Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Monica Lewinsky var föl og fá eftir vitnisburðinn í gær: Viðurkenndi sam- ræði við Clinton Monica Lewinsky viðurkenndi í yfirheyrslu fyrir ákærukviðdómi í gær að hún hefði stundað kynlífsat- hafnir meira en tólf sinnum með Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Þetta segja tveir heimildarmenn sem eru kunnugur framburði henn- ar við bandarísku sjónvEu-psstöðina CNN. Kynferðislegt samband Mon- icu og forsetans stóð yfir í átján mánuði, að því er fram kom, og hófst í nóvember 1995. Forsetinn hefur eiðsvarinn neitað því að hafa átt í kynferðislegu sam- bandi við Monicu, sem var eitt sinn lærlingur í Hvíta húsinu. Heimildarmennimir sögðu enn fremur að Monica hefði skýrt ákærukviðdóminum í Washington frá því að hún og Clinton hefðu rætt ýmsar leiðir til að halda samband- inu leyndu. Hún neitaði hins vegar að hún hefði verið beðin beint um að ljúga um málið. Monica mun einnig hafa gefið til kynna í framburði sínum í gær að hún hefði tekið þátt í ákveðinni teg- und kynlífsleiks sem forsetinn kynni að líta á að væri ekki kyn- ferðislegt samband. Monica svaraði spumingum ákærukviðdómsins í sex klukku- stundir fyrir luktum dymm. Hún sagði ekkert við fréttamenn þegar Monica Lewinsky sagði allt af létta í gær um sig og Clinton forseta. hún kom út en var ósköp fól og fá að sjá. Talsmaður hennar las aftur á móti upp yfirlýsingu frá Monicu og fjölskyldu hennar þar sem því er fagnað að þessi eldraun skuli senn vera á enda. Talsmaðurinn sagði ekki hvort Monica yrði aftur kölluð fyrir kviðdóminn. Reikna má með að Monica hafi þurft að svara spumingum um blá- an kjól sem hún geymdi hjá móður sinni og afhenti Kenneth Starr, sér- legum saksóknara í málinu. í kjóln- um eru sagðir vera sæðisblettir eft- ir forsetann. Bandaríska alríkislög- reglan FBI hefur kjólinn nú til rannsóknar. Ekkert slak- að á við- skiptabann- inu á írak Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að það væri með öllu óásættanlegt að írakar skyldu neita að eiga samvinnu við vopnaeftirlitssveit Sameinuðu þjóðanna. Hann hét því aö koma í veg fyrir allar tilraunir til að slaka á viðskiptabanninu á írak þar til stjómvöld í Bagdad færa í einu og öllu að skilmálum SÞ um vopnaeftirlit. írösk stjórnvöld tilkynntu á miðvikudag að þau væra hætt öllu samstarfi við vopnaeftirlits- menn SÞ sem eiga að ganga úr skugga um að gjöreyðingarvopn íraka hafi verið eyðilögð. Allt bendir til aö Öryggisráð SÞ muni í dag endurskoða öll samskipti sín við írak. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri SÞ, lagði til að fram færa beinni viðræður viö íraka en hingað til. Lesbíupar tekur hér við vígsluvottoröi í Amsterdam í gær. í tilefni íþróttaleika samkynhneigöra í borginni fengu samkynhneigö pör ókeypis sambúöarvottorö en þau veita réttindi og skyldur eins og um hjónaband gagnkynhneigöra væri aö ræöa. Símamynd Reuter Toklð þátt f \ krakkapakkaloik KjöriB og DVI Klippið úl Tfgm eg llmlð t\ þÁtllúkus«ðil aenri leesl Á u«6tíi sölustflð Kjðrlfl kr/ikknpfikkfi Sðrtðlð svö Irm ðsarrrt strlkamerkjurn a( S krfikkfipflkkurn, KUIWU UT I.DVj www.visir.is Hollenskir læknar vegna Tour de France: Vilja taka umdeilt lyf af bannlista Mr.i •.cld.i miI<IfiiI.iöii) i li.iiiflr11<|iiiiiiiii i i HnrJiny ?i A Mniiiin.il «l.iy Irum'.ymiiij.irhclijimn i I*.tml.iiil<|iiiiiiin !nl< (iinl/ilhi iiiu /'i 1111111oiiir II.iiifl.itil<j.tfloll.tr.i. M'in víii *.I.*:r*it.» ii|iiiiiii .1 |m".mi .111 I fyr.lu íioil/ilhi inynrliimi t;m)%I (iuiI/iII.i .1 Ifiltm KoI.iikI 11111110iK.il. Imk'.ljori fiocl/ill.i. n |iy*.kui Sp 11 rt vordur 111 |ii".miiii lioOlnkMiiolom 1 |».**M1 Knifj Koiiij .1 liylijjmim mj .1 Vim r. .1 111.11111 d.1 rj 11111 I .tó.ilt/nöl.tim n SONY KV 7‘lX'i *.jc» 1»v.» 1 |i•.l.