-
vænn. Merking orðsins er notað
allt frá hvalfriðun og niður í að
vera sauðkindur.
í gærkvöldi (13. maí) horfði ég á
fréttir í sjónvarpi þar sem maður
nokkur hafði áhyggjur af heiðagæ-
sinni ef virkjað yrði hér fyrir aust-
an. Það telst víst umhverfisvænt að
vera góður við bra bra.
Við gætum nú samt nýtt gæsina
betur. Að minnsta kosti til heima-
brúks með því að taka helming eggja
úr hreiðri og nýta dúninn. Á að
friða gæs endalaust svo að land-
græðslan á hálendinu fari öll í að
fóðra gæs? Verður þá
ekki að laga ríkisbók-
haldið og hafa dálk
fyrir „landgræðsla
fyrir umhverfisvæn-
ar gæsir“?
Öfgar og nátt-
úruperlur
Við eigum auðvit-
að að nýta fallvötnin.
Gerum bara allt
mjög snyrtilega. Ef
virkjað væri og há-
spennulína lögð yfir Ódáðahraun
þá þyrfti að byrja á því að leggja
þar almennilegan veg. Nú kemur
þar varla nokkur kjaftur nema tófa,
minnkur, vargfuglar, erlendir
steinasafnarar og örfáir smalar á
haustin. Hraunið er ekki einu sinni
fært á hestum.
Ef vegur yrði lagður yfir Ódáða-
hraun gæti mannfólkið fengið að
sjá þessa náttúruperlu og sýnt er-
lendum ferðamönnum og gestum
hana. Við þurfum ekki að hafa
áhyggjur af háspennulínum. Bænd-
ur á Suðurlandi urðu kolvitlausir
þegar síminn var lagður 1906. Sím-
inn var sjónmengun þess tíma.
Ekki hefðum við viljað án hans
vera, er það? Síminn er nú fyrir
löngu kominn í jörð í ljósleiðurum
og stefnir allur á gervihnetti. Svona
er þróunin ör. Eftir 50 ár verður
rafmagnið komið í jörðu. Þá hefð-
um við samt hálendisveg og gætum
brunað í sólbað í hrauninu og notið
náttúrunnar þegar þoka og rigning
er við ströndina.
Mér fmnst ekkert
umhverfisvænt að
vargur af öllum
gerðum skuli hafa
einkaleyfi til að
drepa rjúpur
Ódáðahrauni allt
árið en við ekki
einu sinni á
haustin. Það er dá-
lítið langt gengið að
grjót sé friðað
þannig að mann-
skepnan megi ekki
skoða það. Það er
dálítið langt gengið
að grjót sé friðað
þannig að mann-
skepnan megi
ekki skoða það.
Það er til nóg
grjót handa öll-
um.
Svo eru margar náttúruperlur
sem öldruðum er meinað að skoða
vegna öfga. Eitt sinn varð ég vitni
að því að öldruð kona grét, alveg
miður sín yfir því að komast ekki
í Hólmatungur en þangað hafði
hana langað að koma alla ævi.
Hún var komin í rútu yfir landið
endUangt til að sjá Hólmatungur en
gat lítið gengið. Ekki mátti keyra
inn á svæðið vegna öfga. Keðja og
lás úr stáli. TiUitsleysi við aldraða
að þessu leyti er til háborinnar
skammar. Við eigum öU
að fá að njóta náttúrunn-
ar.
Djöflast á bændum
í nokkur vor hefur það
verið venja hjá sumum
fjölmiðlum (tú að vera
umhverfisvænir) að
djöUast á bændum í Mý-
vatnssveit þegar þeir
sleppa nokkur hundruð
kindum með lömbin sín
á afréttir. Reynt virðist
að hafa sviðsetninguna
sem haUærislegasta fyr-
ir bændur og búfénað tU
að fféttin verði sem um-
hverfisvænust.
Á þessmn árstíma eru
nokkur hundruð þús-
und gæsapör nýkomin
yfir hafið og rifa í sig nýgræðing-
inn með rót og öUu. Líka í Mývatns-
sveit. Kindur bíta gras en skilja rót-
ina eftir. Samt telst umhverfisvænt
að vera vondur við me me. Gæsir
borða gras og rótina með en það
telst umhverfisvænt að friða bra
bra með eggjum og dún.
