Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 44
52
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 DV
onn
Ummæli
Maraþonræða
Jóhönnu
„Flestir ræöa um viðbótar-
borðið sem hún
fékk undir gögn- I
in. en fæsnr hafa J
hugmynd um *
hvert var inni-
hald ræðunn-1
ar.“
Guðni Ágústs-
son alþingis-
maður um
maraþonræðu Jóhönnu
Sigurðardóttur á Alþingi, í
DV.
Stjómað frá Reykjavík
„Útgerðarfélagi Akureyr-
inga er stjórnað frá Reykjavík \
og við það verðum við að sætta
okkur.“
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, í Degi.
Fótboltaklúður
„Það er algjört
klúður að horfa
eingöngu í hvað
hægt er að fá í
leigutekjur fyrir
útsendingu á
knattspymu-
leikjum en
gleyma því að
þessi íþrótt á að-
dáendur út um allt land sem
hafa misjafna möguleika á að
komast á völlinn."
Sr. Pétur Þórarinsson í Lauf-
ási, i Degi.
Hljómsveit allra
landsmanna
„Með þessari útgáfu má
segja að Stuðmenn séu sannar- |
lega orðnir hljómsveit allra J
landsmanna því nú er ellilif- -
eyrisþegum ekkert að vanbún-
aði aö meðtaka stuðið."
Gunnar Hjálmarsson í dómi
um geislaplötuna íslenskir
karlmenn, í DV.
Hin þjóðin
„Enginn botn
fæst í hið raun-
verulega mál,
hvort til sé for-
réttindastétt á
íslandi sem
ekki lýtur
sömu lögum
og almenn-
ingur og býr f
við lífskjör sem eru
svo frábrugðin því sem venju- i
legt fólk þekkir að óhætt er að
kalla hana „hina þjóðina“.“
Ármann Jakobsson íslensku-
fræðingur, í DV.
Var bara lúði
„Ég var nú bara lúði langt
fram eftir aldri. Sat heima hjá
mér og var að dunda við að
búa til leirkarlamyndir.“
Sigurður Helgason, einn eig-
anda Zoom, í Morgunblað-
inu.
Guðmundur Rúnar Júlíus Guðmundsson, form. Suðurnesjadeildar Rauða krossins:
Hef átt mótorhjól frá 16 ára aldri
DV, Suöurnesjum:
„Deildin á og rekur þrjár sjúkra-
bifreiðar sem Brunavamir Suður-
nesja annast og manna. Stjóm deild-
arinnar hefur lagt metnað sinn í að
þjálfun sjúkraflutningsmanna sé
með því besta sem gerist á landinu,
sjúkrabifreiðar séu ávallt með því
fullkomnasta hvað varðar búnað og
ástand,“ sagði Guðmundur Rúnar
Júlíus Guðmundsson, þekktur und-
ir nafninu Guðmundur R.J. Guð-
mundur tók nýlega við formennsku
í Suðumesjadeild Rauða kross ís-
lands af Gísla Viðari Harðarsyni.
