Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 19
18
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998
23
íþróttir
íþróttir
Páll til
Essen
Páll Þórólfsson handknattleiks-
maður er genginn til liös við þýska
1. deildar liðið Essen og mun hann
gera tveggja ára samning við félag-
ið.
Páll hefur undanfarin ár leikið
með Aftureldingu í Mosfellsbæ en
hann lék áður með Fram. Páll er
snjall homamaður og mikill marka-
hrókur.
Það verða því tveir íslendingar í
herbúðum Essen í vetur en með lið-
inu leikur sem kunnugt er Patrekur
Jóhannesson.
-GH
Stjarnan
vann
kæruna
Stjarnan mætir Breiðabliki í und-
anúrslitum bikarkeppni kvenna í
knattspyrnu en dómstóll Suður-
lands tók í gær fyrir kæru Stjöm-
unnar á hendur ÍBV.
Stjaman kærði leik liðsins gegn
ÍBV þar sem Eyjastúlkur tefldu
fram ólöglegum leikmanni.
í dómsorði segir: Úrslit í leik ÍBV
og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum í
Cola Cola bikarkeppni KSÍ, sem
fram fór í Vestmannaeyjum mið-
vikudaginn 15. júlí 1998, skulu vera
3-0 Stjömunni í hag. ÍBV greiði
24.000 krónur i sekt til KSÍ. -GH
Zinidine Zidane verður f
eldlínunni á Laugardalsvelli 5.
september
Ísland-Frakkland
@íslendingar mæta heimsmeistur-
um Frakka í undankeppni EM á
Laugardalsvelli laugardaginn 5. sept-
ember kl. 18.45.
@KSÍ hefur aðeins leyfi til að selja
aðgöngumiöa í sæti og eru 7004 sæti á
Laugardalsvelli.
@Forsalan hefst 11. ágúst og fer hún
fram á bensínstöðvum Esso á 8 stöð-
um, í Reykjavík, á Akranesi, Akur-
eyri, í Hverageröi og Keflavík.
@Miðaverð á leikinn er krónur 2000
í sæti 1, 3000 í sæti 2 og 4000 1 sæti 3
en miöinn er 500 krónum ódýrari í
safnkortstilboði í forsölu. Börn 12 ára
og yngri fá frítt á leikinn og verða i
stæöum.
@Fólk ætti aö útvega sér miða í for-
sölu því mikill áhugi er á leiknum og
væntanlega verður fljótt uppselt á
leikinn.
@H]jómsveitin Stuömenn mun
skemmta vallargestum í klukkustund
fyrir leikinn.
©íslendingar mæta Lettum í vin-
áttulandsleik á Laugardalsvellinum
miövikudaginn 19. ágúst. Miðasala á
leikinn verður á Laugardalsvelli 18.
og 19. ágúst og verð aðgöngumiða
krónur 1500.
If i) 1. DEILD KARIA
#='
Breiðablik 11 9 0 2 22-9 27
Víkingur 12 7 3 2 22-12 24
FH 11 6 1 4 18-12 19
KVA 11 5 3 3 16-11 18
Fylkir 12 5 3 4 19-17 18
Skallagr. 12 4 4 4 21-20 16
KA 12 4 3 5 14-19 15
Stjaman 11 3 4 4 8-11 13
Þór 11 2 2 7 13-16 8
HK 11 1 1 9 13-34 4
Markahæstir:
Sumarliði Ámason, Víkingi .........8
Valdimar K. Sigurðs, Skailagr .... 7
Atli Kristjánsson, Breiðabliki .... 7
Hörður Magnússon, FH...............6
Boban Ristic, KVA .................5
Brynjar Gestsson, FH ..............5
Hjörtur Hjartarson, Skallagrtmi . . 5
Steindór Elíson, HK/Fram ..........5
l kvöld mœtast Stjaman og FHí
Garðabæ klukkan 19. Tólftu
umferðinni lýkur svo á laugardaginn
þegar Breiðablik tekur á móti KVA
klukkan 14.
Grindavík (0)0
Leiftur (2)2
0-1 Une Arge (83.) fékk góöa
sendingu frá Páli Guðmundssyni og
skoraði á milli fóta Alberts.
0-2 Lazorik (87.) skoraði eftir
skemmtilegt þrýihyrningsspil viö
Júlíus Tryggvason.
