Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998
Neytendur
Rabarbaratíminn er runninn upp:
Súrt og sætt
Rabarbarinn kemur upphaf-
lega frá svæðum með fram
stórfljótinu Volgu í suður-
hluta Síberíu. Merki um
rabarbararæktun hafa fundist
á Ítalíu og Englandi frá 1600. í
upphafi var plantan notuð til
lækninga en um 1800 var byrj-
að að nota stilkana til matar-
gerðar.
Það sem er sérstakt við
rabarbarann er að hann inni-
heldur mikið af oxalsýru en
hann einkennir ferskt, súrt
bragð. í honum er svipað
vítamínmagn og í öðru græn-
meti, í honum er lítið prótín
og kolvetnin eru frekar lág
eða um 1 g í 100 g og 3 g af
treijum eru í 100 g. Vatnsinni-
hald er 93%.
Margir búa til rabarbara-
sultu á sumrin. Hér á eftir fylgir auð-
veld uppskrift en engin rotvarnarefni
eru í henni:
Sjóðið rólega saman 800 g af sykri
og 1 kg af rabarbara í 3-4 tíma. Hrær-
ið i öðru hvoru svo að ekki brenni
við. Látið síðan rjúka vel af sultunni.
Þegar hún hefur kólnað skal setja
hana í glerkrukkur. Gott ráð er að
dýfa smjörpappír ofan í vanilludropa
og leggja ofan á sultuna í krukkunni.
Strengiö síðan filmu vel ofan á smjör-
pappírinn og skrúfið lokið vel á
krukkuna.
Tvær fyrstu uppskriftirnar hér á
eftir eru úr Ostalyst 3 en hinar eru
úr bókinni Matur og drykkur eftir
Helgu Sigurðardóttur. Bókin kom út
árið 1946 og í mörgum eldhúsum
hérna áður fyrr þótti hún standa
jafnfætis Biblíunni.
Rabarbarabaka f. 4-6
500 g rabarbari
2 msk. flórsykur
1 msk. kartöflumjöl
75 g smjör
11/2 dl síróp
3 dl haframjöl
Hitið ofninn í 225 gráður. Skerið
rabarbarann í bita og setjið í smurt
eldfast mót. Stráið flórsykri og kart-
öflumjöli yfir og blandið saman.
Bræöið smjörið og blandið sírópi
saman við. Hrærið haframjölinu
saman við og látið suðuna koma upp.
Dreifið haframjölsblöndunni yfir
rabarbarann og bakið í 25 mín. Berið
fram volgt með þeyttum rjóma eða ís.
Gratíneraöur rabarbari meö
kardimommum f. 4
5-600 g rabarbari
2 msk. smjör (30 g)
1 1/2 dl síróp
1 msk. dökkur púðursykur
1 dl möndluspænir
Gratínsósa:
1 dl hvítvín
2 eggjarauður
3 msk. flórsykur
1/3—1/4 tsk. steyttar kardimommur
1 msk. smjör, mjúkt (15 g)
Stillið ofninn á glóð. Skerið rabar-
barann í bita og látið þá krauma í
smjörinu þar til þeir eru mjúkir.
Bætið sírópi, púðursykri og möndlu-
spónum út I. Minnkið hitann.
Setjið vín, eggjarauður, flórsykur
og kardimommur í pott og hitið við
vægan hita og þeytið í allan tímann,
eða þar til sósan verður létt og sam-
felld. Bætið þá smjörinu í. Ath. að
sósan má ekki sjóða.
Setjið rabarbarann í fjórar litlar
skálar eða eina stóra og jafnið sós-
unni yfir.
Bregðið undir glóð þar til fallegur
litur er kominn á. Fylgist með allan
tímann þar sem sósan getur brunnið
mjög snögglega.
