Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 Símaklefar “* Ýmis fróðleikur um síma- klefa, m.a. símanúmer ein- stakra klefa um allan heim, er að finna á http://SORAB.JI. com/livewire/payphones/ Hljóð Ymis skemmtileg hljóð fyrir tölvuna er hægt að finna á http://www.geocities.com/ SunsetStrip/Towers/2542/. Þá er bæði átt við tónlist og önnur hljóð. Rotterdam Hollenska borgin Rotterdam íræg íyrir margt. Ef maður vill fá stutt sögulegt yfirlit yfir borgina er http://www.geocities.com/ SouthBeach/Palms/5921/rdm. html staðurinn til að skoða. Tennisljósmyndir Heilmikið ljósmyndasafn af tennisstjörnum frá hinum ýmsu stórmótum er að finna á slóðinni http://advantage- tennis.com/index.htm Úðunarkerfi Það er einfaldara en marga grunar að búa til eigin úðunar- f erfl fyrir garðinn. Kennslu í ví er að finna á http:// www.netyard.com/jsa/spklr. htm Tangó Allar mögulegar upplýsingar um tangó og hvernig hann get- ur gagnast í daglegu lifl er að finna á http://www.showgate.com/ tango/ Karókí Mörgum finnst ekkert skemmtilegra en að syngja í karókí. Á http://www.visi. \*om/~dowling/karaoke/ er hægt að ná í karókíútgáfur af ýmsum lögum svo maður getur notað tölvuna til að syngja sín uppáhaldslög við undirleik. H.C.Andersen Heimasíða um hinn fræga danska ævintýrahöf- und Hans Christian Andersen er 9 http:// www.math. technion. ac.il/~rl/ Andersen/. Þar eru með- al annars enskar þýðingar á mörgum ævintýra hans. Ekki sama hvar leitað er að upplýsingum á Netinu: Leitarvélar misgóðar eftir því hvers er leitað Pað er ekki sama hvernig menn leita á vefnum. Leitarvélar á vefnum eru alger- lega nauðsynlegar til að vefurinn gagnist eitthvað sem upplýsinga- lind. Án þeirra væri vefurinn óstjórnlegt kraðak þar sem ekki væri hægt að finna nokkurn skap- aðan hlut í öllum þessum frum- skógi. Leitarvélarnar sjálfar eru hins vegar misgóðar og það getur farið eftir því hvaða upplýsingar verið er að leita að hvað er best að nota. DV leit inn á nokkrar slíkar vélar og athugaði hvað hentaði best. Til að prófa vélarnar var slegið inn eitt íslenskt, óþekkt nafn, sem þó er með heimasíðu, og nafn eins þekkts tónlistarmanns. Einnig er skoðað hversu þægilegt er að leita í þeim. Looksmart Leitarvélin Looksmart (www.looksmart.com) hefur á að skipa mjög góðu flokkunarkerfi sem er gott að stökkva á milli. Hún leit- ar bæði í síðum sem eru skráðar þar og einnig öðrum síðum. Þessi leit gefur nokkuð víða og góða nið- urstöðu og maður hefur jafnframt visst val um hversu ítarleg leitin á að vera. Síðurnar sem eru þarna á skrá eru ekki mjög margar sem er kostur ef menn nenna ekki að fletta í gegnum of mikið af síðum en galli ef menn vilja hafa gott val. Þessi leitarvél er því ágæt ef leitað er að síðu um frekar breitt svið og menn nenna ekki að hafa of mikið fyr- ir leitinni. Yahoo!