Guðmundur hefur átt sæti í stjórn
deildarinnar frá árinu 1991, gegnt
stöðu varaformanns og gjaldkera í
stjórn deildarinnar frá 1992. Þá er
Guðmundur stjórnarmaður í Rauða
krossi íslands. „Deildarstarfið er
mjög líflegt og stendur deildin okk-
ar fyrir ýmsum námskeiðum, svo
sem skyndihjálp, barnfóstrunám-
skeiði og öflugu unglingastarfi allt
árið um kring.“
Það hefur verið og verður mikið
að gera hjá Guðmundi og hans fólki
næstu daga. „Næstu daga verður
opnuð sjálfboðamiðstöð og fatamót-
taka að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanes-
bæ, ásamt Svæðaskrifstofu Rauða
kross íslands. Þar verður einn starfs-
maður í hlutastarfi. Sjálfboðamið-
stöðin og fatamóttakan er sameigin-
legt verkefni Grindavíkurdeildar og
Suðurnesjadeildar RKÍ. Þar verður
tekið á móti fatnaði, hann flokkaður
og íbúum á Suðurnesjum gefinn
kostur á að velja sér föt til eigin
nota. Það sem ekki nýt-
ist hér á svæðinu er Guðmundur
sent til hjálparstarfs er-
lendis. Það hefur sýnt sig að þörf er
á þessari þjónustu deildanna, þar
sem fjöldi einstaklinga hefur nýtt sér
þennan kost, að fá fatnað sem safn-
ast með þessum hætti, enda í flestum
Maður dagsins
tilfellum mjög góð fót. Deildirnar
hafa um langt skeið tekið á móti fata-
framlögum í félagsheimilum sínum,
en húsnæðið að
Smiðjuvöllum
mun gjörbreyta
allri aðstöðu til
hins
betra.“
Guð-
mundur
hefur
geysileg-
an
áhuga á starfi deild-
arinnar og eflaust
fáir sem finnast í
heiminum með slíkan
áhuga á félagsstörfum.
„Það er mjög gefandi að
starfa í Rauða krossin-
um. Þessi mannúðar-
hugsjón hreyfingar-
innar á við mig. Þá
er ánægjulegt hvað
þeir einstaklingar
sem sinna málefn-
um deildarinnar
gera það vel og hafa
alltaf verið til starf-
ans reiðubúnir. Þá
er þetta mjög
R.J. Guömundsson.
DV-mynd Ægir Má.r
Listaklúbbur
Listahátíðar
V
Listaklúbburinn í Iðnó er
opinn öll kvöld meðan á
Listahátíð stendur og er
alltaf eitthvað um að vera. í
kvöld kemur fram söngkon-
an Ósk Óskarsdóttir og Kór
Slökkviliðsins í Reykjavík.
Hvers vegna götur
og torg
Björn Ólafs arkitekt mun
halda spjallfund undir yfir-
skriftinni Hvers vegna götur
og torg? á Kjarvalsstöðum í
kvöld kl. 20. Björn hefur ver-
ið búsettur í Frakklandi um
árabil.
Niðurstöður sveitar-
stjórnarkosninga
í dag mun Félag stjórn-
málafræðinga halda hádegis-
verðarfund á efri hæð veit-
ingastaðarins Lækjarbrekku
um niðurstöðu sveitarstjórn-
arkosninga. Frummælendur
eru: Ólafur Þ. Stephensen,
Valgerður Jóhannsdóttir og
Linda Blöndal.
Samkomur
Menningardagar
Vikuna 25.-29. maí verða
Menningardagar í félags-
starfi Gerðubergs og kennir
þar margra grasa. Handa-
vinnu- og listmunasýning
verður alla dagana.
Sjálfboðaliðasamtök um
náttúruvernd
Rabbfundur um verkefni
sumarsins verður á Kaffi
Romance, Lækjargötu 2, í
kvöld kl. 20.
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 2110:
Hjónasvipur
Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi.
skemmtilegt fólk og á miklar þakkir
skildar."
Guðmundur starfar sem skrif-
stofustjóri hjá Skipaafgreiðslu Suð-
urnesja ehf. Eiginkona Guðmundar
er Sólveig Þórðardóttir, ljósmyndari
með meiru og eigandi Nýmyndar i
Reykjanesbæ. Þau eiga eina dóttur,
Sólrúnu Björk, 24 ára.
