Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998
Spurningin
Lesendur
Hver er uppáhalds-
tónlistarmaöurinn?
Gunnhildur Jóhannsdóttir
þroskaþjálfl: Aretha Franklin og
Tom Waits. Þau eru alltaf góð og
standa fyrir sínu.
Eiríkur Húni Bjarnason nemi:
Hijómsveitin Tupac.
Stígur Helgason nemi: Tupac eru
bestir.
Jónas Jónsson liðstjóri: Raggi
Bjama stendur ailtaf upp úr.
Elís Helgi Ævarsson allsherjar-
reddari: Nick Cave er í miklu upp-
áhaldi hjá mér.
Fannar Óli Elísson leikskóla-
nemi: Spice Girls.
Sorpförgun á
Suðurnesjum
Bfll af Volvo-gerð, svipaöur þeim og bréfritari talar um varöandi sorpflutn-
inga fyrir varnarliðiö.
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Nú er ljóst að sorphirðumál á
Suðurnesjum eru á krossgötum.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja mun
hætta eftir u.þ.b. eitt og hálft ár, eða
árið 2000. Samningar um fórgun á
rusli við Sorpu standa yfir, eru jafn-
vel á lokastigi, en vamarliðið á
Keflavikurflugvelli hefur ekki feng-
ist til að ausa fé í nýja stöð. Ástæð-
an er augljós. Árið 1976, er stöðin
var byggð, lagði vamarliðið 90% af
stofnkostnaði á móti sveitarfélögun-
um en er samt ekki skráður eignar-
aðili.
Þetta voru geysiháar upphæðir.
Rekstur þessarar stöðvar hefur verið
samfelld sorgarsaga, en stöðin er af
franskri gerð. Árið 1989 varð spreng-
ing í ofni stöðvarinnar en vamarlið-
inu kennt um. Sagt var að gaskútur
hefði komið í msli frá því og enn
greiddi varnarliðið háar upphæðir
við endurnýjun stöðvarinnar.
Flotastöðin er með sorpgáma af
gerö sem tíðkast í Bandaríkjunum.
Til losunar þarf sérbúna búa sem
pressa rusliö á staðnum við losun.
Flotinn á nú 2 slíka bila sem hafa
ekki mikla burðargetu og em úr sér
gengnir.
Eina og ódýrasta lausnin fyrir
vamarliðið er að semja líka við
Sorpu um förgun á msli og bjóða
sorphirðu á vellinum út. Nú era til
bílar, fjögurra öxla, hér á landi meö
mikla burðargetu. Slíkir bílar koma
frá Bandaríkjunum og taka tvisvar
sinnum meira magn en bílar vam-
arliösins. Bílarnir era af Volvo-gerð
en framleiddir vestra. Volvo á nú
hina þekktu vörabílaverksmiðju
„White“ í Bandaríkjunum. Engum
vandkvæðum væri bundið að aka
sorpi af vellinum til Reykjavíkur
með slíkum bílum. Stofnkostnaður
yrði að vísu hár við innkaup á
svona bílum ásamt búnaði, því einn
bíll með 25 tonna burðargetu kostar
um 50 milljónir kr. En 3 bíla þarf í
verkið og einn til vara.
Með 10 ára samningi myndi félag,
sem tæki þetta að sér (t.d. íslenskir
aðcdverktakar eða aðrir fjársterkir
aðilar), hagnast, en varnarliðið
myndi spara stórfé og leysa sín
sorpfórgunarmál á farsælan hátt til
frambúðar. Það er greinilegt að
vamarliðsmenn hafa fengið sig
fullsadda á núverandi fyrirkomu-
lagi. Þvi er megin- áhersla þess í
væntanlegum samningum um fram-
tíðarskipan vamarmála árið 2002:
spamaður og aftur spamaður. Gull-
greftri og dollarasjónarmiðum mun
rutt úr vegi. - Útboð í flotastöðinni
er lykillinn að þeim sparnaði.
Viðskiptahagsmunir og
ekkert annað
Bjami Bjömsson hringdi:
Ég vil byrja á að þakka Gunnari
Jónssyni fyrir frábært lesendabréf
sem birtist í DV fostud. 31. júlí und-
ir fyrirsögninni „Öfund og afbrýöi í
einn risa - sporgöngumenn efna í
erfðasjóð".
Ég hef ekki lengi lesið jafngóða
ádrepu á þá sem ekki hafa linnt lát-
um og hamast við að koma Kára
Stefánssyni á kaldan klaka og fyrir-
tækinu íslenskri erföagreiningu.
Sannkallað „súperbréf1 ef ég má
komast svo að orði. Og ekki má
gleyma myndinni sem með fylgdi og
átti að tákna „súperheilana". - Háð-
ið er allfaf beittast.
En öllu þessu máli fylgir auðvitað
alvara. Ég er innilega sammála Kára
Stefánssyni í ummælum hans er
hann segir að menn séu einungis að
vemda sína viðskiptahagsmuni. Auð-
vitað hangir það eitt á spýtunni og
ekkert annað hjá öfundarmönnum
Kára, hvað svo sem þeir tala fjálglega
um „vemdun persónuupplýsinga". -
Eða era þessar persónuupplýsingar
um sjúklinga eitthvað betur verndað-
ar hjá öðrum sérfræðingum í lækna-
stétt? Að sjálfsögðu ekki.
Einkarétturinn verður hins vegar
að vera til staðar hjá íslenskri
erfðagreiningu eða hverjum öðram
sem ætlar að nýta sér gagnagrann-
inn. Annað er út í hött. Ég veit nú
ekki hvað almennir þingmenn eru
að góla um málið. Memi sem ekkert
vit hafa á fyrirtækjarekstri eða hafa
verið frumkvöðlar að framfóram í
þjóðlífinu, utan hvað þeir hafa haft
augun opin fyrir að skara eld að
tekjum sínum. Skyldi þeim takast
að koma í veg fyrir að eitthvað
verði úr þessu sérstæða frumkvæði
í heilbrigðismálum íslendinga?
