Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998
Fréttir
Flöskuskeyti var 20 mánuöi á leiðinni:
Frá St. Johns að
ósum Skaftár
GLERAUGNAHÚS
ÓSKARS
LAUGAVEGI 8
101 REYKJAVÍK
©55» 44 55
Pálmi Kristjánsson með flöskuskeytiö.
DV-mynd Njöröur
Telekost. í skeytinu er heimilis-
fang sem finnandi er beðinn um að
senda upplýsingar til - um staðinn
þar sem skeytið fannst og hvenær
skeytið fannst.
Pálmi sagðist nú ekkert hafa ver-
ið að leita sérstaklega að flösku-
skeyti en óneitanlega hefði verið
gaman að fmna eitt slíkt.
NH
DV.Vík:
„Ég var á ferð í fjörunni ásamt
flölda fólks og var að leita að skelj-
um þegar ég fann flöskuskeytið,"
sagði Pálmi Kristjánsson, 14 ára
strákur til heimilis í Vík í Mýrdal,
en hann fann flöskuskeytið rétt hjá
ósum Skaftár, Landbrotsmegin.
Flöskuskeytið var sent frá rann-
sóknarskipi - kastað í sjóinn 55
sjómílur austur af St. Johns á Ný-
fundnalandi 2. desember 1996
þannig að það er búið að vera hálft
annað ár á leiðinni hingað til ís-
lands.
Þetta rannsóknarskip virðist
helst hafa verið í opinberum rann-
sóknarleiðangri undir nafninu
Skildu tölvuna eftir heima!
í sumar getur þú skilið tölvuna eftir heima þegar þú ferð í frí. Á fimm Edduhótelum í alfaraleið
hefur verið komið fyrir tölvum tengdum internetsambandi Skímu þar sem þú getur lesið og sent póst
og fylgst með fréttum líðandi stundar á visir.is. Það skiptir ekki máli hjá hvaða netþjónustu þú ert, -
þjónustan er öllum opin.
Frínetið er ókeypis þjónusta fyrir ferðamenn í boði Skímu, visir.is og Aco.
FríNetið er staðsett á eftirtöldum stöðum:
• Hótel Kirkjubæjarklaustur
• Hótel Höfn, Hornafirði
• Hótel Edda, Menntaskólanum Egilsstöðum
• Hótel Edda, Akureyri Hrafnagilsstræti
• Hótel Edda, Í.K.Í Laugarvatni
Frínetið keyrir á LEO tölvum frá Aco sem eru nettengdar við
Skímu með hraðvirkri ISDN tengingu í boði Landssímans.
VlfVlíW.
Gunnar Vagn Aðalsteins á þríhjólafákinum. DV-mynd Teitur
Þriggja hjóla
hugarfóstur
Margir vegfarendur Reykjavíkur-
svæðisins hafa rekið upp stór augu
við að sjá þríhjóla farartæki Gunn-
ars Vagns Aðalsteinssonar sem ný-
komið er á göturnar. Að framan er
það eins og venjulegt mótorhjól en
að aftan minnir það á Volkswagen
bjöllu. Þríhjólið er ætlað ökumanni
og farþega.
Gunnar Vagn vinnur við að gera
við frystigáma en hann smíðaði mót-
orhjólið í frítímanum. „Ég smíðaði
allt sjálfur nema skelina sem er ofan
á. Ég þurfti að borga 66.000 krónur í
vörugjald, bara til að geta sett hjólið
á götuna. Það finnst mér grátlegt."
Gunnar Vagn segir að mikið sé
um svipuð hjól á Mallorca. „Ég fékk
hugmyndina við lestur erlends
timarits en hjólið er Qöldaframleitt
m.a. í Bandaríkjunum og Þýska-
landi. Það eru til alls konar útgáfur
af því.“ Hann segir að hann hafi lagt
áherslu á að hjólið myndi ganga í
augun á fólki.
Hjólið fékk skoðun í síðustu viku
og síðan þá hefur Gunnar Vagn
viðrað það á götunum. „Það er sama
hvert ég fer. Fólk ætlar að snúa sér
úr hálsliðnum." -SJ
Hyggst koma Þor-
lákshöfn á kortið
- segir nýráöinn sveitarstjóri
Sesselja Jónsdóttir er 31 árs lög-
fræðingur sem nýlega var ráðin í
starf sveitarstjóra í Þorlákshöfn.
Hún er ung fjölskyldumanneskja og
mun flytja þangað til að sinna starf-
anum.
„Ég mun gera allt sem hægt er til
að lokka ferðamenn og fyrirtæki til
Þorlákshafnar og koma þorpinu á
kortið í því sambandi. Starf sveitar-
stjóra liggur að miklu leyti í að
koma sér og sínum á framfæri," seg-
ir Sesselja.
„Ég var ráðin úr hópi 22 umsækj-
enda og tek við 1. september. Ég hef
lögmannsréttindi og hef starfað sem
lögmaður. Þá er ég varabæjarfull-
trúi í Kópavogi og sit í félagsmála-
ráði. Því þekki ég til sveitarstjórn-
arstarfa. Mig hefur alltaf langað að
sinna sveitarstjórnarmálum. Ég
nýtti tækifærið og finnst það frá-
bært.“
Sesselja á tvær litlar stúlkur, 6
mánaða og tveggja ára, og mann
sem starfar í Þorlákshöfn. Þvi ligg-
ur beint við að flytjast þangað.
„Þorlákshöfn er frábær staður til
að vera með börn á. Félagsleg þjón-
usta er góð og búið að byggja allt
upp. Þar er hlúð vel að fjölskyldum.
Við bjuggum í Kópavogi en erum nú
að pakka saman og flytja.
í raun er Þorlákshöfn aðeins
steinsnar frá bænum, 20 mínútur
frá Seláshverfi, og manni finnst
vegalengdin alltaf vera að minnka.
Þorlákshafnarbúar eru spenntir
fyrir því að fá uppbyggðan Suður-
strandarveg frá Grindavík. Þá
myndi aðkoman í þorpið breytast til
muna. Vegurinn myndi hjálpa mik-
ið með fiskflutninga. Þá yrði allt að-
gengi betra ef tenging væri við höf-
uðborgarsvæðið þarna megin,“ seg-
ir Sesselja. -sf
Sesselja Jónsdóttir er nýráðinn sveitarstjóri Þorlákshafnar. Hún hyggst gera
sitt besta til aö lokka fólk og fyrirtæki á staöinn. DV-mynd BG.