Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Sigurvegarar kosninganna Helsta niðurstaða kosninganna speglast í tvenns konar sigurvegurum. Annars vegar Sjálfstæðisflokknum sem utan Reykjavíkur bætir víðast við sig fylgi. Hins vegar er það borgarstjórinn í Reykjavík sem í krafti eigin atgervis vinnur Reykjavík í annað sinn. Önnur athyglisverð niðurstaða blasir einnig við. Sterkir leiðtogar sigra vítt um land. Málefnalegur munur er nefnilega víðast lítill í sveitarstjórnakosningum. Staða flokka á landsvísu skiptir því máli, en styrkur einstakra leiðtoga getur ráðið úrslitum. Ingibjörg Sólrún er gleggsta dæmið. Kristján Þór Júlíusson hafði afgerandi áhrif á stærð sigurs D-listans á Akureyri. Sama gildir um Smára Geirsson sem leiddi vinstrimenn til stórsigurs í hinu austfirska Austurríki. Fleiri dæmi víðar af landinu styðja þetta. Þriðja niðurstaðan er sú, að þrátt fyrir misjafnt gengi sameinaðra framboða til vinstri virðast þau orðin næststærsta aflið á landsbyggðinni. Forystumenn A- flokkanna túlka þessa niðurstöðu á þann veg að hún auki líkur á sameinuðu framboði við þingkosningarnar. Það kom ekki á óvart að utan Reykjavíkur er Sjálfstæðisflokkurinn hinn ótvíræði sigurvegari. Kannanir DV hafa síðasta misseri sýnt mikið og vaxandi fylgi við flokkinn á landsvísu. í ritstjómargreinum DV var flokknum því spáð drjúgri aukningu. Það gekk eftir. Ástæðumar fyrir gengi Sjálfstæðisflokksins eru ljósar. Hann nýtur góðærisins, ágætrar stjórnar á ríkis- fjármálunum, og traustrar forystu. Niðurstöðuna má því túlka sem yfirlýsingu um ánægju með forystu hans í landsmálunum. Framsóknarflokkurinn nýtur ekki góðærisins á sama hátt. Víða á landsbyggðinni stendur hann reikulli fótum en áður. Á móti vegur að hann treysti stöðu sína á ýmsum stöðum á Reykjanesi. Þau úrslit sem menn biðu með mestri eftirvæntingu vom auðvitað niðurstöðurnar úr höfuðborginni. Sigur Reykjavíkurlistans var þó aldrei í neinni hættu. Það spegluðu kannanir DV alla baráttuna. Hann hlýtur þó að teljast sögulegustu tíðindi kosninganna. Engum dylst að helsta ástæðan fyrir þessum sigri er traust borgarbúa á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún hefur einfaldlega stýrt borginni vel. Hún var jafnframt nægilega öflug til að skýla Reykjavikurlistanum í því fárviðri ásakana sem gengu yfir frambjóðendur hans. Sjálfstæðismenn í borginni hljóta að skoða vinnubrögð sín vandlega að kosningunum loknum. Þeir búa við alvarlega forystukreppu. Aðferðin sem þeir nota til að velja á lista sinn er ekki líkleg til að nýju, öflugu borgarstjóraefni takist að brjótast til.forystu D-listans. Sameiningu vinstrimanna skortir einnig leiðtogaefni. Eftir laugardaginn situr Napóleon Bónaparti í Ráðhúsinu og gæti fylkt þeim til landvinninga á landsvísu. Sjálf kveðst þó Ingibjörg Sólrún vilja vinna borgina í þriðja sinn áður en hún dregur tjaldhæla sína úr jörðu. Að sönnu er hættulegt að draga of miklar ályktanir af úrslitum laugardagsins varðandi næstu þingkosningar. í ljósi þeirra er sameinað framboð A-flokka og annarra líklegt til að ná ágætum árangri. Úrslitin undirstrika hins vegar nauðsyn sterks foringja. Að loknum kosningum laugardagsins virðast því líkur á kosningabandalagi