Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 ÐV
lönd
Fjársjóðsleitarmenn í Eýstrasalti fagna sigri:
Kampavínsskipið
upp af hafsbotni
stuttar fréttir
Evrópa opnar sig
Bandarlskir embættismenn
segjast hafa fengið tryggingu fyr-
ir því hjá framkvæmdastjóm
ESB að markaðir Evrópu verði
opnaðir fyrir ýmsum stöðlum
þriðju kynslóöar farsíma.
Havel undir hnífinn
Vaclav Havel, forseti Tékk-
lands, liggur nú á hersjúkrahúsi í
Prag þar sem
hann gengst
undir skurð-
aðgerð á
morgun.
Læknar ætla
aö fjarlægja
poka sem sett-
ur var í
þarma forset-
ans í bráöaaðgerö sem gerö var á
honum í Austurriki í vor.
Banvæn baktería
Hin banvæna listeríubaktería
hefur kostað fjölda mannslífa í
Danmörku fyrstu sex mánuöi
ársins. Sjúkdómstilfellin þaö sem
af er árinu em fleiri en allt árið í
fyrra.
Samið í Moskvu
Rússar og Bandaríkjamenn
undimituðu samninga um kjam-
orkumál í Moskvu i gær þar sem
þeir heita því að beina athygli
kjarnorkuvísindamanna að frið-
samlegum verkefnum og að um-
breyta plútoni úr kjamavopnum
í eldsneyti fyrir kjarnorkuver.
Olíufurstar óhressir
Fulltrúar olíufélaganna í Evr-
ópu fordæmdu í gær þá ákvörðun
ESB að banna fórgun gamalla ol-
íuborpalla í sjó.
Fundir í næstu viku
Embættismenn ísraela og
Palestínumanna hittast aftur í
næstu viku til að reyna að blása
nýju lífi í friðarferlið.
Áfram funhiti
Hitabylgjan gerði íbúum norð-
urhluta Texas áfram lífið leitt í
gær. íbúum Fort Worth var til
dæmis fyrirskipað að spara vatn
eftir að vatnsleiðsla brast og
vatnið flæddi inn í dæluhús. Hit-
inn var nærri 40 gráðum.
Bildt heitur
Carl Bildt, fyrrum forsætisráð-
herra Svíþjóðar, er talinn eiga
góða mögu-
leikaáaðtaka
við nýju starfi
utanríkisráö-
herra Evrópu-
sambandsins.
Að sögn
sænskra þing-
manna eru
bara tveir aðr-
ir sem koma til greina í embætt-
ið, Felipe Gonzalez, fyrrnm for-
sætisráðherra Spánar, og Helmut
Kohl Þýskalandskanslari, sem
væntanlega missir starfið eftir
kosningarnar í haust.
Boeing í basli
Talsmenn Boeing flugvélaverk-
smiðjanna í Seattle segja að gripið
verði til aðgerða sem muni bæta af-
komu fyrirtækisins. Afkoman á
fyrri helmingi ársins var 46% verri
en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
Hlutabréf í Boeing hafa hríðfallið
i verði í kauphöllinni í Wall Street
að undanfornu og tóku enn dýfu
niður á við í vikunni eftir að til-
kynnt var um að tekjur fyrirtækis-
ins hefðu verið aðeins 258 milljónir
dollara á síðustu þremur mánuðum,
eða sem svarar til 26 senta á hlut. Á
sama tíma í fyrra voru tekjurnar
476 milljónir doliara eða 48 sent á
hvern hlut.
Talsmenn Boeing segja að þær að-
gerðir sem gripið verður til ásamt
nýlegum kaupum á McDonnel
Douglas eigi eftir að rétta af stöðuna
á síðari hluta ársins. Reuter
Sænskir og danskir fjársjóðsleit-
armenn lyftu loks gömlum kútter
með dýrmætan farm af kampavíni
upp af botni Eystrasaltsins í gær.
Talið er að farmurinn sé gulls ígildi.
„Ég er eins og stoltur faðir,“ sagði
Claes Bergvall, annar leiðangurs-
stjóranna. „Þetta var löng meðganga
en þetta var eins og sjá nýfætt bam.
Hann var mjög tilkomumikill."
Það var þýskur kafbátur sem
sökkti kútternum eftirsótta árið
1916. Kútterinn, sem heitir Jönköp-
ing og var sænskur, var með um
fjögur þúsund flöskur af kampavíni,
67 ámur af koníaki og 17 tunnur af
A þriðja tug þúsunda trúnaðar-
manna á sænskum vinnustöðum
störfuðu sem útsendarar sænsku
leyniþjónustunnar IB á 6. og 7. ára-
tugnum. Hlutverk þeirra var að
veita IB upplýsingar um kommún-
ista og stuðningsmenn þáverandi
kommúnistaflokks Svíþjóðar.
Leyniþjónustan kom upplýsingun-
um síðan í mörgum tilvikum áfram
til forystu flokks jafnaðarmanna, að
því er danska blaðið Aktuelt skýrði
frá í gær.
víni innanborðs þegar honum var
sökkt. Farmurinn var ætlaður her
Rússlandskeisara í Finnlandi.
Leitarmenn náðu bátnum upp af
hafsbotni snemma í gærmorgun en
þeir létu hann siðan síga aftur niður
á tíu metra dýpi til að vemda hann
fyrir vaxandi vindi í Eystrasaltinu.
Þegar var hafist handa við aö koma
farminum úr kúttemum og síðdegis
í gær hafði um fjögur hundruð flösk-
um af dýrindis kampavíni verið
bjargað úr greipum Ægis. Unnið
verður á vöktum allan sólarhring-
inn við að bjarga dýrmætum farm-
inum.
