Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 Útgáfufélag: RJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjérnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sverrir safnar liði Sverrir Hermannsson hefur nú safnað að sér harðsnúnum íjandaflokki kvótakerfisins og sagt því stríð á hendur. Símtal Davíðs Oddssonar við hann, hálftíma eftir að hann kom úr frægri Svíþjóðarreisu, gæti því sporðreist íslenskri pólitík um stund. Á sínum tíma hrökklaðist Albert Guðmundsson út úr ríkisstjóm. Honum tókst að vinna samúð almennings og mynda stjórnmálaflokk. Borgaraflokkurinn lét ekki aðeins að sér kveða á Alþingi, heldur náði að brjóta sér leið inn í Stjórnarráðið sjálft. Þegar Albert stofnaði Borgaraflokkinn hafði hann ekkert fast undir fótum nema samúð almennings. En reynslan sýnir að hún snýst ótrúlega fljótt á sveif þeirra sem fólk skynjar í andófi gegn valdaklíkum samfélagsins. Jafnvel þeir, sem hrekjast úr embætti vegna meintrar spillingar, geta risið upp í ásýnd almennings sem sérstakir krossfarar gegn spiUingu samfélagsins. Það er örgrunnt á þessa furðulegu þverstæðu í tvílráðu eðli kjósenda. Það sannar sagan. Tvennt gæti snúið samúðinni með Sverri. Annars vegar líkar íslendingum vel við strigakjafta sem tala út úr fornsögunum og hanga á blábrúninni í ummælum um andskota sína. Haglabyssuhótunin er þó dæmi um hvemig orðhákarnir geta étið sjálfa sig á augnabliki. Hins vegar gæti Sverri tekist að draga upp mynd af sjálfum sér sem vígamanni í krossferð gegn samsæri valdamikilla afla til að hylma yfir pólitíska spillingu. í þeim efnum er honum fært allt í hendur. Samansúrruð viðleitni til að þagga niður Lindarmálið mun til dæmis verða honum lifandi dæmi um hvers konar öfl hann berst við. Þannig er Sverri beinlínis fært á silfurdiski hlutverk heilags Georgs sem einn síns liðs leggur til atlögu við hinn klassíska dreka. Sverrir er líka í betri færum til að stofna pólitíska hreyfingu en Albert á sinum tíma. í fyrsta lagi nýtur hann stuðnings sterkra manna, sumra þaulreyndra á hinu pólitíska sviði. Þá hafði Albert enga. Fram að kosningum kann honum að safnast fleiri slíkir í liðið. í annan stað er andúðin á kvótakerfinu inngróin í stóran hluta þjóðarinnar. Málflutningur hans er því líklegur til að ná meiri pólitískri viðspyrnu en Borgaraflokkurinn. Allir skilja ranglætið í eignamyndun örfárra sægreifa í gegnum kvótann. Kvótakerfið, þar sem útvaldir fá að nytja eign almennings án endurgjalds, er orðið að táknmynd fyrir stjómmál sem snúast ekki lengur um fólk. Það misbýður réttlætiskennd íslendinga. Fyrir slyngan orðhák er mögulegt að beisla ólguna í öfluga hreyfingu. Markmið Sverris er augljóslega að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn og mála Framsókn litum spillingarinnar. Herkvaðning gegn ranglæti kvótakerfisins og barátta gegn meintri yfirhylmingu í Lindarmálinu gætu orðið að skæðum vopnum í höndum hans. Tíminn, sem valinn er til að kynna stofnun hins nýja flokks, er hins vegar fráleitur. Það mun reynast mjög erfitt að halda í lausafylgi sem á bemskudögum kann að sópast undir væng nýrrar hreyfingar. Flug að sumri getur hæglega endað í brotlendingu með hausti. Andstæðingar Sverrir halda hins vegar áfram að rífa honum hrís í vendi sem hann keyrir á hrygglengju þeirra. Það er hans helsta vopn. Þögn og afskiptaleysi em hins vegar líklegust til að leggja hinn nýja flokk snimmhendis. Össur Skarphéðinsson Hálendið eign ríkisins Kjallarinn Sigurður Líndal prófessor nýtingu hálendis- svæðanna. Þessi fullveldisréttur er í höndum þjóðar- innar sem felur hann löggjafan- um. Með því að af- henda ríkinu eign- arréttinn selur löggjafinn hand- höfum fram- kvæmdavalds, í þessu tilfelli for- sætisráðherra, í hendur forræði landsins og opnar stjómlyndum handhöfum þess leið til að skerða almannarétt. „Ef Hæstiréttur hefði dæmt rík- inu eignarrétt að hálendissvæd- unum, og hinir gagnrýnu lög- menn væru sjálfum sér sam- kvæmir, hefði heyrzt hljóð úr horni.u Þótt hart sé deilt um stjórnsýslu á hálendi ís- lands virðist almenn samstaða um það ákvæði svokallaðs þjóðlendu- frumvarps að íslenzka ríkið verði lýstur eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunn- inda í þjóðlendum sem ekki era háö eignarrétti. í athugasemdum er það