A-flokkanna og annarra ekki hafa minnkað. Miðað við úrslitin er þó líklegt að án Bónaparti muni núverandi ríkisstjóm sitja áfram. Össur Skarphéðinsson ,Viö veröum að taka höndum saman í því skyni aö búa börnum okkar traust, agaö og hlýtt umhverfi." Til bjargar börn- unum okkar! vera orðinn skemmdur og illa farinn. Þekkt er og að foreldr- ar eru gjarnan þeir síð- ustu sem fá vitneskju um að bam þeirra eru fíklar. Mörgum hefði mátt bjarga af dapur- legri braut með því að grípa fyrr inn í. Þá vek- ur það athygli að ekki skuli vera framkvæmd hérlendis nema um 50 sýnarannsóknir vegna meintrar fikniefna- neyslu. Því er borið við að kostnaður sé mikill og eitt blóðsýni í rann- sókn kosti um 30.000 krónur. Á þessu verður „Mörgum hefði mátt bjarga af dapurlegri braut með því að grípa fyrr inn í. Þá vekur það at- hygli að ekki skuli vera fram- kvæmd hérlendis nema um 50 sýnarannóknir vegna meintrar fíkniefnaneyslu.M Kjallarinn Hjálmar Árnason alþingismaður Ekki leikur nokkur vafi á því að fíkniefni eru ein mesta vá er að þjóðfélagi okkar steðjar. Stöðugt heyrast óhugnan- legar fréttir af fórnarlömbum eit- ursins með tilheyr- andi sorg og áfalli fyrir alla. Þessi vá- gestur spyr hvorki um stétt né kyn - hann virðist skjóta upp kollinum hjá öllum gerðum íjöl- skyldna. Alls stað- ar er álagið og sorgin jafnmikil. Sóknin virðist þyngjast Ekki þarf að fjöl- yrða um afbrotin, skemmdirnar og aörar afleiðingar hins harða heims fíkniefnanna. Jafn- vel börn á ferming- araldri verða fóm- arlömbin. Og það sem verra er; sóknin virðist þyngjast. Það er skylda okkar að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Mikils- virði er að geta gripið inn strax á fyrstu stigum neyslunnar. Líklegt er að flestir byrji í fikti eða vegna lævíss þrýstings dópsal- anna. Við verðum að vera á varö- bergi og geta gripið inn strax í byrjun og hjálpað börnunum á rétta braut að nýju. Foreldrar frétta það síðastir allra. Nokkuð auðvelt er að átta sig á því hvort einstaklingur hefur neytt áfengis. yeldur þar bæði hegðan og lykt. Öðm máli gegnir með dópið. Dæmi eru um fólk sem stundar vinnu sina dögum saman án þess að samferðafólkið hafi hugmynd um að viðkomandi hefur veriö uppdópaður allan tímann. Það er ekki fyrr en neyslan er komin á þyngra stig sem augu fólks opnast. Þá kann hins vegar fíkillinn að að ráða bót enda komin ný og skjótvirkari tækni. Meginatriðið er að geta bjargað börnunum strax. Svitasýni í öllum skólum Nú mun vera til einfold og ódýr aðferð til að kanna hvort einstak- lingur hafi neytt eiturlyfja. Hún er í því fólgin að taka svitasýni af honum og kemur þá strax í ljós hvort um neyslu hefur verið að ræða eða ekki. Þessa tækni á að innleiða í alla skóla, félagsmið- stöðvar, íþróttafélög og aðra þá staði sem börn og unglingar sækja. Þá þurfa foreldrar að hafa aðgang að „testinu". Oft eru það kennarar og skóla- félagar sem fyrstir verða varir við óeðlilegar breytingar á ung- lingnum. Þess vegna er brýnt að á þeim vettvangi sé hægt að gripa strax til aðgerða og sannreyna all- ar grunsemdir. Dópið á ekki að njóta vafans. Til þess er of mikið í húfí. Jafningjafræðslan í skólunum og kennarar þurfa að fá þjálfun í að þekkja einkennin. Vakni hinn minnsti