Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Glatað tækifæri góðæris í góðæri greiða menn niður skuldir. Önnur lögmál virðast þó gilda um ríkissjóð. Þannig segir utanríkis- ráðherra að selja verðir eignir til að komast hjá harka- legum niðurskurði á félagslegri þjónustu. í góðærinu duga því tekjur ríkisins ekki fyrir útgjöldunum. Á hverju ári greiða íslendingar 16-17 milljarða í vexti af skuldum ríkisins. Þetta er svipað og öll innheimta ríkissjóðs skilar nettó í gegnum tekjuskatt. Þetta speglar berlega hve miklu skiptir að grynnka á skuldum ríkisins og draga þar með úr svimháum vaxtagreiðslum. Hvenær á að gera það, ef ekki í góðæri? Hvaða ráðdeild felst í því að menn neyðast til að selja eignir ríkisins til að ná endum saman í hressilegri góðæris- sveiflu? Það er óskiljanlegt. Góðærið bauð upp á tæki- færi til að grynnka rækilega á skuldunum. Það tækifæri virðist illu heilli vera að ganga okkur úr greipum. í drögum að fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir sölu ríkiseigna upp á 11 milljarða. Þessi sala er notuð til að fela rekstrarhaila og skila tekju- afgangi upp á 3 milljarða. í ljósi mikillar uppsveiflu efnahagslífsins eru 3 milljarðar of lítill afgangur, hvað þá miðað við að þeirra er aflað með eignasölu. Menn skulu heldur ekki gleyma að kosningaár er í vændum. Kosningavíxlar stjómmála- manna eiga eftir að bætast við útgjaldahliðina. Slæm reynsla sýnir nefnilega að í meðfömm kosningaveiklaðs Alþingis hefur útgjaldahlið íjárlaga- frumvarpsins sterka tilhneigingu til að bólgna út. Allar líkur eru því á að tekjuafgangurinn sem sala ríkiseigna á að tryggja gufi upp. Þetta er því slök niðurstaða af sjónarhóli góðæris- sveiflunnar. Við núverandi aðstæður er það beinlínis skylda ráðamanna að nota bætt árferði og auknar tekjur til að skila rekstrarafgangi. Uppganginn á ekki að nota til að þenja út ríkisútgjöldin. Ríkisstjórnin hefur með réttu brýnt fyrir landsmönn- um nauðsyn aukins spamaðar til að draga úr ofþenslu í efnahagslífinu. Nú gengur hún sjálf á undan með versta fordæmi sem hægt er að hugsa sér. Vinnubrögð af þessu tagi lofa ekki góðu um framtíðina. Góðærið varir nefnilega ekki endalaust. Önnur megin- stoð þess felst í miklum framkvæmdum sem hafa verið í gangi. Virkjanir, gangagerð, vegalagning, og stóriðjuver hafa öll skapað mikla atvinnu og haft jákvæð áhrif á kauplag og neyslu úti um allt þjóðfélagið. En Hvalfjarðargöngin verða ekki grafin aftur. Álverin tvö era þegar risin. Núverandi framkvæmdum við virkjanir á hálendinu lýkur fyrr en varir. Brýr og vegi á Skeiðarársandi er búið að endurbyggja. Hvað verður þá um blessað góðærið okkar? Hin meginstoð góðærisins, blómstrandi sjávarútvegur, mun að sönnu halda uppi góðu árferði. En kúfur góðærisins mun hjaðna þegar kemur fram á næsta ár og stórframkvæmdunum sleppir. Um leið dregur úr myljandi tekjum ríkissjóðs. Á þá að nota sölu ríkiseigna til að fjármagna rekstur ríkisins? Plástrar af þeim toga kunna að duga í örfá ár til að hylja meinsemdina sem felst í of miklum ríkisútgjöldum miðað við tekjur. En jafnvel galdramenn selja bankana ekki oftar en einu sinni. Ríkið er eins og stórt heimili. Útgjöld þess eiga ekki að vera meiri en tekjumar. Selji menn eigur þess á andvirðið alfarið að renna til greiðslu gamalla skulda en ekki óráðsíu í rekstri. Össur Skarphéðinsson Óviss staöa Schengensamstarfsins ætti því ekki að tefja aökallandi stækkun flugstöövar Leifs Eiríkssonar, segir Siv í greininni. Aðkallandi stækk- un Leifsstöðvar á 22 flugvélarstæði tengd landgöngu- brúm í stað átta stæða í dag, þar af sex tengd land- göngubrúm. Hún á þá einnig að geta annað 2,3 milljónum farþega á ári. Ef ekki verður ráðist í stækkun flugstöðv- arinnar hið fyrsta mun skapast neyðar- ástand vegna þrengsla og aðstöðu- leysis, bæði fyrir farþega og vélar. Stjómvöld hafa því ákveöið að hefjast handa við fyrsta „Ef ekki verður ráðist í stækkun flugstöðvarinnar hið fyrsta. mun skapast neyðarástand vegna þrengsla og aðstöðuleysis, bæði fyrir farþega og vélar. Stjórnvöld hafa því ákveðið að hefjast handa við fyrsta stækkunar- áfanga.u Kjallarinn Siv Friðleifsdóttir alþingismaður Þeir sem leið hafa átt um flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserin hafa tekið eft- ir því að umferðar- þunginn þar er meiri en flugstöðin annar með góðu móti. Stækk- un flugstöðvarinnar er því orðin verulega að- kallandi. Stöðin var hönnuð fyrir um 1 milljón far- þega á ári. Á síðustu árum hefur farþega- fjöldinn sem um stöð- ina fer aukist um 10% árlega og fór upp í um 1,2 milljónir farþega í fyrra. Álagið á flugstöðina er því komið langt upp fyrir það sem henni