Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 23 DV Fréttir Halldór Ásgrlmsson kveðst 1 senn sáttur og hafa orðið fyrir vonbrigðum: Tíðindi að A-flokkarnir muni bjóða fram saman „Ég er sáttur við úrslit kosning- anna á lcmdsvísu. Ég tel að Fram- sóknarflokkurinn komi almennt vel út. Við unnum á í Reykjaneskjör- dæmi og á svæðinu í kringum höf- uðborgina. Við áttum einnig hlut að sigrinum í höfuðborginni eins og aðrir sem standa að því framboði. Úti um land höldum við mjög víða okkar hlut og bætum aðeins við okkur en sums staðar dölum við verulega. Þvi er þó ekki að neita að úrslitin eru vonbrigði t.d. á Akureyri, Húsa- vík, á Seyðisfirði og í nýja sveitarfé- laginu á fjörðunum. Hvaða skilaboð við eigum að lesa út úr þessu vil ég ekki fullyrða um á þessu stigi en við munum fara ítarlega yfir það með okkar fólki,“ sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins, um úrslit sveitarstjómarkosn- inganna. Kjörfylgi okkar hærra en í könnunum Varðandi ummæli vinstra fólks um hlutfollin 40, 20 og 40 prósenta fylgi flokka á landsvísu sagði Hall- dór að slíkir útreikningar séu ekki raunhæfir: „Samkvæmt þeim útreikningum sem ég hef séð þá vorum við reikn- aðir með rúmlega 23 prósent og ég hef séð hærri tölur en 40 hjá Sjálf- stæðisflokki. Mér finnst nú nær að tala þá um 30 prósent hjá vinstra samstarfinu. En miðað við þessar tölur erum við með svipað fylgi og í síðustu al- þingiskosningum og mun hærra en síðustu skoðanakannanir sýna. Al- mennt má segja um niðurstöður varðandi Framsóknarflokkinn að þær eru almennt mun betri en kannanir sýndu. Það sýnir að skoð- anakannanir eru almennt verulega lægri en okkar kjörfylgi." Ekki sterk útkoma hjá A- flokkunum „Það eru mikil tíðindi að formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags eru nánast að tilkynna eftir þessar kosningar að þessir flokkar hyggist bjóða fram saman á næsta ári,“ seg- ir Halldór. „Það mun hins vegar ekki hafa nein áhrif á stöðu Fram- sóknarflokksins. Mér fmnst A-flokk- arnir ekki koma sterkt út úr þess- um kosningum." - Telur þú líklegt að sama stjórn muni sitja áfram eftir alþingiskosn- ingarnamar á næsta ári? „Ég vil ekkert um það fúllyrða á þessu stigi. Við munum eins og alltaf áður ganga óbundnir til kosn- inga.“ -Ótt Bæjarmálafélag Hveragerðis: Ætla að láta verkin tala Magni Kristjánsson, efsti maður á D-lista, og Smári Geirsson, væntanlegur forseti bæjarstjórnar Austurríkis. Sigur Fjarðalistans í Austurríki: Verður öflugra sveitarfélag Gísli Páli Pálsson, tilvonandi forseti bæjarstjórnar Hverageröis, smellir kossi á kinn Aldísar Hafsteinsdóttur sem er í þriðja sæti. DV-myndir S.J. Fjarðalistinn, samtök alþýðu- bandalagsfólks, cdþýðuflokksfólks og óflokksbundinna, bar sigur úr býtum í Austurríki sem er nýtt, sameinað sveitarfélag Neskaupstað- ar, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Nafhið Austurríki fékk mest fylgi í skoðanakönnun sem gerð var sam- hliða sveitarstjómarkosningunum en enn er ekki búið að ákveða hvað nýja sveitarfélagið á að heita. Fjarðalistinn fékk 1.003 atkvæði, eða 52,7%, og sjö fulltrúa kjöma. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 416 at- kvæði, eða 21,9%, og tvo fulltrúa kjöma. Framsóknarflokkurinn fékk 363 atkvæði, eða 19,1%, og tvo full- trúa kjöma og Austfjarðalistinn, H- listinn, fékk 121 atkvæði, eða 6,4%, og engan mann kjörinn. Smári Geirsson er væntanlegur forseti bæjarstjómar Austurríkis og segir hann að strax verði hafist handa við að undirbúa nefndarkjör og standa að kosningaloforðunum. í fyrsta lagi lagði Fjarðalistinn áherslu á sameiningarferlið og birti hann með skýmm hætti hvemig staðið yrði að því. í öðra lagi var lögð áhersla á atvinnumál og í þriðja lagi var lögð áhersla á að nýja sveitarfélagið yrði fjölskyldu- vænt og í því sambandi var talað um æskulýðs- og íþróttamál, skóla- og félagsmál og menningar- og um- hverfismál. „Hvað varðar sameiningarferlið þá vil ég nefna að 15. nóvember sl. vora sameiningarkosningar og var sameining samþykkt í öllum sveit- arfélögunum þremur. Við viljum að það standi sem sagt var fyrir þær kosningar. Við emm þeirrar skoð- unar að ekki eigi að eiga sér stað snögg breyting til dæmis varðandi stjórnkerfi sveitarfélagsins heldur eigi fólk að skynja breytinguna hægt og sígandi. Síðan hefur verið sett upp ákveðið stjómkerfi þessa nýja sveitarfélags til dæmis hvemig eigi að þjónusta íbúana í hverjum byggðarkjama fyrir sig.