grunur um neyslu ein- hvers nemanda ber að senda hann strax í eiturlyfjapróf (svitapróf). Komi í ljós að eitur finnist í lík- ama hans þarf að vera til staðar skýr áætlun um rétt viðbrögð. Þar inn hljóta að koma skólaráðgjafar, foreldrar og aðrir þeir aðilar sem á þarf að halda. Þar hljóta að fylgja fjölskylduráðgjöf, hugsanleg afvötnun og hvers kyns styrking sem á þarf að halda. Markmiðið er aðeins eitt: Að koma baminu til bjargar á fyrstu stigum. Skipulagt eftirlit um land allt Hið einfalda próf um það hvort bam eða unglingur hafi neytt eit- urlyfía gefur okkur færi á að hefja skipulegt og markvisst eftirlit um land allt. Vissulega kunna ein- hverjir að óttast forræðishyggju í þessum efnum. Hins vegar er fikniefnaneysla ungmenna dauð- ans alvara í orðsins fyllstu merk- ingu og svo alvarleg að hún rétt- lætir harðar aðgerðir. Þó ekki tækist að bjarga nema einu barni árlega væri það réttlæt- anlegt. Það vita þeir sem kynnst hafa eða heyrt af hörmulegum af- leiðingum þess að börn dragist inn í hinn miskunnarlausa og kvelj- andi heim fikniefnaþrælanna. Skipulagt eftirlit af þessum toga í samstarfi foreldra, skólafólks og annarra sem starfa með börnum skapar tækifæri á skilvirku for- vamarstarfi um land allt. En fleira þarf að koma til. Forvarnir byrja heima hjá fjöl- skyldunni og síðan koma aðrir að því starfi einnig. Við verðum að taka höndum saman í því skyni að búa börnum okkar traust, agað og hlýtt umhverfi. En við verðum líka að vera reiöubúin að koma þeim til hjálpar ef á bjátar. Okkur ber að mæta dópinu af fullri hörku - bamanna vegna. Hjálmar Árnason Skoðanir annarra Tími flokksblaðanna „Þótt höfundur Reykjavíkurbréfsins reyni að þvo þann áróður af sér sem birtist í þessari setningu með því að leggja hann í munn frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins tekst það einfaldlega ekki. Morgun- blaðið tekur hér þátt í þeirri grátbroslegu aðferða- fræði sjálfstæðismanna að reyna að hræða fólk frá því að kjósa Reykjavíkurlistann, vegna þess að þar séu vinstrimenn við völd, sem em eins og kunnugt er hinir mestu ribbaldar. En svona grínlaust, eru flokksblöðin ekki liðin undir lok?“ Bryndís Hlöðversdóttir alþm. í Mbl. 21. maí. Sjálfstætt dagblað „Morgunblaðið er og hefur verið um langt árabU sjálfstætt dagblað sem er ekki í neinum tengslum við stjórnmálaflokk og tekur sjálfstæða afstöðu tU þeirra mála, sem eru á döfinni hverju sinni ... Enginn stjórnmálamaður getur haldið því fram með nokkrum rökum, að fréttir blaðsins séu litaðar af þeim skoðunum sem birtast í ritstjórnargreinum. í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir hefur enginn af talsmönnum Reykjavíkurlistans borið við að halda slíku fram ...“ Leiðari Mbl. 21. maí. Smánarblettur á þjóðinni „Ljóst er að ekki er að vænta stefnubreytingar hjá íslenskum stjómvöldum hvað varðar þróunaraðstoð á næstu árum. Aðstoðin hefur staðið f stað undan- faiún ár og ekki virðist vera áhugi hjá Alþingi að bera uppi þetta málefni. Þangað til að einhverju verður breytt og ísland stendur við skuldbindingar sínar verður þróunaraðstoð Islendinga áfram smán- arblettur á þjóðinni." Testamentið, 2. tbl. 1998.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.