Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 13 Fréttir Hestamenn í mikilli umferð Það var fjöldi hestamanna á ferð um verslunarmannahelgina, meðal annars var hópur með lausa hesta á ferð undir Fiyjafjöllunum á mánudag- inn. Þegar fólk er á ferð með svona marga hesta er jafngott að ekkert hrossanna sleppi upp á veginn því ökumenn eru ekki alltaf tilbúnir því að þurfa að stansa í tíma. Það er líka alltaf spurning hvort ekki sé betra að teyma hestana en að reka þá, sérstaklega um jafnmiklar umferðarhelgar og liðna helgi. -NH Hestamenn á ferð með rekstur undir Eyjafjöllum. DV-mynd Njörður Akureyri: Konur en karlar DV, Akureyri: Konur á Akureyri voru 168 fleiri en karlar hinn 1. desember sl. sam- kvæmt upplýsingum frá Akureyrar- bæ. Konur voru alis 7.608 en karlar 7.440. Ef htið er á skiptingu íbúa eftir kynjum í hinum ýmsu aldursflokk- um vekur athygli að karlar eru fleiri í öhum aldursflokkum upp að tví- tugu. Á aldurstímabilinu 20-29 ára eru konur hins vegar um hundrað fleiri, eru 1.151 á móti 1.055 körlum. Karlar eru svo aftur fleiri í öllum aldursflokkum upp að 55 ára aldri en konur fleiri í öhum aldursflokk- um eftir það. íbúafjöldi á Akureyri 1. desember s.. var 15.048 og hefúr orð- ið óveruleg aukning á ibúafjölda í bænum síðustu árin sem sést m.a. á því að í lok ársins 1994 voru íbúar á Akureyri 14.913 talsins. -gk Tekjur Akureyringa samkvæmt framtali: Sjómenn langhæstir DV, Akureyri: Sjómenn voru langtekjuhæsti hópurinn meðal Akureyringa á ár- inu 1995, voru með riflega helm- ingi hærri meðaltekjur en sá starfshópur sem næstur kom. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Ak- ureyrarbæ og er viðbúið að lítil breyting hafl orðið á þessu síðan. Þetta ár höfðu sjómenn á Akur- eyri að meðaltali 3.761 milljónir króna í árslaun. Það vekur hins- vegar mikla athygli að sá hópur sem 'næstur kom í tekjum tilheyrði fiskvinnslu en þar voru meðahaun 1.805 mihjón króna. í næstu sætum komu svo bankamenn með 1.788 miUjón að meðaltali og þeir sem störfuðu að samgöngumálum með 1.751 miUjón króna. Ef þessir starfshópar eru bornir saman við samsvarandi hópa á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að laun sjómanna eru mjög svipuð, laun í flskvinnslu eru hærri á Ak- ureyri en laun bankamanna og þeirra sem starfa um voru hærri svæðinu. að samgöngumál- á höfuðborgar- -gk Óánægja á meöal innflytjenda: Verndartollar á íslensk- um fóðurfyrirtækjum 80 aurar eru lagðir á hvert kiló á innfluttu hráefni í fóðurblöndur sem síðan er blandað með innlendu hráefni, en 7,80 krónur eru lagðar á hvert kíló á innfluttu blönduðu fóðri sem er tilbúið þegar það kem- ur til landsins. „Þetta er gert til að hvetja til innlendrar fóðurfram- leiðslu auk þess sem þetta tryggir að það fóður sem framleitt er hér innanlands sé hverju sinni úr bestu hráefnum," segir Guðmundur Sig- þórsson, skrifstofustjóri í landbún- aðarráðuneytinu. „Auðvitað geta fóðurblöndur sem framleiddar eru erlendis verið það líka. En það þyk- ir rétt að fóðurmarkaðurinn á Is- landi njóti einhverrar vemdar." Vegna þessa er aðaluppistaðan í fóðumotkun á íslandi innflutt hrá- efni sem blandað er með innlendu hráefni. „Sú gjaldtaka sem var ákveðin á sínum tíma svaraði til niðurgreiðslna á fóðurblöndum sem áttu sér stað innan Evrópusam- bandsins. Og sú gjaldtaka sem fer fram er innan þeirra heimilda sem skuldbindingar okkar innan GATT- samningsins kveða á um.