Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Síða 23
LAUGARDAGUR 25. JULI 1998
23
Flugleiðir setja
heimsmet
Þann 23. mars 1998 setti
Rolls-Royce RB211-535E4-hreyf-
ill á einni af B757-200 flugvéla
Flugleiöa merkilegt heimsmet.
Þá var hann búinn aö vera
óslitinn á væng í meira en
30.370 flugtíma. Hér er ekki um
aö ræða heimsmet þessarar
hreyflagerðar eða fyrir Rolls-
Royce-hreyfla almennt heldur
heimsmet fyrir allar gerðir flug-
vélahreyfla allt frá dögum
Wright-bræðra.
Þann 23. júní var staðan kom-
in í 31.673 flugtíma og reglu-
bundnar skoðanir sýndu að
hreyfillinn var í fmu lagi og
jafnvel betri en sumir sams
konar hreyflar með mun lægri
flugtímastöðu. Hann heldur því
áfram að bæta sitt eigið heims-
met meö yfir 100 flugtímum á
viku.
Þjóðleg föt
Það getur verið þreytandi að
líta út eins og dæmigerður
ferðamaður í útlöndum. Fariö
þó varlega í að reyna að líkjast
innfædd-
um með
þvi að
ganga í
„þeirra"
fötum.
Túrban
á Indlandi
er mjög
gagnlegur
til varnar
sólbruna
en hins
vegar gef-
urðu með
því 1 skyn að þú gætir tilheyrt
Sikh-trúnni.
Silki Qipao er vinsæll klæðn-
aður i Kína. Þú skalt þó ekki
kaupa rauðan Qipao nema þú
sért á leiðinni að gifta þig.
Tréskór fást í öllum betri
ferðamannabúðum i Hollandi.
Þú fellur þó ekkert betur í hóp-
inn með því að ganga í þeim
þar sem eingöngu bændur og
sjómenn ganga í tréskóm í dag.
Aning 1998
atÍlitaáir é ftlöndl \
tofcukmd
mmmmmmsm
Áning 1998
er gefin út á
íslensku,
ensku og
þýsku í
32.000 ein-
tökum. Bók-
inni er dreift
ókeypis á
upplýsinga-
miðstöðvar
og alla
helstu viðkomustaði ferðafólks
á landinu, auk þess sem henni
er dreift víða erlendis. í bókinni
auglýsa rúmlega 300 íslenskir
gististaðir um allt land þjón-
ustu sína. Útgefandi er Þórður
Sveinbjömsson.
Bjarga búdda
Vísindamenn í Kína gera nú
allt sem þeir gera til að bjarga
stærstu búddastyttu í heimi.
Tilvera þessarar sjötíu og eins
metra háu styttu er ógnað bæði
af völdum náttúrunnar og
manna.
F y r r i
viðgerð-
armenn
n o t u ð u
sérstakt
efni til að
gera við
styttuna
en það er
nú að tærast upp af völdum
rigningar. Syttan hefur 8,3 m
langar tær og táneglurnar eru
hvorki meira né minn en 1,6 m.
Styttan var byggð á valdatíma
Tang á milli 713 og 803.
Handhæg myndavál
Frá hlið lítur hún út eins og
sígarettupakki. Hún vegur um
145 g og er svo lítil að hún
kemst fyrir í rassvasanum.
Þrátt fýrir smæðina getur þessi
24 mm vél tekið jafngóðar
myndir og mun stærri og að því
er virðist flóknari vélar. Hér
sannast enn og aftur að stærðin
er ekki allt.
-me
r
Islenskir fjallaleiðsögumenn:
Um fáfarnar slóðir
Hann hleypur að meðaltali um 2 m
á dag og á yfírborðinu sjáum við
vatnsrennsli, urðarrana og víða era
fallegir vatnshólar og fleiri stór-
merk náttúrufyrirbrigði.
Síðasta daginn göngum við yfir
Skaftafellsjökul um líparítsgular
Kjósareggjar og síðan niður í Bæjar-
staðaskóg. Kjósareggjar era 1100 m
yfir sjávarmáli og þaðan er stórkost-
legt útsýni. Við sjáum langt inn á
Vatnajökul, Þumal, Miðfell, Skarð-
arlindar og fleiri gullfallegar nátt-
úruperlur. Til suðurs sjáum við yfir
Skeiðarársand og yfir allan Skeiðar-
árjökul og inn að Grænalóni. Við
endum svo ferðina með grillveislu í
Skaftafelli.
