Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 45
T>V MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 53 Eiríkur Smith viö vinnu sína. Fimm stór myndverk Fimm stór málverk eftir Eirík Smith prýða og gleðja gesti Hall- grímskirkju um þessar mundir. Myndimar er eins konar hylling til lífsins og náttúrunnar. Stærstu myndirnar nefnast Jarðteikn og Víðsýni og eru málaðar í olíulitum. Enn fremur eru þar stórar vatns- litamyndir sem bera nöfnin í birt- ingu, Vornótt og Regn. Þessar myndir era valdar með það í huga að hvítasunnan er i nánd og sólin hækkar með hverjum deginum og þvi kjörið tækifæri til að veita kirkjugestum innsýn í hugarheim listamannsins. Sýningar Innsetning og vídeóverk í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Akur- eyri, sýnir Steinunn Helga Sigurðar- dóttir. Á sýningunni er Steinunn með innsetningu og vídeóverk. Steinunn Helga fór til Þýskalands eftir nám hér heima og nam við Dússeldorf-listaakademíuna. Hún hefur haldið myndlistarsýningar hérlendis, á öllum Norðurlöndunum, í Hollandi og Þýskalandi. Síðustu fiögur árin hefur hún búið í Dan- mörku. Sýningin stendur til 31. maí. Hallgrímskirkja: Endurreisn og barokk Einn af stóru viðburðunum á Listahátíð í Reykjavík eru tónleikar Jordi Savall, Montserrat Figueras og Rolf Lislevano sem eru í Hall- grímskirkju í kvöld. Þau stofnuðu i sameiningu tónlistarhópinn Hesper- ion XX árið 1986 til flutnings á tón- list endurreisnartímans. Á efnis- skrá þremenninganna, sem þau ■kalla Arie, Lamenti & Variatione er tónlist eftir Marin Marais, Giulio Caccini, Tarquinio Merala, Tobias Hume, Juan Hidaægo, Sebastian Durón, José Marin og Gaspar Sanz. 8 ___________________16 MAY-7 JUWE Frægastur þremenninganna er Jordi Savall en hann er í dag þekkt- asti núlifandi flytjandi endurreisn- ar- og barokktónlistar. Framlag hans hefur leitt til algjörs endur- mats á eldri tónlist og þá ekki síst þegar hann stjórnaði tónlistinni í hinni vinsælu kvikmynd, Allir heimsins morgnar eftir Alain Corneau, sem gerði það að verkum að forn tónlist hefur öðlast vinsæld- ir hjá mun yngri hlustendum en áður. Jordi Savall stjórnar tríóinu og leikur á gömbu. Montserrat Figuras, sópran, hef- ur kynnt sér til hlítar söngmáta endurreisnar- og barokktímans. Hún hefur þróað mjög persónulegan söngstíl og heldur í heiðri hug- myndum recitar cabtando þar sem söngtextinn og sérstaklega tilfinn- ingin að báki orðunum skiptir sköp- un í túlkun og tækni söngsins. Rolf Lislevanbd, bassalúta og gít- ar, er eftirsóttur einleikari. Hann er prófessor í gítar- og lútuleik við Jordi Savall leikur á gömbu í Hallgrímskirkju í kvöld. Conservatorie National de Toulouse námskeið í Austurríki, Noregi og á og heldur auk þess „master class“ Spáni. Hlýjast verður sunnanlands í dag verður fremur hæg norðlæg átt. Víða verður léttskýjað sunnan- og vestan til en dálitlar skúrir norð- austan til. Hiti verður 4 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö 7 Akurnes skýjaó 10 Bergstaöir úrkoma í grennd 9 Bolungarvík alskýjaö 4 Egilsstaðir 6 Keflavíkurflugv. skýjaö 7 Kirkjubkl. léttskýjaö 13 Raufarhöfn rigning 5 Reykjavík úrkoma í grennd 8 Stórhöföi alskýjaö 7 Helsinki rigning 6 Kaupmannah. rigning 11 Osló skúr á síö. kls. 11 Stokkhólmur 12 Þórshöfn skýjaö 10 Faro/Algarve rigning 17 Amsterdam skýjaö 14 Barcelona skýjaö 21 Chicago rigning 12 