Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 Fréttir Bæjarráð í nýju bæjarfélagi á Austfjörðum, Austurríki, samþykkti í fyrrakvöld tillögu þess efnis að bæj- arfulltrúar yrðu eftirleiöis á fóstum launum í stað þess aö þiggja ákveðna upphæð fyrir hvern bæjarstjómar- fund. Miðað er við 11,4% af þingfar- arkaupi eða 25 þúsund krónur á mánuði. Almennt eru haldnir tveir bæjarstjórnarfundir í mánuði sem þýðir 12.500 krónur fyrir hvem fund. Sé tekið dæmi af Eskifiröi var greiðsla fyrir hvem fund 3.174 krón- ur. Hækkun á launum bæjarfulltrú- anna nemur því tæpum 300 prósent- um. Samtals vom 23 bæjarfúlltrúar í Neskaupstað, á Reyðarfíröi og á Eskifirði. Miðað við tvo mánaðar- lega bæjarstjómarfundi kostaöi sam- tals um 146 þúsund krónur að halda þá. í nýju sameinuðu sveitarfélagi kostar mun meira að halda 11 bæjar- fulltrúa, eða 275 þúsund krónur á mánuöi. Heildarhækkun launakostn- aðarins er þvi um 88 prósent. Sam- þykkt bæjarráðs verður tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi 20. ágúst. Smári Geirsson, forseti bæjarstjór- ar eystra, segir það mikla rangtúlk- un aö leggja þetta svona fram. Sam- anburður við gömlu sveitarfélögin gangi ekki upp. Hann var spurður hvort rökin fyrir sameiningu sveit- arfélaga hefðu ekki einmitt verið spamaður og hagræðing og hvort þessi hækkun á heildarlaunakostn- aði bæjarfulltrúa skyti þá ekki skökku við. „Þetta er nýtt sveitarfélag og verið Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Austurrfkis. er að móta nýja stefnu í þessum efn- um. Sama er aö gerast á Homafiröi og í sameinuðu sveitarfélagi á Aust- ur-Héraði. Það ber aö hafa í huga að laun bæjarfulltrúa vom óvenjulág í sveitarfélögunum þremur fyrir sam- einingu. í kosningabaráttunni sögð- DV-mynd Þórarinn um viö að eftir sameiningu væri ljóst aö gerðar yröu meiri kröfur til bæjarfuíltrúanna. Það þýddi að ger- breyta þyrfti kjörum þessa fólks, ekki síst ef fá ætti fólk til að sinna þessum störfum í framtíðinni. Það er ljóst að sparnaðurinn felst ekki í þessum launum heldur hagræöingu í embættismannakefmu," segir Smári. Hann segir menn almennt sam- mála um að ekki sé hægt að fara fram á það að bæjarfulltrúar fórni efnahagslega jafhmiklu og þeir hafi gert um langa hríð við að taka bæj- arstjómarstörf að sér. Þá sé einnig ijóst aö bæjarstjórnarfundir séu stundum fleiri en tveir á mánuði. Miðaö við föst laun lækki þá greiðsl- ur fyrir hvern fund. „Þetta er einfaldlega spor í rétta átt og ég veit aö það er veriö aö skoða þessi mál í sveitarfélögum vítt og breitt um landið. í nýju samein- uðu sveitarfélagi er ekki hægt að bera hlutina saman við litlu sveitar- félögin sem voru áður. Nýja sveitar- félagið er mun víðfeðmara og bæjar- fulltrúar þurfa að leggja mun meira á sig en áður. Það hljóta allir sann- gjarnir menn að sjá að þessu veröur aö mæta með einhverju móti.