Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 5
I>‘V LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
fréttir
Aljt samkvæmt áætlun hjá skattmum:
Avísanir í póst
eftir viku
Álfatrú framsóknarkvenna:
Tengdar umhverfi
og náttúru
- segir formaður framsóknarkvenna
„Kannski er skýringin sú aö fram-
sóknarkonur eru svo tengdar um-
hverflnu og nátttúrunni og álfasögur
er nokkuð sem hafa lifað með þjóð-
inni um aldir. Ég tek þó fram að sjálf
trúi ég ekki á álfa,“ sagði Jóhanna
Engilbertsdóttir, formaður Landssam-
bands framsóknarkvenna, í samtali
við DV þegar bornar voru undir hana
niðurstöður skoðanakönnunar blaðs-
ins um álfatrú íslendinga. Fram kom
i DV í gær að 81,2% kvenna sem sögð-
ust myndu kjósa Framsóknar-
flokkinn kváðust trúa á tilvist
álfa.
Aðspurð um hvort mikil álfa-
trú framsóknarkvenna enduspegl-
aði trú kvennanna á forystu flokks-
ins sagðist Jóhanna ekki sjá neitt
samhengi þar í milli. „Það er sjálf-
sagt hægt að skemmta sér yfir þessu á
margan hátt,“ sagði Jóhanna Engil-
bertsdóttir.
-SÁ
Álagning skattgreiðenda verður
send út í pósti frá ríkisskattstjóra
30. júlí og berst flestum daginn eftir.
Þeir sem fá endurgreiðslu frá skatt-
inum fá hana sama dag og álagning-
arseðilinn, ýmist með ávísun í pósti
eða sem innlögn á bankareikning.
Að sögn Guðrúnar Helgu Brynleifs-
dóttur aðstoðarríkisskattstjóra er
allt samkvæmt áætlun varðandi
álagningu og ekki búist við öðru en
að hún haldist. Guðrún sagði að það
væri nýtt að skattgreiðendur þyrftu
að greiða sérstakan fjármagnstekju-
skatt upp á tíu prósent. „Hann er
greiddur af öllum fjármagnstekjum
og leggst þá á vaxtatekjur, arð og
söluhagnað." Guðrún sagði að nokk-
uð væri um það að einstaklingar
skiluðu ekki skattframtali innan
þess tíma sem skylda er. Yfirleitt
væri það svipaður fjöldi á hverju
ári; um átta til tíu prósent. Þá er
áætlað á þá einstaklinga og hafa
þeir tækifæri til að kæra álagning-
una og skila skattskýrslu. Álagning-
arskrár munu svo liggja frammi í
hverju umdæmi fyrir sig í hálfan
mánuð frá birtingu þeirra.
______________________-hb
Lögreglan í Grindavík:
Kæran til
saksóknara
Kæra 16 ára drengs í Grindavík
á hendur lögregluþjóni hefur
borist embætti ríkissaksóknara.
Drengurinn ásakar lögregluþjón-
inn um að hafa tvíökklabrotið sig
þegar hann felldi hann eftir að lög-
regluþjónninn hafði lagt hald á
áfengi sem drengurinn hafði í fór-
um sínum. Kæran mun verða tek-
in til meðferðar hjá ríkissaksókn-
ara á næstu dögum þar sem tekin
verður ákvörðun um hvort ákæra
verði gefin út á hendur lögreglu-
þjóninum.
-hb
Ein með öllu
handa öllum
Úh
Z5%
eilsuhúsið
Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi
■ og Skipagötu 6, Akureyri
Menntabraut íslandsbanka er nútímaleg þjónusta sniðin að þörfum námsmanna í framhalds-
og háskólanámi hér á landi og erlendis.
Félögum á Menntabraut íslandsbanka býðst margs konar þjónusta: Námsstyrkir, athafnastyrkir, Heimabankinn
á Internetinu.gjafir við inngöngu.yfirdráttarheimildir og lánafyrirgreiðsla.
•þitt eigið útibúl
Allir sem skrá sig á Menntabraut fyrir 15. október fá fría áskrift
að Heimabankanum á Internetinu út skólaárið.
Menntabraut
íslandsbanka
I Heimabankanum hefur þú greiðan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Þú getur skoðað stöðu reikninga
þinna og kreditkorta, millifært, greitt reikninga, skoðað stöðu þína hjá LÍN og haft yfirsýn yfir fjármál þín í
sjálfvirku heimabókhaldi. '
Menntabrautarfélagar sem nota Fríkortið safna punktum inn á Fríkortsreikninga sína hvar sem þeir nota
debet- eða kreditkort frá íslandsbanka. Fyrir punktana er haegt að kaupa pizzur, fara í bíó eða jafnvel í
utanlandsferð.
Munið að skrá ykkur hjá LÍN fyrir I. ágúst.
Kynntu þér Heimabankann á heimasíðu íslandsbanka.