Við föram með 4-12 manna hópa
og eru 40-50 manns skráðir í ferðina
hjá okkur í sumar. Þetta er engin
ferð fyrir byrjendur en fyrir fólk
sem hefur einhverja reynslu i göngu
eru þetta 4 dýrlegir dagar.“
-me
Fagurt er lóniö. Grænalón er næststærsta jökullón á íslandi.
íslenskir fjallaleiðsögumenn er fé-
lag nokkurra leiðsögumanna með
áralanga reynslu í göngu, fjalla- og
skíðaferðum. „Við bjóðum nýstár-
legar gönguferðir um fáfamari slóð-
ir landsins," segir Einar Torfi
Finnsson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. „Sú ferð sem hefur notið
hvað mestra vinsælda hjá okkur er
4 daga gönguferð frá Núpsstaðar-
skógi til Skaftafells.
Hópurinn safnast saman í Skafta-
felli, þaðan sem ekið er inn í Núps-
staðarskóg í vatnatrakk. í Núpsstað-
arskógi er gengið meðfram hinum
stórkostlegu Núpsárgljúfrum sem
víða era yfir 100 m djúp. Fyrstu
nóttina tjöldum við á svo kölluðum
Sléttum.
Næsta dag er gengið aö Græna-
lóni sem er næststærsta jökullón á
íslandi. Við tjöldum norðan við lón-
ið á gömlum vatnahjaOa en þaðan er
afar gott útsýni yfir
Skeiðarárjökul og Græna-
lón. Ef aOt gengur vel er
þetta um 6-7 klst. ganga.
Á þriðja degi göngum
við yfir Skeiðarárjökul
yfir í Norðurdal í Skafta-
fellsfjöllum. Þar tjöldum
við við lítið jökuUón sem
er þakið ísjökum. Skeið-
arárjökull er yfirleitt
óspranginn og þarf því
ekki miklar jöklagræjur
tU að komast yfir hann.
Hann er miseifiður yfír-
ferðar og getur orðið tölu-
vert þýfður ef lítiU er
snjórinn. Þessi dagur er
lengsti dagur ferðarinnar
en jafnframt sá eftir-
minnUegasti. Það má með .
sanni segja að Skeiðarár- ' Núpsstaöarskógi: Maöurinn er
jökuU sé lifandi jökull.
;i smár innan um undur náttúrunnar.
DV-mynd GVA
Mallorca:
Vinsæl perla í Miðjarðarhafinu
A Mallorca er alls staöar stutt á ströndina.
Undanfarin ár hefur eyjan
MaUorca í Miðjarðarhafi
notið mikiUa vinsælda ís-
lenskra ferðamanna. Á
eyjunni búa um 600.000
manns, þar af 330.000 í
höfuðborginni Palma.
I sumar býður Úrval-Út-
sýn gististaði á fjórum
stöðum á eynni, Playa de
Palma, Magaluf, IUetas og
Sa Coma.
Á öllum stöðunum er stutt
á ströndina og í Magaluf
og Aquacity, sem eru í
næsta nágrenni við Playa
de Palma, eru vatns-
skemmtigarðar. Einnig er
vatnsskemmtigarður í Hy-
dropark í Alcudia sem er í
60 mínútna fjarlægð frá
Sa Coma.
Fyrir þá sem eru „úti á líf-
inu” er Magaluf kjörinn
áfangastaður en þar er
sérlega fjörlegt skemmt-
analíf. Playa de Palma
státar einnig af fjölbreytni
í veitinga- og skemmti-
stöðum en á IUetas er öUu
rólegra.
Aðstaða fyrir börnin er
góð og á Royal Christina,
Royal Playa de Palma og Club Royal
Beach er í boði leikja- og skemmti-
dagskrá fyrir börn og unglinga aUa
daga vikunnar.
Meðalhitastigið i júlí er 29 gráður
á daginn og meðalhitastig sjávar er
24 gráður.
-me
L
Landsbanki
íslands
Aukin
þjónusta
Þú getur pantað
gjaldeyri í síma
560 6000 og sótt
hann í afgreiðslu
okkar á 2.hæð
í Leifsstöð.
■ Opið allan sólarhringinn ■