Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998
7
sandkorn
Grjótharður „Mái"
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja á Akur-
eyri, er yfirleitt ekki að skafa neitt
utan af hlutunum, fmnist honum
eitthvað vera örðuvísi en hann vill
hafa það. Þannig var
það nú í vikunni þeg-
ar Útgerðarfélag
Akureyringa seldi
hollensku fyrirtæki
hlut sinn i þýska út-
gerðarfyrirtækinu
Mecklenburger
Hochseeflscherei
en Samherji vildi
eignast þann hlut. Ekki var inn-
legg Þorsteins Más neitt skemmtilegt
innlegg I kosningabaráttu Jakobs
Björnssonar bæjarstjóra því Þor-
steinn Már fullyrti fullum hálsi að
fulltrúar Akureyrarbæjar hefðu unn-
ið gegn Samherja í þessu máli og gaf
í skyn að það heíði verið með vitund
og vilja bæjaryfirvalda...
Titringur
Innan Framsóknar eru menn ekki
glaðir yfir því hvernig farið er með
góða flokksmenn í háum stöðum.
Halldór Guðbjarnason þurfti að
taka pokann sinn úr Landsbankanum
og að ósekju að því er
margir flokksmenn
telja. Sigurður
Gizurarson, sýslu-
maður á Akranesi,
var fluttur nauðung-
arflutningi til
Hólmavíkur með
háværum mótmæl-
um. Og nú stefnir allt í
að enn einn gamall flokksmaður
Framsóknar sé að hljóta svipuð örlög.
En það er Böðvar Bragason, lög-
reglustjóri í Reykjavík. Félagar hans
telja enga tilviljun að áður en fræg
skýrsla um meðferð Böðvars á um-
ferðalagabrotum í höfuðborginni var
birt var daglegur leki til fjölmiðla úr
dómsmálaráðuneytinu...
Sigurð á Patró
Mikil og frjó pólítísk umræða var á
Patreksfirði fyrir kosningarnar.
Reglulega voru haldnir eins konar
framboðsfundir í Essóskála staðarins
og var oftar en ekki fullt út úr dyrum.
Fundirnir voru haldn-
ir undir samheitinu „á
beininu" og þar gafst
almenningi kostur á
að spyrja framjóð-
endur harkalegra
spurninga. Sýslu-
maður Patreksfirð-
inga, Þórólfur
Halldórsson, er
sagður hafa gengið óvenjuhart
fram í spurningum til andstæðinga
sjálfstæðismanna. Spumingum sýslu-
manns var jafnað við fallbyssuskot-
hríð og hann dró ýmislegt fram úr
pólitískri fortíð manna og krafðist
svara. Sumir voru því nokkuð beygð-
ir undir þessu og haft er eftir einum
hinna „lúbörðu“ að hann hyggist hafa
samband við Þorstein Pálsson dóms-
málaráðherra og óska eftir þvi að
Þórólfur verði fluttur til Hólmavíkur
og Patreksfirðingar fái hinn útskúf-
aða sýslumann, Sigurð Gizurarson...
Áteppið
Svo sem sandkom greindu frá fyr-
ir kosningar dreifði efsti maður D-
listans í Vesturbyggð stefnuskrá
framboðs síns um áhrifasvæöið.
Þetta hefði ekki verið í frásögur fær-
andi ef dreifingin
hefði ekki verið með
þeim nýstárlega
hætti að yfirlæknir-
inn og frambjóðand-
inn, Jón B.G.
Jónsson, notaði
sjúkrabilinn til að
bera stefhu sina í kjósendur.
Ráðuneyti heilbrigðismála tók
nokkurn kipp vegna málsins og hafði
samband við sjúkrahússtjórnina. í
framhaldinu var yfirlæknirinn kall-
aður á teppið og honum gert ljóst
hvert hlutverk sjúkrabíla er og hann
beðinn að finna nýjar aðferðir til að
dreifa pósti sínum...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is
Fréttir
Felgulykill afhentur
í síðustu viku af-
hentu bæjaryfirvöld
í Vesturbyggð nýjum
rekstraraðilum
lyklavöld að Félags-
heimilinu Felgunni á
Patreksfirði. Það
vom eigendur Mat-
borgar sem hlutu
hnossið. Landsfrægt
deilumál stóð um
Felguna þegar síðasti
leigutaki gerðist hús-
tökumaður vegna
deilna við bæjaryfir-
völd um leigusamn-
inginn. Nú er bara að bíða og sjá stíga dans við leigusalann og halda
hvernig nýjum leigjendum tekst að friðinn. -rt
<8ull
Gftöltin FðllSð Oiöf í ðööu uril
Laugavegi 49 símar 551 7742 og 561 7740
Myndin er frá afhendingu lykla aö Felgunni til nýrra
leigutaka.
I hverjum Delser pakka eru 8 minni
pakkar í loftþéttum umbúðum. Þannig
færðu alltaf ferskt, stökkt og brakandi
kex þegar þig langar í gott saltkex.
ítalir koma til móts við
þá sem kjósa saltlaust kex
en vilja hafa það stökkt
og bragðgott.
m
Kryddaða kexið frá Delser er alveg sérlega ítalskt.
Ólívu- og rósmarín kryddið gefur kexinu og
uppáhaldsálegginu þínu alveg einstakt bragð.
ítalska bragðið nýtur sín einnig eitt og sér í stökku kexinu.
Framleitt á Ítalíu. Dreifing Kexverksmiöjan %trötK