Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Síða 25
DV LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 fyblgarviðtalið ^ :n að berjast við sjóinn er í lagi.“ DV-myndir POK Iveður en þó ekki svo að hægt væri að keyra fulla ferð. Það er sjaldan hægt á svona litlum bát úti á hafi. Ég kom seint að kvöldi til Fær- eyja og lagði mig í nokkra tima en hélt svo áfram. Veðrið var gott en verra veðri var spáð þannig að ég gat ekki tafið lengur i Færeyjum. Til Hafnar í Hornaflrði eru 270 sjómílur og af því að ég tek alltaf helmingi meira bensín um borð en ég þarf á leiðinni var báturinn ægilega þungur og komst aðeins í 16 milur. Ég var 27 tíma á leiðinni. Þegar ég átti 130 mílur eftir kom norðaustan stinningskaldi. Ég var 15 tíma að fara 100 sjómílur, keyrði á sjö mílna hraða. Ég var með góðan flotgalla um borð en ég notaði hann ekki. Ég var i venjulegum galla í rigningunni og var rennandi blautur og kald- ur í 15 tíma. Síðustu 30 mílurnar að landi gat ég keyrt 18-20 mílur, þá var komið betra veð- ur. Á Höfn tók bróðir minn við bátnum og sigldi honum til Grindavíkur og þaðan sigldi sonur hans til Reykjavíkur. Þá voru komnar 1000 sjómílur." Sambandslaus við umheiminn Þegar Hafsteinn ferðast er hann yfirleitt sambandslaus við umheiminn. Á ferðalaginu frá Noregi var hann ekki með neina talstöð. „Það er best að sem fæstir viti af. Það voru mjög fáir sem vissu af hugleiðingum mínum um að fara yfir.“ En Hafsteinn var aldrei áhyggjufullur á ferðalagi sínu: „Ég? Nei. Ég var ekkert áhyggjufullur en það var verra með þá sem voru í landi. Þeir vissu hvenær ég fór frá Hjaltlandi og vissu nokkurn veginn hvenær ég var í Færeyjum. Ég gat ekki látið vita af mér í Færeyjum. Það var komið nærri því að þeir í Noregi sendu flugvélar til að leita að mér. Ég hafði sagt það áður en ég fór að það ætti ekki að leita að mér nema ekkert heyrðist ffá mér í tíu daga. En taugarnar þoldu það ekki. En það er miklu öruggara að sigla einn á sjálfbyggðum báti en að þvælast í umferðinni i Reykjavík." Ekkert vandamál... Að sögn Hafsteins er ekki erfitt að vera einn á báti, kaldur og sambandslaus. „Síðasti áfangi ferðarinnar til íslands var erfiður en þegar ég er á seglbátnum þá er það ekki neitt. Þá fer maður niður og leggur sig og kemur upp annað slagið, kíkir í kringum sig og síðan niður aftur. Það er ekkert vandamál ... ekki fyrir okkur. Það er verra fyrir þá sem vilja banna allt og allt því að það á að heita að við eigum að vera á útkikki. Við eigum að vera uppi og sjá allt í 24 tíma. En það er klárt að þegar við erum einir þá gerum við það ekki. Það er erfiðast að verða kaldur. En ef mað- ur er í góðum fötum undir þá hitnar vatnið og kuldinn hefur ekkert að segja. Maður hristist aðeins en það er ekki verra en svo að maður getur lifað við það.“ Á hafi hugsar Hafsteinn um það sem hann er að gera og líka til baka. Þegar ég spyr hann hvort hann hugsi ekki um æðri máttarvöld og hvort hann sé ekki trúaður segir hann glott- andi: „Ef þú meinar guðstrú þá get ég sagt þér það að ég er vitlaus en svo vitlaus hef ég aldrei verið.“ Öfundin sterkari en kynorkan Ég ímynda mér að yfirþyrmandi tilfinning um smæð hljóti að hellast yfir mann þar sem maður situr á lítilli skel úti á miðju Atlants- hafi. Hafsteinn er ekki sammála því. „Maður hugsar ekki þannig. Það er ekkert að berjast á móti sjónum, ég þekki hann. Sjór- inn er ekki duttlungafullur. En að berjast á móti einhverju í landi, verkalýðsfélagi eða yf- irvöldum, það er svo lúmskt að það gerir mað- ur ekki. En að berjast við sjóinn er í lagi. Mannskepnan er svo lúmsk að það er aldrei hægt að vita hvar maður hefur hana. Þess vegna berst maður ekki á móti henni. Það var þess vegna sem ég fór héðan á sínum tíma. Ég átti Eldinguna og lögin sögðu að við ættum að vera fimm um borð en þörfin sagði þrír. Þeg- ar við fengum borgað sem við værum fimm kom öfundsýkin upp og þá var skipstjórinn kærður. Sá sem kærði var formaður sjó- mannafélags. Þá sáum við að best væri að hætta. Við gátum barist á sjónum við að að- stoða báta en að berjast á móti lúmskri mann- eskju gerir maður ekki. Við bara hættum." En háir öfundin íslendingum fremur en öðrum þjóðum? „Nei, ég get sagt þér það að þar sem ég er í Noregi er öfundin sterkari en kynorkan. Meira getur það ekki orðið. Öfundsýkin er al- veg að drepa þá.