tekið skýrt fram að eng- in óumílýjanleg nauðsyn sé að lögum til að allt land sé háð eignarrétti að einkarétti. Skýr ákvæði um forræði á landi utan eignarlanda ættu að vera nægjanleg. Engin sérstök rök eru færð fyrir nauðsyn rikis- eignar að hálendissvæð- unum í athugasemdun- um. Þessu virðast ráða einhver lítt skilgreind hagkvæmnissjónarmið. Þjóönýtingarstefna Hér skýtur skökku við þegar stefnan er hvar- vetna sú að draga úr um- svifum ríkisins, einkavæða og auka svigrúm þjóöfélagsþegnanna, enda er hálendið að dómi margra „sameign þjóöarinnar". Slík orð eru reyndar nánast merkingarlaus í eignarréttarlegum skilningi, en að svo miklu leyti unnt er að ljá þeim einhverja merkingu í þessu samhengi fela þau i sér fullveldis- rétt - nánar tiltekið rétt löggjafans til að setja reglur um meöferð og Nú munu einhverjir segja að löggjaflnn veiti handhöfum fram- kvæmdavalds aðhald og það tryggi nægilega að gætt sé almannarétt- ar. Hins er þó að gæta að þingræð- isreglan sem felur í sér að meiri hluti þingsins ber ábyrgð á þeirri ríkisstjóm sem situr hverju sinni og dregur það úr aðhaldi löggjafar- þingsins auk þess sem staða Al- þingis gagnvart ffEimkvæmdavald- inu hefur löngum verið veik. Þetta frumvarp, ef samþykkt verður, er því til þess fallið að skerða al- mannarétt. Hvor stjórnar? Hæstiréttur hefur ítrekað hafn- að að dæma ríkinu eignarrétt að hálendisvæðunum, en þá tekur löggjafmn af skarið og lögfestir eignarrétt ríkisins. Nú hafa fáein- ir lögmenn, einkum Jón Steinar Gunnlaugsson, lagt í vana sinn að senda Hæstarétti tóninn í hvert skipti sem þeir tapa málum og er þá viðkvæðið meðal annars að Hæstiréttur dæmi alltaf með rík- inu, að minnsta kosti þar sem sak- arefni skipti einhverju máli - dómarar séu hallir undir valdið. Ef Hæstiréttur hefði dæmt ríkinu eignarrétt að hálend- issvæðunum, og hinir gagn- rýnu lögmenn væru sjálfum sér samkvæmir, hefði heyrzt hljóð úr homi. Þegar hins vegar Hæstiréttur hafn- ar kröfum ríkisins þegja gagnrýnendumir þunnu hljóði. - Og það sem meira er: þeir missa málið þegar löggjafinn er að draga há- lendissvæðin undir ríkið og skerða almannarétt þann sem þjóðin á til „eignar" sinnar. Það sem þeir lasta dómstólana fyrir, og þá einkum Hæstarétt, láta þeir óá- talið að löggjaflnn geri. Hugsunin virðist vera sú að löggjafanum leyflst að ganga á rétt þegnanna, en Hæstarétti beri síðan skylda til að ógilda gerðir löggjafans. Sigurður Líndal Skoðanir annarra Ný reglugerð „Þaö er einfaldlega ekki forsvaranlegt að gera einn góöan veðurdag grundvallarbreytingu á um- ferðareftirlitinu og beitingu viðurlaga án þess að auglýsa það rækilega fyrirfram og kynna málið fyr- ir ökumönnum. Markmiðið er ekki að nappa sem flesta fyrir of hraðan akstur, markmiðið er að koma í veg fyrir of hraðan akstur. Að skella þessu á fyrir- varalaust er til þess eins fallið að vekja upp óþarfa andstöðu og neikvæðni gagnvart þjóðþrifamáli." Birgir Guðmundsson í Degi 30. maí. Hagræðing í þinginu „Þegar kröfur koma um hagræðingu í einhverjum þáttum þjóðlífsins þá koma þær frá þinginu sem er að spara peninga til að komast hjá skattahækkun- um. En hvenær verður sú hagræðing í þinginu sem virðist vera svo sjálfsögð? Hvenær verður tala þeirra manna sem sitja á þingi færð niður í það sem skyn- samlegt er og nauðsynlegt? Hvenær hætta þingmenn að fara í hópum til útlanda til að flytja ræöur sem aðeins einn maður flytur. Þeir hinir sitja svo bara þaraa og láta sjá sig sem fulltrúa þjóðarinnar.“ Brynjólfur Brynjólfsson í Degi 30. maí. Heima er best „Þaö er ekkert mál að vera í fullri vinnu ef böm- in eru í góðum höndum, svo framarlega sem frítím- inn er fjölskyldunnar allrar. Ef þú ert eilíft á nám- skeiðum, fyrirlestrum og í félagslífí í frítímanum þá gengur það ekki. Maður verður að vera með börnun- um næstum hverja mínútu sem er aflögu frá starf- inu. Ungt fólk í dag vill taka sig til og skipuleggja tímann með bömum sínum: húsdýragarður, ham- borgarastaður, spóla úr myndbandaleigunni á heim- leiðinni, gallabuxurnar keyptar á morgun, allt skipulagt. Bömin láta ekki blekkjast og þetta endist ekki lengi. Þau vilja gjaraan vera heima í ró og næði, laga til, elda mat eða lesa bók.“ Herdís Egilsdóttir í Degi 30. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.