Dublin skýjaó 17 Frankfurt skúr 14 Glasgow skýjaö 17 Halifax skúr á siö. kls. 10 Hamborg rign. á síö. kls. 12 Jan Mayen snjókoma 1 London skýjaö 15 Lúxemborg skýjaö 16 Malaga léttskýjaö 25 Mallorca alskýjaö 22 Montreal heiðskírt 13 París skýjaö 19 New York skýjaö 18 Orlando þokumóöa 22 Róm þokumóöa 23 Vín skýjaó 16 Washington skýjaö 13 Winnipeg heiöskírt 9 Veðrið í dag Aníta Björk Litla stúlkan á mynd- inni, sem fengið hefur nafnið Aníta Björk, fædd- ist á fæðingardeild Land- Barn dagsins spítalans 22. apríl kl. 3.47. Hún var við fæðingu sext- án merkur og var 54 sentímetra löng. Foreldr- ar hennar eru Aldís Magnúsdóttir og Kári Jarl Kristinsson og er hún þeirra fyrsta barn. Nathan Lane leikur annaö aöal- hlutverkiö í Mouse Hunt. Músaveiðar Mouse Hunt, sem Sam-bíóin sýna, fjallar um bræðurna Emie og Lars Smuntz sem erfa gamalt og illa farið stórhýsi sem þeir halda I fyrstu að sé verðlaust. Annað á þó eftir að koma á daginn því húsið þykir meistarverk í arkitektúr og er því milljóna virði. Þeir bræður flytja inn í hús- ið fullir bjartsýni á að það eigi eft- ir að gera þá ríka. Bræðumir komast þó fljótt að því að þeir eiga við vandamál aö etja sem er lítið en þó stórt. Það vill nefnilega svo til að í húsinu hefur sest að lítil mús sem er ekkert vel við að fá aðra í sambýli við sig. Bræðumir halda í fyrstu að það sé lítið vandamál að losa sig við eina mús. Þar hafa þeir verulega rangt fyrir Kvikmyndir sér. Músin er snjöll og brátt ríkir stríðsá- stand í húsinu sem gæti jafnvel endað með því að ekkert stæði eft- ir af hinu verðmæta húsi annað en rústir einar. í aðalhlutverkum era Nathan Lane og Lee Evans sem báðir era þekktir gamanleikarar. Nýjar myndir: Háskólabíó: Deep Impact Háskólabió: Keimur af kirsuberi Laugarásbíó: Deconstruction Harry Kringlubíó: Mouse Hunt Saga-bíó: The Stupids Bíóhöllin: Fallen Bíóborgin: Out to Sea Regnboginn: Scream 2 Regnboginn: Vængir dúfunnar Stjörnubíó: The Assignment Krossgátan Lárétt: 1 lævís, 6 áköf, 8 frábrugðn- ar, 9 athygli, 11 mánuður, 12 sáð- land, 13 frístund, 15 stríðni, 18 gildra, 20 ástunda, 21 gruna. Lóðrétt: 1 farga, 2 hlýju, 3 biskups- húfa, 4 greinargerð, 5 svalt, 6 trylli, 7 hleðslu, 10 kapp, 14 hitunartæki, 15 róti, 16 nögl, 17 svelgur, 19 keyri. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 farg, 5 fót, 7 æöa, 8 láns, 10 rekald, 12 litum, 14 ró, 15 an, 16 uml- ir, 18 uss, 19 eitt, 21 seki, 22 mjó. Lóðrétt: 1 fær, 2 aðeins, 3 rak, 4 glaum, 5 fálm, 6 ón, 9 sjór, 11 drit, 12 laus, 13 tusk, 17 lim, 19 ei, 20 tó. 1 Gengið Almennt gengi LÍ 22. 05. 1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollnengi Dollar 70,740 71,100 72,040 Pund 115,430 116,020 119,090 Kan. dollar 48,700 49,000 50,470 Dönsk kr. 10,5480 10,6040 10,4750 Norsk kr 9,5110 9,5630 9,5700 Sænsk kr. 9,2220 9,2720 9,0620 Fi. mark 13,2190 13,2970 13,1480 Fra. franki 11,9800 12,0480 11,9070 Belg. franki 1,9475 1,9592 1,9352 Sviss. franki 48,2400 48,5000 49,3600 Holl. gyllini 35,6500 35,8700 35,4400 Þýskt mark 40,1900 40,3900 39,9200 ít. líra 0,040450 0,04071 0,040540 Aust. sch. 5,7100 5,7460 5,6790 Port. escudo 0,3918 0,3942 0,3901 Spá. peseti 0,4728 0,4758 0,4712 Jap. yen 0,520300 0,52350 0,575700 írskt pund 101,140 101,760 99,000 SDR 94,140000 94,70000 97,600000 ECU 79,0200 79,5000 78,9600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.