Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 ffyéttir, JB.ÉIIitS' Aflaskipiö Jón Kjartansson við bryggju meöan beðið var eftir löndun. DV-mynd Pórarinn EskiQörður: Löndunarbið er á loðnu DV, Eskifirði: „Ástæðan fyrir biðinni er sú að betra er að geyma hráefnið um borð í skipinu meðan lokið er við í verk- smiðjunni að bræða það sem fyrir er,“ sagði Snorri Jónsson, verk- smiðjustjóri loðnubræðslu Hrað- frystihúss Eskifjarðar, við DV en loðnuskipið Jón Kjartansson var látið bíða á annan sólarhring eftir löndun þar nýverið. Jón Kjartansson, eins og önnur skip hraðfrystihússins, er búinn sjó- kælitönkum og er því hægt að halda hráefninu fersku lengur en ef því er landað strax því kælibúnaður er ekki fyrir hendi í verksmiðjunni. Til framleiðslu á hágæðamjöli þarf hráefnið að vera sem ferskast og skipin því látin bíða þvi ekki er mikið um að vera á miðunum þessa dagana. Sólarhringssigling er á miðin norður af landinu og skipin að fá lít- il köst - þetta um 100 tonn í kasti. Nú eru komin hátt í 25 þúsund tonn til Eskifjarðar af loðnu á þessari sumarvertíð. Þegar hráefnið er ferskt fmnst ekki peningalyktin en þegar það er orðið gamalt er ekki laust við að lykt finnist á afmörk- uðu svæði við verksmiðjuna. -ÞH Kongens Nytorv eyðilegt: Trjákringlan er horfin Kongens Nytoi"v í Kaupmanna- höfn er eyðilegt að sjá, eftir að hafa misst eitt helsta djásn sitt, trjá- hringinn á miðju torginu umhverf- is konungsstyttuna sem þar er, þann sem borgarbúar nefna Krin- sen. Samkvæmt upplýsingum borg- arskrifstofu Kaupmannahafnar varð að fella hin ævagömlu tré og raunar flestöll álmtré í borginni vegna sjúkdóms sem kom upp í þeim sl. ár. Borgarráð Kaupmannahafnar tók nýlega ákvörðun um að byggja bílageymsluhús undir torginu. Húsið verður á fjórum til fimm hæðum og mun rúma þúsundir bíla en skortur á bílastæðum í miðborginni er mjög mikill. Áætl- að er að framkvæmdum ljúki upp úr aldamótum og þá verði sett tveggja metra jarðvegslag yfir hús- ið og trjám plantað á ný á miðju torgsins. Ætlunin er að torgið verði í heild sem líkast því sem var áður en trén vora felld. -SÁ Kongens Nytorv nakið. Til vinstri á myndinni sést í lúxushóteliö Hotel d’Angleterre. DV-mynd SÁ. Missti farangurinn I í Skógá DV.Vík: Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal voru kallaðir út að kvöldi 22. júli að Skógum undir Eyjafjöllum en þar hafði erlend kona, sem var á leið inn á Fimm- ' vörðuháls, misst allan farangur sinn ofan í gilið sem Skógá renn- ur eftir. Þrátt fyrir mikla leit í gilinu og eftir ánni langleiðina til sjávar fannst ekkert af farangri konunnar. í farangrinum voru aUir munir hennar, svo sem vegabréf, fatnaður og peningar. Konan fékk gistingu að Skógum um nóttina. -NH Stórútsala vegi 96 jíili .d - .r 0^ i Lí^ vefl' r-myndbönd snældur-tölvuleikir S • K • I * F -A’ N Laugavegi 96 sími 525 5065 Opið laugardag 25. júlí kl. 10-16 Opið sunnudag 26. júlí kl. 13-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.