/ AltaVista Ástæðan fyrir því að þesar tvær leitarvélar eru teknar saman er samstarfið þeirra á milli. Það geng- ur út á að ef síð- an hefur ekki verið skráð í Ya- hoo! er leitað í AltaVista. Þannig geta menn leitað í Yahoo! hvort sem menn léita á breiðu eða þröngu sviði. Leit skilar yfirleitt niðurstöðu í Yahoo! (www.yahoo.com) þó að hún sé ekki endilega á þann hátt sem óskað var. í Yahoo! eru síðurn- ar settar í flokka sem eru töluvert fleiri en í Looksmart. Þar með verð- ur flokkunarkerfið dálítið þung- lamalegra í Yahoo! án þess að nokk- uð sé erfltt að leita í því. íraun má því segja að Yahoo! henti vel í nokkuð breið svið en ef Yahoo! nær ekki yflr þetta er hægt að leita á náðir AltaVista sem er hvað víðfeðmust í leit sinni á vefn- um. AltaVista hefur einnig þann kost að hægt er að leita eftir tungu- málum sem getur komið sér mjög vel. Aðrar vélar Af öðrum leitarvélum má nefna fnfoseek (www.infoseek.com), sem gaf nokkuð góða raun þegar undir- ritaður prófaði hana. Flokkunar- kerfi var einfalt og fljótlegt og orða- leit virtist nokkuð víðfeðm. Þessi leitarvél getur því einnig reynst vefnotendum vel. Hjá Lycos (www.lycos.com) er í flokkunarkerfmu einkum hugsað um að gefa upp yfirlitssíður. Þetta getur reynst ágætlega og jafnvel orðið til þess að menn fái gagnlegri niðurstöðu. Þetta gerir hins vegar lítið gagn ef verið er að leita að ein- hverju mjög afmörkuðu. Af íslenskum leitarvélum ber svo að nefna Síðusafnið (www.hug- mot.is/ssafn)þar sem hátt í þrjú þúsund íslenskar síður er á skrá. Svo er náttúrlega hægt að fara á AltaVista og stilla á íslensku til að leita í íslenskum síðum á alþjóð- legri leitarvél. -HI Netsókn Finna eykst enn: 1,8 milljónir Finna á Netinu árið 2002 - samkvæmt spá aðalnetþjónustunnar Finnar eru allra þjóða netvædd- astir eins og svo oft hefur komið fram í könnunum. Nú er svo kom- ið að fjarskiptaráð Finnlands, sem nú kallar sig Sonera, gerir ráð fyrir því að í lok ársins 2001 verði netvæddir Finnar orðnir 1,8 millj- ónir. Þeir eru 800 þúsund núna þannig að þetta þýðir að notendunum mun fjölga um vel yfir 100% á næstu fjórum árum. Ilkka Aura, framkvæmdastjóri Sonera, segir að flnnskum netverj- um muni flölga jafnt og þétt fram að því. í lok þessa árs verði þeir orðn- ir 975 þúsund, 1,3 milljónir í árslok 1999 og ári seinna verði þeir orðnir 1,6 milljónir. Þess má geta að fimm milljónir manna búa nú í Finnlandi og því má reikna með að býsna gott hlutfall þeirra verði orðið nettengt áður en þessu tímabili lýkur. Ráðið gerir ráð fyrir því að ár- leg flölgun netverja i Finnlandi verði minni eftir því sem líður á. Nú er árleg fjölgun 35% en árið 2002 verður hún líklega aðeins um 10%. Með þessu var reiknað því ekki voru taldar miklar líkur á því að flölgunin yrði jafn stöðug og hún hefur verið. Gert er ráð fyrir því að fyrir- tækið Sonera, sem nú er í eigu stjórnvalda, verði einkavætt í haust. Fyrirtækið er nú aðalnet- þjónustuaðilinn í Finnlandi og eru um 40% finnskra netbúa tengd hjá fyrirtækninu. Aura seg- ir að fyrirtækið sé að leita sér að mörkuðum erlendis í ljósi þess hversu gríðarlegur vöxturinn hef- ur orðið í þessum hátækniiðnaði hér á landi. Jafnvel er stefnt að því að fyrirtækið verði orðið vel þekkt á Evrópumarkaði áður en langt um líður. Sonera hugsa sér einkum gott til glóðarinnar með því að bjóða net- verslun fyrir neytendur. í Finn- landi veltir þessi iðnaður um 80 milljónum finnskra marka og það finnst forsvarsmönnum fyrirtækis- ins alltof lítið. í lok ársins er stefnt að því að veltan verði tveir millj- arðar marka í lok ársins 2000 og ári seinna verði þessi tala komin i 5,5 milljarða. Það er því ljóst að Finnarnir hugsa stórt í netmálum og ætla sér greinilega að halda