Þetta kemur fram gömlum
leyniskjölum sem nú er verið að
gera opinber að beiðni sænska
fræðimannsins Wilhelms Agrells.
í skjölunum er meðal annars að
finna viðtal við Birger Elmér, fyrr-
um yfirmann IB, þar sem hann stað-
festir þaö sem menn haföi grunað í
áratugi, nefnilega að IB notaði mest-
allan tíma sinn til að veiða komm-
únista og aðra sem voru taldir ógna
öryggi ríkisins, og að leyniþjónust-
an væri nátengd jafnaðarmönnum.
Sérfræðingar í vínsmökkun
segja að kampavínið bragðist á við
tíu ára gamalt freyðivín. Björgun-
armenn telja að farmurinn muni
færa þeim milljónir dollara. Þeir
gera sér vonir um að fá sem svarar
rúmum tvö hundruð þúsund ís-
lerískum krónum fyrir hverja
flösku.
Bergvall segir að vínsafnarar
hafi þegar gert samninga um að
kaupa kampavínið.
„Svo kann að fara að við verðum
búnir að selja það allt áður en við
komum bátnum til hafnar," sagði
hann í samtali við Reuter.
Leiðtogar jafnaðarmanna hafa hver
á fætur öðrum vísað öllu slíku tali á
bug.
Elmér segir að tilgangurinn hafi
verið að koma í veg fyrir að komm-
únistar kæmust til áhrifa í verka-
lýðsfélögunum.
„Og okkur tókst það með ágæt-
um,“ segir Elmér í einu leyniskjal-
inu. Hann segir að Olof Palme hafi
á sínum tíma verið kunnugt um
vinnustaðanjósnarana úr röðum
jafnaðarmanna.
Stórleikarinn
trúir á endur-
holdgun
Bandaríski kvikmyndaleik-
arinn Anthony Quinn og fjöl-
skylda hans hafa boðið ellefu
j ára gamalli brasilískri stúlku
| aö búa hjá sér
í Bandaríkj-
| unum. Það
gerðist eftir
Iað leikarinn
sannfærðist
um að stúlk-
an væri ná-
inn ættingi
hans úr fyrra
aður.
Quinn og Qölskylda hittu
ungu stúlkuna þegar hann var
I við kvikmyndatökur í Brasilíu.
1 Stúlkan var ein fiölmargra for-
vitinna áhorfenda þegar hún
vakti athygli hins 83 ára gamla
stórleikara, að sögn brasilísku
; sjónvarpsstöðvarinnar Globo.
„Ég þekki þessa stúlku,"
hafði sjónvarpsstöðin eftir
[ Quinn.
Danskir
veggjakrotarar
í tugthúsiö
1 Veggjakrotarar í Kaup-
Imannahöfn verða að fara að
vara sig. Þeir sem verða staðn-
ir að verki í framtíðinni geta
allt eins átt von á að þurfa að
dúsa í fangelsi fyrir uppátækið.
Að minnsta kosti fékk átján ára
gamall maður Qórtán daga dóm
S fyrir skemmdarverk.
I Dönsku járnbrautirnar og
| Kaupmannahafnarlögreglan
ætla að samhæfa krafta sína í
baráttunni gegn veggjakrotinu
jí sem verður sífellt umfangs-
l meira. Sett hefur verið á lagg-
imar sérsveit til að berjast gegn
þessum ófógnuði og hefur hún
í aðsetur á aöallögreglustöð
j Kaupmannahafnar.
„Veggjakrot er orðið alvar-
j legt vandamál og við verðum að
; vinna saman til að finna gjöm-
j ingsmennina," segir lögreglu-
fulltrúinn Per Larsen í viðtali
í við Berlingske Tidende.
Þýskalöggan
handtekur
barnaklámhund
j Saksóknarar í Þýskalandi
í skýrðu frá því í gær að 39 ára
gamall rafvirki hefði verið hand-
tekinn og ákærður fyrir misnota
12 ára gamlan son sinn kynferð-
J islega í átján mánuöi.
Maðurinn var handtekinn í
tengslum við rannsókn á alþjóð-
j legum bamaklámhring. Haim
hefur viðurkennt að hafa tekið
mynd af syni sínum og sett á
f vefsíðu fyrir barnaníðinga.
Lebed hótar að
sölsa undir sig
kjarnavopnin
j Alexander Lebed, ríkisstjóri í
■ Krasnojarsk í Síberíu og fyrr-
um öryggisráðgjafi Borísar
1 Jeltsíns Rússlandsfbrseta, hótar
* því aö yfir-
; taka kjam-
j orkuvopnin
| sem geymd
em i hérað-
inu ef stjóm-
1 völd greiöi
Ihermönnun-
um sem gæta
vopnanna
ekki launin sín. Þetta kemur
, fram í opnu bréfi sem hann
sendi til Sergeis Kiríjenkós fbr-
sætisráöherra, að sögn frétta-
1 stofunnar Interfax.
Lebed, sem er farinn að búa
| sig undir forsetakosningarnar
árið 2000, segir i bréfinu til
í Kíríjenkós að hermennirnir séu
: bæði svangir og reiðir, enda
hafi þeir ekki fengið greidd
j laun í fimm mánuði.
Stuðningsmenn Sams Rainsys, fyrrum fjármálaráðherra Kambódíu, veifuðu fánum þegar þeir óku um götur Phnom
Penh, höfuðborgar landsins, í gær. Þingkosningar verða haldnar í iandinu á morgun en kosningabaráttunni lauk
formlega i gær. Baráttan þótti friðsamleg. Vonast er til að lýðræði verði endurreist eftir kosningarnar.
Gamlar njósnir um komma í Svíþjóö:
Leyniþjónustan lak í jafnaðarmenn