Lið Grindavíkur: Albert Sævars-
son - Hjálmar Hallgrlmsson, Milan
Jankovic, Guðjón Ásmundsson,
Björn Skúlason - Vignir Helgason
(Þórarinn Ólafsson 57.), Zoran Lju-
bicic (Paul Mcshine 88.), Scott Rams-
ey (Gunnar M. Gunarsson 88.), Óli
Stefán Flóventsson - Sinisa Kekic,
Grétar Hjartarson.
Lið Leifturs: Jens Martin Knud-
sen - Steinn Gunnasson, Andri Mart-
einsson, Július Tryggvason, John
Nielsen - Páil Guðmundsson (Sindri
Bjamason 89.), Paul Kinnard, Kári
Steinn Reynisson, Baldur Bragason -
Une Arge (Steinar Ingimundarson
90.), Rastislav Lazorik (Páll V. Gísla-
son 89.).
Markskot: Grindavík 5, Leiftur 21.
Hom: Grindavík 6, Leiftur 3.
Gul spjöld: Óli (G), Grétar (G),
Nielsen (L)
Dómari: Egill M. Markússon, góður.
Áhorfendur: Um 400.
Skilyrði: Gott knattspymuveður.
Maður leiksins: Une Arge, lék
vel fyrir liðið og skoraði gott
mark.
Kaflaskipt í Borgarnesi
1- 0 Valdimar Kr. Sigiu-ðsson (39.)
2- 0 Haraldur Hinriksson (43.)
2-1 Guðjón Guðjónsson (57.)
2-2 Ólafur Þórðarson (80.)
Skallagrímur og Fylkir skildu
jöfn í Borgarnesi í gærkvöld eftir
góða byrjun Skallagríms en góðan
endi Fylkis.
Leikurinn var lengst af mjög jafn
og sýndu bæði lið ágætis takta.
Vendipunktur í leiknum var þegar
Amaldur Schram, Fylki, braut
klaufalega af sér á 29. mínútu og
fékk fyrir vikið rautt spjald. Þetta
nýttu Skallagrímsmenn sér og skor-
uðu stuttu síðar. Þeir bættu síðan
við öðru marki er Haraldur skoraði
örugglega af stuttu færi.
Skallagrímsmenn gerðu stöðu-
breytingar á liði sínu í hálfleik og
virtust leikmenn missa einbeitingu
við það. Fylkismenn komu hins veg-
ar endumærðir til leiks og náðu að
jafna leikinn.
„Við gersamlega klúðruðum
þessu í fyrri hálfleik. Við vomm að-
eins að spila á hálfum hraða. Ef við
hefðum spilað allan leikinn eins og
í seinni hálfleik hefði þetta farið
öðruvísi en Borgnesingar gerðust of
væmkærir í seinni hálfleik og ef
menn leggja sig ekki fram í 90 min-
útur geta þeir gleymt þessu,“ sagði
Ólafur Þórðarson sem barðist eins
og ljón allan tímann og var besti
maður Fylkis ásamt Gunnari Pét-
urssyni. Bestir hjá Skallagrími voru
Unnar Sigurðsson og Valdimar.
Maður leiksins: Ólafur Þórðar-
son, Fylki. -EP
Sóknardúettinn vaknaöur
1- 0 Amar Hrafn Jóhannsson (22.)
2- 0 Sumarliði Ámason (41.)
3- 0 Sumarliði Árnason (52.)
3- 1 Davíð Garðarsson (64.)
4- 1 Amar Hrafn Jóhannsson (76.)
5- 1 Sumarliði Ámason (85.)
Vikingar unnu stórsigur, 5-1, er
KA-menn komu í heimsókn í
Stjörnugrófina í gær.
Vallarstarfsmaður Víkinga þakk-
aði KA fyrir stigin í loks leiksins
enda kannski ekki furða því KA-lið-
ið var afspymuslakt í þessum leik
og í raun og vem heppið að þola
ekki enn stærri ósigur en þau fjög-
ur mörk sem skildu að í lokin.
Víkingar unnu þarna aðeins
þriðja sigur sinn í síðustu 8 leikjum
en þeir hafa átt í basli eftir frábæra
byrjun í vor. Það sem var kannski
einna jákvæðast fyrir Víkinga í
þessum leik vom mörkin tvö sem
Amar Hrafn Jóhannsson skoraði en
hann hafði aðeins gert eitt mark í
sínum 111. deildar leikjum til þessa
í sumar.