“ Þvi má bæta við að framvegis er gert ráð fyrir að nefndarmenn á veg- um hins nýja sveitarfélags fái greiddar 4 þúsund krónur fyrir hvern fúnd en formenn nefhda 8 þús- und. Eftir því sem DV kemst næst var greiösla til hvers nefndarmanns á vegum Eskifjarðarkaupstaðar 2.300 krónur fyrir hvern fund og álíka í hinum sveitarfélögunum. Þarna er því um 74% prósenta hækkun að ræða hjá almennum nefndarmönn- um og ríflega þreföldun hjá formönn- um nefnda. -hlh Bæjarráö í Austurríki samþykkir stórhækkun launa: 11 bæjarfulltrúar dýrari en 23 áður - launahækkunin nemur tæpum 300 prósentum Formaður RKÍ á teppið í kjölfar fréttar DV í gær um ólög- legar merkingar heilbrigðisráðuneyt- isins á læknabílum með merki Rauða krossins hefur Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráö- herra boðað Önnu Þrúði Þorkelsdótt- ur, formann Rauða kross íslands, á sinn fund í dag. Að sögn Emmu Mar- inósdóttur, skrif- stofustjóra fjár- málaskrifstofu Ingibjörg heilbrigðisráðu- Pálmadóttir. neytisins, er merki Rauða kross íslands m.a. notaö á um- feröarmerki sem gefur til kynna hvar næsta sjúkrahús eða heilsugæslu- stöð er. „Auk þess er þetta kenni- merki notað víðar. Ráðuneytið undr- ast að forsvars- menn Rauða kross íslands skuli ekki Anna Þrúður hafa komið at- Þorkelsdóttir. hugasemdum sín- um á framfæri beint viö ráöuneytiö og lítur það al- varlegum augum,“ sagði Emma. -hb Alli ríki græðir Hagnaður Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar hf. fyrir skatta varö 329,7 milljónir króna á fyrra helmingi ársins. Reikn- aðir skattar voru 54,6 milljónir kr. og er hagnaður félagsins því samkvæmt rekstrarreikningi 275 milijónir. Nú er í fyrsta sinn birt sex mánaða uppgjör fyrir félagið þannig að beinn saman- burður við sama tímabil síðasta árs er ekki til staðar. Þó var hagnaöur fé- lagsins í fyrra fyrstu átta mánuði árs- ins 236 milljónir kr. -SÁ Búið er að stela grænmeti frá þessum stúlkum. F.v.: Hildur Benediktsdóttir, Soffía Hlynsdóttir og Sunna Hlynsdóttir. Linda Benediktsdóttir er fyrir aftan þær. DV-mynd S Láta greipar sópa í skólagöröunum: Grænmeti barnanna rænt Fyrir helgi urðu böm og starfs- fólk skólagarða við Logafold í Grafarvogi vör við aö búið var að stela grænmeti úr göröunum. Bömin, sem hafa verið að rækta þar grænmeti frá því í vor, eru á aldrinum 7-12 ára. Dóttir og frænkur Guðríðar Björnsdóttur eru í skólagörðunum og haföi hinn óprúttni ræningi eða ræn- ingjar látið greipar sópa í görðum sem þær hafa til afnota. Búið er að stela rauðkáli, hvítkáli og öll- um rófunum frá dóttur Guðríöar. Hún segir að búið hafi verið að taka upp eitt kartöflugras hjá einu bamanna. „Það er eins og það sé ekki verið að eyðileggja grænmetið heldur virðist sem einhver ætli að nota það en græn- metið var skorið fagmannlega upp við rótina. Ég myndi skilja þetta ef þetta væri skemmdarfýsn í einhverjum krökkum þótt það sé alltaf ömurlegt. En mér brá við að sjá að það er eins og fullorðið fólk hafi gengið þama um.