Þrátt fyrir miklar annir hjá Guð-
mundi á hann sér afar forvitnileg
áhugamál. Á sunnudögum sést
hann aka um stræti bæjarins á
Yamaha V-max 1200 mótorhjóli, en
hann er félagi í Bifhjólasamtökum
lýðveldisins, Sniglum. „Ég hef
áhuga á mannúðar- og félagsmál-
um. Einnig hef ég mikinn
áhuga á siglingu á
seglskipum og
akstri mótor-
hjóla. Reyndar
hef ég átt mótor-
hjól frá 16 ára
aldri og á
enn.“
-ÆMK
Nýja lífið
hennar írinu
Irinas Nya Liv er nafn á gaman-
leik sem sænski leikhópurinn
Unga Klara flytur á vegum Lista-
hátíðar í Borgarleikhúsinu í
kvöld. Leikgerðina samdi Nils
Gredeby upp úr bók skáldkonunn-
ar Irinu von Martens sem er með
Downs-heilkenni. Hér er á ferð-
inni óvenjulegt leikrit sem fjallar
um þroska-
hefta ein-
staklinga
sem allir
hafa Downs-
heilkenni
og búa sam-
an á sam-
býli. Þá
dreymir um
að vera eins
og hinir; þá
langar i
sambúð og
vera færir um að vinna fyrir laun-
um. Þá langar að vera eðlilegir en
löngunin er blandin hræðslu og
margar spurningar vakna. Verkið
er leikið á sænsku en persónurn-
ar ættu að vera mörgum íslend-
ingum að góðu kunnar því þær
lifa sig inn í heim Ronju ræn-
ingjadóttur.
Sylvia Rauan
verki sínu.
hlut-
Leikstjóri sýningarinnar er
Suzanne Osten en hún stofnaði
leikhópinn Unga Klara árið 1975.
Með aðalhlutverk i sýningunni
fara þau Lennart Jahkel, Simon
Norrthon, Ann Petrén, Sylvia
Rauan og Cilla Thorell. Auk sýn-
ingarinnar á sunnudagskvöld
verður leikverkið einnig sýnt á
mánudags- og þriðjudagskvöld.
Bridge
Þegar þetta spil kom fyrir á vor-
leikunum í Reno í Bandaríkjunum
voru það tvö pör sem sögðu sig alla
leið í 7 spaða. Sá samningur er alls
ekki svo lélegur og vinnst reyndar í
þessari legu. Sagnir gengu þannig á
öðru borðanna, norður gjafari og
allir á hættu:
♦ 1052
44 K2
4 D865
* DG64
4 AKD963
* 83
* ÁK
* K82
N
V A
S
4 G8
44 ÁD7
-f G9432
* Á97
4 74
44 G109654
4- 107
4 1053
Norður Austur Suður Vestur
pass 1 4 pass 2 4
pass 2 grönd pass 3 4
pass 4 * pass 44
pass 4 44 pass 4 grönd
pass p/h 5» pass 7 4
Báðir sagnhafanna fengu út
tromp og alslemman vannst með eft-
irfarandi spilamennsku. Drepið
heima á trompás, ÁK í tígli lagðir
niður, spaða spilað á gosa, tígull
trompaður hátt og úr þvi
tíguldrottningin birtist ekki var
nauðsynlegt að svína hjartadrottn-
ingu til að fría fimmta tígulinn í
blindum. Þannig fengust 6 tromp-
slagir, 3 tígulslagir og tveir á hjarta
og lauf. Sjö grönd virðist vera mun
verri samning-
ur en 7 spaðar,
en eini sagn-
hafinn sem
endaði í 7
gröndum var
ekki í vandræðum með að vinna
þau. Sjö gröndin voru spiluð á
hendi austurs og útspil suðurs var
hjartagosi. Sagnhafi tók strax tvo
slagi á hjarta, tvo slagi á tígul og
renndi síðan niður öllum spöðum
sínum. Síðasti spaðinn bjó til tvö-
falda kastþröng á vömina. Norður
varð að passa tíguldrottninguna og
varð að kasta sig niður á 2 lauf. Suð-
ur varð að passa hjartalitinn og gat
ekki heldur haldið valdi á lauflitn-
um. ísak Örn Sigurðsson