Sóknardúettinn var lykillinn að
sigri Víkinga í gær. Sumarliði
Árnason skoraði þrennu auk þess
aö leggja upp eitt og Arnar Hrafn
gerði tvö og átti eina stoðsendingu
að auki.
Leikur KA byggðist fremur á því
að spila fast en að spila góðan bolta
og liðið er ekki sloppið enn. Víking-
ar skoruðu aftur á móti 5 mörk og
gátu gert enn fleiri en það hefur oft
verið vandamál þeirra í sumar að
binda enda á sóknimar.
Menn leiksins: Sóknardúett
Víkinga, Amar Hrafn Jóhanns-
son og Sumarliði Árnason.
-ÓÓJ
Það hlaut að koma að þessu
DV, Akureyri:
1- 0 Elmar Eiríksson v.sp. (40.)
2- 0 Heiömar Fellxsson (75.)
3- 0 Haukur Benediktsson (76.)
4- 0 Elmar Eiríksson (78.)
4-1 Villý Þór Ólafsson (90.)
Botnslagurinn í 1. deildinni fór
fram í gær þegar tvö neðstu lið
deildarinnar, Þór og HK, mættust á
Akureyri. Leikurinn byrjaði
fjörlega og strax á 12. mín áttu
Þórsarar skot í stöng og var Orri
Hjaltalín þar að verki en Orri var
ekki á skotskónum því það var
alveg sama hvað hann gerði, alltaf
tókst HK-mönnum að bjarga. Það
var alveg Ijóst í hvað stefndi þegar
seinni hálfleikur byrjaði. Þórsarar
sóttu og sóttu og á 75. mínútu bar til
tíðinda þegar Heiðmar náði að
skora fyrir Þór. Egill Skúli
Þórólfsson, HK, fékk þá annað gula
spjaldið sitt fyrir mótmæli við
dómarann. Það sem eftir var áttu
Þórsarar. Þeir skomðu 3 mörk á 3
minútum og hefðu auðveldlega
skorað fleiri mörk en markvörður
HK, Hjörvar Hafliðason, bjargaði því
sem bjargað varð og má þakka
honum að mörkin urðu ekki 6-7 hjá
Þór. Nýliðinn, Haukur Benediktsson,
í liði Þórs, sem gekk til liðs við þá
fyrir viku, skoraði í fyrsta leik sínum
fyrir Þór og kom hann mjög sterkur
inn í liðið.
„Auðvitað er ég hörkuánægður
með leikinn. Það hlaut að koma að
þessu. Loksins dugði þessi vinna
sem við höfum verið að skapa. Við
stefnum náttúrlega að vinna næsta
leik, vona að baráttan skili sér líka
í þann leik,“ sagði Elmar Eiríksson,
fyrirliði Þórs, eftir leikinn.
Maður leiksins: Elmar Eiríks-
son, Þór.
-JJ
Allir á Stjörnuvöllinn!