“ Smári segir að mesti kosturinn viö sameininguna sé að svæðiö verði öflugra bæði inn á við og út á við. „Við verðum sterkari inn á við vegna þess að við eigum auðveldara með að bjóða íbúunum upp á betri og fjölbreyttari þjónustu. Og við verðum miklu sterkari út á við, til dæmis gagnvart ríkisvaldinu." Bæjarstjóraefni Fjaröalistans er Guðmundur Bjamason sem gegnt hefur hlutverki bæjarstjóra Nes- kaupstaðar. Gísli Páll Pálsson, Hafsteinn Bjamason, Aldís Hafsteinsdóttir og Alda Andrésdóttir stofnuðu Bæjar- málafélag Hveragerðis fyrir um einu og hálfu ári eftir að þau höfðu verið rekin úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi. Alda er nú aftur gengin til liðs við síðarnefnda félagið. Bæjarmálafélag Hveragerðis varð sigurvegari í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Félagið fékk fjóra menn kjörna, Sjálfstæðisfélagið fékk einn mann kjörinn, Framsóknarflokkur- inn fékk einn mann kjörinn og Hveragerðislistinn fékk líka einn mann kjörinn en í þeim flokki eru alþýðubandalagsfólk, alþýðuflokks- fólk og óháðir. Gísli Páll, tilvonandi forseti bæj- arstjórnar, segir að sér hafi komið á óvart hversu afgerandi niðurstaðan var. Því má ekki gleyma hve Bæjar- málafélag Hveragerðis er ungt mið- að viö gamla og gróna flokka eins og Sjálfstæðisfélagið og Framsóknar- flokkinn. Slagorð Bæjarmálafélags- ins fyrir kosningarnar voru „Látum verkin tala“. „Stefnuskrár flokk- anna voru svipaðar í langflestum málum. Ég held þess vegna að kjós- endur hafi valið það fólk sem þaö treysti best til að framfylgja þessum stefnum. Menn uppskera líka eins og þeir sá og ég held að þetta hafi verið sanngjöm niðurstaða.“ Aðalbaráttumál Bæjarmálafélags Hveragerðis vom skólamál, skolp- hreinsi- og fráveitumál og atvinnu- mál. Verið er að vinna að ákveðinni úttekt á innra starfí skólans en henni lýkur í sumar. í kjölfarið verður bætt enn frekar það góða starf sem er í skólanum. „Við emm með áform um viðbyggingu við grunnskólann sem verður væntan- „Mér líður alveg guðdómlega. Mér hefur sjaldan liðið betur. Ég hef vissulega farið í gegnum gífur- lega erfiða kosningabaráttu þar sem persóna mín var skrumskæld i hug- um fólks. Það var auðvitað gert í þeim tilgangi að klekkja á Reykja- víkurlistanum. Það tókst ekki. List- inn var sigurvegari kosninganna. Auðvitað var ég með framtíð og vinnu alls þessa fólks á herðunum - þ.e.a.s. ef þessi kosningatækni hefði heppnast. Þá hefði verið erfitt að vakna í morgun. Það vom margar svefnlitlar nætur í síðustu viku,“ sagði Hrannar B. Arnarsson, þriðji maður á Reykjavíkurlistanum, sá lega tilbúinn haustið 2001. Hvað varðar skolphreinsi- og fráveitumál gerum við ráð fyrir að árið 2002 verði 85% af skolpinu hreinsað en í dag fer það óhreinsað eða lítið hreinsað út í Varmá.“ í burðarliðnum em samningar við Rafmagnsveitu ríkisins um smiði og rekstur jarðgufuvirkjunar í nágrenni Hveragerðis og verður Ölfushreppur líka í þeirri sam- vinnu. „Þessir tveir aðilar, Hvera- gerðisbær og Ölfushreppur, sem eiga fyrirtæki sem heitir Sunnlensk orka, og Rarik munu stofha nýtt fulltrúi sem um fjórðungur kjós- enda listans strikaði yfir á kjörseðl- inum. Hrannar kveðst langt í frá hættur í pólitík en sér komi útstrik- animar ekki á óvart. Ræði leiðir í dag „Mín bíður nú það verkefni að hreinsa mannorð mitt eftir rógsher- ferö Sjálfstæðisflokksins," sagði Hrannar. „Frambjóðendur Reykja- víkurlistans hafa hingað til staðið einhuga á bak við mig og stutt mig í þessari orrahríð. Mitt fyrsta verk á morgun (í dag) verður að ræða með hvaða hætti ég geti best gengið í þetta verkefni mitt - að hreinsa hlutafélag sem myndi koma að þess- ari virkjun. Við jarðgufúvirkjunina myndast mikil gufa og í samvinnu við Rarik munum við reyna að finna iðnaðarfyrirtæki sem geta nýtt sér gufuna. Heilmikil atvinnu- uppbygging og -atvinnustarfsemi verður í kringum virkjunina sem mun kosta á milli tvo og þrjá millj- arða króna.“ Félagar í Bæjarmálafélagi Hvera- gerðis era staðráðnir í að gera góð- an bæ enn betri. Þeir ætla að láta verkin tala. mannorð mitt.“ - Ætlar þú að víkja tímabundið? „Það er cdlt uppi á borðinu í þeim efnum. En verkefni númer eitt, tvö og þrjú er að hreinsa mannorðið. Ég mun gera það eftir þeim leiðum sem hópurinn telur að sé best.“ - Hvaða leið telur þú besta? „Ég hef enga skoðun á því fyrir- fram. Það eru ýmsir möguleikar í þeim efnum. Ég ætla ekki að ræða það frekar fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Ég er langt í frá hættur í póli- tík. Það er engra slíkra tíðinda að vænta,“ sagði Hrannar B. Amars- son. -Ótt -SJ Hrannar B. Arnarsson segist hafa átt margar svefnlitlar nætur í síðustu viku: Mér líöur guðdómlega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.