“ Skrifstofurotturnar Hafsteinn fór hringinn í kringum hnöttinn á skútu sinni án þess að koma nokkurs staðar við. Hvemig datt honum þetta í hug? „Ég smíðaði bát og hvað átti að gera við bát- inn? Mér fannst sniðugt að fara hringinn í kringum hnöttinn einn og án þess að stoppa. Eg er þannig að ég er ekkert að velta vöngum í mörg ár og láta mig dreyma burtu frá vera- leikanum. Þegar ég hafði teiknað bátinn þá setti ég allt á fullt og smíðaði hann. Síðan fór ég af stað. Ég sneri síðan við eftir að hafa siglt 1500 mílur. Gírinn haföi brunnið og eyðilagst. Ég fór í land og keypti nýjan og þá var of seint að halda áfram þannig að ég fór bara næsta ár. Skútan mín er 18,5 metrar. Ég teiknaði hana þótt ég hefði enga kunnáttu í því og smíðaði hana. Ég kunni það ekki heldur en gerði það samt. Það var ekki hægt að fá hana skráða hérna því að þeir vildu fá teikningar. Ég er ekkert fyrir slíkt, það þarf alltaf að teikna allt. Ég er meira fyrir það að gera hlut- ina og hafa þá sterkbyggða. Nú hef ég sýnt fram á það að þessi bátur er sterkur og góður. Ég hef siglt 48 þúsund sjó- mílur á honum og ekkert sem ég hef gert hef- ur gefið sig. Það sem hefur bilað er það sem ég hef keypt; gírinn og stögin. Báturinn hefur verið i alls kyns veðrum. Hann hefur verið í svo vondu veðri að hann hefur slegið mastr- inu í sjóinn og fengið brot á sig þannig að suð- urnar í stoðunum á hliðunum hafa gefið sig.“ En heldur Hafsteinn að hann yrði sam- þykktur núna, eftir að hafa farið heill hring- inn í kringum jörðina? „Ég veit ekki hvort skrifstofurotturnar hér myndu samþykkja hann. Ég þarf heldur ekk- ert samþykki frá þeim til að nota bátinn. Þeir hafa ekkert vit á þessu. Þeir fara eftir ein- hverju sem ekki þarf að vera í samræmi við veruleikann." Hræðslan við að láta drauma rætast Þegar ég var að reyna að hafa uppi á Haf- steini hafði hann farið til fjalla með göml- um félaga sínum af Eldingunni. „Ég er ekki útivistarmaður en ég tek því sem kemur. Núna var gott að fara upp á fjöll og skoða. Það er skemmtilegra að fara vegina sem eru utan við alfaraleið heldur en að fylgja malbikinu. Það sést kannski á lifnaðarháttum mínum.“ Hafsteinn er ekki dreyminn, hann fram- kvæmir. Hann segir að menn séu aldrei of gamlir til þess að láta drauma sína rætast. Það haldi mönnum líka ungum að vera af- slappaðir. „Fólk er of hrætt við að láta drauma sína rætast. Því meira sem er áætlað því minni hætta er á að eitthvað verði gert. Menn verða alltaf hræddari og hræddari og hugsa um allt sem gæti gerst. Það hendir ekki neitt ef maður hefur gert bátinn sjálfur. En ef menn fara út í búð og kaupa bát og leggja síðan í hann má reikna með því að eitt og annað gerist. Það er ekki reiknað með því að þeir bátar verði á sjó. Þeir eru bara til skrauts í höfn og uppi á landi, þeir eru svo veikbyggðir." Sjórinn er besta grey Eftir að hafa þvælst um heimshöfin svo mánuðum skiptir hlýtur að myndast sér- stakt samband við sjóinn. Er sjórinn vinur? „Sjórinn er kannski ekki vinur en hann er enginn óvinur. Hann er bara þarna og æsir sig upp eftir vindum og straumum. Maöur sér hvernig hann hagar sér. Sjórinn er besta grey, skal ég segja þér. Það er hægt að lesa úr sjónum en ekki úr manneskjunni. Það er best að láta hana sigla sinn sjó. Það er ekkert til að eyða tíma í.“ Af orðum Hafsteins má merkja að hann hafi ekki mikla ánægju af félagsskap manna. „Ekki ef ég sé að það er ekki rétti andinn yfir samskiptunum. Þeir félagar sem ég á eru sannir félagar. Ég þekki marga en það eru ekki allir sem ég stoppa og tala við. Ég er ekki hræsnari. Ég tala ekki við einn og hæli honum og sný síðan baki í hann og segi hvernig hann er.“ Aldrei í lífshættu Er Hafsteinn ævintýramaður? „Nei. Þú myndir kannski segja að ég væri ævintýramaður en mér finnst það ekki. Ég geri það sem mig langar til án þess að bolla- leggja mikið. Ég hitti marga skútukarla hér sem eiga sér stóra drauma um að sigla kringum hnöttinn og hingað og þangað. Ég myndi segja að það væru ævintýramenn því að þeir fara aldrei af stað. Það getur verið að ég sé í hættu en ég sé hana aldrei sjálfur. Þeir sem eru ekki á staðnum vita allt miklu betur. Þeir vita í hvaða hættu maður er. Sá sem er á staðn- um sér ekki þessa hættu, hann sér raun- veruleikann. Hinir hafa ímyndunina. Ég sé aldrei neina hættu. Ég sé enga hættu í því að fara á þessum litla bát hér yfir. Það eina sem getur gerst er að bátur- inn verði bensínlaus og þá er bara að láta reka. Sjálfur er ég aldrei í neinni lífshættu. Þetta er frjálst líf. Þegar komið er á sjó- inn eru engar áhyggjur. Þá er maður fiarri yfirvöldum og presti. Allir sem eru lausir við yfirvöld eru frjálsir." -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.