Olís er styrktaraóili Stjörnunnar
Pall GuðlaugsBon. þjalfan l.oifi
urs, hafól óstæðu 111 að vmo kétur
i gær og hér fnðmm hann Pot-
sleln Þorvaldsson, forniann
kiialtspyinurJelldar Leifturs, éftli
siuUtinn á Grindavlk,
Leiftursmenn ráöa sér ekki fyrir fögnuöi eftir aö þeir höföu tryggt sér sæti í
bikarúrslitaleiknum meö því aö leggja Grindvíkinga aö velli. Leiftur og ÍBV mætast í
úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 30. ágúst. DV-myndir Teitur
Landsmótiö í golfí ‘98
Meistaraflokkur karla:
Þorsteinn Hallgrímsson, GR .... 70
Björgvin Sigurbergsson, GK .... 70
Helgi Birkir Þórisson, GS .......71
örn Ævar Hjartarson, GS..........71
Guðmundur Sveinbjörnsson, GK . 71
Ómar Halidórsson, GA ...........71
Þóröur Emil Ólafsson, GL.........72
Ólafur A. Gylfason, GA..........72
Friðbjörn Oddsson, GK............73
Kristinn G. Bjamason, GR.........73
Ólafur Þór Ágústsson, GK.........73
Sigurpáll G. Sveinsson, GA......73
Kristinn Ámason, GR..............74
Tryggvi Traustason, GK ..........74
Birgir Haraldsson, GA............74
Björgvin Þorsteinsson, GA .......74
Sæmundur Pálsson, GR.............75
ívar Hauksson, GKG...............75
Ottó Sigurðsson, GKG.............75
Hjalti Nielsen, GL...............75
Jens Sigurösson, GR..............75
Vilhjálmur Ingibergsson, NK .... 75
Ingólfur Pálsson, NK.............75
Tryggvi Pétursson, GR ...........76
Gunnar Þór Jóhannsson, GS .... 76
Sveinn Sigurbergsson, GK.........76
Ólafur Jóhannsson, GSE...........76
Gunnlaugur Erlendsson, GR .... 76
1. flokkur karla:
Kristinn Óskarsson, GS...........75
Albert Elíasson, GK..............75
Kjartan Sigurjónsson, GK ........75
GisliHall, NK....................76
Jónas H. Guðmundsson, GK .... 76
ögmundur Ögmundsson, GR .... 76
Rúnar S. Gíslason, GR............77
Júlíus Jónsson, GS ..............77
2. flokkur karla:
Elmar Geir Jónsson, GS ..........75
Jón H. Guðmundsson, GR...........75
Guðmundur Einarsson, GSG ... .75
Egill Sigmundsson, GS ...........77
Brynjar Jóhannesson, GSE ........77
Jón Elvar Steindórsson, GKG ... 77
3. flokkur karla:
Jón Halldór Bergsson, GKG........79
Kristján Gíslason, GSE ..........81
Tryggvi Guðmundsson, GÍ..........84
Kristján Hjaltested, GO..........84
Þórhallur G. Kristvinsson, GKJ . . 85
Jónas Gunnarsson, GR ............85
Þorleifur Gestsson, GÓ ..........85
Róbert Svavarsson, GS ...........85
Meistaraflokkur kvenna:
Ragnhildur Sigurðard, GR........72
Ólöf Maria Jónsdóttir, GK........76
Herborg Arnarsdóttir, GR.........78
Katrin D. Hilmarsdóttir, GKJ ... 83
Helga R. Svanbergsdóttir, GKJ . . 84
Andrea Ásgrímsdóttir, GA.........84
Kolbrún S. Ingólfsdóttir, GK .... 86
Snæfríður Magnúsdóttir, GKJ ... 87
Þórdís Geirsdóttir, GK...........88
Nína B. Geirsdóttir, GKJ.........89
Alda Ægisdóttir, GR .............92
1. flokkur kvenna:
Ljósbrá Logadóttir, GS ..........83
Liija Karlsdóttir, GK............84
Magdalena S. Þórisdóttir, GS .... 86
Helga Gunnarsdóttir, GK..........87
Halia B. Amarsdóttir, GA.........89
Sigrún Siguröardóttir, GR........92
Ingibjörg Bjamadóttir, GS........92
Rut Þorsteinsdóttir, GS..........93
2. flokkur kvenna:
Unnur Sæmundsdóttir, GKG .... 91
Hjördís Ingvadóttir, GR..........93
Elin Gunnarsdóttir, GS...........93
Arnfríöur Grétarsdóttir, GG .... 93
Eygló Geirdal, GS ...............96
Þuríöur Jóhannesdóttir, GB .... 98
Hafdís Gunnlaugsdóttir, GS.......98
Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG . 98
Enn bætti Ragnhildur skor sitt á landsmóti
Ragnhildur Sigurðardóttir úr
GR hefur forustu eftir fyrsta
daginn í meistaraflokki kvenna.
Ragnhildur hefur þurft að bíða í 13
ár, frá því að hún varð íslands-
meistari 1985 á Akureyri, en í ár
hefur hún verið í feiknagóðu formi
og líkleg til að takast loksins að
vinna íslandsmeistaratitilinn á ný.
Ragnhildur byrjaði mjög illa í
fyrra á fyrsta degi en vann á og svo
fór að hún bætti skorið sitt alla
dagana. Hún hafði einnig endað á
slöku skori á landsmótinu í
Vestmannaeyjum 1996 og hafði því
bætt skorið sitt fimm daga í röð í
lok landsmótsins í fyrra.