*• I< 1 fr.i JAKIS .111 k (jolfl.i .nik.iviiimmj.i Joammes Marx og Peter Vergouwen, prófessorar við há- skólasjúkrahúsið í Utrecht, segja Epoetin mjög gott og öruggt lyf og notkun þess ætti ekki að flokkast undir misnotkun. Hins vegar settu menn eðlilega spurningarmerki við neyslu íþróttamanna á lyfinu. „íþróttamenn ættu ekki að taka lyf en full ástæða er til að Ólympíu- nefndin ræði þetta tiltekna lyf á ný. Ég er ekki viss um að það eigi heima á bannlista,“ segir Marx. í rannsókn læknanna, sem fjallað er um í læknatimaritinu Lancet, kemur fram að ekki er hægt að greina notkun lyfsins beint heldur er miðað við magn rauðra blóð- koma í blóði. Hefur Alþjóða hjól- reiðasambandið sett ákveðin mörk í því sambandi. í rannsókn læknanna kom hins vegar í ljós að íþrótta- menn sem ekki hafa neytt lyfsins geta auðveldlega farið yfir umrædd mörk og mundu þvi falla á lyfja- prófi. Hollensku læknarnir vísa auk þess til ástralskrar rannsóknar á at- vinnuhjólreiðamönnum sem varði í tíu ár. Um 3 prósent þeirra mældust með rauð blóðkom yfír leyfilegum mörkum án þess að hafa tekið lyf. Því megi alveg eins spyrja hvort lyf- ið jafni ekki stöðu allra í íþrótta- keppni. Reuter Hollenskir læknar sögðu í morg- un að taka ætti lyfið Epoetin, sem mest var rætt um í lyfjahneyksli To- ur de France hjólreiðakeppninnar í sumar, af bannlista. Lyfið er efna- fræðileg útgáfa af náttúrulegu efni sem kallast erythropoietin. Það eyk- ur framleiðslu rauðra blóðkorna sem bera súrefni til vöðva líkam- ans. Lyfið er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar og Alþjóða hjólreiðasambandsins. Ljóst er að vöðvar íþróttamanna þurfa mikið súrefni undir álagi, sér- staklega þegar um langvinnt álag er að ræða. Tour de France stendur yf- ir í þrjár vikur og gr unur um lyfja- notkun hjólreiðamanna varð kveikj- an að umdeildum lögregluaðgerðum. UGO Lífrænir græða vel Danskir bændur sem stunda lífræna ræktun hafa miklu hærra tímakaup en hefðbundnir starfsbræður þeirra, þótt ræktar- lönd þeirra gefi minna ef sér en hin. Aukin spenna í Burma Spennan milli herforingja- stjórnarinnar í Burma og stjórn- arandstöðu- leiðtogans Aung San Suu Kyi fer vax- andi með hverjum degin- um. Stjómvöld hafa fjölgað mjög vörðum við heimili hennar í tilefni þess að um þessar mundir eru tíu ár frá miklu blóðbaði þegar herinn réðst gegn lýðræðissinnum. Nasistum mótmælt Fjöldamörg samtök í Dan- mörku undirbúa mótmæli gegn dönskum nasistum í bænum Greve sunnan við Kaupmanna- höfn. Göngur hættulegar Hættulegasti ferðamátinn er að fara leiðar sinnar fótgangandi. Þetta kemur fram i könnun sem gerð var vestanhafs. Langt stríð Laurent Kabila, forseti Kongólýðveldisins, hvatti þegna sína í gær til að búa sig undir langt stríð við Rúanda sem hann sakar um að hafa ráðist inn í Kongó austanvert. Ashrawi hætt Hanan Ashrawi, einn helsti og merkasti leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær af sér ráð- herraembætti sínu í stjórn Yassers Arafats. Með því vildi hún mótmæla stjórnarháttum Arafats. Arafat vildi flytja As- hrawi milli embætta en því undi hún ekki. Lánar Rússum Alþjóðabankinn samþykkti að lána Rússum 1,5 milijarða dollara til að styrkja efnahagslíf þeirra og reyna að lina tak gas- og olíu- og jámbrautaeinokunar á því. Áhyggjur Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna lýsti yfir áhyggjum vegna harðnandi bardaga í Afganistan og krafðist skilyrðislauss vopna- hlés. Gegn Microsoft Alríkisdómari skipaði Microsoft að hafa æðstu yfir- menn sína, þar á meðal sjálfan Bill Gates, til reiðu auk hug- búnaðarkóða vegna undir- búnings lög- fræðinga rikis- ins í málaferl- um gegn fyi'irtækinu. Ný kjörstjórn Herráð í Nígeríu hittist til aö ræða skipun nýrrar kjörstjómar og skipan nýrrar ríkisstjórnar. Frekar rólegt Tiltölulega rólegt var við landamæri Kashmir í nótt eftir harða og stöðuga skothríð síðustu viku þar sem hersveitir Pakistana og Indverja hafa barist. Gegn spilltri stjórn Leiðtogar skæraliða í Kólumbíu sögðu að vopnuðum aðgerðum þeirra í vikunni væri beint gegn spilltri stjóm Emestos Sampers forseta. Þeir segjast hins vegar mundu taka upp samningaviðræður við eftirmann hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.