Rabarbaragrautur meö
möndlum
1/2 kg rabarbari
3 dl vatn
100 g sykur
25 g kartöflumjöl
1 dl vatn
25 g möndlur
1/2 stöng vanilla
Rabarbarinn er hreinsaður, skor-
inn smátt og soðinn með vatni og
sykri. Möndlurnar eru afhýddar og
saxaðar smátt og settar út í. Vanillu-
stöngin, sem skorin er smátt, er líka
látin í og soðin í 3-4 mínútur. Jafnað
með kartöflumjölsjafningi. Sé rabar-
barinn grófur verður að sía grautinn,
en það er þá gert áður en sykurinn er
látinn í. Með grautnum er best að
borða þeyttan rjóma, rjóma eða
rjómabland.
Rabarbarasúpa
1 1/2 1 vatn
100 g þurrkaður rabarbari eða 1 kg
nýr rabarbari
100 g sykur
3/4 msk. kartöflumjöl
1 dl vatn
Rabarbarinn er þveginn úr köldu
vatni, lagður í 1 1/2 1 af vatni yfir
nóttina, síðan soðinn í eina klst. og
síaður. Sykurinn settur út í. Kart-
öflumjölið hrært út í köldu vatni.
Þegar sýður er jafningurinn settur út
í og hrært í þar til sýður. Þá er syk-
ur settur í eftir smekk og rauður lit-
ur eftir þörf. Sé notaður nýr rabar-
bari er hann auðvitað ekki lagður í
bleyti og ekki soðinn eins lengi.
Rabarbara-triffle
kökumolar
rabarbaramauk
eggjabráð
þeyttur rjómi
Kökumolar eru látnir á botninn á
glerskál, síðan rabarbaramaukið,
sem er vel þykkt, þá eggjabráðin.
Þegar þetta er orðið kalt er það
skreytt með þeyttum rjóma. Aths. í
stað rabarbaramauksins má nota
hvaða ávaxtamauk sem er.
Rabarbarakaka með kexi
1/2 kg rabarbari
2-4 msk. sykur
150 g kexmolar
50 g súkkulaði
2-3 dl rjómi
Rabarbarinn er hreinsaður, vigtað-
ur, þveginn og brytjaður, látinn í pott
með sykrinum og bíði til næsta dag.
Rabarbarinn soðinn þar tii hann er
meyr og jafn. Kexmolar eru muldir
smátt. Rabarbaramaukið og kex-
mylsnan látin í lögum í skál. Þar
ofan á er skafið mestallt súkkulaðið.
Skreytt með þeyttum rjóma og
sköfnu súkkulaði sem eftir var. Borð-
að sem ábætisréttur eða með kaffi.
Rabarbarasagógrautur
1 kg rabarbari
1/2 1 vatn
2-3 msk. sykur
75 g sagógrjón
Rabarbarinn er skorinn í smábita.
Þegar vatnið sýður eru rabarbarinn,
grjónin og sykurinn látin út í og soð-
ið þangað til grjónin eru glær. Hræra
verðúr í grautnum við og við, en gæti-
lega, því að bitarnir eiga helst að vera
heilir. Sett í skál; sykri stráð yfir og
borðað með rjóma eða mjólk. Gott er
að láta sagógrjón út á saxaðan rabar-
bara eða rabarbarasaftgraut.
LGG+ í dós
LGG+, sem hefur fengist í flösk-
um, er nú hægt að fá í dós. Annars
vegar með vanillu og morgunkorni
en hins vegar með jarðarberjum og
morgunkorni.
LGG+ er náttúruleg vara. Að baki
henni liggja umfangsmiklar vís-
indarannsóknir og þróunarvinna
sem sannað hafa margþætta vamar-
verkun ef hennar er neytt reglu-
bundið. LGG+ inniheldur LGG-
gerla auk annarra æskilegra gerla
svo sem a- og b-gerla auk
óligófrúktósa sem er hluti af nátt-
úrulegu inúlíni en það er trefjaefni
sem m.a. örvar vöxt heilnæmra
gerla í meltingarveginum.