Á fyrsta hringnum í gær bætti
hún skorið síðan sjötta landsmóts-
daginn í röð er hún fór Hólmsvöll-
inn á pari sem afar góður árangur.
Hér á eftir má sjá bætingu Ragn-
hildar dag frá degi á þessum
þremur landsmótum. Talan í sviga
merkir hvar hún stendur gagnvart
pari vallarins.
f Vestmannaeyjum
3. dagw 1996 ... 85 (+15) i Eyjum
4. dagur 1996 ........ 83 (+13)
Á Grafarholtsvelli í Reykjavik
1. dagur 1997 .......... 83 (+12)
2. dagur 1997 ........... 79 (+8)
3. dagur 1997.............76 (+5)
4. dagur 1997.............74 (+3)
Á Hólmsvelli í Leiru
1. dagur 1998 ........ 72 ( á pari)
Ragnhildur var með besta skorið
samtals á þremur siðustu dögun-
um í fyrra en nú er að sjá hvort
hún heldur áfram á sömu braut og
bætir sig sjöunda daginn í röð í röð
í dag. Það gæti orðið erfitt enda á
mjög góðu skori í gær.
-ÓÓJ
Isinn brotinn
Mikill fógnuður braust út á Grindavikur-
vellinum í gærkvöld þegar Leiftur tryggði
sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar í fyrsta
sinn í sögu félagsins eftir 0-2 sigur á Grinda-
vík. Fögnuður stuðningsmanna Leifturs var
það mikill að einn stuðningsmaður þeirra
missti folsku tennumar á grasflötina og var
mikil heppni að gómurinn stóð ekki í hon-
um.
Mörk Leifturs komu á fjórum mínútum
undir lok leiksins og var vel staðið að þeim
báðum. Þegar Ólafsfirðingar gerðu fyrra
mark sitt virkaði það eins og rothögg á leik-
menn Grindvíkinga sem þurftu allt í einu að
fara að sækja en það höfðu þeir ekki gert í
öllum leiknum. Sigur Leifturs var sanngjarn
og voru þeir einfaldlega betri aðilinn í leikn-
um og fengu gullin marktækifæri. Þeir voru
einfaldlega hungraðri í að komast áfram,
voru sterkari í návígi og létu boltann ganga
vel manna á milli í fyrri hálfleik en Albert
var vel á verði í marki Grindavíkur.
Leiftursmenn héldu uppteknum hætti i
síðari hálfleik og voru aðgangsharðari við
mark Grindavíkur. Grindvíkingar vörðust
vel og þeir hefðu þurft lítið til að komast inn
í leikinn og hefðu getað gert út um hann en
þeir voru að komast inn i leikinn þegar Leift-
ur skoraði.
Grindvíkingar bökkuðu of mikið og hugsuðu
of mikið um vamarleikinn og var eins og leik-
menn væru taugaveiklaðir. Skyndisóknir liðs-
ins voru illa skipulagðar og kannski ekki fúrða
þar sem lykilmenn liðsins sáust ekki en miðj-
an var handónýt í leiknum. En Leiftursmenn
geta haldið sína þjóðhátíð á Ólafsfiröi og eiga
það sannarlega skilið.
„Við spiluðum ágætlega fyrir norðan en
núna var enginn broddur í okkar sókn. Það
hlaut að koma að því að annaðhvort liðið
skoraði en því miður kom þaö okkar megin.
Þeir voru heldur sterkari og áttu fleiri færi
en við. Þetta eru kannski ekki ósanngjörn
úrslit en sárt að tapa. Það er mjög eríitt að fá
mark á sig svona seint í leiknum," sagði
Hjálmar Hallgrimsson, Grindavíkingur.
Rjóminn af kökunni
„Við erum með sterkara lið. í stöðunni
0-0 svona lengi var alltaf sú hætta fyrir
hendi að þeir gerðu mark en við höfum
brennt okkur á því hér áður. Þetta er rjóm-
inn af kökunni yfir sumarið. Við erum í 4.-5.
sæti í deildinni og í sjálfu sér eru menn sátt-
ir þótt menn ætli sér alltaf að gera betur. Að
komst í úrslitaleikinn var það sem við ætluð-
um okkur,“ sagði Andri Marteinsson,
fyrirliði Leifturs, sem er að spila geysilega
vel í vörninni.