“ -SJ Nú stendur yfir steypuvinna á tveimur götum á Akranesi og er steypt með nýrri vél í eigu Steinveggs hf. Vélin er mjög afkastamikil og en þetta er í fyrsta sinn sem slfk vél er notuð hér á landi. Steyptar götur endast margfalt leng- ur en þegar malbikað er. Myndin er af vélinni á Kalmannsvelli. DV-mynd Daníel, Akranesi Uppsagnir lyfjatækna: Einstaklingsbundnar - segir formaöur Lyfj atæknafélagsins Ölgerö Egils Skallagrímssonar: Um 1% áfengismagn í malti Ekki er tekið fram á flöskumið- um að um 1% áfengismagn sé í mcdti frá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar. „Lögum samkvæmt þurfum við ekki að gera það auk þess sem ekki er hefð fyrir því,“ segir Guðmundur Magnússon efnafræðingur. Hann segir að áfengi sé í malti vegna þess að það er gerjað. „Alkóhól myndast þegar ger kemst í samband við sykur. Gerjunin gefur maltinu þann karakter sem einkennir það.“ Guðmundur segir að það þurfi að drekka mjög mikið af malti til að finna á sér. „1% alkóhól er það lítið. Það þarf t.d. að drekka tölu- vert magn af pilsner sem er helm- ingi sterkari en malt til að finna á sér.“ Þeir sem eru viðkvæmir fyr- ir áfengi ættu ekki að drekka malt. Þeir gætu fundir fyrir þörf til að fá sér eitthvað sterkara að drekka. -SJ Lyfjatæknar á Ríkisspítölum hafa sagt upp störfum til að knýja á um hærri laun. Formaður Lyfjatækna- félags íslands, Sigrún Guðmunds- dóttir, segir að félagið sé ekki stétt- arfélag og eigi því enga aðild að við- ræðum milli lyfjatækna og viðsemj- enda þeirra né hafi milligöngu um þær. Aðspurð um hugmyndir lög- manna Ríkisspítala um að íhuga verði lagasetningu til að hindra endurtekin vandræði sem skapast vegna hópuppsagna einstakra stétta og starfshópa innan heilbrigðiskerf- insins, sagðist Sigrún í morgun ekki vera tilbúin að tjá sig um það. Sigrún sagði að félagið hefði ekki hvatt til uppsagna lyflatækna held- ur væru þær alfarið einstaklings- bundnar. Félagið styddi hins vegar það markmið að ná betri launum. við það bættist ýmislegt, svo sem Taxtalaun lyfjatækna væru nú und- vaktaálag samkvæmt kjarasamn- ir 100 þúsund krónum á mánuði, en ingum. -SÁ Hveragerði: Lögreglufylgd í bæjarvinnunni DV, Hveragerði: Starfi unglinga í bæjarvinnu í Hveragerði fer senn að ljúka og eru þeir yngstu hættir. Meðal þess, sem unglingarnir hafa unnið við er uppsetning blómasúlna víða um bæinn og snyrting á umhverfi grunnskólans. Fótboltavöllurinn og umhverfi hans hefur tekið stakkaskiptum og hverinn Grýla hefur fengið andlitslyftingu. Unnið var langt fram á kvöld við fegrun bæjarins fyrir vinabæjamót sem haldið var i júlí. Um þessar mundir stendur yfir undirbúningur „Blómstrandi daga“ sem verða haldnir með ýms- um uppákomum helgina 15.-16. ágúst nk. Selfosslögreglan hefur sett sinn svip á bæjarbraginn í sumar og verið iðin við eftirlit og að farið sé eftir settum reglum í einu og öllu, t.d. um fjölda „farþega" í bæjarbif- reiðunum og að krakkarnir sitji ekki á kerru aftan i ökutækjunum. í stað þess að lögreglan stöðvaði bæjarbílana ákváðu forsvarsmenn bæjarvinnunnar að hringja í lög- regluna að fyrra bragði og biðja um fylgd hennar við að flytja ung- lingahópana á milli staða sem unnið var á innan bæjarins. Brást Selfosslögreglan að sjálfsögðu vel við. -eh Hogstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er /€) cifsláttur af annarri auglýsingunni. o\\t milH him/nt Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.