Þegar djöUagangurinn hefst á
bændum í Mývatnssveit í vor er
nauðsynlegt að sérstök fréttaskýr-
ing fylgi með um merkingu þess
hvað er að vera umhverfisvænn.
Kristinn Pétursson
„Það er dálítið langt gengið að
grjót sé friðað þannig að msnn-
skepnan megi ekki skoða það.
Það er til nóg grjót handa öllum.
Svo eru margar náttúruperlur sem
öldruðum er meinað að skoða
vegna öfga.u
Kjallarinn
Kristinn
Pétursson
fiskverkandi
1 IVIeð og á móti
Innflutningur á 100 tonnum af hvalspiki
Norsk stjórnvöld
virði viðskipta-
frelsið
„Það er ekkert í íslenskum lög-
um sem bannar innUutning á
sjávarafurðum frá Noregi. Um
slíkan innUutning er heldur ekk-
ert að finna i norskum lögum. Ég
er að sjálfsögðu
á þeirri skoðun
að norsk stjóm-
völd eigi að
virða viðskipta-
frelsið á þessari
vöra líkt og
gert er í sam-
bandi við aðrar
vörur sem ís-
lendingar
kaupa frá Nor-
egi. Hvalrengi
hefur ekki fengist í verslunum
hérlendis í áratug en eftir að við
fórum af stað í þessum máli höf-
um við fundið fyrir miklum
stuðningi og viöskiptavinir okkar
hafa hvatt okkur tU dáða í von um
að þessi ljúffengi og holli matur
verði aftur á boðstólum. Nóatún
er meö þessum innUutningi að-
eins að sinna óskum viðskipta-
vina og það er engin spui’ning að
viö munum gera aUt sem í okkar
valdi stendur tU þess að þessi
vara komist í sölu hjá okkur; jafn-
vel standa í málaferlum við Norð-
menn ef það er það sem þarf tU
þess að réttlætið sigri.“
Ekki norska
skömm til ís-
lands
„í sjálfu sér er auðvelt að skUja
þá sem langar í hvalspik á íslensk
matborð frá Noregi. Ekki síst í
ljósi þess að bróðurparturinn af
afurðum hvalveiða Norðmanna
safnast enda-
laust upp í
frystihúsum eða
er beinlínis
hent heima í
Noregi. Á þvi
sést nú öU nauð-
synin hjá þeim
frændum okkar
fyrir þessum
mjög svo
vafasömu og
ómannúðlegu
veiðum þeirra. Það er einnig um-
hugsunarvert um þessa annars
svörtu atvinnustarfsemi í siðlegu
tiUiti hjá þeim Norðmönnum. En
hvers vegna þarf að Uytja inn
þetta vandamál tU íslands þegar
meira en nóg er af slíkum alger-
lega óleysanlegum málum hér
heima? Er ekki komiö nóg af
stríði við hvalavini og fiskkaup-
endur ytra fyrir okkur íslend-
inga? Borin von er að friður verði
um þennan innflutning fyrir utan
ýmis norsk og alþjóðleg laga-
ákvæði sem beinlínis bannar
þennan innflutning sem Nóa-
túnskeðjan hér heima er að reyna
að smygla sér framhjá. Enginn
friður verður um það atriði eitt og
sér. En síst af öUu verður
nokkurn tímann friður um þessar
mjög svo hæpnu hrefnuveiðar
Norðmanna eða íslendinga í fram-
tiðinni. Slík er ómannúðin við
þær. Þær fara að mestu fram með
köldum skutli og þessi stóru spen-
dýr eru deydd á hægan og kvala-
fuUan hátt. Hvalveiðimógúlar
hafa ekki talið sig hafa efni á
sprengiskutlum í stað spjótanna
ógeðfelldu. Þannig er nú þeirra
siðferði. Nei, takk. Ekki blóðga
hendur okkar með hrefnuskömm
Norðmanna enda leyfa ekki norsk
lög slíkt. Nóatúnssjoppurnar ættu
frekar að einbeita sér að því að
kynna landanum grænmetisrétti
og -buff. Það er ekki bara ódýrari
matur heldur miklu hoUari." -aþ
Magnús Skarphéö-
insson.