“ Guöríöur segir að starfsfólk skólagaröanna sé allt af vilja gert til að bæta bömunum skaðann. „Þegar ég mætti á staðinn sagði dóttir mín að hún heföi verið rænd en hún hefði fengið það bætt. En það er náttúrlega ekki það sama að rækta sitt eigið grænmeti og að fá grænmeti frá einhverjum öðrum." Dóttir Guð- ríöar var leið allan föstudaginn en hún ætlaði að færa ömmu sinni grænmeti sem hún hafði verið búin að rækta. Amman fékk grænmeti sem stúlkan hafði fengið gefins hjá starfsfólki skóla- garðanna. -SJ Stuttar fréttir dv Davíð vill aðgát Davið Oddsson forsætisráöherra sagði við Stöð 2 að hann teldi rétt að fara varlega í sölu á Lands- banka íslands til erlendra aðila. Hann segir að menn verði að vera mjög sann- færðir um ágæti sölu stórs hlutar í „þjóðbankanum" eigi hún að ganga eftir. Allir í Smuguna Að sögn Stöðvar 2 eru útgerðar- menn um land allt að búa skip sín undir veiðiferðir í Smuguna en það- an berast nú fréttir af mokveiði. Fjórir íslenskir togarar eru þar að veiðum. Öfund Davíð Oddsson sagði við Stöð 2 að hann teldi að efasemdir um rétt- mæti einkaleyfis til vinnslu og nýt- ingar gagnagrunns á heilbrigðis- sviði séu sprottnar af öfúnd í garð Kára Stefánssonar. Hann telur fúll- víst að nýja gagnagrunnsfrumvarpið verði að lögum þegar þing kemur saman í haust. Harðfiski stolið Brotist var inn í haröfiskvinnsl- una Kross hf. á Stöðvarfirði á mið- vikudagsnótt. Að sögn RÚV var stolið um fimmtíu kílóum af harö- fiski, fúllöágengnum í neytenda- pakkningar. Ekki var hreyft við skiptimynt sem geymd var á staðn- um. Lögreglan á Eskiflrði biður borg- arana að vera á varðbergi gagnvart harðfisksölumönnum á næstunni. Tölvunefnd neitar Tölvunefhd hefúr hafnað tillögum íslenskrar erfðagreiningar aö nýju skipulagi til aukinnar persónu- vemdar í starfsemi fyrirtækisins í Nóatúni 17. Morgunblaðið sagði frá. Kári itrekar orð sín Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, sagðist við RÚV hafa fyrir því staðfestar heimildir að for- stöðulæknir Landspítalans, Jón Jóhannes Jónsson, hafl unnið með stofo- endum nýja erfðafyrirtækisins, UVS, í nokkra mánuði en ekki flmm vikur eins og Jón hefúr sjálfúr haldið fram. Jón hafi því verið að vemda viðskipta- hagsmuni sína þegar hann gagn- rýndi gagnagrunnsfrumvarp heil- brigðisráöherra. Náðist ekki í 112 Ekki náöist í neyðamúmerið 112 úr símasjálfsala á sumarhúsasvæð- inu í Miðhúsaskógi í Biskupstung- um nýlega. Vegna þessa munaði litlu að illa færi, að sögn Morgun- blaðsins. Blaðafúlltrúi Landssímans segir bilun hafa valdið þessu. Búið sé að gera við bilunina. Óneysluhæft vatn Kranavatn á Selfossi er óneyslu- hæft samkvæmt nýrri evrópskri könnun. í henni var vatn víða um álfúna rannsakað og var ástand þess mjög gott í flestum tilvikum. Mikill gerlafjöldi í Selfossvatninu ræður úrslitum, að sögn Bylgjunnar. Ásþór vill sætta Samkvæmt fréttum Reuters hefur Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Friðar 2000, ritað aöalritara Sam- einuöu þjóðanna bréf þar sem hann býðst til þess að miðla málum í nýjustu deilum samtak- amia og Iraka um vopnaeftirlit í Bætur fyrir flotkvína Náðst hefur samkomulag á milli eiganda flotkviarinnar í Hafiiarfirði og tryggingarfélags hans um bóta- greiðslur. Samkvæmt heimildum Bylgjunnar nema greiðslumar um eitt hundrað milljónum króna. Kvíin stórskemmdist i hafi á leið sinni frá Bretlandi til íslands í sumar. -JHÞ/SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.