Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
lk
9
Edda Björg Eyjólfsdóttir og Halldór Gylfason hafa slegið í gegn í söngleiknum Grease:
Eins og flestir hafa eflaust oröiö
varir við var söngleikurinn Grease
frumsýndur í Borgarleikhúsinu fyrir
nokkrum vikum. Þar skapaöist gott
tœkifœri fyrir unga leikara aö láta
Ijós sitt skína og þaö hafa þeir svo
sannarlega nýtt sér því að segja má
aö uppfœrslan hafi getiö af sér nýjar
stjörnur.
Þaö eru fleiri í Grease en Sandy
og Danny. Sýningin er nefnilega full
af skemmtilegum persónum sem fá
fólk til að veltast um af ánægju.
Tvær þeirra eru Roger og Jan.
Við munum kannski lítið eftir þeim
úr kvikmyndinni en á sviðinu fá
þau svo sannarlega að njóta sín.
Roger er ekki kalda, þögla týpan
sem heillar hverja stúlku upp úr
skónum með því að sveifla vinstri
hendinni. Hann er frekar óöruggur
húmoristi með gæjatendensa. Jan
er ekki svala gelian sem notar kyn-
þokkann til að leggja heilu stráka-
hópana. Henni væri líklega best lýst
sem ofvirkri og kátri hnátu með
ótrúlega matarlyst.
Leiklistarmanían
Það eru Halldór Gylfason og Edda
Björg Eyjólfsdóttir sem fara með
hlutverk Rogers og Jan. Þau hafa
bæði fengið mjög góða gagnrýni tyr-
ir túlkun sína á þeim enda er unun
að horfa á þau á sviðinu.
Þau eru bæði tiltölulega ný í fag-
inu. Halldór útskrifaðist úr Leiklist-
arskólanum í fyrra en Edda í vor. Á
þessu ári hefúr Halldór verið í
óvenju fjölbreyttum hlutverkum.
Hann lék í Hart í bak á Akureyri,
Roger er frekar óöruggur húmoristi meö gæjatendensa. Jan væri líklega best lýst sem ofvirkri og kátri
hnátu meö ótrúlega matarlyst. DV-mynd Teitur
Siðasta bænum í dalnum
í Hafnarflrði og í Popp-
komi í Þjóðleikhúsinu.
Hann er líka í hljómsveit-
inni Geirfuglunum sem er
nýbúin að gefa út sína
fyrstu plötu. Grease er
íyrsta verkið sem Edda
leikur í eftir að hún út-
skrifaðist. I haust verða
þau bæði í Borgarleikhús-
inu. Edda leikur Vöndu í
Pétri Pan og síðan leikur
hún með Halldóri í leik-
gerð skáldsögunnar
Mávahlátur.
Samloka með kæfu
Leikarar gefa persón-
unum sinum líf. Þá hljóta
Halldór og Edda að vera
fyndin.
„Ég get stundum verið
fyndinn," segir Halldór.
„Maður hefur verið í svip-
aðri aðstöðu og hann, i
einhveiju gengi. Reynt að
vera fyndinn og þóknast
öðrum. Maður hefur lent í
svipuðu án þess að vera
nokkuð líkur honum.“
„Ég á það til að vera helvíti snið-
ug,“ segir Edda. „Ég kann vel að
meta það að hjá Jan er aldrei neitt
vandamál. Og ef það er þá er það
bara leyst. Hún er ótrúlega
„ligeglad". Hún verður aldrei reið,
sár eða leið. Hún er glöð allan tim-
ann.
Æi, já. Mér finnst ósköp gott að
borða góðan mat. Yfirleitt er þetta
samloka með kæfu sem ég fæ og
mér finnst búðingur góður. Ég
borða talsvert mikið í þessari sýn-
ingu.“
Nakinn á sviöinu
Eftir eitt atriðið stendur Halldór
einn eftir á sviðinu, nakinn. Hann
snýr að vísu baki í salinn. En þurfti
Halldór að sýna á sér bakhlutann
þegar hann var í inntökuprófunum?
„Nei. Ég vissi ekki af þessu
„múni“. Við lásum fyrst fyrri hlut-
ann í gegn. Síðan sáum við ekki
seinni hlutann fyrr en við vomm
búin að vinna i einhverjar viku. Þá
fékk ég seinni hlutann sendan heim
og þar sé ég þetta atriði þar sem
Roger er klæddur úr. Þar stendur
innan sviga: (Strákamir ráðast á
Roger og klæða hann
úr fötunum. Hann
stendur eftir hjálpar-
vana og gargar af van-
máttugri reiði.) Þetta
stendur í handritinu
en er ekki eitthvað
sem ég kom með sjálf-
ur á æfingu: „Heyrðu
leikstjóri, hvernig
væri það ef ég myndi
múna hérna?““
Ekki ástfangin í
alvörunni
Fréttir hafa borist
af því að aðalpar sýn-
ingarinnar sé ástfang-
ið i alvörunni. Hvað
er með Eddu og Hall-
dór?
„Það er ekki hægt.
Dóri er giftur og á
barn!“ segir Edda.
Þau hafa samt náð
mjög vel saman í
verkinu, enda hafa
þau unnið saman
áður í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum þar
sem þau tróðu upp.
Leikur þeirra hefur líka skilað þeim
góðri gagnrýni.
Þeim finnst söngleikurinn heill-
andi.
„Fólk er svo glatt að það brestur í
söng. Það er hreint og fallegt, ein-
lægt. Það er eitthvað fallegt við það.
Ef þetta væri nú bara þannig."
-sm
Þegar fólk brestur í söng
Audi 100 Quatro '89
Áður L400.000-
Nú 800.000 stgr.
BMW M3 '87, öflugar sterio
græjur. Áður 1-350.000~~
Nú 950.000 stgr.
Crysler Cebling LXi '96
nf/öllum aukahlutum Áður
Renault Twingo 1300 '95
Áður 890.08-
Nú 580.000 stgr.
Jagúar XJ6 '83, toppeintak
Áður •LOOO.OOtr
Nú 500.000 stgr.
BMW 524 turbo dísil '90
Áður LðOO.OOtT
Nú 900.000 stgr.
Isuzu midi turbo dísil '95
Áður 1-350.00ð~1n/vsk.
Nú 980.000 m/Vsk. stgr.
Ford Mustang 5,01 '83.
Áður-400.000~
Nú 350.000 stgr.
MMC 3000 GT '94
Áður 3,060.000
Nú 2.300.000 stgr.
Dodge Stealt twin turbo 4x4
'94 Áður 3*609:660-
Nú 2.800.000 stgr.
Subaru Legacy 2,01 '92, ek.
140 þús. km. Áður-LaCO.OOO
Nú 900.000 stgr.
Bílasalan Höfði, Bíldshöfða 12
Range Rover '85, sem nýr.
Áður 850066-
Nú 580.000 stgr.
Toyota Landcruiser Túrbó
Intercooler '88 Sá flottasti.
Áður 2J36MOO
Nú 1.850.000 stgr.
Ford Econoline Club Wagon
15m, '92 Áður -L666Æ00
Nú 1.300.000 stgr.
Chrysler Voyuager Grand
Caravan 7m,4x4 '93
Áður 4,000.000
Nú 1.600.000 stgr.
Range Rover (mikið breyttur)
‘72 Áðui-300.000~
Nú 200.000 stgr.
Mazda RX7 '93
Áður 2-160.000-
Nú 1.950.000 stgr.
Opið laugardag 10-17 • Mikil sala, vantar allar tegundir á skrá