Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Page 10
10 lenmng FÖSTUDAGUR 7. AGUST 1998 Skyldu það verða bókajól? Þó enn sé sumar er ákveðinn hópur fólks strax farinn að hugsa með til- hlökkun til jólanna. Þetta eru bóka- ormar sem eru orðnir leiðir á að þvæl- ast um bókaverslanir í leit að nær- ingu og finna ekkert nema landkynn- ingarbækur um Island, ætlaðar út- lendingum. Þó að það sé gaman að lesa Njálu og Gerplu í enskum þýðing- um (sérstaklega þegar bækur fá jafn- skemmtilegan titil eins og The Happy Warrior) þá þyrstir marga í eitthvað nýtt og ferskt íslenskt. Látum okkur dreyma um það sem koma skal. Mmmm desember. Bjartur stendur í stórræðum Snæbjörn Arngrímsson hjá Bóka- forlaginu Bjarti sagði í samtali við DV að nú væri mjög viðkvæmur tími hjá bókaútgáfunum. Höfundar eru margir að keppast við að klára verk sín og það fer að koma í ljós á allra næstu dögum hverjum tekst það og hverjum ekki. Enn erú línur að skýrast en Snæbjörn féllst á að ljóstra upp hverj- ir yrðu örugglega með bók í haust. Greinilegt er að Bjartur er að færa út kvíarnar og gefur út fleiri bækur en hin síðari ár. Af íslenskum bókum vill Snæbjörn nefna bók eftir Jón Karl Helgason sem hefur enn ekki fengið endanlegt nafn, en hefur vinnuheitið Næturgalinn. Þetta er skáldsaga „Essay-Roman“ eins og það heitir á flnu máli, ástarsaga sem gerist um aldamótin í Reykjavík. Einnig þykir Guðbergur Bergsson sendir frá sér síðari hluta skáldævisögunnar Faöir og móöir og dulmagn bernskunnar en fyrir fyrri hlutann fékk Guöbergur fslensku bókmenntaverölaunin. Nammi. sem hann gefur út því hann óttist að kalla þar með yfir sig ólukku. til að skáld- eftir Breið- Ævisaga Steingríms Her- mannssonar kemur út hjá Vöku-Helgafelli. Dagur B. Egg- ertsson skráöi sögu Steingrfms og fékk vfst aö lesa allar dag- bækur hans og einkabréf. Hljómar spennandi. ástæða nefna sögu Huldar fjörð en hún er ferðasaga ungs manns um Island. „Þetta er Huldar Breið- fjörð sjálfur sem segir sög- una. Hann hefur aldrei komið út fyrir borgarmörk- in, utan einu sinni þegar hann fór í ferðalag með foreldrum sín- um og keypti sér pulsu í Shellskálan- um á Akur- eyri. Hann ákveður því um hávetur að kaupa sér Lapplander-jeppa og keyra hringinn, kynnast landinu og kynnast höfundinum. Þetta er sem sagt ferðalag hans um eigið land og eigin huga. Hann býr og sefur í jeppanum og er að drepast úr myrkfælni og kulda allan tím- ann. Þetta er ótrúlega fyndin og flott bók hjá stráknum," segir Snæbjörn. Huldar er ekki eini ungi höfundurinn sem Bjartur hefur á sínum snærum þar sem Guðrún Eva Mínervudóttir gefur þar út smásagnasafn. Hún er 23 ára gömul og mikið efni, að sögn Snæbjöms. Af þýðingum kemur m.a. út Kossinn eftir Kathryn Harrison í þýð- ingu Ástu Garðarsdóttur, áframhald á I leit að glöt- uðum tíma eftir Marcel Proust í þýðingu Péturs Gunnarssonar og smá- sagnasafnið Konan með hundinn eftir Anton Tsjek- hov í þýðingu Árna Berg- mann. Snæbjöm segir að bækumar verði mun fleiri en þegar hann er spurður að þvi hvað þær verði margar alls, segist hann aldrei þora að telja bækur Thor Vilhjálmsson sendir frá sér mikla sögu sem hann hefur veriö meö Guðbergur og Thor með stórvirki Hjá Máli og menningu hefur hin síðari ár verið gefið út stærsta hlutfall bóka á mark- aðinum. Forlagið hefur vinsæla höfunda, eins og Guðberg og Gyrði, á sínum snærum en þau undur og stórmerki gerast nú að Gyrðir, sá afkastamikli og indæli rithöfundur, sendir ekki frá sér bók í ár en hann hefur skrifað eina til tvær bækur á ári svo lengi sem elstu menn muna. Þó hvíslaði lítill fugl hjá Máli og menningu því að blaða- manni að ef til viU myndi Gyrðir senda frá sér þýð- ingu í ár. Þýðingu á hverju er leyndarmál. Guðbergur Bergsson sló sjálfan sig út í fyrra þegar hin unaðslega Faðir og móðir