var ætlað að afkasta. Framtiðaráform flug- rekstraraðila bæta þar enn á. Flugfélagið Atl- anta, íslandsflug og Flugleiðir era að bæta við vélum. Mestu skipta áform Flug- leiða, en samkvæmt þeirra áætlunum mun vélum fyrirtækisins ijölga upp í 16 á næstu áram. Spáð er að farþegum sem um stöðina fara muni fjölga um 6- 9% árlega á komandi árum. Þróun þessi er gleðileg. Ferðaþjónust- unni vex fiskur um hrygg en tekj- ur þjóðarinnar af erlendum ferða- mönnum nema um tuttugu millj- örðum króna á ári. Framkvæmdir aö hefjast Framkvæmdasýsla ríkisins hef- ur tekið saman áætlun um stækk- un stöðvarinnar. Samkvæmt henni á að stækka stöðina í þrem- ur áfongum á tólf áram. Þannig mun Leifsstöð bjóða árið 2010 upp stækkunaráfanga. Þær fram- kvæmdir eru í þann mund að hefj- ast. Byrjað verður á stækkun flug- hlaða. í fyrsta áfanga á að bæta við nýjum landgangi ásamt ijórum flugvélarstæðum tengdmn land- göngubrúm og um 4000 fermetra þjónustubyggingu við suðurenda núverandi landgangs, svokallaðri Suðurbyggingu. Áætlað er að áfanginn kosti á annan milljarð króna að meðtöldum kostnaði vegna væntanlegs Schengensam- starfs.Vert er að benda á að kostn- aður sem fellur á stækkun flug- stöðvarinnar vegna Schengen er mun minni en menn hafa áður reiknað með. Leifsstöð og Schengen Schengensamstarfið hefur mikla pólitíska þýðingu fyrir Is- lendinga. Æskilegt er að ísland gerist aðili að samstarfinu. Við eigum að vera í sem nánustu tengslum við ESB án þess þó að ganga inn í bandalagið. Schengensamstarfið er liður í þessum nánu tengslum. Ferða- mannaþjónustunni er einnig akk- ur í að frjáls og óheft for ferða- manna til og frá Evrópu verði sem mest. Sem stendur er staða okkar gagnvart Schengensamkomuiag- inu óljós. Frakkar hafa tafið úrlausn málsins vegna andstöðu við að ísland og Noregur komi að fullu inn í lögreglusamstarf Schengen, trúlega vegna þess fordæmis sem það gæti skapað gagnvart öðrum löndum, svo sem þeirra er hafa sótt um aðild að ESB. Þótt ekki sé enn geir- neglt að ísland og Noregur taki þátt í Schengensamstarfmu era líkumar á því yfirgnæfandi. Ólíklegt er að norrænar ESB- þjóðir samþykki að norræna vegabréfasambandið verði að engu gert. Landfræðilega er einnig óraunhæft að Sviþjóð ætti sem ESB-land og aðili að Schengen að gæta ytri landamæra Schengen- svæðisins gagnvart Noregi stæði það utan við samkomulagið. Öfl- ugar landamærastöðvar með til- heyrandi víggirðingum milli Sví- þjóðar og Noregs era óhugsandi. Öll rök benda því til þess að ís- land og Noregur verði aðilar að Schengensamstarfmu í einhverri mynd. Óviss staða Schengensam- starfsins ætti því ekki að tefja að- kallandi stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Siv Friðleifsdóttir Skoðanir annarra Matvælamerkingar „í kjölfar samningsins um Evrópska efnahags- svæðið vora settar hér á landi reglur um matvæla- merkingar í samræmi við tilskipanir ESB. Þær fela m.a. í sér að á umbúðum matvæla skuli koma fram innihaldslýsing, nafn og heimilisfang framleiöenda, pökkunaraðila eða dreifingaraðila, sem hafi aðsetur á Evrópska efnahagssvæðinu og að næringargildi vörannar komi einnig fram ... Heildsalar sem flytja t.d. inn bandarísk matvæli, telja að þessar reglur feli í sér mismunun og viðskiptahindranir gagnvart Bandaríkjunum ... Fróðlegt verður að sjá hvemig Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) bregst við málaleitan Verslunarráðs og hvort tekst að leysa þetta vand- ræðamál í eitt skipti fyrir öll.“ KjM í Viðskiptablaði Mbl. 6. ágúst. Gagnrýni á bankakerfi „íslenska bankakerflð hefur verið harkalega gagn- rýnt á undanfómum árum og reyndar áratugum. Upp á síðkastið hefur mest borið á deilum um spill- ingu og óráðsíu. Enn meira máli skiptir þó að banka- kerfið hefur á síðari árum tapað tugum milljarða króna, sem aftur á sinn þátt í því að vaxtamunur og þjónustugjöld eru hærri en gengur og gerist hjá er- lendum bönkum. Krafan um hagræðingu og sparnað og þar með hagkvæmari rekstur er því hávær.“ Elías Snæland Jónsson í Degi 6. ágúst. Margar leiðir að markinu „Ný ríkisstjóm þarf að láta það verða meðal fyrstu verka sinna að uppræta ranglætið og auka hagkvæmnina í núverandi fiskveiðistjómunarkerfi með öllum tiltækum ráðum. Það er bezt að fara margar leiðir að einu og sama marki til að sætta ólík sjónarmið: bjóða veiðiheimildir upp á opnum og frjálsum markaði, prófa sóknarmark við hlið afla- marks, afhenda sérhverjum íslendingi hlutabréf í auðlindinni og reyna um leið að koma til móts við byggðimar með því að veita þeim forkaupsrétt á hluta kvótans við fóstu verði.“ Þorvaldur Gylfason í Mbl. 6. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.