Brjóstagjöf - meira en
líkamleg næring
Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir f fé-
laginu Barnamál, skrifar:
Þegar barnið leggur litla höfuðið á
móti brjósti þínu og mjólkin þín
hlýjar því að innan kynnist barnið
sérstakri nálægð við þig. Það öðlast
traustán grann á mikilvægu sviði
lífsins - það er að læra um ást. Frá
ævafornu fari hafa mæður róað böm
sín við brjóstið. Þær vita að fáeinar
mínútur við brjóstið geta sefað óró-
legt barn sem er reitt eða hrætt.
Frá ævafornu fari hafa mæöur róaö
börn sín viö brjóstiö.
Barnalæknar í American Academy
of Pediatrics og Canadian Paediatric
Society segja að mæður sem gefa
bami sínu brjóst séu fljótari að
mynda djúp tilfinningatengsl við ung-
barnið sem verði mikilvægur þáttur í
samskiptum þeirra við bamið seinna
meir. Sáifræðingar halda því fram að
örugg tengsl barns við móður á fyrstu
árunum sé það sem skiptir sköpum
fyrir félagsþroska þess.
Hvert barn hefur eigin tímasetn-
ingu til að hætta á brjósti. Ef barn er
látið hætta á brjósti fyrr en það er
tilbúið til sjálft hverfur þörfin ekki
heldur yfirfærist hún á eitthvaö ann-
að, t.d. nart, drykki, knús o.fl.
Hvort sem móðirin vinnur heima
eða úti eru uppteknar konur 10. ára-
tugarins oft þakklátar fyrir brjósta-
gjöfina. Þær líta á hana sem gjöf,
ekki bara fyrir barnið heldur líka
fyrir þær sjálfar. Þá gefst örugglega
tími til að gefa sig alveg að baminu
og fyrir þær að slaka á.
Halló Akur-
eyri - bless
Akureyri
Sigurður Jónsson hringdi:
Ég var sannarlega ekki ánægð-
ur með ferð okkar hjóna með 10
ára gamlan strák á Halló Akureyri
um verslunarmannahelgina. - Við
komum til Akureyrar á fóstudags-
kvöld, rétt náðum að koma okkur
fyrir áður en dimmdi. Svæðið var
merkt: Öll umferð bönnuð milli kl.
2 og 8. Milli klukkan 4 og 5 um
nóttina upphófst hins vegar há-
reysti og byijað var að raða fólki
inn á svæðið með tilheyrandi há-
vaða. Síðar var svo krökkum úr
öðrum tjaldsvæðum beint inn á
þetta tjaldsvæði. Þetta var alls-
heijar óreiða. Eina afsökunin er
svo þessi: Misstum þetta úr bönd-
unum. Við hefðum betur farið á
Kántríhátíðina á Skagaströnd. Við
lærum af þessu og segjum Bless
Akureyri en ekki halió næst.
Kantar með-
fram þjóð-
vegunum
Steindór Einarsson skrifar:
Væri ekki frábært ráð til að
draga úr dauðaslysum í umferð-
inni á þjóðvegunum - og þau eru
ekki búin að vera svo fá á þessu
ári - að steypa kanta meðfram
vegunum? Það ætti að draga
verulega úr slysum þar sem bflar
fara t.d. út í lausamöl. Auðvitað
yröi þetta kostnaðarsamt en það
er heldur ekki hægt að meta
mannslífin til fiár. Ég er viss um
að þessi framkvæmd yrði veraleg
slysavöm, a.m.k. á verstu beygj-
um og þekktum óhappastöðum
þjóöveganna.
Ástþór
í banka-
kaupum
NN skrifar:
Samkvæmt fréttum hefur Frið-
ur 2000 lýst áhuga á að kaupa
Landsbanka íslands. Mörgum
finnst einkennflegt að ekki skuli
hafa verið rætt við Ástþór Magn-
ússon, forstjóra Friðar 2000. Lík-
lega situr enn í mörgum að Ást-
þór varð ekki fyrir fiárhagslegu
áfalli í forsetaframboðinu líkt og
meöframbjóðendur hans. Hvers
vegna kanna fiölmiðlar ekki tU-
boð Ástþórs ofan í kjölinn? Hvað-
an koma fiármunimir nákvæm-
lega og hvemig ætlar Ástþór að
tengja bankareksturinn Samein-
uðu þjóðunum? Ástþór hefur
sýnt meiri hugkvæmni i fiármál-
um en þeir sem hann keppti við í
forsetaframboðinu. Það ætti að
nægja fiölmiðlum sem hafa
fréttanef á annað borð.
Grætt á
heilsu-
leysinu
Fanney skrifar:
Mér er sama hversu vel ís-
lenskir læknar og vísindamenn
koma fram í sjónvarpsviötölum
og hversu dásamleg orð þeir láta
falla um umhyggju sína fyrir
sjúklingum „sínum“, þá er þaö
sem þeir meina einfaldlega það
að fá að vera í friði við að græða
á „sínum“ skjólstæðingum. Eiga
upplýsingamar um þá einir og
geta notað þær tíl að basla með
svo lengi sem viðkomandi tórir,
jafnvel eftir það líka, því nú höf-
um við komist að því að heUsu-
leysið er ein mesta gróðalind
þjóðfélagsins. Því lengur því
betra, og því fleiri þeim mun víö-
tækari verður umsýslan.