og dulmagn bemsk- unnar kom út. Engin leið er að halda vatni yfir þeirri bók, enda gerði fólk það ekki, og Guðbergur 'e(n9! ' smíöum- Hun ber na,niö fékk góð verðlaun, en lof- sa9a' aði jafnframt að síðari hluti bókarinnar kæmi út nú um jólin. Hann hefur staðið við það og því fá unnendur bráðlega að lesa Föður og móður og dulmagn bemskunnar, part two. Af skáldsagnahöfundum sem eru með nýja bók má nefna Fríðu Á. Sigurðardóttur, Einar Kárason og Áma Þórarinsson. Árni sendir frá sér spennusögu með flottu plotti og heyrst hefur að hulduhöfundurinn Stella Blóm- kvist ætli einnig í slaginn í ár. Það sem vekur ef til vill einna mesta athygli er að Thor Vilhjálmsson sendir nú frá sér bók sem hann hefur tekið lang- an tíma í að skrifa. Sagan mun eflaust teljast mjög merkileg og þar er Thor að glíma við fræga tíma, sem er Sturlungaöldin. Bókin ber nafnið Sturlusaga. Athyglisvert er einnig að Auð- ur Jónsdóttir, barnabarn Hall- dórs Kiljans Laxness, hefur skrifað skáldsögu. Þetta er sam- tímasaga sem gerist í sjávar- plássi, staðsetning sem mann rámar í að afmn hafi nýtt sér sögn sömu leið og í sagnagerð sinni og blandar súrrealismann einhverri teg- und af frjóu raunsæi. Sveinbjöm I. Baldvinsson verður einnig með ljóða- bók og það sem mesta athygli vekur er að Hallgrímur Helgason, sem oft hefur verið nefndur Papa X af gárungum, gengst nú við afkvæmi sínu og ætlar, líkt og ábyrgu foreldri sæmir, að kenna X-kynslóðinni að yrkja. Eins og margir hafa heyrt lét Hallgrímur hafa það eftir sér að ungt fólk í dag kynni ekki að yrkja, gæti ekkert skrifað, og hann fyndi sig einfaldlega knúinn til að kenna því. Kveðskapur bókarinnar, sem ber vinnuheitið Ljóðmæli, er all- ur undir ströngum íslenskum bragar- háttum. Ævisaga Steingríms og smásögur Þórarins Eldjárns Vaka-Helgafell hefur yfir að ráða dreifingu á bókum Halldórs Kiljans Laxness, auk þess sem forlagið gefur nú út bækur Þórarins Eldjárns en Þór- arinn sendir frá sér smásagnasafn í haust. Það sem hæst ber í jólabókaútgáfú er ævisaga Steingríms Hermannssonar, fyrr- verandi forsætisráð- herra og seðlabanka- stjóra. Ævisöguna skráir hinn ungi Dagur B. Eggertsson af mikilli sam- viskusemi en heimildir þær sem Steingrímur lét Degi í té voru rosalegar, að sögn Péturs Más, útgáfu- stjóra Vöku-Helgafells. Steingrímur hefur haldið til haga dagbókum og einkabréfum sem Dagur fékk að ganga óhindrað í og varpa m.a. fram staðreyndum um samband Steingríms og föður hans, Hermanns Jónassonar. Verðlaunahöfundarnir Guðrún Helgadóttir og Elí- as Snæland Jónsson senda nú frá sér nýjar bækur fyr- ir ungviðið, Elías unglinga- bók en Guðrún lýkur barnabókasyrpunni, sem hófst fyrir nokkrum árum, með bókinni Ekkert að þakka. Vaka-Helgafell er einnig með nokkrar verðlauna- bækur á sinum snærum. I byrjun nóvember verður tilkynnt hver hlýtur Bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness og sú bók kemur út hjá forlaginu sama dag. Bókin sem hlýtur Islensku barnabókarverðlaunin kemur einnig út hjá Vöku-Helgafelli, en það verður í byrjun næsta mánaðar. Af athyglisverðum þýddum bókum má nefna Hvali við ísland eftir Mark Carwardi- ne en höfundurinn er heimsfrægur dýra- fræðingur, rithöfundur og ljósmyndari sem hefur manna mest rannsakað hvali við ís- landsstrendúr. Þýðandi er Ari Trausti Guð- mundsson. Þórarinn Eldiárn er fluttur . . Vöku-Helgafells og sendir frá sér emhverju sinni. smásagnasafn sem aödáendur Af ljóðabókum má nefna hans hafa lengi beöiö eftir. nýja bók eftir Sjón sem fer að Ekki náðist í forsvarsmenn Iöunnar og Fjölva og því verður útgáfa á þeirra vegum að vera hulin lýðnum eitt- hvað lengur. Áreiðanlegar heimildir herma þó að Fjölvi gefi út ævisögu Stein- gríms St.Th. Sigurðssonar sem átti raun- ar að koma út fyrir síðustu jól. Endurmenntunarnámskeið