LGG+ er fyrir heilbrigt fólk á öll-
um aldri. Einnig er mælt með LGG+
fyrir fólk sem býr við ójafnvægi,
röskun og vanlíðan af völdum ytri
þátta eins og streitu, kaffidrykkju,
inntöku fúkkalyfja, geislameðferðar
o.fl. Með daglegri neyslu LGG+ á
það að geta náð jafnvægi á nýjan
leik.
LGG-gerlar búa yfir einna mestu
mótstöðuafli allra þekktra mjólkur-
LGG+ er fyrir heilbrigt fólk á öllum aldri.
sýrugerla. Magasýrur og gall vinna
lítt á þeim og þeir halda fullum
krafti á ferð sinni um meltingarveg-
inn. Það gerir þeim kleift að virka
jákvætt á sjálfa þarmaflóruna þar
sem gagnsemi þeirra er mest.
Karrífiskur með
hrísgrjónum
600 g fiskflak, roð- og beinhreinsað
2 dl hrísgrjón
2 dl súrmjólk
4 msk. léttmajónes
2 tsk. karrí
salt
100 g nýir eða niðursoðnir sveppir
3 msk. ostur, rifrnn
1. Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbein-
ingum á umbúðunum.
2. Hrærið saman súrmjólk,
majónes, karrí og salt.
3. Setjið soðin hrísgrjónin í smurt,
ofnfast fat. Skerið fiskinn í bita og
raðið honum yfir hrísgrjónin og
stráið salti yfir.
4. Sneiðið sveppina og dreifið
þeim yfir fiskinn.
5. Hellið karrísósunni yfir réttinn.
6. Bakið í miðjum ofni við 200 gráð-
ur á Celcius í 30-40 mínútur.
7. Stráið osti yfir réttinn og bakið
áfram þar til osturinn hefur fengið
fallegan lit.
Úr Af bestu lyst.
Viltu
losna við
blaðlús?
Algengasta aðferðin til að
losna við blaðlús er að úða eitri
yfir runna og aðrar plöntur sem
lúsin sækir í. Margir halda blað-
lús hins vegar í skefjum með því
að spúla með volgu vatni og
setja gjarna dálitla grænsápu út
í (1/2 dl sápa á móti 11 af vatni).
Þessi aðferð krefst þess að vel sé
fylgst með og að gripið sé tO að-
gerða þegar í stað þegar vart
verður við lús. Viðbúið er að
endurtaka þurfi spúlunina en
kunnugir fullyrða að þessi að-
ferð beri ekki síðri árangur en
bestu lyf. Einnig má úða með
þangvökva en hann er jafnframt
góð næring fyrir plönturnar.
Úr Græna bókin - um neyt-
endur og umhverfi.
Rifan
ofan við
bað-
kerið og
vaskinn
Þarna safnast smám saman
sápuleifar en oft verður rifan
svo óþétt að vatn fer að seytla
niður bak við baðker og vask.
Byrjaðu á því að hreinsa burt
óhreinindi og gamla fyllingu
með meitli eða skriifjárni.
Þvoðu raufina síðan með salm-
íakvatni sem leysir upp feiti og
skolaðu með ediksblöndu sem
losar um kalkleifar. Afmarkaðu
raufina með málningarlímbandi
báðum megin. Fylltu raufina
með silíkonþéttingu sem fæst í
túbum. Dýfðu fmgri í sápuvatn
og strjúktu honum eftir fylling-
unni. Taktu síðan límbandið.
Silíkonþéttingin þarf að
þorna a.m.k. í sólarhring áður
en væta kemur á hana. Þurrar
silíkonleifar eru hreinsaðar
með rakvélarblaði.
Silíkonþéttingin fæst hvít eða
litlaus.
Úr 500 holiráð - handbók
heimilisins.
Fitu-
blettir
í bókum
Oft koma fitublettir í bækur
sem lánaðar eru út. Losna má
við þá á eftirfarandi hátt: Bland-
aðu saman talkúmi og hreins-
uðu bensíni og stráðu því á
blettina. Láttu þetta liggja smá-
stund og burstaðu síðan blöndu
og flekki á brott.
Úr 500 hollráð - handbók
heimilisins.