áfram að standa undir þvi að vera netvæddust allra þjóða. Þó er aldrei að vita nema þeir fái einhverja samkeppni frá ná- grönnum sínum á Norðurlöndun- um, þ.e. Norðmönnum og íslending- um, en þessar þjóðir eru næst á eft- ir Finnum í ásókn á Netið. Miðað við hvernig Finnar láta núna er kannski ekki fyrirsjáanlegt að þess- ar þjóðir nái að skjóta þeim ref fyr- ir rass þó að maður skyldi aldrei segja aldrei í þessum efnum. -HI/Reuter Ný mótaldstækni Fyrirtækiö Transend Corporation hefur kynnt nýja tækni viö gerö mótalda. Tæknin byggist á því aö hægt er aö flytja gögn á Netinu um tvær símalínur í staö einnar. Þetta hefur ekki veriö hægt hingað til nema meö því að nota tvö mótöld líka. Talsmenn fyrirtækisins segja aö þessi tækni sé algjör bylting í mótaldagerð og muni ryðja úr vegi sam- skiptahindrunum sem verið hafa í netsamskiptum. Þetta veröur líka gott fyrir hina fátækari því þarna fæst sami hraöi og á ISDN en án aukakostnaðar, segir í fréttatilkynningu frá . fyrirtækinu. Beint frá Everest Nýlega var á Netinu bein útsending frá hæsta fjalli heims, Everest. Þessi útsending er liöur í svokölluðu TEDMED2, sem er ráöstefna sem félagið TED stóö fyrir. Beina útsendingin var frá leiðangri sem nú er á leiö upp fjallið og kallar sig E3. E i n n i g á 11 i útsendingin aö vera liöur í þvi aö nota tæknina í lækningaskyni. I þessu tilviki var aö sjálfsögöu verið aö hjálpa leiöangursmönnum vegna þunna loftsins sem oft hefur fariö heldur illa í fjallgöngumenn. Hægt er aö fylgjast meö heilsu fjallgöngumannanna í gegnum skynjara sem komiö hafði veriö fyrir í fötum leiöangursmanna. Hvatt til að hætta við klámkæm Nokkrir þekktir netfrömuöir í Þýskalandi hafa hvatt til þess aö hæstiréttur í Múnchen vísi frá máli sem höföaö var gegn fyrrverandi útibústjóra Þýskalandsdeildar Compuserve, Felix Somm, fyrir aö dreifa barnaklámi. Þeir segja aö dómurinn muni hafa fordæmi fyrir allt netsamfélagiö og enn fremur halda þeir þvf fram aö þaö hefði veriö gjörsamlega ómögulegt fyrir Somm að stjórna innihaldinu á vefþjóninum. Saksóknarar vilja hins vegar draga Somm til ábyrgöar fyrir aö menn komust I barnaklám gegnum Compuserve. Réttarhöld hófust á þriöjudaginn var. Rússar hindra innbrot Öryggisþjónusta Rússlands í fjarskiptum hélt því fram nýlega aö starfsmenn , - v. þjónustunnar heföu komið í veg fyrir 20 innbrot inn á vefþjón sem Boris Jeltsín notaöi á sínu fyrsta vefspjalli. Nokkrir óprúttnir tölvuþrjótar ku hafa reynt að eyðileggja vefþjóninn. Chris Donohue, sem stjórnaöi spjallinu, sem fór fram á fréttavefnum MSNBC, segir hins vegar aö engar a u g I j ó s a r innbrotstilraunir hafi verið gerðar á vefþjóninn. Netauglýsingar virka Nýleg rannsókn hefur leitt í Ijós aö 44% netnotenda bregöast við auglýsingu sem þeir sjá.í fréttabréfi sem sent er um tölvupóst. 40% þeirra heimsækja vefsíöu fyrirtækisins. Þetta veröa aö teljast góöar fréttir fyrir alla þá sem eru að velta því fyrir sér hvort auglýsing á Netinu borgar sig. Af niðurstööum könnunarinnar er dregin sú ályktun aö auglýsing um tölvupóst sé sérstaklega áhrifarík. Auglýsingar á Netinu hafa fariö töluvert vaxandi undanfarin ár og þessi könnun ætti aö hvetja fyrirtæki til aö halda áfram á sömu braut. DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.