Tókst aö rjúfa þessa leiðinlegu
hefö
„Markmiðið var að vinna hér og það tókst
og rjúfa þessa leiðinlegu hefð og komast í
úrslitaleikinn. Markmið mitt var að brjóta
þennan ís og komast í úrslit. Við ætluðum
að klára leikinn á venjulegum leiktima. Mér
fannst, miðað við gang leiksins í fyrri
hálfleik, að við þurftum að gefa aðeins meira
í leikinn og sérstaklega að fá meiri nákvæmi
í síðustu sendingu frá miðjunni inn fyrir
vöm Grindavíkur. Mér fannst eins og í
síðari hálfleik var aðeins spuming um að ná
einum til þremur góðum boltum inn fyrir og
þá myndi okkur takast að nýta færin og
skora og það tókst,“ sagði Páll Guölaugsson,
þjálfari Leifturs. -ÆMK
Fyrsta deild karla
íkvöldkl. 19
íGarðabæ
Sfjaman
Þorsteinn Hallgrímsson er hér aö vippa inn á Ragnhildur Siguröardóttir hefur góða forystu í
flötina í Leirunni í gær. Hann lék vel og er efstur kvennaflokki og hér er hún aö pútta á einni
ásamt Björgvin Sigurbergssyni. DV-mynd Ægir flötinni á Hólmsvelli í gær. DV-mynd Ægir
Landsmótið í golfi:
Þorsteinn og Bjorgvin
jafnir í efsta sætinu
- Ragnhildur með afgerandi forystu í kvennaílokki
Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgríms-
son úr GR og Hafnfirðingurinn Björg-
vin Sigurbergsson, GK, em efstir og
jafnir í meistaraflokki karla eftir
fyrsta hring á landsmótinu í golfi sem
hófst á Hólmsvelli i Leiru í gær. Þeir
léku 18 holurnar á 70 höggum eða
tveimur undir pari vallarins. Eins og
búist var viö er keppnin hjá körlunum mjög
jöfn og spennandi. Fjórir kylfingar léku á einu
undir pari og tveir vom á parinu, þar á meðal
núverandi íslandsmeistari, Þórður Emil Ólafs-
son.
„Nokkuð auöveldur hringur"
„Ég get ekki verið annað en sáttur við þenn-
an fyrsta hring. Ég hef verið að slá vel í sumar
og gera flesta hluti vel og það var engin breyt-
ing á því núna. Allar aðstæöur voru hinar
bestu, veðrið ljómandi gott og völlurinn alveg
meiri háttar," sagði Björgvin Sigurbergsson í
samtali við DV i gær.
„Þetta var nokkuö auðveldur hringur. Ég
náði fuglum á þremur holum en fékk skolla á 4.
holunni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og var
of stuttur. Þetta verður hörkukeppni og maður
vissi það svo sem fyrir fram. Ég held að línur
fari ekki að skýrast fyrr en eftir þriðja hring
hvaða 10 kylflngar koma til með að keppa um
titilinn. Ef ég héld áfram að spila eins og ég hef
verið að gera í sumar tel ég mig eiga ágæta
möguleika á að keppa um titilinn," sagði Björg-
vin sem varð síðast íslandsmeistari árið 1995.
„Er mjög sátt“
I meistaraflokki kvenna kemur ekki á óvart
að Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, skuli vera
með forystu en hún hefur verið í feikilega góðu
formi í sumar. Hún hefur tekið afgerandi for-
ystu og er er fjórum höggum á undan íslands-
meistaranum, Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr GK.
„Ég fékk fimm fugla og fimm skolla. Ég hefði
viljað sjá nokkur pútt detta sem duttu ekki en
ég get ekki kvartað yfir þessum hring. Ég er
mjög sátt, þetta er bara fint skor. Veðrið var
alveg stórkostlegt," sagði Ragnhildur við DV í
gærkvöld.
„Á morgun á bara að hugsa um eitt högg í
einu og ekkert meira. Ég er bara að keppa við
völlinn. Ef maður ætlar að gera vel verður mað-
ur að útiloka hina, þá verður maður að hugsa
um golfið sitt því það er það golf sem maður vill
spila. Það skiptir svo miklu að útiloka það sem
hinir eru að gera, bara að gera eins vel og mað-
ur getur,“ sagði hún að lokum.
-GH/ÍBE