Myndlista- og handíðaskóla íslands I síðari hluta þessa mánaðar hefjast á ný end- urmenntunarnámskeið á vegum Fræðsludeild- ar Myndlista- og handíðaskóla íslands. Nám- skeiðin eru haldin í húsnæði skólans í Skipholti 1 og í Laugamesi á kvöldin og um helgar. Á haustönn 1998 er áætlað að halda námskeið í eftirtöldum greinum: módelteikningu, stein- höggi, flókagerð, grafik - framhaldsnámskeið, hugmyndafræði og skissugerð, myndbandsgerð, efnisfræði plastefna, umhverfislist, tölvunotkun í myndlist, ljósmyndun og menningu, textíl- þrykktækni, bókagerð, eldsmíði, freskugerð, teiknimyndagerð, sögu kvenna í listum, mynd- breytingum i tölvu, steinþrykki og offset- litógraflu, samtímasögu og ljósmyndun. Námskeið i módelteikningu fyrir byrjendur og lengra komna hefst fimmtudaginn 18. ágúst, kennari er Lísa Guðjónsdóttir myndlistarmað- ur. Námskeið í steinhöggi hefst 24. ágúst í Laug- arnesi, kennari er Einar Már Guðvarðarson myndhöggvari. Á námskeiðinu verður fjallaö um sögu steinhöggs og margþætt efnistök við að höggva í stein. Kennd verður notkun rafmagns- og handverkfæra, steintegundir skoðaðar og pjakkað í efni. Upplýsingarit um námskeiðin liggja frammi hjá Fræðsludeild og á skrifstofú Myndlista- og handíðaskóla íslands, Skipholti 1. Nemendur Vinnuskólans tjá sig um myndlist I sumar hafa nemendur Vinnuskólans í Reykjavík fengið fræðslu um myndlist á Kjar- valsstööum og á Ásmundarsafni. Heimsóknir unglinganna á söfnin voru liður í samstarfi Listasafns Reykjavíkur og Vinnuskólans. Nokkrir hópar nýttu einnig frjálsan dag til þess að skoða sýningu safnsins á verkum Errós í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Á Kjarvalsstöðum skoðuðu nemendur sem lokið hafa 10. bekk sýningu á íslenskri mynd- list sem ber nafnið Stiklað í straumnum og svöruðu síðan skriflega nokkrum spurningum um viðhorf sitt til verkanna. Unnið hefur verið úr svörunum og kom að sögn forráðamanna safnsins ýmislegt forvitnilegt í ljós. Þannig virtist skilningur þeÚTa á samtímalist mun meiri en oft hefur verið haldið fram og viðhorf þeirra mun jákvæöara. Nemendur voru m.a. spurðir að því hvaða verk þeim þætti best á sýningunni og völdu langflestir verkið Móttaka eftir Finn- boga Pétursson. Alls hafa 2500 böm og unglingar komið í söfn- in það sem af er sumri, þá eru taldir auk nem- enda Vinnuskólans stórir hópar bama af leikja- námskeiðum íþrótta- og tómstundaráðs. Leikritasamkeppni Iðnó Til stendur að koma á fót hádegisleikhúsi í Iðnó. Þar verða sýndir stuttir og léttir leikþætt- ir sem gestir njóta á sama tíma og hádegisrétt- ur er snæddur. Settir verða upp nokkrir leik- þættir, hver eina viku í senn. Hádegisleikhús hefur verið vinsælt viða erlendis en hefur aldrei verið starfrækt af al- vöru hér á landi. Því her að minna á loka- skilafrest leikritasamkeppn- innar sem var auglýst um miðjan maí síðastliðinn þeg- ar Iðnó var aftur opnað. Lokaskilafrestur er 31. ágúst. Nokkrar reglur hafá Iðnó- menn látið frá sér fara varð- andi samkeppnina: Samkeppnin er öllum opin, yrkisefni eru frjáls og hverjum er leyfilegt að skila frá sér fleiri en einni hug- mynd. Leikritið skal leikið af 1-3 leikurum af báðum kynjum (leikhópurinn verður skipaður tveimur körlum og tveimur konum). Leikritin skulu vera 15-30 mínútur að lengd og gert skal ráð fyrir einfoldum sviðsbúnaöi. Fyrstu verðlaun eru 100.000 kr„ helgarferð fyrir tvo til Lóndon með gistingu og morgun- verði, auk úrvals ritverka Halldórs Laxness. Önnur og þriðju verðlaun eru svo 50.000 kr. og úrval ritverka Halldórs Laxness. Nánari upplýsingar gefur Magnús Geir Þórð- arson í Iðnó. rA*. Umsjón Arni Bergmann rithöfundur. Bókaforlagiö Bjartur gefur út þýöingu hans á smásagna- safni Tsjekhovs, Konan meö hundinn. Þórunn Hrefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.