Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 Fréttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Þakka borgarbúum lét sjálfstæðismenn ekki kúga mig til að færa mannfórn „Ég þakka niðurstöðuna góðu starfi Reykjavíkurlistans á kjör- tímabilinu og borgarfulltrúanna fyrst og fremst. Við ákváðum í lok síðustu kosninga að byrja að heyja næstu kosningabaráttu strax og þetta fólk hefur unnið hörðum höndum síðan. Síðan þakka ég okk- ar liðsmönnum sem stóöu þétt sam- an í drengilegri kosningabaráttu og ég er mjög stolt að enginn leiddist út í þátttöku í þeim kaldrifjaða leik sem hér hefur verið leikinn. Og í þriðja lagi þakka ég borgarbúum sem ég trúði alltaf að færu að kjör- borðinu með stefnumál og árangur Reykjavíkurlistans í huga,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í sam- tali við DV strax og fyrstu tölur höfðu birst og úrslitin þar með orð- in ljós. -Nú hefur Árni lýst því yfir að hann sé hættur sem leiðtogi sjálf- stæðismanna í borginni og ætli ekki á þing. Telur þú eftirsjá af honum sem andstæðingi? „Það er eftirsjá af Áma úr póli- tísku starfi, ég tel aö hann eigi þar fullt erindi. Auðvitað hefur hann að ýmsu leyti átt við ramman reip aö draga á þessu kjörtímabili og hann hefur unnið vel í þessari kosninga- baráttu. En ég held að þeirra stærstu mistök að ýmsu leyti hafi verið að fara út í þessa herferð gegn Hrannari." - Verður gripið til einhverra ráö- stafana varðandi Hrannar af þinni hálfu á næstunni? „Ég hef verið mjög hörð á því að gefa ekki eftir í þessu máli vegna þess að ég vil ekki láta andstæðinga Fyrstu tölur liggja fyrir og gleöin leynir sér ekki hjá frambjó&endum og stu&ningsmönnum Reykjavíkurlistans. mína kúga mig með þessum aðferð- um til þess að færa hér ákveðna mannfórn. Við höfum öll staðið saman um þetta. Síðan tökum við bara á okkar málum eins og alltaf var ráð fyrir gert,“ sagði Ingibjörg DV-mynd ÞÖK Sólrún, nýkjörinn borgarstjóri, að lokum. -phh Kosningavaka Reykjavíkurlistans á Hótel íslandi: Tilfinningaþrungin nótt „Tilfínningin fyrir þessum sigri er svo miklu sterkari en fyrir fjór- um árum vegna þess að með sigr- inum i dag höfum við innsiglað að við höfum staðið við þær væntingar sem til okkar voru gerðar. Við gáf- um fyrirheit um breytingar í borg- inni og þær breytingar höfum við nú staðfest,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýkjörinn borgarstjóri, í upphafi ræðu sinnar á kosninga- vöku Reykjavíkurlistans. Það var rafmögnuð stemning á kosningavökunni á meðan menn biðu eftir fyrstu tölum og greinilegt að margir voru orðnir óþreyjufullir. Þegar fyrstu tölur voru lesnar voru flestir frambjóðendur mættir ásamt nokkrum fjölda stuðningsmanna og í kjölfarið brutust út mikil fagnað- arlæti og margir gáfu tilfinningun- um lausan tauminn. Eftir fyrstu tölur tóku stuðnings- menn Reykjavíkurlistans að streyma á Hótel ísland og á tólfta tímanum, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom í hús, var húsið orðið fullt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var hyllt af gestum þegar hún gekk nið- ur stigann undir laginu Ó, borg, mín borg og ætlaði dúndrandi lófa- klappinu og gleðiópunum aldrei að linna. Sigurgleði stuðningsmanna Reykjavíkurlistans var gríðarleg og dansinn dunaði langt fram eftir nóttu, undir styrkri stjóm hljóm- sveitarinnar Geirfuglanna. -aþ Hrannar B. Arnarsson og mó&ir hans, Kristín Á. Ólafsdóttir, voru greinilega mjög hrærö þegar fyrstu tölur lógu fyrir. DV-mynd ÞÖK Hrannar B. Arnarsson: Viss um sigur „Þessi kosningabarátta er ein sú ömurlegasta sem ég hef tekið þátt í en ég var alltaf viss um að Reykja- víkurlistinn fengi að njóta góðra verka sinna á síðasta kjörtímabili. Það var greinilegt aö ófrægingar- herferð Sjálfstæðisflokksins kom róti á hugi margra en á þessari stundu er ég afar þakklátur þeim fjölmörgu sem studdu við bakið á mér, ekki síst félögum mínum á Reykjavikurlistanum," sagði Hrannar B. Arnarsson, nýkjörinn borgarfulltrúi, á kosningavöku Reykjavíkurlistans. Hrannar gagnrýndi vinnubrögð sjálfstæðismanna sem hann sagði sorgleg og minna um of á bandarísk stjórnmál sem ættu ekkert skylt við lýðræði. Hann sagðist staðráðinn í aö hreinsa nafn sitt á næstu dögum og vikum. „Mannorð mitt hefur ver- ið nítt niður í svaðið og mitt næsta verkefhi veröur að hugleiða úrslitin og hreinsa mitt mannorð. Ég hyggst draga þá til ábyrgðar sem stóðu að baki ófrægingarherferðinni. Það kemur í ljós á næstu dögum hvaða leiðir eru þar færar og ég mun einskis láta ófreistað í þeim efnum," sagði Hrannar B. Arnarsson. -aþ Ingibjörg Sólrún hamingjusöm enda sigur Reykjavíkurlistans í höfn. í baksýn sést eiginmaöur hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, ásamt ö&rum syninum- nv.mwnH bnir DV-mynd ÞÖK Helgi Hjörvar: Þetta eru söguleg úrslit „Ég er fyrst og fremst stoltur. Þetta er sigur Reykvíkinga og ekki síst lýðræðisins yfir róginum. Þetta eru líka söguleg úrslit því það hefur ekki gerst áöur að vinstri meiri- hluti haldi velli og ég er ekki í vafa um að sigur Reykjavíkurlistans mun hafa mikil áhrif á pólitík í næstu framtíð," sagöi Helgi Hjörv- ar, nýkjörinn borgarfulltrúi. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.